Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 Kraftarnir dugöu þeim Jóni Páli Sigmarssyni og Skúla Óskarssyni skammt í hjólastólunum. Hér er allt komiö í hnút við erfiðustu þrautina, stutta brekku. Sigþrúöur Pilsdóttir rennir sér milli hliöa. Með lipurð nældi hún í annað sæti. Formaður fþróttafélags fatlaðra, Arnór Pétursson, þeysir hér framúr Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra, sem á í erfiðleikum með að halda jafnvægi. ✓ 99 Mikið þegar fullhraustir menn eiga í erfíðleikum í hjólastól" — sagði sigurvegari hjólastólarallsins, Jón Ragnarsson „ÉG ÁTTAÐI mig á því eftir keppn- ina hvað gera þarf rosalegt átak í málefnum fatlaðra. Þegar fullhraustir menn eiga í miklum erfiðleikum meö að komast um hindranir, sem eru síð- ur en svo ýktar miðað við hvað fatlað- ir burfa að fást við dag hvern, þá er eitthvað mikið að,“ sagði rallkappinn kunni Jón Ragnarsson, eftir að hafa unnið í hjólastólaralli Sjálfsbjargar í Laugardalshöll á sunnudaginn. Þátttakendur voru 30 talsins, fatlaðir, þingmenn, rallkappar, íþróttamenn og voru allir reiðu- búnir að leggja hönd á plóginn til aö veita málefnum fatlaðra lið. Hin ýmsu fyrirtæki höfðu styrkt keppnina, sem fór þannig fram að áttalöguð akstursbraut var lögð um fjalir Laugardalshallar með ýmis- konar hindrunum sem áttu að Morgunblaðid/Gunnlaugur Rögnvaldsson Jón Ragnarsson og Guðný Guðnadóttir áttu í harðri keppni í úrslitum og fylgdust að þar til Jón seig framúr á lokasprettinum. Jón sigraði en Guðný féll niður í fjórða sætið vegna þess að hún sleppti hiuta úr einni þraut og fékk aukatíma í refsingu. „Síðan tökum við krappa hægri beygju ...“ Þingmenn- irnir Svavar Gestsson, Arni Johnsen, Friðrik Sophusson og Kristín Kvaran spá í bestu akstursleiðina. Ferming fiamundan? Falleg fermingarvara í miklu úrvali Fyrir fermingarbörnin: Fyrir fermingarveisluna: Vasaklútar.kr. 81.- Úrval af servíettum .... kr. 81.- Slæður.kr. 129.- Kökustyttur kr. 75.- Nethanskar .kr. 195.- Fermingarkerti 3 gerðir . kr. 79.- Hárkambar..kr. 95.- kr. 109.- Blóm í hár.kr. 16.- kr. 345.- Hanskar....kr. 75.- Kertastjakar kr. 65.- kr. 110.- Áletrum servíettur og sálmabækur. Ilókabúð N.MÁLS & MENNINGAR. LAUGAVEGI 18-101 REYKJAVÍK SÍMAR: 24240-24242 svipa til þess, sem hjólstólanotend- ur þurfa að glíma við í daglegu lífi. Sex keppendur óku saman í hverri umferð áður en kom að úrslitum og þeir sem fljótastir að fara hringinn án skakkafalla kepptu til úrslita. Það reyndist enginn leikur fyrir keppendur að komast sumar hindr- anirnar, þrátt fyrir áköf hvatn- ingaróp fjölmargra áhorfenda. Þrátt fyrir kraftana átti t.d. „sterkasti maður heims", Jón Páll Sigmarsson, í miklum erfiðleikum með að komast upp stutta brekku á sínum hjólastól og svo var um fleiri fílhrausta kappa. „Ég lærði það að maður verður að hafa góða stjórn á líkamanum í hjólastól, kraftarnir duga skammt,“ sagði Jón Páll. Tólf þingmenn kepptu og þeirra fljót- astur um brautina var Þorsteinn Pálsson. „Þetta var óskaplega