Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985
Helgi Eggerts-
son - Minning
Fæddur 14. júlí 1932
Dáinn 18. janúar 1985
í dag, 29. janúar 1985, verður
gerð útför Helga Eggertssonar,
Fagrabæ 16, Reykjavík, en hann
lést í Landspítalanum þann 18.
janúar. Andlátsfregn hans kom
óvænt, þrátt fyrir að vitað var að
hann átti við vanheilsu að stríða
hin síðustu ár.
Helgi fæddist í Reykjavík þann
14. júlí 1932, sonur hjónanna ís-
foldar Helgadóttur frá Ánastöð-
um í Skagafirði og Eggerts Bjarna
Kristjánssonar stýrimanns frá
Bræðraminni, Bíldudal, en þau eru
bæði látin fyrir nokkrum árum.
Helgi var fimmta barn þeirra
hjóna af átta sem komust upp, en
tvö létust ung.
Helgi ólst upp í Reykjavík á
þeim árum sem miklar og hraðar
breytingar áttu sér stað í þjóðlíf-
inu. Fjölskyldan var stór og fá-
tækt mikil á tímum kreppu og at-
vinnuleysis. Fór Helgi snemma að
vinna fyrir sér eins og þá var títt.
Helgi tók gagnfræðapróf árið
1950 og fetaði síðan í fótspor föður
síns og lauk prófi frá Stýrimanna-
skóla íslands árið 1957. Hugur
hans stefndi til sjómennsku. Var
hann við þau störf þar til heilsa
hans bilaði vegna brjóskeyðingar í
baki, árið 1958. Það var þungbær
reynsla fyrir hann að þurfa að
hverfa frá sjómennsku, en fullan
bata fékk hann ekki á meini sínu
svo að hann varð að snúa sér að
öðrum störfum.
Hann hóf störf hjá Skýrsluvél-
um ríkisins og Reykjavíkurborgar
árið 1962 og starfaði þar er hann
lést.
Helgi var myndarlegur að vall-
arsýn, ósérhlífinn til vinnu og
samviskusamur. Heiðarlegur var
hann og einlægur í samskiptum
við fólk. Hann var stálminnugur
og fljótur að tileinka sér skipulögð
vinnubrögð. Sterkasti þátturinn í
fari hans var greiðvikni, en hann
vildi allra vanda leysa.
Helgi var frændrækinn maður
og lagði rækt við samheldni stórr-
ar fjölskyldu, sem og vina og
vandamanna. Hann var hjálpfús
og nærgætinn þegar eitthvað bját-
aði á og fyrstur manna að sam-
gleðjast og gleðja aðra við ýmis
tækifæri.
Helgi tók þátt í félagsstörfum,
m.a. í félaginu Fylki og vann þar
mikið og óeigingjarnt starf.
Árið 1962 kvæntist Helgi eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Jóhönnu
Jóhannesdóttur frá Merkigili í
Skagafirði, dóttur Moniku Helga-
dóttur og Jóhannesar Bjarnason-
ar. Voru Helgi og Jóhanna systra-
börn. Þau eignuðust 6 börn, sem
öll eru uppkomin og búa í Reykja-
vík og eru barnabörnin 7.
Á heimili þeirra var afar
gestkvæmt, enda gestrisni húsráð-
endum í blóð borin. Var þar oft
glatt á hjalla, spilað á gítar og
sungið, spaugsyrði flugu og hlegið
dátt, en Helgi átti létt með að
grínast og naut sín vel á þeim
stundum.
Eitt af áhugamálum hans var
ljósmyndun og lagði hann sig
fram við að taka ljósmyndir við
ýmis tækifæri í stór-fjölskyld-
unni, og síðustu ár hafði hann
gaman af að taka myndir á kvik-
myndavél.
Margs er að minnast og margt
er að þakka þegar litið er um öxl
og rifjuð upp ótal atriði þar sem
Helgi var driffjöðrin í að koma
einhverri hugmynd í framkvæmd.
Fyrir örfáum dögum boðaði
hann öll elstu börn systkina sinna
á sinn fund og setti á fót undir-
búningsnefnd fyrir fjölskylduhá-
tíð, en afkomendur foreldra Helga
eru á annað hundrað manns.
