Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. MARZ 1985
Lögbrot kennara
og lögskýringar Arnmundar Backman
— eftir Magnús
Óskarsson
Komið er á daginn og flestum
ljóst orðið, að hópur kennara hef-
ur því miður kosið að heyja kjara-
baráttu sína með lögbrotum.
Opinberlega hefur aðeins verið
gerð ein tilraun til að réttlæta
gerðir þessara manna með laga-
legum rökum. Á ég þar við álits-
gerð Arnmundar Backmans hrl.,
til Hins íslenzka kennarafélags og
grein hans í Morgunblaðinu sl.
fimmtudag. Þótt Gunnlaugur
Claessen ríkisiögmaður og Sigurð-
ur Líndal lagaprófessor hafi gert
skoðunum Arnmundar góð skil,
langar mig til að bæta við athuga-
semd um eitt atriði málsins, sem
ég ætti öðrum fremur að þekkja,
en það eru reglur Reykjavíkur-
borgar sem Arnmundur vitnar
mjög til.
Reykjavíkurborg setti, í sam-
ráði við félög starfsmanna sinna,
reglur um réttindi þeirra og skyld-
ur í árslok 1967, þegar nokkuð var
liðiö á annan áratug frá því lög
um réttindi og skyldur ríkis-
starfsmanna gengu f gildi. Voru
lögin að mörgu leyti lögð til
grundvallar hjá borginni en í ýms-
um greinum var þó frá þeim vikið.
Dæmi um það er reglan um fram-
lengingu uppsagnarfrests.
Tvær reglur
Ég var einn af höfundum þeirr-
ar reglu, sem borgaryfirvöld sam-
þykktu um þetta efni. Ég fullyrði,
að engum okkar datt í hug að
Reykjavíkurborg væri að túlka og
lögleiða reglu ríkisins efnislega
óbreytta. ÖUum var ljóst að verið
var að setja nýja reglu, aðra en þá
sem í gildi var hjá ríkinu. Eftir
þetta voru því bersýnilega í gildi
tvær reglur um uppsagnarfrest
opinberra starfsmanna. Annars
vegar lagaregla ríkisins um fram-
lengingu frestsins hvenær sem er
á þriggja mánaða tímabili og hins
vegar regla Reykjavíkurborgar
um framlengingu í fyrsta mánuð-
inum.
Arnmundur Backman telur
reglu Reykjavíkurborgar skipta
„verulegu máli varðandi túlkun á
sambærilegu ákvæði í lögum um
réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins". (Tilv. í álitsgerð A.B.)
Þetta stenzt ekki. Regla Reykja-
víkurborgar skiptir ríkisstarfs-
menn engu máli af þeirri einföldu
ástæðu, að hjá þeim gildir önnur
regla. Svo vill til að báðar þessar
reglur eru skýrar og auðskiljan-
legar og þarf hvorug á hinni að
halda til skilningsauka.
Þegar Arnmundur Backman
kveður reglu Reykjavíkurborgar
„rétta og sanngjarna", er hann í
raun ekki að segja annað en það
að hún ætti einnig að vera í gildi
hjá ríkinu. Þar er hún hins vegar
ekki í gildi og fær óskhyggja engu
um það breytt, enda er hún afleit,
þegar skýra þarf lög.
Ósamhljóða niðurstöður
Mér þótti rétt að gera fram-
angreinda athugasemd um reglur
Magnús Oskarsson
Reykjavíkurborgar og gildi þeirra
fyrir ríkisstarfsmenn. í leiðinni
freistast ég til að huga lítið eitt að
málflutningi Arnmundar Back-
mans að öðru leyti. Arnmundur
byrjar grein sína í Morgunblaðinu
þannig: (málsgreinin er stytt en
engu haggað efnislega).
„í álitsgerð minni til Hins ís-
lenzka kennarafélags ... er
niðurstaða mín sú, eins og
kunnugt er, að réttur mennta-
málaráðuneytisins sé tæplega
(lbr. hér) fyrir hendi ef honum
er ekki beitt án ástæðulausrar
tafar.“
Ef framangreind lýsing Arn-
mundar Backmans á niðurstöðu
Athugasemd frá Kristni Kristmundssyni
skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni
f MORGUNBLAÐINU 2. mars, bls.
31, má lesa um Menntaskólann að
Laugarvatni í fyrsta lagi, að 10 fast-
ráðnir kennarar skólans hafi „gengið
út“ morguninn I. mars og í öðru lagi,
að flestir nemendur skólans hafi far-
ið af staðnum sama morgun. Þar sem
ég tel ofangreinda frétt geta gefið
villandi hugmynd um skólann og
viðbrögö hans við fjarvistum kennara
1. mars, bið ég Morgunblaðið að gera
svo vel að birta eftirfarandi:
1. Við ML hafa í vetur, auk mín,
starfað 13 kennnarar í bóklegum
greinum. Af þeim hafa 8 sagt upp
störfum. Þessir 8 kennarar hafa
haft með höndum tæp 70% allrar
bóklegrar kennslu í skólanum.
íþróttakennsla við skólann er að
öllu leyti á vegum íþróttakennara-
skóla lslands. Mér er ekki fullljóst
hvaða áhrif hugsanlegar fjarvistir
íþróttakennara í HÍK kynnu að
hafa á þá kennslu.
2.1. mars kl. 8.15 áttu 10 kennar-
ar að koma til kennslu samkvæmt
stundaskrá. Þrír komu en sjö vant-
aði.
