Morgunblaðið - 05.03.1985, Síða 30
30
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985
31
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakið.
Verðskyn í heil
brigöismálum
Isjálfu sér er það einkenni-
legt, að það skuli vera póli-
tískt bitbein og spurning um
„frjálshyggju" eða „félags-
hyggju" í hugum margra,
hvort hafa eigi þann hátt á
fjárstreymi til heilbrigðis-
mála, að trygging fáist fyrir
sem bestri nýtingu fjármuna.
Ingólfur S. Sveinsson, geð-
læknir, kveður sér hljóðs um
þetta mikilvæga mál í tveimur
morgunblaðsgreinum á laug-
ardag og sunnudag. Er ástæða
til að hvetja alla, jafnt lærða
sem leika, til að kynna sér efni
þessara greina og þær tillögur
sem höfundur þeirra reifar.
Ingólfur segir meðal annars
þegar hann skilgreinir
vandann: „Greiðslufyrirkomu-
lag heilbrigðiskerfis okkar
minnir helst á fjölskyldu þar
sem einn greiðir, en hinir
ákveða eyðsluna. Allir þekkja
hvernig gengur að koma börn-
um til manns í fjölskyldum
þar sem kjörorðið er „Pabbi
borgar“.“ Og ennfremur: „En
fyrirkomulag greiðslukerfis
heilbrigðismála okkar tekur
mið af löngu liðinni tíð. Það á
ekki við í dag. Ég trúi því að
kerfi okkar í dag sé nógu dýrt,
og það hlýtur að verða dýrara
með sama áframhaldi. En
fyrst og fremst er það ósæm-
andi vitibornu fólki að vera
komið upp á algera en óvissa
tryggingu ríkis, og bera hvorki
ábyrgð á öryggismálum sín-
um, fjármálum né heilsu."
Þegar verðbólgan var sem
mest hér á landi var mikið
kvartað undan því, að almenn-
ingur hefði tapað verðskyninu.
Það væri tvímælalaust af hinu
illa, þar sem auðvelt væri að
hlunnfara fólk við þær að-
stæður. Skattgreiðendur sem
bera heilbrigðiskerfið uppi
hafa ekkert verðskyn í heil-
brigðismálum og neytendur
heilbrigðiskerfisins hafa það
ekki heldur. Stefnan hefur
verið sú undanfarin ár að
svipta fólk þessu verðskyni.
Almenn skynsemi segir
mönnum að skortur á verð-
skyni á þessu sviði hafi sömu
afleiðingar og á öðrum svið-
um.
Tillögur Ingólfs S. Sveins-
sonar, geðlæknis, ef til fram-
kvæmda kæmu, yrðu til þess,
að neytendur heilbrigðisþjón-
ustu fengju að sjá hvað neysl-
an kostaði og þeir sem undir
kostnaðinum standa fengju yf-
irlit yfir það, hvernig þeim
fjármunum væri varið sem af
þeim eru teknir. Slíkar grein-
argerðir ættu ekki að vera
neinum ofviða á tölvuöld. Og
fleiri hugmyndir um úrbætur
koma fram. Ingólfur S.
Sveinsson segir: „Til að gera
sér grein fyrir þörfinni fyrir
einkatryggingar við hliðina á
almannatryggingum ríkisins,
má hugsa sér hvernig ástand
væri hér á landi ef Skipaút-
gerð ríkisins annaðist alla
flutninga að og frá landinu.
Myndi þá líklega enginn vita
hver væri raunverulegur
flutningskostnaður á nokkurri
vöru og enn eitt þunglamalegt
ríkisfyrirtækið myndi verða
einn bagginn í viðbót á ríkis-
sjóði."
Ingólfur S. Sveinsson á
þakkir fyrir að brydda á því
máli sem hér hefur verið gert
að umtalsefni á jafn skil-
merkilegan hátt og raun ber
vitni. Telji einhverjir skoðanir
hans vera „frjálshyggju" og
því óalandi og óferjandi eru
þeir hinir sömu að segja, að
þeir hafni almennri skynsemi
á misskildum hugsjónafor-
sendum.
