Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 47 Albert kvaddur — eftir Egil Sigurðsson Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra virðist ekki við eina fjöl- ina felldur í pólitíkinni. Hann hef- ir stundum komið skemmtilega á óvart þegar yfirlýsingar hans frá degi til dags stangast á, en hann gerði það ekki við síðustu kúvend- ingu sína í orðaskiptum við Eyjólf Konráð Jónsson á Alþingi. Sú kú- vending olli vonbrigðum og hneykslun meðal kunningja hans og þeirra, sem enn trúðu á hann. Albert hefir síður en svo farið leynt með það, að hann stæði gegn útþenslu Seðlabankans og vafa- sömum vinnubrögðum seðla- bankastjórans. Albert lét óspart í veðri vaka, m.a. í viðtali við undir- ritaðan, að seðlabankahöllin við Arnarhól væri eign íslenzka ríkis- ins, en ekki seðlabankastjórans. Hann lét menn trúa því, að hann væri manna líklegastur til að standa gegn stofnanavaldi. Sagt var að hann hefði sjálfur átt í ein- hverjum útistöðum við Seðla- bankann þegar hann var í banka- ráði Útvegsbankans. Honum þótti bindiskyldan, sem festi yfir 30% af innistæðum viðskiptabank- anna, með öllu óhæfileg. Keyrði úr hófi fram er viðskiptabankarnir sjálfir þurftu að taka lán hjá Seðlabankanum með okurvöxtum og refsivöxtum til þess að geta ha- ldið sér gangandi. Nú bregður svo undarlega við að Albert „stekkur upp á borð og stóla" í þingsölum til að mótmæla frumvarpi Eyjólfs Konráðs, sem einmitt gekk út á það að lækka bindiskylduna og taka seðla- bankahöllina til skynsamlegra nota. Ósamkvæmnin er slík, að ekki er hægt að taka hann alvar- lega. Kannski er hann þó sjálfum sér samkvæmur. Þeir sem láta sér annt um heil- brigt fjármálalíf mega ekki missa móðinn þótt kappinn sé „úr leik“. Nú er tími til kominn að Alþingi taki málin í sínar hendur. Ég leyfi mér að skora á háttvirt Alþingi að láta þingnefnd rannsaka málefni Seðlabankans, þeirrar umdeildu stofnunar, sér í lagi lán bankans „út um bakdyrnar", sem ég fæ ekki betur séð en sé ólöglegt. Vísa ég þar til nýlegrar greinar í Helg- arpóstinum, þar sem Seðlabank- inn er sagöur hafa lánað öðrum banka til að lána NT. Eru til mörg dæmi um slík viðskipti? Egill Sigurðsson stsrísr vid endur- skodun. Pennavinir Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á tennis og safnar póstkort- um: Mie Mizutani, 2024 Oyama Tado-cho, Kuwana-gun Mie-ken, 511-01 Japan. Ellefu ára sænsk stúlka, sem fékk það verkefni ásamt nokkrum bekkjarsystkinum sínum að skrifa ritgerð um ísland í skóla sínum, óskar eftir pennavinum. Hefur áhuga á íþróttum, tónlist, dansi, dýrum o.fl.: Maria Holmgren, Agatan 6c, 81400 Skutskár, Sverige. Þrítugur einhleypur piltur í Kan- ada vill skrifast á'við 21—30 ára íslenzkar stúlkur. íþróttir og úti- vera meðal áhugamála: Norm Richards, General Delivery, Trail, British Columbia, Canada. Skodun okkar erdnfoU: Við teljum að hemlakerfi bifreiðar eigi ávallt að vera í lagi, ekki aðeins þegar kemur að hinni árlegu skoðun. Við erum sérfræðingar í þjónustu og viðhaldi allskyns hemlakerfa, með aldarfjórðungs reynslu að baki. Við bjóðum original hemlahluti í allar tegundir bifreiða á ótrúlega lágu verði. Pjónusta fagmanna tryggir öryggi þitt. Sén/erslun með hemlahluti OlStilling HREINAR UNUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.