Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 Kraftarnir dugöu þeim Jóni Páli Sigmarssyni og Skúla Óskarssyni skammt í hjólastólunum. Hér er allt komiö í hnút við erfiðustu þrautina, stutta brekku. Sigþrúöur Pilsdóttir rennir sér milli hliöa. Með lipurð nældi hún í annað sæti. Formaður fþróttafélags fatlaðra, Arnór Pétursson, þeysir hér framúr Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra, sem á í erfiðleikum með að halda jafnvægi. ✓ 99 Mikið þegar fullhraustir menn eiga í erfíðleikum í hjólastól" — sagði sigurvegari hjólastólarallsins, Jón Ragnarsson „ÉG ÁTTAÐI mig á því eftir keppn- ina hvað gera þarf rosalegt átak í málefnum fatlaðra. Þegar fullhraustir menn eiga í miklum erfiðleikum meö að komast um hindranir, sem eru síð- ur en svo ýktar miðað við hvað fatlað- ir burfa að fást við dag hvern, þá er eitthvað mikið að,“ sagði rallkappinn kunni Jón Ragnarsson, eftir að hafa unnið í hjólastólaralli Sjálfsbjargar í Laugardalshöll á sunnudaginn. Þátttakendur voru 30 talsins, fatlaðir, þingmenn, rallkappar, íþróttamenn og voru allir reiðu- búnir að leggja hönd á plóginn til aö veita málefnum fatlaðra lið. Hin ýmsu fyrirtæki höfðu styrkt keppnina, sem fór þannig fram að áttalöguð akstursbraut var lögð um fjalir Laugardalshallar með ýmis- konar hindrunum sem áttu að Morgunblaðid/Gunnlaugur Rögnvaldsson Jón Ragnarsson og Guðný Guðnadóttir áttu í harðri keppni í úrslitum og fylgdust að þar til Jón seig framúr á lokasprettinum. Jón sigraði en Guðný féll niður í fjórða sætið vegna þess að hún sleppti hiuta úr einni þraut og fékk aukatíma í refsingu. „Síðan tökum við krappa hægri beygju ...“ Þingmenn- irnir Svavar Gestsson, Arni Johnsen, Friðrik Sophusson og Kristín Kvaran spá í bestu akstursleiðina. Ferming fiamundan? Falleg fermingarvara í miklu úrvali Fyrir fermingarbörnin: Fyrir fermingarveisluna: Vasaklútar.kr. 81.- Úrval af servíettum .... kr. 81.- Slæður.kr. 129.- Kökustyttur kr. 75.- Nethanskar .kr. 195.- Fermingarkerti 3 gerðir . kr. 79.- Hárkambar..kr. 95.- kr. 109.- Blóm í hár.kr. 16.- kr. 345.- Hanskar....kr. 75.- Kertastjakar kr. 65.- kr. 110.- Áletrum servíettur og sálmabækur. Ilókabúð N.MÁLS & MENNINGAR. LAUGAVEGI 18-101 REYKJAVÍK SÍMAR: 24240-24242 svipa til þess, sem hjólstólanotend- ur þurfa að glíma við í daglegu lífi. Sex keppendur óku saman í hverri umferð áður en kom að úrslitum og þeir sem fljótastir að fara hringinn án skakkafalla kepptu til úrslita. Það reyndist enginn leikur fyrir keppendur að komast sumar hindr- anirnar, þrátt fyrir áköf hvatn- ingaróp fjölmargra áhorfenda. Þrátt fyrir kraftana átti t.d. „sterkasti maður heims", Jón Páll Sigmarsson, í miklum erfiðleikum með að komast upp stutta brekku á sínum hjólastól og svo var um fleiri fílhrausta kappa. „Ég lærði það að maður verður að hafa góða stjórn á líkamanum í hjólastól, kraftarnir duga skammt,“ sagði Jón Páll. Tólf þingmenn kepptu og þeirra fljót- astur um brautina var Þorsteinn Pálsson. „Þetta var óskaplega