Fyrir nokkrum árum kenndi
Helgi sér meins en 'hann lét lítið
yfir veikindum sínum og fáa grun-
aði að tími hans yrði svo skamm-
ur.
Þáttaskil verða nú í stórum hópi
fjölskyldu, skyldfólks, vina og
vandamanna við fráfall Helga,
sem gegndi sérstöðu í hópnum
vegna elskusemi sinnar, greiðvikni
og fúsleika til að rétta hjálpar-
hönd, en það gerði hann með því
hugarfari að glöggt mátti finna að
gjört var með gleði.
Sárastur söknuður er hjá eig-
inkonu hans sem sér nú á bak sín-
um trygga og trausta lífsförunaut,
hjá börnum og tengdabörnum og
barnabörnum og síðast en ekki
síst hjá aldraðri tengdamóður
hans.
Með þakklæti og trega kveð ég
og fjölskylda mín elskulegan bróð-
ur minn og sendi fjölskyldu hans
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Ásta M. Eggertsdóttir
Liðlega átta ár eru liðin frá því
ég hitti Helga Eggertsson fyrsta
sinni. Að námi loknu réðst, ég tii
starfa á skrifstofu Skýrsluvéla
ríkisins og Reykjavíkurborgar.
Helgi starfaði þá í þjónustudeiló
stofnunarinnar. Nokkru síðar æxl-
uðust mál svo, að hann kom einnig
til starfa á skrifstofunni, og þar
með hófust okkar kynni, sem
stóðu allar götur síðan.
Ekki mun ég fjalla hér um þau
fjölmörgu störf, sem Helgi sinnti
á skrifstofu SKÝRR heldur reyna
af veikum mætti að bregða upp
nokkrum myndum af manninum,
sem ég kynntist, því að það má
með sanni segja að engum var
Helgi líkur.
Helgi sagði mér einhverju sinni að
hann saknaði starfa sinna í þjón-
ustudeild SKÝRR. En hann bætti
við, að skaðinn hefði að nokkru
verið bættur, þegar það kom í
hans hlut að svara fyrir reikninga.
sem stofnunin sendi frá sér. I
þessum orðum endurspeglast lífs-
viðhorf hans, maður er manns
gaman. Það var honum víðsfjarri
að loka sig inni og tala við vél
allan daginn. Það ríkti engin
lognmolla kringum Helga. Fjöldi
fólks innan fyrirtækisins sem
utan leitaði til hans með hin sund-
urleitustu mál og aldrei brást lið-
veisla Helga. Gagnvart viðskipta-
vinum SKÝRR var hann einkar
laginn að finna það jafnvægi, sem
hvorki hallaði á þá né fyrirtækið.
Starfssvið Helga var viðfeðmt.
Reyndar hygg ég að einhver
starfslýsing hafi aldrei hindrað
hann i að vinna þau verk, er til
hans bárust. Oft þurfti hann því
að vinna langan vinnudag, en
hann dró hvergi af sér, enda dugn-
aðurinn og vinnusemin mikil. En
að afloknum vinnudegi var það
skylda að fara inn í eldhús. Helgi
hitaði kaffi í sterkara lagi og svo
var spjallað um heima og geima.
Eru margar þessar stundir mér
ógleymanlegar perlur.
Margs er að minnast frá þeim
tæplega sex árum, sem við störf-
uðum saman hjá SKÝRR. Hins
vegar rofnaði samband okkar
ekki, þótt ég flytti mig um set.
Varla leið sú vika að við hittumst
ekki. Hann var vakinn og sofinn
að útvega verkefni og leggja gott
til málanna. Sú ræktarsemi, sem
Helgi sýndi mér og félögum mín-
um eftir að við hófum sjálfstæða
starfsemi, lýsir þvílíkur mann-
kostamaður hann var.
Nú þegar ævi Helga er öll finnst
mér sem kaflaskipti verði í lífi
mínu. Sérstakur strengur hefur
verið slitinn.
Eggert Steingrímsson
Hún er svo dimm og döpur þessi tið,
sem dauðamyrkur grúfi yfir lýð,
og leiðin byrgð sem lagði mannsins son.
Þú Ijósið heims, ó tendra hjartans von.
Og þegar nístir andann efinn sár,
svo allt finnst tilgangslaust jafnt bros
sem tár,
þá er mín hjartans bænin sú,
ó heilagi faðir auk mér, auk mér trú.