Neyðaráætl-
un í skólum
Einkennilegt ástand hefur
skapast í framhaldsskól-
unum. Hópur kennara þar hef-
ur sagt upp og horfið frá störf-
um. Áður en uppsagnirnar
komu til framkvæmda var
enginn vafi á því, að kennar-
arnir ætluðu að segja upp. Nú
er talað um þetta sem ein-
hvers konar „aðgerð" eða ígildi
verkfalls sem ekki er leyfilegt
lögum samkvæmt hjá félögum
Bandalags háskólamanna.
Þetta sérkennilega ástand
bitnar mest á nemendum og
þá helst þeim sem eru á við-
kvæmasta stigi í námi sínu.
Skólarnir bregðast við með
misjöfnum hætti. Við Mennta-
skólann á Akureyri höfðu
stjórnendur samið neyðar-
áætlun um það hvernig við
skyldi brugðist og hefur hún
verið samþykkt bæði af nem-
endum og kennurum. „Þessi
áætlun er fyrst og fremst fólg-
in í því að nemendur stundi
sjálfsnám með hjálp og leið-
sögn þeirra kennara, sem eftir
eru í skólanum," sagði Jóhann
Sigurjónsson, aðstoðarskóla-
meistari í morgunblaðsviðtali
á laugardaginn.
Verði ekki strax komist til
botns í því hvernig leysa ber
úr vandanum sem skapast við
uppsagnir kennaranna verða
fleiri skólar en Menntaskólinn
á Akureyri að kenna sam-
kvæmt neyðaráætlunum. Upp-
sagnir kennara mega ekki
spilla skólastarfi til neinna
langframa.
Að gefnu tilefni
Um ástæöur klofnings í nefnd ’85
— eftir Ásdísi
Rafnar
Næstkomandi föstudagskvöld, 8.
mars, verða tveir fundir haldnir í
Reykjavík í tilefni af alþjóðlegum
baráttudegi kvenna. Að fundi í
Háskólabíói stendur samstarfs-
nefnd kvenna 1985, nema þrír aðil-
ar þeirrar nefndar. Aðild að þess-
ari nefnd eiga Kvenréttindafélag
íslands, Kvenfélagasamband Is-
lands, Landssamband sjálfstæð-
iskvenna, Samband alþýðuflokks-
kvenna, Landssamtök framsókn-
arkvenna, Framkvæmdanefnd um
launamál kvenna, Friðarhreyfing
kvenna, Menningar- og friðar-
samtök kvenna, Verkakvennafé-
lagið Framsókn, Verkakvennafé-
lagið Framtíðin, Starfsmannafé-
lagið Sókn, Samtök um kvenna-
athvarf, Jafnréttisráð, Jafnréttis-
nefnd Reykjavíkur, Hafnarfjarð-
ar, Kópavogs og Keflavíkur, Mál-
freyjur og Undirbúningsnefnd
vegna Nairobi 1985. Að auki eiga
fjórir aðilar aðild að samstarfs-
nefndinni, Kvennafylking Alþýðu-
bandalagsins, Kvennaframboðið í
Reykjavík, Samtök kvenna á
vinnumarkaði og Kvennalistinn og
hafa þessir aðilar ákveðið að
standa sameiginlega að fundi í Fé-
lagsstofnun stúdenta þetta sama
kvöld. Kvennalistinn mun standa
að báðum fundunum.
Ástæður klofningsins
innan nefndar 1985
Samstarfsnefnd kvenna 1985
var stofnuð í haust og var áætlað
að konur tækju höndum saman til
að vinna að baráttu kvenna fyrir
jafnrétti í reynd og eru launamál-
in þar efst á dagskrá. Var snemma
ákveðið að 8. mars, 19. júní og 24.
október yrðu helgaðir samstarf-
inu, rétt eins og þegar konur tóku
ákvörðun um kvennafrídaginn
1975. Ennfremur er áætlað að
nefndin ’85 standi að útgáfu bókar
um þróunina frá 1975, en árið í ár
er lokaár kvennaáratugar Samein-
uðu þjóðanna. Ýmsir listviðburðir
verða í ár að tilhlutan nefndar ’85,
sem tengjast konum og staðið
verður að fjársöfnun fyrir þróun-
arverkefni og er þegar ákveðið að
leggja það fé í leiðbeiningarverk-
efni um heilbrigðismál, sem al-
þjóðleg samtök eru nú að vinna á
myndbönd.
