Morgunblaðið - 05.03.1985, Page 56
56
MORGLfNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985
33. þing Norðurlandaráðs í Reykjavík
MEMOREX DISKETTUR
B(%amaikaÖur
Máls og Menningar
dagsins
FYRIR FAGMENNINA
Fylgdu í spor fagmannanna og fáðu þér
MEMOREX diskettur.
Við bjóðum þér þær á kynningarverði vikuna
4.-10. mars í tilefni sýningarinnar
„Tölvur ’85“ í Laugardalshöll.
Memorex disketturnar koma 100% villulausar
úr framleiðslu, hver einasta þeirra er
gæðaprófuð og endingin er fyrsta flokks.
Sölumenn eru í slma 91 -27333
acohf
Laugavegi 168-105 Reykjavík-Sími 91-27333
Lífið á jörðinni
Eftir David Attenborough
á aðeins kr. 398.- '
Bókaveisla fjölskyldunnar
í—-tö—i
Bókabnð
LMALS & MÐvJNNGAR J
LAUGAVEGI 18-101 REYKJAVlK SÍMAR: 24240 - 24242
860 manns
á þinginu
Allir helstu stjórnmálamenn
Norðurlanda í Reykjavík — Nokkuð
um forföll vegna flensunnar
ÞAÐ VERÐUR líf og fjör í Þjóðleikhúsinu í þessari viku á meðan 33.
þing Norðurlandaráðs fer þar fram. Þingið hófst í gær og því lýkur á
föstudag.
Samkvæmt upplýsingum
Snjólaugar Ólafsdóttur, ritara
íslandsdeildar Norðurlandaráðs,
eru 860 manns í tengslum við
þetta þing á einn eða annan hátt.
Kjörnir fulltrúar þjóðþinganna
eru 87, ráðherrar eru 58, þlaða-
menn 170, gestir um 200, þar af
130 ungmenni og embættismenn
og starfsmenn eru á fjórða
hundrað.
Reykjavík verður mjög mikið í
fréttum norrænna blaða, út-
varps- og sjónvarpsstöðva í vik-
unni, ef dæma má af deginum í
gær. Þá sendu blaðamenn fréttir
látlaust í gegnum síma, telex og
telefax.
Hér í Reykjavík eru saman
komnir flestir þekktustu stjórn-
málamenn á Norðurlöndum. All-
ir forsætisráðherrarnir eru á
þinginu, Poul Schluter, Dan-
mörku, Kalevi Sorsa, Finnlandi,
Káre Willoch, Noregi, Olov
Palme, Svíþjóð, og Steingrímur
Hermannsson. Fjórir af fimm
utanríkisráðherrum eru á þing-
inu, Paavo Váyrynen, Finnlandi,
Svend Stray, Noregi, Lennart
Bodström, Svíþjóð og Geir Hall-
grímsson. Af öðrum ráðherrum
má nefna Knud Enggaard,
orkuráðherra frá Danmörku,
Rolf Presthus, fjármálaráð-
herra, Kjell Magne Bondervik,
kirkju- og menntamálaráðherra,
og Lars Roar Langslet, menning-
ar- og vísindamálaráðherra,
Noregi, Kjell-Olof Feldt, fjár-
málaráðherra og Svante
Lundkvist, Iandbúnaðarráðh-
erra, Svíþjóð. Þá eru þarna Atli
Dam, lögmaður Færeyja, og Jon-
atan Motzfeidt, formaður lands-
stjórnar Grænlands. Allir ís-
lensku ráðherrarnir, tíu að tölu,
sitja þingið.
Af þekktum þingmönnum má
nefna Dorte Bennedsen, Dan-
mörku, Erlend Patursson, Fær-
eyjum, Elsi Hetemáki-Olander
og Per Stenbáck, Finnlandi, Gro
Harlem Brundtland, Guttorm
Hansen og Jo Benköw, Noregi,
og Sture Palm, Karin Söder,
Rune Gustavsson og Lars Wern-
er, Svíþjóð.
Nokkuð bar á forföllu’m vegna
flensu í gær. Þannig urðu þrír
eriendir ráðherrar og tveir ís-
lenskir að boða forföll vegna
norsku flensunnar.
Kvennadeild Rvd.
Rauða kross íslands
Fræðslu- og kynningarfundur
fyrir væntanlega sjúkravini veröur haldinn fimmtu-
daginn 7. marz kl. 20.00 í Múlabæ, Ármúla 34.
Þátttaka tilkynnist í sölubúðum eöa bókasöfnum
sjúkrahúsanna eöa í síma 28222 á skrifstofunni
Öldugötu 4.
Stjórnin.
Séó yfir þingsalinn í Þjóóleikhúsinu í gær.
Páll Pétursson, forseti Norðurlandaráðs:
Mörg þýðingarmikil
verkefni bíða okkar
Vió stöndum frammi fyrir anna-
sömu þingi, þar sem mörg mikilvæg
málefni, sem mikla athygli vekja og
miklu máli skipta fyrir Norðurlönd,
verða tekin til meðferðar. Þannig er
áformað, að hér verði teknar ákvarð-
anir um breyttar starfsaðferðir á
sviði norrænnar samvinnu að af-
loknum margra ára undirbúningi og
athugunum.
Þetta kom m.a. fram í ræðu Páls
Péturssonar, forseta Norður-
landaráðs, er hann bauð gesti vel-
komna við setningu þings Norður-
landaráðs á hádegi í gær. Þar
skýrði hann frá því, að íslenzka
sendinefndin á þinginu myndi
leggja fram tillögu um sameigin-
lega miðstöð Norðurlanda á ís-
landi fyrir líftæknirannsóknir.
Þá vakti Páll Pétursson máls á
tillögum ráðherranefndarinnar
uni efnahagsþróun og fulla at-
vinnu og kvaðst vona, að þær gætu
orðið grundvöllur að leið út úr
þeim erfiðleikum, sem Norðurlönd
ættu við að etja á því sviði.
Páll minnti á, hve atvinnulíf ís-
lendinga væri einhliða og að yfir
70% af útflutningi okkar væru
fiskafurðir. Hér væru engir mögu-
leikar á að flytja fjármagn frá
öðrum atvinnugreinum til fisk-
veiðanna og því yrðu Islendingar
að fá vel greitt fyrir fiskafurðir
sínar. Það ætti eftir að valda ís-
lendingum miklum örðugleikum,
ef þeir yrðu á mikilvægustu mörk-
uðum sínum að keppa við fiskveið-
ar nágrannalandanna, sem nytu
opinberra styrkja.
Páll sagði ennfremur, að svæð-
isbundin málefni hefðu jafnan
skipað mikilvægan sess í tillögum
ráðherranefndarinnar. Málefni
landsvæðanna við og fyrir norðan
heimskautsbaug hefðu alltaf vakið
mikinn áhuga hjá íslendingum.
Því hefði stofnun svonefnds Norð-
vestursjóðs vakið mikla athygli
hér.
Menningarmál hefðu ætíð skipt
miklu máli á vettvangi Norður-
landaráðs. Páll Pétursson kvaðst
þó verða að viðurkenna, að sér
fyndist þess of langt að bíða, að
samvinna Norðurlanda á sviði
hljóðvarps og sjónvarps næði að
eflast að einhverju marki.
Páll sagðist ekki vilja leggja til,
að öryggismál yrðu tekin til um-
ræðu á vettvangi Norðurlanda-
ráðs, en lagði til, að utan-
ríkismálanefndirnar á þjóðþing-
um Norðurlanda tækju upp miklu
nánari samvinnu sín í milli.