(S.J. frá Arnarbæli)
Það er alltaf erfitt að sætta sig
við það þegar menn á besta aldri
eru kvaddir frá okkur svo snögg-
lega sem nú. Engum hefði dottið
það í hug þegar Helgi fór í, að því
virtist, hættulausa rannsókn á
Landspítalann 18. þ.m. að líf hans
yrði ekki lengra. Hvernig getur
slíkt og annað eins skeð? En
sjálfsagt hefur hann verið orðinn
veikari en maður gerði sér grein
fyrir, hann var alltaf svo hress og
gerði jafnan lítið úr veikindum
sínum, væri hann spurður eyddi
hann jafnan því tali eða sneri því
upp í góðlátlegt grín.
Helgi Eggertsson fæddist 14.
júlí 1932, hann kvæntist 14. janúar
1962 Jóhönnu Soffíu frá Merkigili
í Skagafirði. Þau eignuðust sex
börn sem eru: Monika Sigurlaug f.
8. febr. 1956, Jóhannes Guðsteinn
f. 10. sept. 1957, ísfold Elín f. 28.
júlí 1959, Ásgerður Margrét f. 15.
febr. 1961, Áslaug Hrönn f. 30. júlí
1962 og Eggert Bjarni f. 14. nóv.
1963.
Kynni okkar af fjölskyldunni
hófust þegar Marteinn sonur
okkar og Ásgerður dóttir þeirra
hjóna hófu sambúð, bjuggu þau á
heimili Jóhönnu og Helga. Til
þeirra var gott að koma. Hann var
hollur ráðgjafi og vinur barna
sinna og tengdabarna. Og fáir
hafa reynst okkur betur en Helgi.
sérstaklega þegar mest á reyndi.
Þegar við misstum Daníel son
okkar af slysförum sl. vetur kom
hann fyrstur manna með útrétta
hjálparhönd og studdi okkur og
aðstoðaði á allan hátt, sem honum
einum var lagið. Fyrir það skal
honum þakkað. Bestu stundirnar á
sl. ári áttum við með þeim hjón-
um, núna síðast á þrettándanum
þegar sameiginlegt barnabarn
okkar var fært til skírnar. öll sú
athöfn var tekin á myndband.
Helgi var mikill áhugamaður um
ljósmyndun, og nú seinni árin var
hann búinn að koma sér upp góð-
um tækjum til upptöku á mynd-
bönd, sem hann notaði óspart á
góðum stundum. Og eflaust verður
það safn dýrmætur fjársjóður
fjölskyldunni er fram líða stundir.
Það eru ekki margir dagar liðn-
ir síðan við sóttum yngsta son
okkar til þeirra hjóna. Hann hafði
fengið að dvelja þar kvöldstund.
Þeir sátu þar saman vinirnir (þótt
aldursmunurinn væri um 45 ár) og
horfðu á Tomma og Jenna, það
mátti varla á milli sjá hvor
skemmti sér betur. Það vai komin
nótt þegar þau hjónin fylgdu
okkur til dyra. Helgi kvaddi okkur
brosandi og handtakið var hlýtt,
það var okkar síðasta kveðja og
þannig viljum við muna hann.
Og nú er komið að leiðarlokum,
svo allt of fljótt. Við erum þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast
slíkum öndvegismanni sem Helgi
var.
Elsku Jóhanna og börn, ykkar
sorg er stór, huggunarorð mega
sín svo lítils á svo stórri sorgar-
stund. Það kemur aldrei neinn í
staðinn fyrir þá persónu sem við
missum. Megi minningin um mik-
ilhæfan og góðan dreng vera ykk-
ur huggun í harmi. En ósk okkar
er sú að mannkostir hans megi
lifa áfram í börnum ykkar og
barnabörnum.
„Far þú í friði, friður guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt.“
Hulda og Stefán
Föstudaginn 18. janúar bárust
okkur þau hörmulegu tíðindi að
Helgi tengdapabbi hefði látist þá
um morguninn á hjartadeild
Landspítalans. Við vissum auðvit-
að að hann væri mikið veikur, en
hins vegar óraði okkur ekki fyrir
því að hann yrði kallaður burt frá
okkur svo snögglega. En vegir
Guðs eru órannsakanlegir og ef-
laust hefur Guð þurft á honum að
halda, eins og svo margir, sem
hann í gegnum árin aðstoðaði á
einn eða annan hátt af sinni ein-
stöku hjálpsemi og fórnfýsi.