Fyrir rúmum hálfum mánuði
kynnti nefnd sú, sem unnið hefur
að undirbúningi fundarins í Há-
skólabíói drög að dagskrá þess
fundar fyrir fulltrúum allra
þeirra 23 aðila, sem aðild eiga að
nefnd 1985. Kom þá fram hjá full-
trúum kvenna á vinnumarkaði, að
þær hygðust sjálfar standa að
fundi þennan dag og að þær hefðu
leitað eftir þátttöku Kvennalist-
ans, Kvennaframboðsins, Kvenna-
fylkingar Alþýðubandalagsins,
Bandalags jafnaðarmanna og Al-
þýðuflokksins í þeim fundi, eða
stjórnarandstöðunnar eins og það
var orðað. Kom fram að engin
drög lægju fyrir um dagskrá þess
fundar, nema að Bjarnfríður
Leósdóttir væri meðal fyrirhug-
aðra ræðumanna. óskaði Fram-
kvæmdanefnd samstarfs kvenna
1985 eftir því, að samtökin endur-
skoðuðu afstöðu sína og legðu
fram hugmyndir um viðbætur við
dagskrá undirbúningsnefndarinn-
ar.
Á fundi sl. miðvikudag lagði
undirbúningsnefndin fram drög
að dagskrá fyrir fundinn í Há-
skólabíói þar sem verulega var
komið til móts við Samtök kvenna
á vinnumarkaði varðandi ýmis at-
riði, um tímasetningu fundarins,
val á skemmtiatriðum og ræðu-
manni. Eins og áður var lögð
áhersla á launabaráttu kvenna,
frásögn af þróun þeirrar baráttu
og núverandi stöðu samkvæmt
Ásdís Rafnar
launakönnunum. Gert var ráð
fyrir að 6 konur héldu stuttar
ræður um nauðsyn samstöðu
kvenna um þessi mál og þess gætt
að þær hefðu skírskotun til
kvenna m.t.t. starfsstétta og allra
hópa.
Á þessum fundi tilkynnti full-
trúi Samtaka kvenna á vinnu-
markaði strax í upphafi umræðna
um dagskrána, að ef gestur E1
Salvador-nefndarinnar, skæruliði
frá Nicaragua, fengi ekki að
ávarpa fundinn þá tækju Samtök-
in ekki þátt í honum. Átti þessi
kona, sem kölluð var baráttugyðja
af guðs náð, að undirstrika alþjóð-
leg sjónarmið á þessum alþjóða-
degi kvenna að sögn fulltrúans.
Kvaðst fulltrúi Kvennalistans
persónulega styðja þessa kröfu
Samtakanna. Framkvæmdahópur
samstarfsnefndarinnar lýsti strax
undrun sinni á að þessi krafa væri
sett fram sem úrslitakrafa, sem
væri til þess eins fallin að eyði-
leggja samstöðu þeirra, sem að
fundinum vildu standa. Þegar
ólíkir hópar ættu í samstarfi yrði
full eining að vera um dagskrár-
atriði.
Aðrir fulltrúar lögðu áherslu á
nauðsyn þess, að einn hópur gengi
ekki á hlut annars i kröfum sín-
um. Samtök kvenna á vinnumark-
aði gætu haldið sinn fund á öðrum
tíma með konu þessari, sem ýmsir
aðilar þessa samstarfs hefðu þá
viljað standa að með þeim. Full-
trúar úr röðum sjálfstæðiskvenna
létu þá skoðun í ljósi að ef ástæða
væri til að bjóða erlendum gestum
á fundinn þá hlyti samstarfs-
nefndin að velja þann gest í sam-
einingu. Norðurlandaráðsþing
væri haldið í Reykjavík um líkt
leyti og hefði verið nær að athuga
konur af þeim vettvangi sem
ræðumenn. Forsætisráðherra
Breta væri af mörgum talin bar-
áttukona af guðs náð, en ekki væri
víst að allir í þessum hópi gætu
fallist á það, ef hún stæði til boða
sem ræðumaður sameiginlegs
fundar nefndar ’85. Samstarf
kvenna um ólík stjórnmálaviðhorf
takmarkaðist við þau málefni,
sem samstaða væri um. Þau atriði
sem bæri á milli hlytu að fá um-
fjöllun á vettvangi hvers aðila, en
ekki á vettvangi samstarfsins.
