Morgunblaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984
55
World Soccer velur:
Platini leik-
maður ársins
FRANSKI landsliösmadurinn
Michel Platini hefur verið kjörinn
knattspyrnumaður ársins í heim-
inum af knattspyrnutímaritinu
World Soccer. Platini, fyrirliði
franska landsliösins, sem varð
Evrópumeistari í sumar, leikur
meö ítalska liðinu Juventus.
lan Rush, markakóngurinn mikli
frá Liverpool, varð í ööru sæti í
kjörinu um leikmann ársins, Bras-
ilíumaðurinn Zico varö þriðji,
Portúgalinn Fernando Chalana,
sem leikur meö Bordeaux í Frakk-
landi, varð fjórði og fimmti Frakk-
inn Jean Tigana.
Franska landsliöiö var kjöriö liö
ársins og þjálfari ársins var vitan-
lega kjörinn þjálfari þess — Michel
Hidalgo, en hann hætti meö liöiö
eftir keppnina í sumar.
Evrópumeistarar Liverpool uröu
í ööru sæti í kjöri um liö ársins,
Juventus varö í þriöja sæti og
portúgalska landsliðiö í fjóröa
sæti.
Framkvæmdastjóri Liverpool,
Joe Fagan, varö í ööru sæti í kjöri
um þjálfara ársins, og landsliös-
þjálfari Dana, Sepp Pinotek, varö í
þriöja sæti.
Frakkar uröu því í fyrsta sæti á
öllum vígstöövum — og Liverpool
í ööru sæti alls staöar.
Njarðvíking-
ar unnu Val
íslandsmeistarar Njarövíkur
unnu öruggan sigur á Val í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik í
gærkvöldi í Njarövík, 114:98. Sig-
urinn var öruggur og sanngjarn.
Leikurinn var bráöskemmtilegur
— hann var mjög hraöur allan
leikinn. Leikmenn ráöu á köflum
ekki viö hraöann. Bæöi liöin léku
vel og hittni leikmanna var mjög
góö eins og stigin segja til um því
varnirnar voru alls ekki slakar.
Njarövíkingar réðu betur viö
hraðann í leiknum og mestu mis-
tök Valsmanna voru aö leika jafn
hratt og raun bar vitni. Eftir sig-
urinn eru Njarövíkingar komnir
meö fjögurra stiga forskot á Val,
sem er í ööru sæti.
Bæöi liöin voru mjög tauga-
óstyrk í byrjun en varnirnar þó
sterkar.
-Valur Ingimundarson skoraöi
fyrsta stigiö í leiknum eftir eina
mínútu, úr vitakasti, og síöan var
ekkert skoraö fyrr en þrjár mín. og
þrettán sek. voru liönar af leiknuml
Kristján Ágústsson skoraöi tvö stig
fyrir Val. Leikurinn var í jafnvægi
mest allan fyrri hálfleikinn —
Njarövík haföi þó alltaf forystu,
nema í byrjun, og eftir 8 mín. var
staöan 19:10 og þaö var mesti
munurinn í hálfleiknum. Valur
minnkaöi muninn í 20:17. Lengra
hleyptu Njarövíkingar þeim ekki og
juku aftur forskotiö. Staöan 50:40
í hálfleik.
Tómas Holton skoraöi fyrstu
körfuna fyrir Val í seinni hálflelk en
síöan fóru Njarövíkingarnir aö síga
fram úr. Eftir 6 mín. var staöan
oröin 71:53 — 18 stiga munur. Þá
tóku Valsmenn sprett og minnstur
var munurinn þaö sem eftir var, 10
stig er 9 mín. voru eftir — staöan
þá 82:72.
Grótta og Fylk-
ir sigruðu
Tveir leikir fóru fram í 2. deild
karla í handbolta ( gærkvöldi.