skemmtileg keppni. En öllu gamni fylgir alvara. Maður gerir sér betur grein fyrir erfiðleikum þeirra sem bundnir eru við notkun hjólastóla," ;ði Þorsteinn. æsispennandi úrslitakeppni rallsins varð Jón Ragnarssonar hlutskarpastur, Sigþrúður Páls- „Gerir sér betur grein fyrir erfiðleik- um þeirra sem bundnir eru notkun hjólastóls." Þorsteinn Pálsson stóð sig vel og náði þriðja sæti. dóttir önnur, Þorsteinn Pálsson í þriðja sæti. Fjórða varð Guðný Guðnadóttir, síðan komu Jónas Tryggvason og Friðrik Sophusson. Besta tíma dagsins í brautinni náði Birgir Isleifsson, en hann komst þó ekki í lokaúrslitin. Hlustunarskilyrði hljóðvarps: Mjög slæm austan Mýrdalssands Siggeir Björnsson Siggeir Björnsson (S) bar nýlega fram fyrir- spurn til menntamála- ráðherra um hlustunarskil- yrði hljóð- varps austan Mýrdals- sands, sem verið hafi óþolandi slæm um langt skeið. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, sagði m.a. í svari sínu: „Hlustunarskilyrði fyrir hljóð- varp austan Mýrdalssands í Vestur-Skaftafellssýslu eru þannig að langbylgjumóttaka er mikið til ónothæf á svæðinu vegna truflana frá erlendum stöðvum, en sending á hljóð- varpsrás 1 er frá FM-stöð á Há- felli. Hún næst víðast hvar með viðeigandi loftnetabúnaði, en styrkur er ekki alls staðar nægj- anlegur fyrir ferðatæki. Ríkisútvarpið hefur farið þess á leit við Póst- og símamálastofn- un að hið fyrsta verði gerðar sviðsstyrksmælingar á svæðinu. Síðan verði metið út frá þeim hvaða ráðstafanir þurfi að gera til að bæta hlustunarskilyrði. Þetta segir í bréfi frá útvarps- stjóra, Markúsi Erni Antonssyni, frá 11. febrúar 1985, eða í gær. Eftir að umsögn, sem þetta svar útvarpsstjóra er byggt á, barst útvarpinu var sent þaðan bréf til Pósts og síma, þar sem þess er farið á leit við stofnunina að sviðsstyrksrannsóknum á þessu svæði verði hraðað svo sem verða má. Ætlunin er að þetta verði nákvæmar rannsóknir á sviðsstyrk einstakra senda. Þegar niðurstöður þessara rannsókna liggja fyrir ætti að vera ljóst hvað mörgum sendum þarf að bæta við dreifikerfið svo viðun- andi hlustunarskilyrði náist. Ekki á að verða nein töf á því að sendar verði settir upp þegar niðurstöður rannsóknanna liggja fyrir þar sem von er á sendum hingað til lands sem nota mætti á þessu svæði. Þessir sendar koma til landsins næsta sumar og ákvörðun um nýtingu þeirra mun tekin í beinu framhaldi af niður- stöðu rannsóknarinnar. Núna er verið að huga að dreifikerfi fyrir rás 2 á þessu svæði. Þegar sendar fyrir rás 2 verða settir upp mun loftnetum verða breytt þannig að styrkur rásar 1 mun aukast verulega. Jafnframt mun ætlunin vera sú, eins og áður sagði, að setja upp nýja senda bæði fyrir rás 1 og 2 þannig að með auknum styrk á útsendingum ætti að draga veru- lega úr senditruflunum einstakra útvarpsstöðva, en eins og fram kemur í bréfi útvarpsstjóra er langbylgjumóttakan mikið til ónothæf á þessu svæði vegna truflana frá erlendum stöðvum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.