Morgunblaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 27 Hampton t sjöunda himni Bandaríski jazzsnillingurinn Lionel Hampton kampakátur i Paris- arborg þar sem hljómsveit hans heldur tónleika um þessar mundir. Hampton hefur ástaeðu til að auðsýna ánægju sina þvi hann var í vikunni sæmdur heiðursorðu Parisarborgar og var myndin tekin er hann var að leggja upp i ökuferð af þvi tilefni um miðborgina i opinni glæsibifreið. Kvikmynd um morðið á Aldo Moro: Morðingjarnir aðstoða við leiktjöld og handritagerð Mfluó. 30. ■évember. AP. Kvikmyndaframleiðendur nokkrir á Ítalíu vinna nú að gerð myndar um ránið og morðið á Aldo Moro, fyrr- um forsætisráðherra landsins. Til aðstoðar hafa þeir fengið tvo af morðingjum hans, félaga úr rauðu herdeildunum, sem afplána nú lífs- tíðardóm fyrir hlutdeild sína að ódæðinu sem framið var árið 1978. Morðingjarnir, Valerio Morucci og Adriana Farandasa, hafa sagt að þeir vildu hjálpa til við gerð leikmyndar og handrits „til þess að leggja sitt af mörkum við að skrá sagnfræðilegan sannleika," eins og haft er eftir þeim. ítalski leikarinn Gian Maria Volonte sagði að framleiðendur vildu kappkosta að segja satt og rétt frá hlutunum og því hefði verið leitað til morðingjanna. „Þeir munu segja okkur hvað fram fór meðan Moro var í prísundinni, í „fangelsi alþýðunnar" og aðdragandanum að dauðadómnum," sagði Volonte. Moro var í gíslingu í 55 daga áður en hryðjuverkamenn rauðu her- deildanna myrtu hann. Volante mun fara með hlutverk Moros í myndinni sem leikstýrð verður af Liliana Cavani. Gerð kvikmyndarinnar hefur vakið nokkra úlfúð á Italiu og telja ýmsir að illa sé farið að að- standendum og fjölskyldu Moros, enda aðeins fá ár síðan hið mikla áfall dundi yfir fjölskylduna. Framleiðendur myndarinnar segj- ast hins vegar ekki skilja slík viðhorf, því þeir séu að skrá merkilegar heimildir í sögu Italíu. Hong Kong: Æ' Ibúar ánægðir með sam- komulag Breta og Kínverja Hoig Kong, 29. nóvember. AP. Yfirgnæfandi meirihluti ibúa Hong Kong er sáttur við samkomulag Breta og Kínverja um smáríkið, sem gerir það að sérstöku stjórnsvæði í kínverska alþýðulýðveldinu 1997, samkvæmt upplýsingum opinberrar stofnunar í Hong Kong. Hermt er að menn hafi áhyggj- ur af einstökum ákvæðum sam- komulagsins, en í heildina séu ibú- arnir ánægðir með að samkomu- lag hafi náðst, þvi það sé betra en ósamkomulag. Samkvæmt sam- komulaginu fá Kínverjar öll yfir- ráð í Hong Kong 1997, en tryggt er að hið kapitalíska fyrirkomulag þar verður við lýði a.m.k. til ársins 2047. TILBOÐ: Aðventoplattinn 4 aðventukerti ásamt t skreytingum | ítágapiatta. ' verðþessa helg' kr. 390- _______ Blómuni vióa verola yerð f rá ----- Keramikaðventu- hringir frá GU • Hvítir og svartir. Falleg sk^lm9kr Verð fra640.-kr' Hefðbundnir aðventu kransar.Vafiðgrem ásamt skreytingum. Lágir, áborð. Verð frá 490-‘ Hangandi.t.d. i Verð9fará545.-kr. Á borðstatívi (sjá mynd). \/orfS frá74b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.