Heimili hans að Fagrabæ 16 var
líka miðpunktur þessarar stóru
fjölskyldu og má segja að oft
mætti líkja heimilishaldinu þar
við lítinn samkomustað, því okkur
þótti öllum afar notalegt að hitt-
ast og rabba saman þar, og ávallt
var tengdapabbi hrókur alls fagn-
aðar og hafði yndi af að hafa sem
flesta í kringum sig.
Afabörnin fóru heldur ekki
varhluta af félagslegum áhuga
Helga heitins því auk þess að taka
virkan þátt í uppvexti þéirra,
sorgum og gleði, þá var hann að
koma upp safni myndbanda, sem
hann tók upp sjálfur á ýmsum
æviskeiðum þeirra og geymir
minningar um uppvöxt þeirra um
ókomna framtíð. Þannig byrjaði
hann einnig að taka myndir á
bönd af litlu fótboltastrákunum í
Fylki í Árbæjarhverfi, og nýtur
margur knár knattspyrnukappinn
þeirrar forsjálni að geta nú með
eigin augum séð sín fyrstu s1 *
knattspyrnuvellinum á barnsau
Um jólaleytið kallaði Helgi
saman nokkra af yngri meðlimum
fjölskyldunnar til að stofna nokk-
urs konar ættarmótsráð, í þeim
tilgangi að stefna saman fjöl-
skyldunni í það minnsta einu sinni
á ári. Allir áttu að vera með, frá
þeim elsta til þess yngsta. Ekki
gat okkur grunað þá að í fyrsta
skipti sem við kæmum öll þannig
saman yrði til þess að kveðja
frumkvöðulinn sjálfan hinstu
kveðju.
Við biðjum almáttugan Guð að
blessa og styrkja Jóhönnu tengda-
mömmu i hennar miklu sorg, um
leið og við kveðjum með söknuði
ekki aðeins góðan tengdaföður,
heldur ekki síður einlægan félaga
t
Fósturfaöir okkar,
GUNNAR HELGI GUÐJÓNSSON,
Gnoðarvogi 30,
andaöist í Landspitalanum, laugardaginn 26. janúar.
Jaröarförin ákveöin siöar.
Skarphéöinn Lýösson,
Magnús Lýösson.
t
Sambýlismaöur minn, faöir og sonur,
ÚLFAR P. M0RK,
lést i Borgarspitalanum 26. janúar sl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju 31. janúar kl. 10.30.
Eiríka I. Þóröardóttir,
Karen Sesselía Merk,
Hans Samúelsson.
t
Eiginmaöur minn, sonur, faöir, tengdafaöir og afi,
BALDVIN KRISTJÁNSSON
rafvirkjameistari,
Vesturbergi 119,
lést i Landspítalanum 26. janúar.
Sigríður Helgadóttir,
Lilja Kristófersdóttír,
Eyrún Baldvinsdóttir,
Selma Baldvinsdóttir, Siguröur Haukur Haröarson,
Ruth Baldvinsdóttir,
Hringur Baldvinsson,
Baldvín Mar,
Rakel Ýr og íris Dögg.
! t
Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
INGIBJÖRG GUDMUNDSDÓTTIR,
Höfn, Hornafirði,
I lést 27. janúar.
Fyrir hönd vandamanna,
Sigurður Sigfúsaon,
Guömundur Sigurösson, Guöbjörg Síguröardóttir,
Olga Siguróardóttir, Svanhvít Siguróardóttir,
Maria Siguróardóttir, Sigfús Sigurðsson,
tengdabörn og barnabörn.
t
Faöir okkar, tengdafaöir, afí og langafi,
HJÖRTUR ÖGMUNDSSON
fyrrum bóndi I Álfatrööum,
andaöist á heimili sinu, Höröalandi 8, Reykjavik aö kvöldí
sunnudagsins 27. janúar.
Ása Hjartardóttii
Ragnheiöur Hjartardóttir,
Erla Hjartardóttir.
Gunnar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.