Launamál kvenna á íslandi og
jafnrétti kvenna á við karla væru
sérstakt baráttumál kvenna, sem
vert væri að vinna að og öðru
þyrfti ekki að blanda i dagskrá
þessa fundar, af nógu væri að taka
í því efni.
Guðríður Þorsteinsdóttir, for-
maður Jafnréttisráðs, lagði þá
fyrirspurn fyrir fulltrúa Samtaka
kvenna á vinnumarkaði hvort þær
teldu mikilvægara að halda sam-
stöðu kvenna á þessu lokaári
kvennaáratugarins eða kljúfa sig
út vegna þessarar erlendu konu.
Kvaðst fulltrúi samtakanna ekki
vilja stilla því upp hvort væri mik-
ilvægara, hvort tveggja væri mik-
ilvægt, samstaðan og að kona
þessi ávarpaði fundinn þetta
kvöld. Höfnuðu samtökin því að
halda fund eftir fundinn í Há-
skólabíói með konu þessari.
Var dagskrártillaga undirbún-
ingsnefndarinnar, þar sem ekki
var gert ráð fyrir ávarpi útlend-
ingsins, borin upp til atkvæða.
Mótatkvæði greiddu Samtök
kvenna á vinnumarkaði og fulltrúi
Kvennalistans. Kvennaframboðið,
Kvennafylking Alþýðubandalags-
ins, Samtök um kvennaathvarf og
undirbúningsnefnd fyrir Nairobi
sátu hjá, en aðrir, sem aðild eiga
að nefnd ’85, greiddu atkvæði með
tillögunni og höfðu mikinn meiri-
hluta. Á laugardag tók Kvenna-
fylking Alþýðubandalagsins þá af-
stöðu að standa ekki að fundinum
í Háskólabíói, en vera með Sam-
tökum kvenna á vinnumarkaði,
Kvennaframboðinu og Kvenna-
listanum með fund á sama tíma í
Félagsstofnun stúdenta.
Dagskrá fundanna
I Háskólabíói verður lögð
áhersla á launabaráttu kvenna og
jafnrétti. Ræðumenn með stutt
innlegg verða fulltrúar frá fjöl-
mennustu kvennastéttunum á
vinnumarkaðnum. Meðal söngat-
riða á dagskránni verður Anna
Júlíana Sveinsdóttir óperusöng-
kona og kór 10 ára barna. Fundar-
stjórar verða Edda Björgvinsdótt-
ir og Helga Thorberg. Á fundinum
í Félagsstofnun verða Nicaragua-
konan og Bjarnfriður Leósdóttir
meðal ræðumanna og fyrirhugað
er að ljúka þeim fundi með dans-
leik.
Óljóst er hvaða afleiðingar þessi
klofningur í samstarfi kvenna í ár
kemur til með að hafa. Þess verð-
ur að freista að ná samstöðu um
aðgerðir síðar á árinu, um aðgerð-
ir sem full eining verður um meðal
aðila að nefnd ’85. Hver og einn
þessara aðila hlýtur líka að leggja
áherslu á þessi málefni innan
sinna vébanda. Samstaðan um
Kvennafrídaginn 1975 var merki-
legt framtak kvenna á íslandi.
Samstaða um afmörkuð efni verð-
ur til umræðu eftir þennan fund 8.
mars.
Ég taldi rétt að greina frá
ástæðum þessa klofnings sem orð-
ið hefur í samstarfi kvenna, svo
hver og einn, sem berst fyrir jafn-
rétti kvenna og karla á íslandi,
geti gert það upp við sig hvorn
fundinn hann ætlar að sækja.
Ásdís Haínar, lögfræðingur, er full-
trúi Jafnréttisnefndar Reykjaríkur
i nefnd '85.
Hjarnbreiður á
jöklum rýrnuðu
veruiega 1984
AÐALFUNDUR Jöklarannsóknafélags íslands var haldinn 26.
febrúar sl. Félagar eru í árslok 1984 557 talsins og hefur fjölgað um
17 á árinu. Fimm manna stjórn skipa Sigurjón Rist formaður, Helgi
Björnsson varaformaður, Einar Gunnlaugsson ritari, Jón E. Island
gjaldkeri og Stefán Bjarnason, umsjónarmaður eigna.
