Morgunblaðið - 29.01.1985, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985
„Fékk „þann stóraM
Það er sól og sumar í Ástralíu um þessar mundir og harðsnúnir stanga-
veiðimenn etja kappi við ekki síður harðsnúna bráð. Kevin Parson fékk
þann stóra um daginn og stendur hann hér t.h. á myndinni ásamt feng
sínum og aðstoðarmanni. Fengurinn var tígrisháfur og heimsmet þar að
auki, því þetta reyndist stærsti tígrisháfur sem nokkru sinni hefur
veiðst á stöng. Fiskurinn vó 462 kg og mældist 4,1 metri. Það fylgdi
ekki sögunni hversu lengi Kevin var að þreyta risann. Þessi háfur var
einu kílógrammi þyngri en gamli metfiskurinn sem veiddist fyrir 28
árum.
Leyniför Discovery
tókst vel í alla staði
Kanaveralhöfða. 28. janúar. AP.
Geimferjan Discovery lenti heilu og höldnu í Flórída eftir þriggja daga
geimferð, sem mikil leynd hvíldi yfir. Var þetta fyrsta ferð, sem farin er í
hernaðarlegum tilgangi. Kom ferjan njósnahnetti á braut, sem hlerað getur
fjarskipti Sovétríkjanna.
Þá var gerð árangursrík tilraun
með flaug, sem flytur gervihnetti
á braut sína eftir að ferjan hefur
sleppt þeim. Fyrri tilraun með
flaug þessa, sem kostar 50 milljón-
ir dollara, mistókst. Flutti flaugin
hnöttinn úr tiltölulega lítilli hæð
ferjunnar yfir jörðu út á braut í 36
þúsund kílómetra fjarlægð.
Til stóð að Discovery yrði leng-
ur í ferð sinni, en Thomas K.
Mattingly flugstjóra var skipað að
snúa fari sínu til jarðar fyrr en
ella vegna versnandi veðurútlits í
Kennedy geimvísindastöðinni í
Flórída. Lenti ferjan í brakandi
sólskini og sá ekki ský á himni, en
spáð var skýjaveðri með úrkomu
og hvassviðri á mánudag. Tókst
lending ferjunnar eins og bezt
verður á kosið og gekk ferðin öll
Hópferðarslys f Japan:
25 dnikknuðu
í skíðaferð
að óskum, að sögn heimilda hjá
NASA.
Njósnahnettinum, sem getur
hlerað símtöl í Sovétríkjunum,
fjarskipti um gervihnetti og til
sovézkra geimfara o.fl. var komið
fyrir yfir Sovétríkjunum innan 10
stunda frá geimskoti. Getur
hnötturinn reyndar hierað fjar-
skipti í Evrópu, Asíu og Afríku.
Hvorki NASA né bandaríski
flugherinn hafa viljað staðfesta
fregnir um tilgang ferðarinnar
eða tilvist hnattarins.
Bretland:
Handteknar með
tólf kg af kókaíni
London, 27. janúar. AP.
TVÆR konur voru handteknar á Gatwick-fiugvelli á laugardag, þegar toll-
verðir fundu kókaín í fórum þeirra, að því er lögreglan sagði í gær, sunnu-
dag. Var söluverðmæti efnisins áætlað um ein milljón punda (yfir 45 millj.
ísl. kr.).
Önnur konan var finnsk, 18 ára
að aldri, en hin 27 ára gömul, kól-
ombisk að þjóðerni. Hafa þær ver-
ið ákærðar fyrir að reyna að
smygla tæpum tólf kg af kókaíni
inn í Bretland og munu koma fyrir
lögreglurétt í Crawley í dag,
mánudag, að sögn lögreglunnar.
Seinkun í flugi oft
farþegum að kenna
Tókýó, 28. janúar. AP.
TUTTUGU og fimm manns drukkn-
uðu í morgun þegar hópferðarbif-
reið, sem var að flytja menntaskóla-
nema í skíöaland, valt út af þjóðvegi,
hrapaði fjóra metra og lenti í níu
metra djúpri á.
Atburður þessi varð í Nagano,
sem er um 160 km fyrir
norð-vestan Tókýó. Samtals voru
46 uiii borð í bifreiðinni og bjarg-
aðist 21 þeirra.
Argentína:
6 týna lífi í
jarðskjálfta
Mendoza, 28. janúar. AP.
JARÐSKJÁLFTI skók vestur-
hluta Argentínu á laugardag með
þeim afleiðingum að a.m.k. sex
manns létust, 238 slösuðust og
1.000 manns misstu heimili sín. Þá
eyðilögðust eða löskuðust 7.500
hús í skjálftanum.
Ixindon, 28. janúar. AP.
