Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985
29
VONÁ
BLÁU
BLÓÐI
Karl Bretaprins var fyrir nokkru
bedinn um að gefa blóð í blóð-
banka í London og varð hann að
sjálfsögðu fúslega við því. Tilefnið
var si ótti, sem nú ríkir í Bretlandi
við útbreiðslu AIDS-sjúkdómsins,
sem stundum hefur borist á milli
manna með sýktu blóði. Er margt
gert til að girða fyrir, að hugsan-
legir smitberar gefi blóð og það
stti að verða vsntanlegum blóð-
þegum nokkur uppörvun að geta
átt von á bláu bóði úr kóngafóiki.
Marcos
víkur ráð-
herra frá
Manila, 4. marz. AP.
FERDINAND Marcos, forseti Fil-
ippseyja, rak í dag Arturo Tolentino
utanríkisráðherra og sakaði hann
um að taka afstöðu, sem vsri ósam-
rýmanleg stefnu flokksins og ríkis-
stjórnarinnar.
Samkvæmt tilkynningu frá for-
setahöllinni var annar ráðherra,
Blas Ople verkamálaráðherra,
beðinn að útskýringar yfirlýsingar
sem hann hefði komið fram með í
nýlegum ræðum þess efnis að
stornkerfi landsins byggist að
miklu leyti á fyrirgreiðslu.
Haft er eftir Marcos að hann
hafi sagt Tolentino í bréfi að hann
ætti ekki annarra kosta völ en að
veita honum lausn frá embætti
utanríkisráðherra. Hann er eini
ráðherrann, sem hefur lagzt gegn
stefnu Marcosar.
Tolentino var tilnefndur utan-
ríkisráðherra í júní fyrra í stað
Carlos P. Romulo, sem lét af störf-
um í janúar 1984. Ekki er sagt
hver taka muni við af Tolentino.
í tilkynningunni sagði að
brottvikning Tolentinos ætti ræt-
ur að rekja til ágreinings hans og
forsetans um skipun manna í stöð-
ur í utanríkisráðuneytinu. Tolent-
ino vildi víkja tveimur embættis-
mönnum, sem eru komnir á eftir-
launaaldur.
V-Þýskaland:
Dregur lítil-
lega úr at-
vinnuleysi
NUrnberg, Vestur-Þýskalandi, 4. mars. AP.
Atvinnuleysi minnkaði lítillega í
Vestur-Þýskalandi í síðasta mánuði.
Atvinnulausir voru alls 2.611.000
eða 10,5% af heildarvinnuaflinu,
samkvæmt upplýsingum vinnumála-
stofnunar landsins í dag, mánudag.
í febrúar voru 2.619.000 manns
atvinnulausir eða 10,6% af heild-
arvinnuaflinu. Var það heldur
lægra hlutfall en í janúar, þegar
atvinnuleysi var meira en það hef-
ur nokkru sinni verið eftir stríð.
Forstöðumaður vinnumála-
stofnunarinnar, Heinrich Franke,
sagði að fækkun atvinnulausra
stafaði m.a. af aukinni bygg-
ingarstarfsemi eftir að hlýnaði í
veðri um miðjan febrúar í kjölfar
margra vikna frostakafla.
Bandaríkin:
Háttsettur sovésk-
ur embættismaður í
opinberri heimsókn
Washington, 4. mar.s. AP.
Vladimarir Shcherbitsky, fulltrúi í framkvæmdanefnd sovéska kommúnista-
flokksins, kom í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á sunnudag og mun
hann m.a. hitta Ronald Reagan forseta að máli vegna undirbúnings stór-
veldaviðræðnanna, sem senn hefjast í Genf.
Það var George Shultz utanrík-
isráðherra, sem tók á móti gestin-
um á Andrews-herflugvellii\um í
Maryland. Sagði Shcherbitsky við
það tækifæri, að í spennuástandi
því, sem nú ríkti á alþjóðavett-
vangi, hefðu Bandaríkin og Sovét-
ríkin sérstöku hlutverki að gegna.
„Við ættum að nota sérhvert tæki-
færi til þess að draga úr hættu á
styrjaldarátökum," sagði hann.
Aðstoðarfréttafulltrúi Hvíta
hússins, Robert Sims, sagði, að
skipst yrði almennt á skoðunum á
fundi þeirra Shcherbitskys og
Reagans forseta, þegar þeir hitt-
ust á fimmtudag.
VILTU SPARA
15 til 75 þúsund krónur?
Vegna mikillar sölu og sérstakra samninga viö verksmiðjurnar, þá er
MAZDA 323 DeLuxe 15—75 þúsund krónum ódýrari en sambærilegir
bílar í sama gæóaflokki.
Eftirfarandi búnaður fylgir Mazda 323 DeLuxe:
Rúllubelti — Stillanleg hæð á framsæti með mjóhryggsstillingu —
Sportrendur á hliðum — Heilir stuðarar með rauðri innfelldri rönd —
Öryggisljós að aftan — Litað gler í rúðum — Niðurfellanlegt aftursætis-
bak í tvennu lagi — Handgrip í lofti — Tauáklæði á sætum — Quarts
klukka — 60A rafgeymir — Sérstök hljóðeinangrun í farþegarými — 3
hraða rúðuþurrkur — Halogen aðalljós — Stokkur á milli framsæta —
Blástur á hliðarrúður — Spegill í sólskyggni hægra megin — Farangurs-
geymsla klædd í hólf og gólf — 3 hraða miðstöð — Utispegill — Bak-
sýnisspegill með næturstillingu — Þurrka og sprauta á afturrúðu — Hit-
uð afturrúða — Opnun á afturhlera og bensínloki innan frá — Ljós í far-
angursgeymslu (HB) — Barnaöryggislæsingar — Vindlakveikjari og
margt fleira.
MEST FYRIR PENINGANA
Opið laugardag frá kl. 10—4 maæa
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99