Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985
39
HOLLANDSPISTILL/Eggert H. Kjartansson
Freyðibað
í Rotterdam
Með aukinni mengun og meiri
skilningi margra á mikilvægi
þess að meðhöndla umhverfi
okkar með nærgætni og virðingu
spretta upp ýmsar tegundir
hreinsistöðva. Hreinsistöðvar
sem ætlað er það hlutverk að
vinna úr úrgangi framleiðslu
okkar mannanna þau efni sem
geta talist alvarlegur mengun-
arvaldur. Ein slík hreinsistöð er
að rísa í Rotterdam. Þessi
hreinsistöð er á margan hátt
frábrugðin þeim sem hingað til
hafa verið reistar í Hollandi.
Hún verður t.d. að öllu leyti
byggð neðanjarðar og það undir
miðri borginni. Stöðinni er ætlað
það hlutverk að hreinsa allt skít-
ugt vatn sem kemur frá um 500
þúsund manns. Ástæða fyrir
þessari byggingu er að um þess-
ar mundir rennur um 80% af
öllu skítugu vatni Rotterdam-
borgar óhreinsað út í fljótið Ma-
as. Samanborið við aðrar borgir
hér í Hollandi er þetta frekar há
prósenta því að meðaltalið sýnir
að aðrar borgir hér hreinsa um
80% af sínu frárennslisvatni.
Byggingarframkvæmdir þessar-
ar nýju stöðvar munu kosta um
3.300 miljónir króna eða um
6.600 á hvern þann einstakling
sem ætlunin er að hreinsa frá.
Kostnaðurinn er nokkuð meiri
en ef byggingin hefði verið reist
ofanjarðar. I hreinsistöðvum er
ferillinn sem vatnið verður að
fara í gegnum almennt mjög
svipaður. Fyrst eru allar stærri
einingar sigtaðar úr vatninu. Því
næst fer vatnið í gegnum kerfi
þar sem allur sandur sem til
staðar er sest á botninn. Þessu
næst er lofti dælt af miklum
krafti í vatnið og við það mynd-
ast mikið freyðibað. í þessum
hluta er bakteríum bætt í vatnið
sem nærast á úrganginum í því.
Til þess að bakteríurnar geti
unnið starf sitt þarf að vera gott
loft til staðar. I fyrstu atrennu
hreinsast um 60% af öllum
óhreinindum úr vatninu. I næstu
atrennu þar sem enn öðrum
bakteríum er bætt í hreinsast
svo til öll önnur óhreinindi út.
Vatnið streymir síðan út í fljótið
Maas. Úrgangurinn sem mynd-
ast í þessum ferli er komið fyrir
í þar til gerðum tönkum og þar
gengur hann í gegnum gerjunar-
feril þar sem hann er einnig
hreinsaður.
Þessi neðanjarðarbygging
verður búin mörgum nýjungum.
Þannig verður t.d. miklu fé varið
í lofthreinsitæki enda þarf loftið
sem notast hefur verið við að
fara aftur út í umhverfið þ.e.
íbúðarhverfið þarna í nágrenn-
inu. Salirnir, þar sem vatnið
verður hreinsað, verða einangr-
aðir frá öllum öðrum vinnusvæð-
um enda munu þar verða fram-
leiddir um 165 þúsund rúmmetr-
ar af mjög alvarlega menguðu
lofti á klukkustund. Þetta lotloft
verður þvegið nokkrum sinnum
og á þann hátt vonast fram-
kvæmdaaðilar til þess að öll
óhreinindi hverfi úr því. Hvort
sú ósk á eftir að rætast er svo
annað mál. Þar sem ekki er vitað
nákvæmlega um það hversu
mengað vatnið er sem þarf að
hreinsa og loftmengunin ræðst
svo til algerlega af því, er bara
að bíða og sjá til. Síðan í október
1983 þegar framkvæmdir hófust
keyra vörubílar stöðugt inn og út
úr þessum neðanjarðarhelli.
Framkvæmdum verður lokið um
mitt árið 1986 og þá er gert ráð
fyrir því að um 90.000 hlössum
hafi verið ekið út.
Ofan á þakinu á þessari bygg-
ingu i Dokhaven í Rotterdam
verður búinn til garður fyrir íbú-
ana sem er svipaður á stærð og
fótboltavöllur. Metraþykkt jarð-
lag verður sett þar og þar munu
blóm, grös og trjágróður skjóta
rótum. Þegar framkvæmdum
verður lokið mun ekkert minna á
hreinsistöð nema lítil bygging
ofanjarðar og 12 hlerar á göng-
um sem ætlað er það hlutverk að
vera flóttaleið starfsmanna
þessarar stöðvar, ef þeir þurfa
snögglega að flýja.
RITVIHH5LA
Yfír 600 manns hafa þegar
sótt rítvinnslunámskeið okkar.
A næstunni verða haldin eftirfarandi námskeið:
• Word • Easywriter II
• Wordstar (Ritvinnsla II)
• Hugriti • Appleworks
Upplýsingar og skráning í síma 82930
ATh! Starfsmannafélag Reykjavíkur, Starfsmenntunarsjóö-
ur starfsmannafélags ríkisstofnana og Verslunarmannafélag
Reykjavíkur styrkja félagsmenn sína til þátttöku á þessum
námskeiöum.
STJÓRNUNARFÉLAG
ISLANDS IIKo23
fltofgtittirljiMfr
Metsölublad á hvetjum degi!
Dominova húsgögn
Með ótal mögu-
leikum má byggja
upp að eigin vild
Smíðuö úr massívri furu
meö hvítlökkuöum hliö-
um og baki. Þessi hús-
gögn eru jafnvönduö og
þau eru glæsileg. Verðiö
ótrúlega hagstætt. Hér á
vel viö aö segja: „Lengi
býr aö fyrstu gerð“.
. . .
TlMABÆR