Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 56
56 MORGLfNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 33. þing Norðurlandaráðs í Reykjavík MEMOREX DISKETTUR B(%amaikaÖur Máls og Menningar dagsins FYRIR FAGMENNINA Fylgdu í spor fagmannanna og fáðu þér MEMOREX diskettur. Við bjóðum þér þær á kynningarverði vikuna 4.-10. mars í tilefni sýningarinnar „Tölvur ’85“ í Laugardalshöll. Memorex disketturnar koma 100% villulausar úr framleiðslu, hver einasta þeirra er gæðaprófuð og endingin er fyrsta flokks. Sölumenn eru í slma 91 -27333 acohf Laugavegi 168-105 Reykjavík-Sími 91-27333 Lífið á jörðinni Eftir David Attenborough á aðeins kr. 398.- ' Bókaveisla fjölskyldunnar í—-tö—i Bókabnð LMALS & MÐvJNNGAR J LAUGAVEGI 18-101 REYKJAVlK SÍMAR: 24240 - 24242 860 manns á þinginu Allir helstu stjórnmálamenn Norðurlanda í Reykjavík — Nokkuð um forföll vegna flensunnar ÞAÐ VERÐUR líf og fjör í Þjóðleikhúsinu í þessari viku á meðan 33. þing Norðurlandaráðs fer þar fram. Þingið hófst í gær og því lýkur á föstudag. Samkvæmt upplýsingum Snjólaugar Ólafsdóttur, ritara íslandsdeildar Norðurlandaráðs, eru 860 manns í tengslum við þetta þing á einn eða annan hátt. Kjörnir fulltrúar þjóðþinganna eru 87, ráðherrar eru 58, þlaða- menn 170, gestir um 200, þar af 130 ungmenni og embættismenn og starfsmenn eru á fjórða hundrað. Reykjavík verður mjög mikið í fréttum norrænna blaða, út- varps- og sjónvarpsstöðva í vik- unni, ef dæma má af deginum í gær. Þá sendu blaðamenn fréttir látlaust í gegnum síma, telex og telefax. Hér í Reykjavík eru saman komnir flestir þekktustu stjórn- málamenn á Norðurlöndum. All- ir forsætisráðherrarnir eru á þinginu, Poul Schluter, Dan- mörku, Kalevi Sorsa, Finnlandi, Káre Willoch, Noregi, Olov Palme, Svíþjóð, og Steingrímur Hermannsson. Fjórir af fimm utanríkisráðherrum eru á þing- inu, Paavo Váyrynen, Finnlandi, Svend Stray, Noregi, Lennart Bodström, Svíþjóð og Geir Hall- grímsson. Af öðrum ráðherrum má nefna Knud Enggaard, orkuráðherra frá Danmörku, Rolf Presthus, fjármálaráð- herra, Kjell Magne Bondervik, kirkju- og menntamálaráðherra, og Lars Roar Langslet, menning- ar- og vísindamálaráðherra, Noregi, Kjell-Olof Feldt, fjár- málaráðherra og Svante Lundkvist, Iandbúnaðarráðh- erra, Svíþjóð. Þá eru þarna Atli Dam, lögmaður Færeyja, og Jon- atan Motzfeidt, formaður lands- stjórnar Grænlands. Allir ís- lensku ráðherrarnir, tíu að tölu, sitja þingið. Af þekktum þingmönnum má nefna Dorte Bennedsen, Dan- mörku, Erlend Patursson, Fær- eyjum, Elsi Hetemáki-Olander og Per Stenbáck, Finnlandi, Gro Harlem Brundtland, Guttorm Hansen og Jo Benköw, Noregi, og Sture Palm, Karin Söder, Rune Gustavsson og Lars Wern- er, Svíþjóð. Nokkuð bar á forföllu’m vegna flensu í gær. Þannig urðu þrír eriendir ráðherrar og tveir ís- lenskir að boða forföll vegna norsku flensunnar. Kvennadeild Rvd. Rauða kross íslands Fræðslu- og kynningarfundur fyrir væntanlega sjúkravini veröur haldinn fimmtu- daginn 7. marz kl. 20.00 í Múlabæ, Ármúla 34. Þátttaka tilkynnist í sölubúðum eöa bókasöfnum sjúkrahúsanna eöa í síma 28222 á skrifstofunni Öldugötu 4. Stjórnin. Séó yfir þingsalinn í Þjóóleikhúsinu í gær. Páll Pétursson, forseti Norðurlandaráðs: Mörg þýðingarmikil verkefni bíða okkar Vió stöndum frammi fyrir anna- sömu þingi, þar sem mörg mikilvæg málefni, sem mikla athygli vekja og miklu máli skipta fyrir Norðurlönd, verða tekin til meðferðar. Þannig er áformað, að hér verði teknar ákvarð- anir um breyttar starfsaðferðir á sviði norrænnar samvinnu að af- loknum margra ára undirbúningi og athugunum. Þetta kom m.a. fram í ræðu Páls Péturssonar, forseta Norður- landaráðs, er hann bauð gesti vel- komna við setningu þings Norður- landaráðs á hádegi í gær. Þar skýrði hann frá því, að íslenzka sendinefndin á þinginu myndi leggja fram tillögu um sameigin- lega miðstöð Norðurlanda á ís- landi fyrir líftæknirannsóknir. Þá vakti Páll Pétursson máls á tillögum ráðherranefndarinnar uni efnahagsþróun og fulla at- vinnu og kvaðst vona, að þær gætu orðið grundvöllur að leið út úr þeim erfiðleikum, sem Norðurlönd ættu við að etja á því sviði. Páll minnti á, hve atvinnulíf ís- lendinga væri einhliða og að yfir 70% af útflutningi okkar væru fiskafurðir. Hér væru engir mögu- leikar á að flytja fjármagn frá öðrum atvinnugreinum til fisk- veiðanna og því yrðu Islendingar að fá vel greitt fyrir fiskafurðir sínar. Það ætti eftir að valda ís- lendingum miklum örðugleikum, ef þeir yrðu á mikilvægustu mörk- uðum sínum að keppa við fiskveið- ar nágrannalandanna, sem nytu opinberra styrkja. Páll sagði ennfremur, að svæð- isbundin málefni hefðu jafnan skipað mikilvægan sess í tillögum ráðherranefndarinnar. Málefni landsvæðanna við og fyrir norðan heimskautsbaug hefðu alltaf vakið mikinn áhuga hjá íslendingum. Því hefði stofnun svonefnds Norð- vestursjóðs vakið mikla athygli hér. Menningarmál hefðu ætíð skipt miklu máli á vettvangi Norður- landaráðs. Páll Pétursson kvaðst þó verða að viðurkenna, að sér fyndist þess of langt að bíða, að samvinna Norðurlanda á sviði hljóðvarps og sjónvarps næði að eflast að einhverju marki. Páll sagðist ekki vilja leggja til, að öryggismál yrðu tekin til um- ræðu á vettvangi Norðurlanda- ráðs, en lagði til, að utan- ríkismálanefndirnar á þjóðþing- um Norðurlanda tækju upp miklu nánari samvinnu sín í milli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.