3. Við þessar aðstæður var ljóst
að skólinn gat ekki staðið við
skuldbindingar sinar við nemend-
ur. Því þótti ekki fært að skylda þá
til skólasóknar svo sem venja er.
Nemendur voru hvattir til að
stunda sjálfsnám eftir föngum og
skýrt var tekið fram við þá að hús
skólans stæðu þeim opin, þótt
kennsla félli niður. í dag, 4. mars,
eru um 30 heimavistarnemendur í
skólanum. Tæplega 20 búa utan
vistar. Nemendur alls eru tæplega
170. Kennarar, sem hafa ekki sagt
upp störfum, munu koma til vinnu
eftir atvikum og samkomulagi.
Með þökk fyrir birtinguna.
Kristinn Kristmundsson, skóla-
meistari.
HÁÞRÝSTI-
HREINSITÆKI
TÆKNI UPPIYSINGAR Form G-110 G-112 G-217
IvinnumVst. BAR 150 100 140 150
M/TURBO BAR 180 150 170 180
M/TURBO BAR 180 150 170 180
HREINSIAFKÖST KW 3.50 2.00 3.03 3J0
VATNSMAGN L/MlN 14 1.2 13 i.»
MÖTOR KW 2.0 2.9 4.1
Gerni
Eigum til afgreiðslu af
lager hinar sívinsælu GERNI
háþrýstihreinsidælur.
Raf-, bensín- og traktors-
mótorar.
Mjög meðfærilegar á góðum
hjólum.
Skeifan 3h - Sími 82670
hans er borin saman við niður-
stöðuna sjálfa eins og hún birtist í
álitsgerð hans, versnar í því. Er
mér illmögulegt að sjá að þar sé
um sömu niðurstöðu að ræða.
Álitsgerð Arnmundar lýkur þann-
ig:
„Ef menntamálaráðuneytið
hefur ekki beitt fyrir sig heim-
ild til framlengingar á upp-
sagnarfresti án ástæðulausrar
tafar, t.d. ekki innan mánaðar
frá því að uppsagnir starfs-
manna bárust og ljóst var orð-
ið um afleiðingar þeirra, verð-
ur að telja að sá réttur sé ekki
fyrir hendi lengur“ (lbr. hér.)
Erfitt er að koma þessum til-
vitnunum heim og saman. Gjá er á
milli fullyrðingar um að lagalegur
réttur sé ekki fyrir hendi og efas-
emda um það efni eins og orðið
TÆPLEGA felur í sér. Er óskilj-
anlegt og ekki traustvekjandi, að
aðalatriði málsins, niðurstaðan
sjálf, skuli taka á sig svo ólíkar
myndir í höndum eins og sama
höfundar.
Vitnað í eigin verk
Þessi sami munur varðandi
kjarna málsins kemur einnig fram
síðar í grein Arnmundar. Máli
sínu til stuðnings vitnar hann í
bók eftir sjálfan sig og segist þar
halda fram sama sjónarmiði og í
álitsgerðinni til kennarafélagsins.
Það getur svo sem verið ágætt að
vitna í sjálfan sig, en fer í verra, ef
það er ekki rétt gert.
í álitsgerðinni segir Arnmund-
ur, eins og til er vitnað hér að
framan, að réttur til framleng-
ingar sé ekki fyrir hendi. í bók-
inni, sem Arnmundur vitnar til,
segir hins vegar hvergi að þessi
réttur sé ekki fyrir hendi, þótt það
sé á tveimur stöðum dregið í efa.
Niðurstaðan í bók Arnmundar er
á þessa leið:
„Að öllu þessu athuguðu verð-
ur að draga í efa (lbr. hér) að
framlenging á uppsagnarfresti,
senutilkynnt er á síðustu dög-
um uppsagnarfrestsins, sé lögl-
eg, en tekið skal fram að hér
hafa dómstólar ekki skorið úr.“
(Vinnuréttur, bls. 140)
Hér ber allt að sama brunni.
Ekki ber nógu vel saman bók,
blaðagrein og álitsgerð Arnmund-
ar Backmans.
Ólöglegt verkfall
Ástæða væri til að ræða ýmis
önnur lagaleg atriði þessa máls,
eins og t.d. þá skoðun sem Harald-
ur Blöndal, hæstaréttarlögmaður,
hefur sett fram og enginn and-
mælt, að aðgerðir kennaranna séu
ekkert annað en ólöglegt verkfall.
Er ég sammála þeirri skoðun og
reiðubúinn að rökstyðja það, jafn-
vel með tilvitnunum I bók Arn-
mundar Backmans, þótt ég telji
hana enga sérstaka fyrirmynd um
fræðimennsku i vinnurétti.
Magnús Óskarsson er borgarlög-
madur í Reykjarík.
Morgunblaöid/Kári
Togarar Útgerðarfélags Skagfirðinga, Drangey, Hegranes og Skafti,
bundnir við bryggju í Sauðárkrókshöfn.
Frá Sauðárkróki
Starfsmenn Sauðárkróksbæjar við gatnagerðarframkvæmdir 1. mars,
sem er fátítt, en sýnir veðurblíðuna, sem hér er og verið hefur undan-
farnar vikur og mánuði.
Bæjarpósturinn á Sauðárkróki, lvar Antonsson, að leggja upp frá Póst-
húsinu léttstígur og kátur í veðurblfðunni.