Morgunblaðið - 29.01.1985, Síða 47

Morgunblaðið - 29.01.1985, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1985 47 Kirkjuorgelið mikla Ragnar Þorsteinason, Hlíðarvegi 50, Kópavogi, skrifar: Þann 18. jan. sl. ritar Guðrún Helgadóttir grein í Morgunblað- ið, „Orgelsjóður Hallgríms- kirkju". Þar rekur hún harðan áróður fyrir því að íslendingar gefi fé í orgelsjóð kirkjunnar, mikið fé. Hún virðist lítið vita um yfirstandandi fjársöfnun til bjargar fólki frá hungurdauða. Þó segir hún á einum stað að allir íslendingar hafi talsvert að bíta og brenna og síðan orðrétt: „En þeir hafa efni á að leggja sinn skerf til íslenskrar menn- ingar og íslenskrar listar og þeir hafa um leið efni á að aðstoða þau börn jarðarinnar, sem nú búa við hörmungar hungurs og kúgunar. Þaó getur á engan hátt stangast á . . . (Leturbr. mín.) Þarna er furðuleg fullyrðing. Segjum að með því að kaupa matvæli fyrir tíu milljónir króna, þá björgum við þúsund börnum frá hungurdauða, ef við gefum tuttugu milljónir björg- um við helmingi fleiri börnum. Við eigum takmarkað af pening- um en þörfin til líknar er næst- um takmarkalaus. Við getum ekki bjargað öllum. Ef við höfum tuttugu milljónir aflögu, sendum hungruðu börnunum aðeins tíu milljónir, en gefum hinar tíu til Hallgrímskirkju, þá erum við einmitt með þeirri gjöf að valda dauða eitt þúsund barna í Eþíópíu. Hvernig getur þá stað- ist að þetta geti á engan hátt stangast á? Guðrún segir: „Oft hafa staðið um þetta mikla mannvirki hat- rammar deilur, en nú er mál að linni." Satt er að ekki tjáir að fást um orðinn hlut. Þessi vafa- sama skreyting á Skólavörðu- holtinu er orðin staðreynd. En það liggur ekkert á að fleygja tugum milljóna króna í þetta kirkjubákn til að standa autt mestan hluta ársins eins og aðr- ar kirkjur á íslandi. Við eigum sannarlega nógu margar kirkjur í Reykjavík. Og að taka peninga frá deyjandi börnum úr hungri til þess að kaupa dýrasta orgel í heimi, er verknaður svo ljótur að best er að gefa honum ekkert nafn. Það vita allir hvað ég hef í huga. Tíminn líður og vonandi kem- ur sú tíð einhverntíma að ekki verður eins hörmuleg neyð í Norður-Afríku og nú ríkir þar. Þá getum við verið flottræflar og keypt þetta orgel. En ef við höld- um þessari orgelsöfnun áfram nú, getum við innan tíðar sest og hlustað á tóna sjötíu radda orgelsins í Hallgrímskirkju. Þá erum við að hlusta á dauðastun- ur þúsunda barna, sem dóu úr hungri á þurrkasvæðum Norð- ur-Afríku. Við áttum peningana sem gátu bjargað þeim, en kus- um heldur að gefa þá í stein- báknið mikla á Skólavörðuholt- inu. Minnumst þess að sömu pen- ingarnir gátu ekki bæði farið til matarkaupa og þar með björgun mannslífa, og til kaupa á fimm þúsund pípna orgeli. Þarna varð að velja á milli og ég vil biðja G.H. og aðra orgelóða að íhuga vandlega hvorn kostinn Hall- grímur Pétursson hefði valið. Bréfritari segir að fé því sem safnaö hefur veriö í Orgelsjóð Hallgríms kirkju vsri betur varið til hjálpar hungruðum í Afríku. Hugleiðing um Lé konung Guðni Björgólfsson skrifar: Velvakandi. Það er samdóma álit bestu manna að þýðingar Helga Hálf- danarsonar á leikritum Shake- speares séu þvílíkt afbragð að ekki verði öðru til jafnað. Góðfúsum lesara fylgja athugasemdir með hverju leikriti, orðaskýringar og umþenkingar. Svo er einnig um harmleikinn „Lé konung" sem saminn er „sem næst árinu 1605“. Harmleikur getur að sjálfsögðu aldrei verið harmleikur nema að menn geti sett sig inn í instru- mentið eða það afl, efni og kring- umstæður sem gera hann að slík- um. En hætt er við að í slíkum tilfellum verði forsendurnar sagð- ar jafnmargar lesurunum nema þær liggi þeim mun meira í augum uppi, sem