Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 47 Albert kvaddur — eftir Egil Sigurðsson Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra virðist ekki við eina fjöl- ina felldur í pólitíkinni. Hann hef- ir stundum komið skemmtilega á óvart þegar yfirlýsingar hans frá degi til dags stangast á, en hann gerði það ekki við síðustu kúvend- ingu sína í orðaskiptum við Eyjólf Konráð Jónsson á Alþingi. Sú kú- vending olli vonbrigðum og hneykslun meðal kunningja hans og þeirra, sem enn trúðu á hann. Albert hefir síður en svo farið leynt með það, að hann stæði gegn útþenslu Seðlabankans og vafa- sömum vinnubrögðum seðla- bankastjórans. Albert lét óspart í veðri vaka, m.a. í viðtali við undir- ritaðan, að seðlabankahöllin við Arnarhól væri eign íslenzka ríkis- ins, en ekki seðlabankastjórans. Hann lét menn trúa því, að hann væri manna líklegastur til að standa gegn stofnanavaldi. Sagt var að hann hefði sjálfur átt í ein- hverjum útistöðum við Seðla- bankann þegar hann var í banka- ráði Útvegsbankans. Honum þótti bindiskyldan, sem festi yfir 30% af innistæðum viðskiptabank- anna, með öllu óhæfileg. Keyrði úr hófi fram er viðskiptabankarnir sjálfir þurftu að taka lán hjá Seðlabankanum með okurvöxtum og refsivöxtum til þess að geta ha- ldið sér gangandi. Nú bregður svo undarlega við að Albert „stekkur upp á borð og stóla" í þingsölum til að mótmæla frumvarpi Eyjólfs Konráðs, sem einmitt gekk út á það að lækka bindiskylduna og taka seðla- bankahöllina til skynsamlegra nota. Ósamkvæmnin er slík, að ekki er hægt að taka hann alvar- lega. Kannski er hann þó sjálfum sér samkvæmur. Þeir sem láta sér annt um heil- brigt fjármálalíf mega ekki missa móðinn þótt kappinn sé „úr leik“. Nú er tími til kominn að Alþingi taki málin í sínar hendur. Ég leyfi mér að skora á háttvirt Alþingi að láta þingnefnd rannsaka málefni Seðlabankans, þeirrar umdeildu stofnunar, sér í lagi lán bankans „út um bakdyrnar", sem ég fæ ekki betur séð en sé ólöglegt. Vísa ég þar til nýlegrar greinar í Helg- arpóstinum, þar sem Seðlabank- inn er sagöur hafa lánað öðrum banka til að lána NT. Eru til mörg dæmi um slík viðskipti? Egill Sigurðsson stsrísr vid endur- skodun. Pennavinir Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á tennis og safnar póstkort- um: Mie Mizutani, 2024 Oyama Tado-cho, Kuwana-gun Mie-ken, 511-01 Japan. Ellefu ára sænsk stúlka, sem fékk það verkefni ásamt nokkrum bekkjarsystkinum sínum að skrifa ritgerð um ísland í skóla sínum, óskar eftir pennavinum. Hefur áhuga á íþróttum, tónlist, dansi, dýrum o.fl.: Maria Holmgren, Agatan 6c, 81400 Skutskár, Sverige. Þrítugur einhleypur piltur í Kan- ada vill skrifast á'við 21—30 ára íslenzkar stúlkur. íþróttir og úti- vera meðal áhugamála: Norm Richards, General Delivery, Trail, British Columbia, Canada. Skodun okkar erdnfoU: Við teljum að hemlakerfi bifreiðar eigi ávallt að vera í lagi, ekki aðeins þegar kemur að hinni árlegu skoðun. Við erum sérfræðingar í þjónustu og viðhaldi allskyns hemlakerfa, með aldarfjórðungs reynslu að baki. Við bjóðum original hemlahluti í allar tegundir bifreiða á ótrúlega lágu verði. Pjónusta fagmanna tryggir öryggi þitt. Sén/erslun með hemlahluti OlStilling HREINAR UNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.