Morgunblaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984
19
Aðventukvöld
í Áskirkju
Fyrsta sunnudag í aðventu, 2. des-
ember, verður aöventukvöld í Ás-
kirkju kl. 20.30.
Þetta er í fyrsta sinn sem auðið
er að efna til slíkrar samkomu í
Ásprestakalli, því aðstaðan er nú
önnur með tilkomu kirkjunnar en
áður var. Margir munu þó minn-
ast aðventu- og jólafunda Safnað-
arfélagsins í Norðurbrún 1, en
þeir voru jafnan fjölsóttir, enda
vandað til dagskrár.
Á aðventukvöldinu nk. sunnu-
dag mun Jón Helgason kirkju-
málaráðherra flytja ræðu og Rut
Ingólfsdóttir fiðluleikari leika á
hljóðfæri sitt og Svala Nielsen
syngja einsöng. Kirkjukór Ás-
kirkju syngur aðventusálma og
söngva tengda jólum undir stjórn
Kristjáns Sigtryggssonar organ-
ista, en sumir þeirra sálma eru
dýrustu perlur tónbókmennta
kirkjunnar. Ennfremur verður al-
mennur söngur, en samkomunni
lýkur með ávarpi sóknarprests.
Er von mín að margur leggi leið
sína í Áskirkju þetta kvöld til að
njóta helgi stundarinnar og veita
henni með návist sinni og þátt-
töku og þess ekki síður að vænta,
að foreldrar og eldri ástvinir
stuðli að því að börnin komi til
kirkjunnar til að fagna aðvent-
unni og innri undirbúningi jól-
anna. _
Árni Bergur Sigurbjörnsson
SkáUfélagið Kópar beidur basar tíl styrktar félagsstarfsemi sinni
sunnudaginn 2. des. kl. 14.00 ( Félagsheimilinu, Kópavogi.
Á basarnum veröur fjöldi glæsilegra handunninna muna. Einnig
veröur kökusala i staönum, happdretti og lukkupokasala.
Aðventukvöld í
Dómkirkjunni
Kvenfélag Háteigsséknar:
Kaffisamsæti
fyrir eldra fólk
Á morgun, fyrsta sunnudag í aö-
ventu, kl. 15.15 býður Kvenfélag Hi-
teigssóknar eldra fólki í Hiteigs-
sókn til kaffisamsætis f Domus
Medica.
Eins og sóknarfólki er kunnugt
hefir þetta kaffiboð verið árviss
viðburður og vinsæll, þegar Kven-
félag Háteigssóknar hefir boðið
eldra fólki til samsætis og
skemmtunar. Þessi samkoma hef-
ir jafnan verið í ársbyrjun, en nú
færist hún til og verður sem að-
ventufagnaður og upplyfting í
skammdeginu.
Konurnar í félaginu hafa af
áhuga og dugnaði undirbúið þessa
samkomu með miklum góðvilja. Á
þessari samkomu mun Elín Sigur-
vinsdóttir söngkona syngja ein-
söng við undirleik Hólmfríðar Sig-
urðardóttur, Kirkjukór Háteigs-
kirkju syngur aðventulög og Anna
Guðmundsdóttir leikkona les upp.
Enginn efi er á því, að þetta
verður notaleg og ánægjuleg sam-
vera. Óska kvenfélagskonurnar
eftir því, að sem flestir sjái sér
fært að þiggja þetta boð og eiga
góðar stundir saman.
Arngrímur Jónsson
Á morgun hefst nýtt kirkjuár. Þi
er fyrsti sunnudagur í aðventu eða
jólaföstu. Aö kvöldi þess dags verö-
ur aö venju aðventusamkoma í
Dómkirkjunni og hefst hún kl.
20.30. ÞaÖ er Kirkjunefnd kvenna
Dómkirkjunnar, sem stendur fyrir
samkomunni eins og undanfarna
áratugi og er óhætt að segja, aö aö-
ventukvöldin í Dómkirkjunni séu
orðin ómissandi þáttur í undirbún-
ingi jólanna meðal þess mikla
fjölda, sem þau sækir. I tali og tón-
um erum við minnt á komu jólanna
og þann boöskap friöar og frelsis,
sem þau færa öllum mönnum.
Dagskrá aðventukvöldsins er
mjög fjölbreytt að vanda. Ræðu-
maður kvöldsins er Helgi Skúli
Kjartansson sagnfræðingur. Frið-
björn G. Jónsson syngur einsöng.
Guðrún Ásmundsdóttir les upp.
Tveir kórar syngja: Skólakór
Seltjarnarness undir stjórn Mar-
grétar J. Pálmadóttur og Dómkór-
inn undir stjórn Marteins H. Frið-
rikssonar dómorganista, en Mart-
einn leikur einnig einleik á orgel
Dómkirkjunnar. Dómkirkjuprest-
arnir flytja ávörp í upphafi og við
lok samkomunnar, og einnig verð-
ur aimennur söngur.
Aðventukvöldið er í Dómkirkj-
unni annað kvöld, sunnudag 2.
des., og hefst kl. 20.30.
Verið öll hjartanlega velkomin í
Dómkirkjuna.
Hjalti Guðmundsson
Jólafundur Hvatar
Hvöt, félag sjálfstæöiskvenna í Reykjavík, heldur sinn áralega jólafúnd
mánudaginn 3. desember nk. í Lækjarhvammi, Hótel Sögu, og hefst hann Id.
20.30.
Dagskráin hefst með því að
Erna Hauksdóttir, formaður
Hvatar, setur fundinn. Davíð
Oddsson borgarstjóri flytur ávarp
og sr. Karl Sigurbjörnsson flytur
hugvekju. Tvær stúlkur úr
Söngskólanum, þær Ingibjörg
Marteinsdóttir og Kristin Sig-
tryggsdóttir, syngja einsöng og
tvisöng við undirleik Jórunnar
Viðar. Að venju verður happ-
drætti og fjöldi góðra vinninga.
Kaffiveitingar verða á boðstólum
og ennfremur jólaglögg. Kynnir á
jólafundinum verður Sigríður
Ragna Sigurðardóttir. Jólafundir
Hvatar hafa ætíð verið mjög fjöl-
sóttir af félagskonum og gestum
þeirra og jólastemning rikjandi.
(FrétUtilkrmmlaf)
—
e*ki&
Pa a -*** K0í
° gOtt tJ/ —'JJÍ} S.'J/
^y** *
Xer*ð, Ko»sum s,u
erí‘enn^,,^
»»?
Su&u.
(E322)’’ k^óSn,-
i,n- b
Síríus
Konsum
suóusúkkulaói
Gamla góða Síríus Konsum
súkkulaðið er í senn úrvals
suðusúkkulaði og gott til átu. Það
er framleitt úr bestu hráefnum, er
sérlega nærandi og dijúgt til suðu
og í bakstur, enda jafnvinsælt í
nestispökkum ferðamanna og
spariuppskriftum húsmæðra.
Síríus Konsum er vinsælast hjá
þeim sem velja bara það besta.
JMOD xSj