ORSAKIR seinkunar í flugi má
oftar rekja til farþega en flugfélaga,
samkvæmt athugun brezka tímarits-
ins Kxecutive Travel, og eru banda-
rískir feröalangar verstir í þessum
efnum.
Flestir Bandaríkjamenn skilja
ekki 24 stunda klukku sem flugfé-
lögin miða við í allri sinni starf-
semi. Enda þótt það virðist í sjálfu
sér saklaust getur þessi tregða
samt orsakað vandræði í þúsunda
kílómetra fjarlægð.
Dæmigert vandamál er Banda-
ríkjamaður, sem kemur í flugstöð
fyrir hádegi vegna flugs klukkan
14, afhendir farangur sinn og fær
brottfararspjald. t góðri trú held-
ur hann að brottför sé klukkan 4
e.h. og fer því og fær sér hádegis-
verð í rólegheitunum, og áttar sig
hvergi þótt kallað sé í sífellu á
farþegann, sem enn vantar um
borð.
Þegar farþegi hefur afhent far-
angur sinn og fengið brottfar-
arspjald er ekki lagt í loftið án
hans af öryggisástæðum. Hafa af
þessum sökum oft skapast miklar
tafir, jafnvel rúmlega klukku-
stundarlangar.
Tímaritið gerði athugun á
„stundvísi" 16 flugvéla af 24, sem
fljúga áætlunarflug til og frá
London. Kom Singapore Airlines
bezt út úr könnuninni með 99,2%
brottfara á réttum tíma. Hjá Brit-
ish Airways var þetta hlutfall
83% og 77,5% hjá British Cale-
donian. Fjórðu hverri flugvél
gríska flugfélagsins Olympic
Airways seinkaði að jafnaði, að
sögn ritsins.
Norsk uppfinníng vekur
athygli í bílaiðnaðinum
GEIR Espe, 29 ára gamall norskur verkfræðingur, hefur hannað hemla-
kerfi, sem minnkar bensíneyðslu einkabíla um allt að 40%. Uppfinning
hans getur valdið byltingu í bílaiðnaðinum. Á föstudaginn í síðustu viku
kynnti hann „gulleggið“ fyrir stjórn Volvo-bfiaverksmiðjanna, sem kölluð
var saman til skyndifundar vegna þessa máls, að sögn Dagbladet í Ósló.
Uppfinning Geir Espe hefur
vakið mikla athygli í bílaheimin-
um. För hans til Volvo veitir
fyrirtækinu ómetanlegt tækifæri
til að verða fyrst með þessa nýj-
ung. Staðfesti reynsluskoðanir, að
uppfinningin komi að tilætluðum
notum, má fastlega gera ráð fyrir,
að Volvo borgi það sem upp er sett
til þess að öðlast einkafram-
leiðsluréttinn.
„Ég er ákaflega bjartsýnn á að
vel gangi,“ segir Espe í viðtalið
við Dagbladet. „Ég hef reynt kerfi
þetta í mínum eigin bíl og það
hefur gefist mjög vel.“
Auk þess að spara bensín, dreg-
ur notkun hins nýja hemlakerfis
einnig úr mengun.
Geir Espe hefur unnið að gerð
kerfisins í um tvö ár og hefur
sjálfur hannað það, endurbætt og
fullkomnað, auk þess sem hann
hefur séð um verklega hiið máls-
ins.
Gerð kerfisins og tæknileg smá-
atriði eru flókin, en byggt á ein-
földum meginatriðum.
„Þegar hemlum er beitt í akstri,
ieysist orka úr læðingi," útskýrir
Geir Espe. „Orka þessi hefur verið
látin ónýtt hingað til og er enn.
Með hemlakerfi mínu, sem er
vökvakerfi, er þessi orka varðveitt
og síðan notuð til þess að knýja
bílinn áfram."
Enn sem komið er er gerð kerf-
isins á þann veg, að það starfar
Svona er vökvahemlakerfinu komið fyrir í bifreið uppfinningamannsins.
Geir Espen, norski uppfinninga-
maðurinn.
jafnframt hefðbundnum hemlum
bílsins.
„Þegar hemlað er skyndilega
verður að notast við venjulegu
hemlana, en vökvakerfið nýtur sín
best þegar draga þarf smám sam-
an úr hraðanum," segir Geir Espe.
„Rannsóknir hafa einnig sýnt, að
síðari aðferðin er notuð í 90% til-
fella, þegar dregið er úr akst-
urshraða."
Það er Percy Ekdahl, sem kom-
ið hefur á sambandinu milli Geir
Espe og Volvo-fyrirtækisins.
Hann hefur með höndum það
verkefni fyrir sænsk stjórnvöld að
vinna að auknu iðnaðarsamstarfi
Noregs og Svíþjóðar. Ekdal segist
hafa mikla trú á uppfinningu
Espes.