í skýrslu formanns kom m.a.
fram að mikil leysing var á jöklum
sumarið 1984. Norðan- og vestan-
lands rýrnuðu verulega hjarn-
breiður frá undangengnum köld-
um árum. Tungnaárjökull frá Jök-
ulheimum heldur enn áfram að
hopa. Hann hopaði um 121 m. Gat
Sigurjón Rist þess að nútíma
myndtækni færi nú að leysa af
hólmi hina hefðbundnu lengdar-
mælingu á jökultungum sem
ástunduð hefur verið í röska hálfa
öld og mundi að líkindum erfiðast
að bæta upp skýringar og athuga-
semdir gæslumanna víðsvegar um
landið. Fyrir leysingarnar í sumar
urðu jöklar óvenju dökkir langt
upp. Jökulhlaup komu nokkur.
Emstruá syðri og Skaftá hlupu.
Einnig hljóp úr Grænalóni og
Hnútulóni.
Nýjungar í ferða-
tækni á jöklum
Hinn 24. ágúst 1984 lentu tvær
litlar flugvéíar (hjólavélar) á
Bárðarbungu. Þær báru einkenn-
isstafina TF-LEO og TF-FRÚ. Þá
rifjaðist upp fyrir Jöklamönnum
að hinn 10. júní 1972 hefði DC-3-
vél, Gunnfaxi, frá FI lent á Bárð-
arbungu þegar borun fór þar
fram. Sú vél var á skíðum. Allt frá
stofnun félagsins 1950 hafa ferða-
lög um jökla verið snar þáttur í
starfseminni. Á árinu gerðist
fleira sem snertir ferðatækni á
jöklum. Hinn 4. ágúst var ekið á
jeppum upp á Hofsjökul. Farið var
einnig á sl. sumri á jeppum á
belgvíðum hjólbörðum upp að
Goðasteini á Eyjafjallajökli og
einnig á Öræfajökul að Hvanna-
dalstindi. Við getum kallað
sumarið 1984 loftþrúgusumarið
góða, sagði Sigurjón. En síðar um
kvöldið fræddu tveir ungir ferða-
menn, þeir Hjalti Magnússon
kerfisstjóri og Snorri Ingimarsson
rafmagnsfræðingur, fundarmenn
með myndun, myndskýringum og
texta um tæknilega og kostnaðar-
lega hlið þess að aka jeppum um
jökla á belgvíðum og miklum
-
Frá Jökullóni undan Breiðamerkurjökli.
dekkjum. Kom margt fróðlegt þar
fram. Er þá reynt að hafa jeppana
eins létta og mögulegt er. Þeir
þrýsta niður með 200 grömmum á
fersentimetra en til samanburðar
þrýstir gangandi maður niður um
180 gramma þunga á fersenti-
metra. En þeir Hjalti og Snorri
óku fyrir mánuði á tveimur jepp-
um á Grímsfjall, sem er í 1725 m
yfir sjó.
Jöklarannsóknafélagið á og rek-
ur átta skála, auk bílageymslu og
eldsneytisgeymslu. Það gefur út
vandað rit og efnir til fræðslu-
funda og vinnu- og skemmtiferða.
Tímaritið Jökull 1984 náði að
komast út rétt fyrir verkfall í ha-
ust mjög vandað rit, 192 bls. að
stærð og er það 34. árgangur þess.
Birtast þar vandaðar greinar um
jarðfræði íslands og umhverfi
þess, svo og um jökla- og loftslags-
fræði, og fylgir íslenskur útdrátt-
ur greinunum sem skrifaðar eru á
ensku. Ritið 1985 verður tileinkað
minningu dr. Trausta Einarssonar
prófessors, sem var í fyrstu stjórn
Jöklarannsóknafélagsins og lést á
sl. ári.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir RICHARD BILL
Herlögum hafnað í
kosningum í Pakistan
KJÓSENDUR í Pakistan hafa hafnað herlögum og fellt fimm ráð-
herra í fyrstu kosningum, sem efnt hefur verið til í tæp átta ár.
Yfirvöld segja að 53 af hundraði 35 milljóna atkvæðisbærra manna
hafi kosið. Stjórnmálaflokkar, sem fengu ekki að taka þátt í kosning-
unum, höfðu hvatt til að þær yrðu hundsaðar.