skemmtileg keppni. En öllu gamni fylgir alvara. Maður gerir sér betur grein fyrir erfiðleikum þeirra sem bundnir eru við notkun hjólastóla," ;ði Þorsteinn. æsispennandi úrslitakeppni rallsins varð Jón Ragnarssonar hlutskarpastur, Sigþrúður Páls- „Gerir sér betur grein fyrir erfiðleik- um þeirra sem bundnir eru notkun hjólastóls." Þorsteinn Pálsson stóð sig vel og náði þriðja sæti. dóttir önnur, Þorsteinn Pálsson í þriðja sæti. Fjórða varð Guðný Guðnadóttir, síðan komu Jónas Tryggvason og Friðrik Sophusson. Besta tíma dagsins í brautinni náði Birgir Isleifsson, en hann komst þó ekki í lokaúrslitin. Hlustunarskilyrði hljóðvarps: Mjög slæm austan Mýrdalssands Siggeir Björnsson Siggeir Björnsson (S) bar nýlega fram fyrir- spurn til menntamála- ráðherra um hlustunarskil- yrði hljóð- varps austan Mýrdals- sands, sem verið hafi óþolandi slæm um langt skeið. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, sagði m.a. í svari sínu: „Hlustunarskilyrði fyrir hljóð- varp austan Mýrdalssands í Vestur-Skaftafellssýslu eru þannig að langbylgjumóttaka er mikið til ónothæf á svæðinu vegna truflana frá erlendum stöðvum, en sending á hljóð- varpsrás 1 er frá FM-stöð á Há- felli. Hún næst víðast hvar með viðeigandi loftnetabúnaði, en styrkur er ekki alls staðar nægj- anlegur fyrir ferðatæki. Ríkisútvarpið hefur farið þess á leit við Póst- og símamálastofn- un að hið fyrsta verði gerðar sviðsstyrksmælingar á svæðinu. Síðan verði metið út frá þeim hvaða ráðstafanir þurfi að gera til að bæta hlustunarskilyrði. Þetta segir í bréfi frá útvarps- stjóra, Markúsi Erni Antonssyni, frá 11. febrúar 1985, eða í gær. Eftir að umsögn, sem þetta svar útvarpsstjóra er byggt á, barst útvarpinu var sent þaðan bréf til Pósts og síma, þar sem þess er farið á leit við stofnunina að sviðsstyrksrannsóknum á þessu svæði verði hraðað svo sem verða má. Ætlunin er að þetta verði nákvæmar rannsóknir á sviðsstyrk einstakra senda. Þegar niðurstöður þessara rannsókna liggja fyrir ætti að vera ljóst hvað mörgum sendum þarf að bæta við dreifikerfið svo viðun- andi hlustunarskilyrði náist. Ekki á að verða nein töf á því að sendar verði settir upp þegar niðurstöður rannsóknanna liggja fyrir þar sem von er á sendum hingað til lands sem nota mætti á þessu svæði. Þessir sendar koma til landsins næsta sumar og ákvörðun um nýtingu þeirra mun tekin í beinu framhaldi af niður- stöðu rannsóknarinnar. Núna er verið að huga að dreifikerfi fyrir rás 2 á þessu svæði. Þegar sendar fyrir rás 2 verða settir upp mun loftnetum verða breytt þannig að styrkur rásar 1 mun aukast verulega. Jafnframt mun ætlunin vera sú, eins og áður sagði, að setja upp nýja senda bæði fyrir rás 1 og 2 þannig að með auknum styrk á útsendingum ætti að draga veru- lega úr senditruflunum einstakra útvarpsstöðva, en eins og fram kemur í bréfi útvarpsstjóra er langbylgjumóttakan mikið til ónothæf á þessu svæði vegna truflana frá erlendum stöðvum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.