Morgunblaðið - 29.01.1985, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 29.01.1985, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985 27 Hjúkrunarfólk og hjálpargögn til Eþíópíu ÞOTA á vogum Arnarflugs hélt frá Keflavíkurflugvclli í gær áleiðis til Kþíópíu, fullhlaðin hjálpargögnum frá Hjálparstofnun kirkjunnar. Að sögn Guðmundar Einars- sonar, framkvaemdastjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar, sendi stofnunin með vélinni um 40 tonn af hjálpargögnum, svo sem, mjólkurduft, kex, ýmis lyf, teppi, og bifreið auk veiðarfæra, sem eiga að fara til Erítreu við Rauðahafið. En þar vinnur Stanley Aðalsteinsson, á vegum stofnunarinnar, við að kenna innfæddum fiskveiðar. í máli Guðmundar kom fram að í næsta mánuði verða komnir til hjálparstarfsins milli 20 og 30 íslendingar. Hér er um að ræða hjúkrunarfólk og lækni ásamt trúboðum. Þar af verða tveir hjúkrunarfræðingar í sérverk- efnum. Verða þeir meðal annars við störf á svæðum, sem ekki er hægt að komast um nema fót- gangandi. Ennfremur gat hann þess að áframhald yrði á sendingum hjálpargagna til hjálparstarfs- ins, enda veitti ekki af. Sérhönnuð bifreið, sem gefin var til hjálparstarfsins. „Lítum starfið björtum augurn44 MEÐ flugvélinni sendi Hjálpar- stofnun kirkjunnar í fyrsta skipti hjúkrunarfræðinga, á eigin vegum til hjálparstarfsins í Eþíópíu, en þar verða þær næstu 6 mánuði. Blm. Mbl. náði tali af hjúkrunarfræðing- unum fjórum, þeim l’óru Hafsteins- dóttur, af lyflækningdeild Landa- kotsspítala, Pálínu Ásgeirsdóttur, af slysadeild Borgarspítalans, Kristínu Davíðsdóttur, af gjörgæsludeild Borgarspítalans og Björgu Pálsdótt- ur, Ijósmóður og hjúkrunarfræðing af Fæðingardeildinni, áður en þær fóru héðan til starfa. „Við lítum væntanlegt starf björtum augum og komum örugg- lega til með að gera meira gagn þarna, en við gerum hér heima," sagði Pálína, þegar þær stöllur voru spurðar um hvernig starfið í Eþíópíu leggðist í þær. „Engin okkar hefur starfað við hjúkrun erlendis áður,“ sagði Björg „en það er alltaf gaman að taka að sér ný verkefni og kynnast einhverju nýju, sem maður hefur aldrei séð áður.“ „Það var ekki laust við að fjöl- skyldum okkar litist ekki á blik- una í fyrstu, en þegar frá leið studdu þær okkur af fremsta megni og fengum við iðulega að heyra það frá þeim, að þau mundu fara sjálf ef þau gætu,“ sagði Þóra. „Þetta hefur verið annasamur tími síðustu dagana, en það eru ekki nema 12 dagar síðan við feng- um að vita með vissu að við hefð- um verið valdar til starfsins," sagði Kristín. „Yfirvöld þarna niður frá eru greinilega ntikið fyrir stimpla, svo að við erum með fullt af vottorðum og stimplum til að sýna þeim, allt niður í vottorð frá barnaskólunum." Þær stöllur voru sammála um að allt væri frábærlega vel skipu- lagt frá hendi Hjálparstofnunar- innar en auk hjúkrunarfræð- inganna hefur stofnunin nú þegar sent tvo björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni í Vest- mannaeyjum, til hjálparstarfsins og eiga þeir að vera þeim til halds og trausts í starfi. Að lokum vildu þær stöllur koma á framfæri þakklæti til þeirra fyrirtækja sem hefðu styrkt þær persónulega til farar- innar auk þakklætis til vinnuveit- enda þeirra hér á Iandi, sem leyfðu þeim að fara með svo stutt- um fyrirvara og halda stöðum þeirra að auki þar til þær koma heim aftur. Áhöfn og farþegar Arnarflugsvélarinnar fyrir brottför til Eþíópíu. Frá vinstri Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Pálína Ásgeirsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur, Erling Aspelund, stjórnarmaður Hjálparstofnunar kirkjunnar, Guðmundur Hilmarsson, flugstjóri, Örn Ingibergsson, flugvélvirki, Björg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Hrafn Oddsson, flugmaður, og Þóra Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Siglufjörður: Sést til sólar á ný Siglufírði, 28. jmnúar. Í GÆR sá í fyrsta sinn til sólar á nýja árinu í Siglufirði. Sólin sést fyrst 26. janúar, en stór- hríð var í Siglufirði um helgina en hefur nú birt til. Unnið hef- ur verið að því að ryðja snjó af götum en mikinn snjó setti nið- ur. I tilefni þess að á ný sér til sólar í Siglufirði, þá voru félag- ar í Sjáífsbjörgu með pönnu- kökusölu og gekk vel. Fréttaritari Mikil aukn- ing á sæl- gætisneyslu Á SÍÐAffTA ári virðist hafa orðið mikil aukning í sælgætisneyslu landsmanna. Ekki hefur orðið aukning í framleiðslu innanlands og kcmur aukningin því öll fram scm aukinn innflutningur á sæl- gæti. Ólafur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, sagði í samtali við Mbl. að á fyrstu níu mánuðum síðasta árs hefði orðið gríðar- iega mikil aukning á sælgætis- neyslu. Þá hefði framleiðslan innanlands og innflutningur numið 2.130 tonnum sem er rúmum 300 tonnum meira en á sama tíma síðustu árin á und- an. Ekki liggja fyrir tölur um neysluna síðustu þrjá mánuði ársins. Sagði ólafur að öll aukningin hefði komið fram í auknum innflutningi og hefði markaðshlutdeild islensku sæl- gætisframleiðslunnar því minnkað sem væri öfugt við það sem verið hefði undanfarin ár. Árið 1983 hefði íslensku framleiðendurnir haft um helming markaðarins á móti innflytjendum. Mývetningar halda þorrablót Mývatnflfiveit, 28. janúar. Hér hefur verið stillt og bjart veður undanfarið og allmikið frost. Suma daga hefur frostið farið um og jafnvel yfir 20 stig. Ágæt færð er á vegum og að sögn fólksbílsfæri austur á Hólsfjöll. Mývetningar héldu þorrablót í Skjólbrekku síðastliðið laug- ardagskvöld. Mikið fjölmenni var eða á þriðja hundrað manns. Sumir komu um langan veg. Kvenfélag Mývatnssveitar stóð fyrir þessari samkomu nú sem endranær. Álfhildur Sig- urðardóttir setti þorrablótið og var jafnframt kynnir. Margs- konar góðgæti var á borðum og ekki annað að sjá en að því væru gerð hin bestu skil. Skemmtiatriði voru flest heimasoðin og mest af léttara taginu. Síðast var dansað af miklu fjöri fram eftir nóttu. Hljómsveit frá Húsavík lék fyrir dansinum. — Kristján Deila undirmanna og VSÍ: Fundur í dag FUNDUR í deilu undirmanna á farskipum og viðsemjenda þeirra hefur verið boðaður klukkan 9.30 í dag. t gær var átta tíma langur fundur, en samkvæmt heimildum Mbl. miðaði lítt í samkomulagsátt. Boðað verkfall undirmanna kemur til framkvæmda klukk- an 11 á morgun, ef samkomu- lag næst ekki fyrir þann tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.