Kjörsókn var 15% minni en
síðast, en forsetinn, Mo-
hammed Zia Ul-Haq hershöfð-
ingi var ánægður. Hann vildi að
40% kjósenda greiddu atkvæði,
svo að kosningarnar yrðu mark-
tækar.
Frambjóðendur buðu sig fram
sem einstaklingar og sums stað-
ar var baráttan tvísýn. Kosn-
ingarnar fóru yfirleitt friðsam-
lega fram, þótt fjórir biðu bana í
óeirðum.
Mest kom á óvart að Alhaj Mir
Ali Ahmad Talpur landvarna-
ráðherra tapaði fyrir Qazi Abdul
Majid Abid, samgönguráðherra í
Sind. Talpur, sem gengur næstur
Zia hershöfðingja að völdum,
tapaði með 13.217 atkvæða mun.
Fjórir aðrir ráðherrar og tveir
háttsettir embættismenn töpuðu
einnig þingsætum sínum og ósig-
ur þeirra er túlkaður þannig að
kjósendur hafi „kosið gegn her-
lögum og mönnum tengdum
þeim“.
„Zia hlýtur að vera sæmilega
ánægður með þennan fyrsta
áfanga, þótt fall ráðherranna
hljóti að vera honum áhyggju-
efni,“ sagði vestrænn stjórnarer-
indreki,„ En þetta markar upp-
haf nýrrar þróunar. Fólk virðist
háværara í kröfum sínum en
hann taldi.“
Zia, sem hefur stjórnað með
tilskipunum í skjóli herlaga síð-
an hann tók völdin fyrir sjö og
hálfu ári, hefur leyst upp stjórn
sína, en beðið átta ráðherra, að-
allega sérfræðinga og herfor-
ingja, að gegna áfram störfum
unz ný ríkisstjórn hefur verið
mynduð.
Þeir sem hafa verið beðnir að
gegna áfram störfum, þeirra á
meðal Sahabzada Yaqub Khan
utanríkisráðherra og Ghulan Is-
haq Khan fjármálaráðherra,
buðu sig ekki fram. Níu ráðherr-
ar gáfu kost á sér. Enginn bauð
sig fram gegn tveimur ráðherr-
anna og tveir voru endurkosnir.
Forsetinn segir kosningarnar
fyrsta skref í hægfara þróun til
lýðræðis. Þetta voru fyrstu kosn-
ingar í Pakistan síðan Zia koll-
varpaði stjórn AIi Bhuttos 5. júlí
1977 og kom á herlögum.
Þá lofaði Zia að efna til kosn-
inga innan 90 daga, en það dróst
í tæp átta ár. Seinna var Bhutto
leiddur fyrir rétt og tekinn af
lífi, gefið að sök að hafa fyrir-
skipað morð á pólitískum and-
stæðingi.
Zia hafði tvisvar áður ákveðið
að efna til kosninga, en frestaði
þeim, þar sem „þjóðin væri ekki
tilbúin", eins og hann orðaði það.
Vantraust Zia á stjórnmála-
mönnum má rekja til kosninga
1976, hinna síðustu þar til nú,
þegar Bhutto vann yfirburðasig-
ur. Óeirðir urðu um allt land í
kjölfar ásakana um kosninga-
svik. Landið rambaði á barmi
borgarastríðs og Zia lét til skar-
ar skríða gegn Bhutto. Síðan
hefur hann fylgt „islamskri"
stefnu og reynt að losa fólk við
atvinnustjórnmálamenn.
Þegar kosningabaráttan hófst
hafði Zia varpað öllum helztu
pólitískum andstæðingum, nema
einum, í fangelsi eða sett þá i
stofuvarðhald. Þessir menn eru
leiðtogar stjórnmálaflokka, sem
standa að neðanjarðarhreyfingu
er berst fyrir endurreisn lýðræð-
is, og þeir voru teknir höndum
vegna áskorunarinnar um að
kosningarnar yrðu hundsaðar.
Margir aðrir harðir andstæð-
ingar stjórnarinnar voru einnig
handteknir.
Zia var bjartsýnn þegar kosn-
ingabaráttan hófst og kallaði
andstæðinga sína „tóm skot-
hylki“.
Ríkisstjórnin viðurkennir að
369 hafi verið handteknir fyrir
kosningarnar, en stjórnarand-
stæðingar segja að a.m.k. 2.000
manns hafi verið teknir höndum.