Grótta sigraöi Ármann 28:26 í
hörkuleik á Seltjarnarnesi, og
Fylkir sigraöi Þór 22:19 á Akur-
eyrL
UMFN — Valur
114.-98
Njarövíkingar fóru þá aftur í
gang og sigu hægt og rólega
lengra fram úr og er fimm mín.
voru eftir skoraöi ísak Tómasson
100. stig liösins. Þá var munurinn
oröinn 20 stig — 100:80. Njarövík-
ingar komust í 24 stiga mun —
105:81, er þrjár og hálf mín. voru
eftir og var þaö mesti munurinn í
leiknum.
Valsmenn löguöu stööuna örlítiö
undir lokin, og var þaö mest vegna
kæruleysis Njarövíkinga. Þeir
leyföu varamönnum sínum aö
spreyta sig enda leikurinn gjörunn-
inn.
Spaugilegt atvik átti sér staö er
sjö min. voru eftir. Njarövíkingar
höföu skoraö — Valsmenn fengu
þvi boltann og kastaö var til Jó-
hannesar Magnússonar. Jóhannes
skaut þá á eigin körfu í ógáti viö
mikinn fögnuö áhorfenda. Boltinn
dansaöi á körfuhringnum og Valur
Ingimundarson, sem ekki var far-
inn í vörnina, eftir aö hafa skoraö,
þakkaöi kærlega fyrir sig meö þvi
aö ná knettinum og skora afturll
Bestu menn Njarövíkinga voru
Valur, Jónas og Árni og Gunnar
var einnig mjög traustur aö vanda.
Hjá Val var Torfi bestur og einnig
léku Leifur Gústafsson, Kristján
Ágústsson og Jón Steingrímsson
vel.
Sæmilegir dómarar voru Jón
Otti Jónsson og Siguröur Valur
Halldórsson.
Stig UMFN: Valur 34, Gunnar
Þorvaröarson 16, ísak Tómasson
13, Helgi Rafnsson 11, Jónas Jó-
hannesson 10, Árni Lárusson 10,
Ellert Magnússon 6, Hafþór
Óskarsson 6, Hreiöar Hreiöarsson
4 og Teitur Örlygsson 4.
Stig Vala: Torfi Magnússon 24,
Jón Steingrímsson 15, Leifur Gúst-
afsson 14, Tómas Holton 12,
Kristján Ágústsson 11, Einar
Ólafsson 11, Björn Zoega 6, Jó-
hannes Magnússon 3 og Páll Arn-
ar 2. —ÓT/SH.
Mazda
323#
MEST SELDI
JAPANSKIBÍLUNN
í EVRÓPU,
og engin furða, því hann er:
★ Framdrifinn. Það tryggir góða öksturseiginleika og
fróbæra spyrnu í snjó og hólku.
★ Rúmgóður. MAZDA 323 rúmar vel 5 fullorðna
ósamt farangri, og Hann er miklu rýmri en svokallaðir
„smóbílar" og kostar samt svipað.
★ Vandaður. MAZDA 323 er þrautreyndur, vandaður
og vel smíðaður.
★ Eyðslugrannur. MAZDA 323 eyðir aðeins liðlega
5 lítrum ó hverja 100 kílómetra ó 60 - 90 km hraða.
★ 6 óra ryðvarnaróbyrgð. MAZDA 323 er ryðvar-
inn með nýja ryðvarnarefninu WAXOYL og fylgir honum 6
ára ryðvarnaróbyrgð.
Þrótt fyrir gengisbreytingu, þá er
MAZDA 323 árgerð 1985 á ótrúlega
hagstæðu verði:
338.000
1300 Hatchback
gengisskr. 26.11.84
með ryðvörn og 6 ára ryðvarnarábyrgð.
mazDa
Mest fyrir peningana!
BÍLABORG HF
Smiðshöföa 23 sími 812 99
Jæja krakkar minir, þé erum við
Hreinn byrjaðir að draga í barna-
happdrætti SÁA. í dag er 1.
desember og þessvegna er bara
1 vinningur.
Fjarstýrður rafbíll fré Kristjénsson
ht. og númeriö er: ---504°6_____
Vinningurinn verður afhentur é
skrifstofu SÁÁ i Síðumúla 3—5.
P.s. Við Hreinn erum nú ekkert
harðir é þvi hvenær miðinn var
borgaður þegar við afhendum
barnavinningana!