Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 29 VONÁ BLÁU BLÓÐI Karl Bretaprins var fyrir nokkru bedinn um að gefa blóð í blóð- banka í London og varð hann að sjálfsögðu fúslega við því. Tilefnið var si ótti, sem nú ríkir í Bretlandi við útbreiðslu AIDS-sjúkdómsins, sem stundum hefur borist á milli manna með sýktu blóði. Er margt gert til að girða fyrir, að hugsan- legir smitberar gefi blóð og það stti að verða vsntanlegum blóð- þegum nokkur uppörvun að geta átt von á bláu bóði úr kóngafóiki. Marcos víkur ráð- herra frá Manila, 4. marz. AP. FERDINAND Marcos, forseti Fil- ippseyja, rak í dag Arturo Tolentino utanríkisráðherra og sakaði hann um að taka afstöðu, sem vsri ósam- rýmanleg stefnu flokksins og ríkis- stjórnarinnar. Samkvæmt tilkynningu frá for- setahöllinni var annar ráðherra, Blas Ople verkamálaráðherra, beðinn að útskýringar yfirlýsingar sem hann hefði komið fram með í nýlegum ræðum þess efnis að stornkerfi landsins byggist að miklu leyti á fyrirgreiðslu. Haft er eftir Marcos að hann hafi sagt Tolentino í bréfi að hann ætti ekki annarra kosta völ en að veita honum lausn frá embætti utanríkisráðherra. Hann er eini ráðherrann, sem hefur lagzt gegn stefnu Marcosar. Tolentino var tilnefndur utan- ríkisráðherra í júní fyrra í stað Carlos P. Romulo, sem lét af störf- um í janúar 1984. Ekki er sagt hver taka muni við af Tolentino. í tilkynningunni sagði að brottvikning Tolentinos ætti ræt- ur að rekja til ágreinings hans og forsetans um skipun manna í stöð- ur í utanríkisráðuneytinu. Tolent- ino vildi víkja tveimur embættis- mönnum, sem eru komnir á eftir- launaaldur. V-Þýskaland: Dregur lítil- lega úr at- vinnuleysi NUrnberg, Vestur-Þýskalandi, 4. mars. AP. Atvinnuleysi minnkaði lítillega í Vestur-Þýskalandi í síðasta mánuði. Atvinnulausir voru alls 2.611.000 eða 10,5% af heildarvinnuaflinu, samkvæmt upplýsingum vinnumála- stofnunar landsins í dag, mánudag. í febrúar voru 2.619.000 manns atvinnulausir eða 10,6% af heild- arvinnuaflinu. Var það heldur lægra hlutfall en í janúar, þegar atvinnuleysi var meira en það hef- ur nokkru sinni verið eftir stríð. Forstöðumaður vinnumála- stofnunarinnar, Heinrich Franke, sagði að fækkun atvinnulausra stafaði m.a. af aukinni bygg- ingarstarfsemi eftir að hlýnaði í veðri um miðjan febrúar í kjölfar margra vikna frostakafla. Bandaríkin: Háttsettur sovésk- ur embættismaður í opinberri heimsókn Washington, 4. mar.s. AP. Vladimarir Shcherbitsky, fulltrúi í framkvæmdanefnd sovéska kommúnista- flokksins, kom í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á sunnudag og mun hann m.a. hitta Ronald Reagan forseta að máli vegna undirbúnings stór- veldaviðræðnanna, sem senn hefjast í Genf. Það var George Shultz utanrík- isráðherra, sem tók á móti gestin- um á Andrews-herflugvellii\um í Maryland. Sagði Shcherbitsky við það tækifæri, að í spennuástandi því, sem nú ríkti á alþjóðavett- vangi, hefðu Bandaríkin og Sovét- ríkin sérstöku hlutverki að gegna. „Við ættum að nota sérhvert tæki- færi til þess að draga úr hættu á styrjaldarátökum," sagði hann. Aðstoðarfréttafulltrúi Hvíta hússins, Robert Sims, sagði, að skipst yrði almennt á skoðunum á fundi þeirra Shcherbitskys og Reagans forseta, þegar þeir hitt- ust á fimmtudag. VILTU SPARA 15 til 75 þúsund krónur? Vegna mikillar sölu og sérstakra samninga viö verksmiðjurnar, þá er MAZDA 323 DeLuxe 15—75 þúsund krónum ódýrari en sambærilegir bílar í sama gæóaflokki. Eftirfarandi búnaður fylgir Mazda 323 DeLuxe: Rúllubelti — Stillanleg hæð á framsæti með mjóhryggsstillingu — Sportrendur á hliðum — Heilir stuðarar með rauðri innfelldri rönd — Öryggisljós að aftan — Litað gler í rúðum — Niðurfellanlegt aftursætis- bak í tvennu lagi — Handgrip í lofti — Tauáklæði á sætum — Quarts klukka — 60A rafgeymir — Sérstök hljóðeinangrun í farþegarými — 3 hraða rúðuþurrkur — Halogen aðalljós — Stokkur á milli framsæta — Blástur á hliðarrúður — Spegill í sólskyggni hægra megin — Farangurs- geymsla klædd í hólf og gólf — 3 hraða miðstöð — Utispegill — Bak- sýnisspegill með næturstillingu — Þurrka og sprauta á afturrúðu — Hit- uð afturrúða — Opnun á afturhlera og bensínloki innan frá — Ljós í far- angursgeymslu (HB) — Barnaöryggislæsingar — Vindlakveikjari og margt fleira. MEST FYRIR PENINGANA Opið laugardag frá kl. 10—4 maæa BÍLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.