Þeir segja að í Sind-héraði einu
hafi 1500 manns verið handtekn-
ir, en stjórnvöld sögðu það ýkjur.
kjörnir fulltrúar muni skipta
með sér völdunum og sjálfur
muni hann halda æðstu völdum.
Hann hefur gefið í skyn að hann
muni geta beitt neitunarvaldi
gegn ákvörðunum nýs forsætis-
ráðherra.
En upplýsingamálaráðherra
Zia, Mujib Ur-Rehman hershöfð-
ingi, segir að nýkjörið þing muni
hafa full völd. Hann segir að
fyrirhugaðar stjórnarskrár-
breytingar Zia liggi fyrir að
mestu og hægt verði að kunng-
era þær hvenær sem er. „Það er
ekki ætlun stjórnarinnar að
grafa undan völdum þessara
stofnana," sagði hann.
„Herlög eru ekki góð fyrir
landið. Við deilum ekki um það,“
sagði Mujib. „Endurreisn lýð-
ræðis er jákvæð og góð þróun
fyrir landið.“
Asgar Khan fv. flugmarskálk-
ur, leiðtogi Tehrik-i-Istiqlal,
Samstöðuhreyfingarinnar, segir:
„Völd nýs þjóðþings hafa ekki
verið kunngerð. í raun og veru
vissi bióðin ekki hvað hún var að
Mótmælaaðgerðir í Sind-héraði
Þegar talsmaður stjórnarinn-
ar, Younis M. Sethi, var spurður
hvort hann teldi herferðina gegn
stjórnarandstæðingum sann-
gjarna sagði hann: „Þeir voru að
æsa til andstöðu gegn kosning-
unum og reyna að fá fólk til að
taka ekki þátt í þeim. Þeir trufl-
uðu þróunina í lýðræðisátt."
Kosningarnar sýna ótvírætt
að þjóðin vill hafa meiri áhrif á
þær ákvarðanir, sem eru teknar.
Hvort svo verður er önnur saga.
Þeirri mikilvægu spurningu er
ósvarað hvaða völd næsta þing,
sem kemur saman 23.marz, og
nýr forsætisráðherra munu
hafa. Zia hefur ekki tilkynnt í
hverju breytingar, sem hann
segist vilja gera á stjórnar-
skránni, verði fólgnar og vera
má að ákvörðunarvald nýkjörins
þings verði mjög takmarkað.
Zia hefur sagt að „tilfærsla
valds frá heraflanum til kjör-
inna fulltrúa“ hefjist eftir kosn-
ingar. Hann hefur heitið því að
þjóðþingið og héraðsþingin fái
„full völd á sínum sviðum". Því
hefur verið heitið að herlögum
verði aflétt „nokkrumm mánuð-
um“ eftir að þing kemur saman.
Fyrr á árum sagði Zia oft að
hann hefði engan pólitískan
metnað og mundi leggja niður
völd að afstöðnum kosningum.
Nú segir hann að herinn og þjóð-
kjósa.“ Asgar Khan var fimm ár
I stofufangelsi vegna gagnrýni.
„Zia hefur aldrei verið kosinn,
en tekið sér völd til að sitja
áfram, breyta stjórnarskránni
og banna stjórnmálaflokka.
Hvers konar kosningar eru
þetta?" sagði hann.
Ashgar Khan sagði að kosn-
ingar gætu því aðeins haft þýð
ingu að stjórnmálaflokkum væri
leyft að taka þátt í þeim.
Zia lengdi valdatíma sinn um
fimm ár í umdeildri þjóðarat
kvæðagreiðslu í desember. Jafn-
framt var islömsk stefna hans
samþykkt með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða. Zia var einn
í framboði og hlaut 97,7% at-
kvæða. Þar sem 95% íbúa Pak
istans eru Múhameðstrúar var
ósennilegt að þeir mundu greiða
atkvæði gegn islamskri stefnu
hans.
Zia hefur sagt að hann muni
aflétta herlögum að lokum og
leyfa dómstólum að starfa, en
ekki sagt hvenær.
„Zia hefur stigið skref fram á
við, en óvíst er hvert hann stefn
ir,“ sagði erlendur stjórnar-
erindreki. „Vandinn er að hann
segir ekki hvert hann stefnir.'
Richard Bill er fréttamadur
AP.