ekki er að heilsa í þessu leikverki, sem betur fer. Mér finnst hugleiðingar Helga um „óvænta hegðun Kordelíu" í upphafi leiksins lítt sannfærandi. Skylt er að geta þess áður en lengra er haldið að auðvitað hefur þýðandi ekki gert kröfur um að menn séu sammála sér um eitt eða neitt í þessum efnum; hugleið- ingar hans eru fyrst og fremst leiðsögn, tilgátur. Vel er hægt að fallast á að land- aafsal konungs hafi vc-ið ákveðið fyrirfram og skipting ríkisins er gerð af nákvæmni. Einnig fer veizlan fram með tilheyrandi glamri og fláttskap og framkoma Kordelíu „er umfram allt veizlu- spjöll" þó tæpast sé um það að ræða að skýra hana út sem „frá- leit smámunasemi um form“. Það liggur í loftinu í þeim talgreinum sem Kordelía á útsviðs að þær eru í raun ekki svar við orðum systra hennar heldur nagandi efi um að geta tjáð ást sína á sama hátt og enn betur auk þess sem það bendir til að samskipti hennar við Lé konung hafi verið á annan veg háttað en ætla má við fyrstu sýn. Ekki er fjarri að líta á talgrein- arnar og það sem eftir kemur í sama ljósi og þá regin þverbresti er koma fram hjá konungi sjálf- um. En fleira hlýtur að liggja að baki. Kordelía fer naumast að hætta öllu til nema að baki liggi veigamikil ástæða. En áður en að því er vikið skal lesanda bent á þá yfirþrúgandi spennu sem ríkir í upphafsatriði þessa leikverks. Það dylst engum þegar komið er að orðunum „Loks er vort yndi, síðast en ekki sízt“, hvað verða vill. Ekki er fjarri að ætla að ofurást Lés konungs á Kordelíu hafi hvorki átt sér málsvara hjá honum sjálf- um né Kordelíu því að talgreinin „Nei, enginn, herra“ verður ekki til án þess. Það sem á eftir kemur ber að skoða í ljósi þess að flest dýr merkurinnar verja afkvæmi sín, en til eru þau skilyrði að þau geri það ekki og á það við um manninn sem og aðrar skepnur. Það er því síður en svo að tilfinn- ingar Lés konungs til Kordelíu breytist í andstæðu sína heldur renna þær í þann farveg sem að ofan var lýst. En að þessu öllu slepptu er einn- ig freistandi að fara þá leið í út- skýringu á hátterni Kordelíu að hún um leið og hún brýst undan valdi Lés konungs hafi ekki viljað fá minna en hún lét af hendi, og ekki verður annað sagt en að þann „sannleik" sem hún hlaut, hafi hún af hyggindum notað, þó að öllum sé kunnugt um, að hann er að hinu leytinu einskis virði. Kvenrödd á morgunrásina Sigríður skrifar: Ég er ein þeirra fjölmörgu, sem hlusta á Rás 2 á morgnana, mér til hugarhægðar í skammdeginu. Ég ætla ekki að fara að fjölyrða um dagskrá rásarinnar, hún er oftast létt og frískleg, eins og hún á að vera, þó að stundum mætti nú gjarnan eitthvað bitastæðara fljóta með. Hins vegar hef ég upp á síðkast- ið verið að velta því fyrir mér, hvers vegna aldrei heyrist kven- rödd í þessum morgunþáttum, nema söngkona sé á ferðinni. Strákarnir, sem sjá um morgun- þættina, eru flestir ágætir þó að þeir komist misvel frá hlutunum eins og gengur. En við rásina starfa líka nokkr- ar ágætar konur, sem skila sínu efni yfirleitt með sóma og mér finnst svolítið einhæft, að heyra aldrei í kynsystrum mínum á öld- um ljósvakans fyrir hádegið. Er þetta einhver stefna, eða bara tilviljun? Eða er kvenfólkið á Rás 2 kannski bara svona miklu morg- unsvæfara en karlarnir? Andrews hítablásarar fyrirgaseðaolíu eru fáanlegir í fjolmörgum stærðum og gerðum i? ' JLW. , ioTw. I 1*1 i Algengustu gerðireru nú fyHríiggjandi Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 / ÚTSALA í HÚSGAGNADEILD 10% AFSLATTUR af öllum húsgögnum KRISTJRfl SIGGEIRSSOÍl Hfi LAUGAVEGI 13. REYKJAVÍK, SÍMI 25870 @LITGREINING MEÐ | CROSFIELD LÁSER LYKILLINN AO VANDAORI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.