Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985
49
Öldruðu fólki
boðið í „Nýjabæ“
Félagar úr JC Nes tóku sig til seinni partinn í janúar og buðu
öldruðum á Seltjarnarnesi í „Nýjabæ" á Nesinu. Fólkið var sótt
heim í bílum og er á staðinn kom var saga hússins sem er mjög gamalt,
rakin, spilað var bingó, kaffi drukkið og harmoníkuleikari kom og lék.
Fólkið kunni auðsjáanlega vel að meta framtak þeirra JC manna, það
söng, dansaði og lék við hvern sinn fingur.
Missti fót 12
ára en hljóp
endilöng
Bandaríkin
22 ára
Jeff Keith, 22 ára gamall, fékk
beinkrabba þegar hann var
aðeins 12 ára gamall. Lengi var
ekki útséð um líf hans, en til að
bjarga því, varð að nema af hon-
um hægri fótinn um mitt læri. Svo
var beðið milli vonar og ótta eftir
því hvort sjúkdómurinn gerði vart
við sig á ný. Nú þykir sýnt, að
komist hefur verið fyrir frekari
útbreiðslu krabbans, reyndar eru
þó nokkur ár síðan mestu áhyggj-
urnar hurfu eins og dögg fyrir
sólu. Jeff var alla tíð mikill
íþróttakappi, en eins og nærri má
geta gat hann lítið stundað slíkt
meðan og fyrst eftir að hann átti í
sjúkdómserfiðleikunum. Þegar frá
leið, fylltist hann miklum eldmóði
að taka upp þráðinn í íþróttunum
að nýju. Hann ákvað að æfa hlaup,
langhlaup og lét sig engu skipta þó
hann gengi við gervifót.
þeir komu til Tókýó fyrir
nokkrum dögum til að
æra ungar japanskar
stúlkur á hljómleikum.
Þeir bjuggust við þessu
„venjulega mannhafi" í
móttökunni, hundruð
stúlkna brjótandi sér leið
fram hjá öryggisvörðum
til að snerta goðin. En það
var eitthvað annað, enda
Japanir ólíkir öðru fólki
að mörgu leyti. Það voru
innan við 40 áhugasamar
hnátur á flugvellinum og
engar á hótelinu. Þeir
munu hafa orðið nokkuð
slegnir vegna þessa og
íhugað hvort vinsældirnar
væru að byrja að dvína.
Það sannaðist hins vegar
strax á fyrstu hljómleik-
unum, að svo var ekki, það
var húsfyllir og troðfullt á
öllum söngskemmtunum
þeirra kappa í Japan ...
Og hvílíkt langhlaup. Keith lét
ekki við það sitja að taka þátt í
einhverju borgarmaraþonhlaup-
inu. Nei, hann ákvað að sýna það
með áþreifanlegri hætti, að hann
væri ekki fatlaður frekar en næsti
maður. Þvert yfir Bandaríkin,
5.300 kílómetra, það og ekkert
minna myndi duga og svo var lagt
af stað. „Ég gerði þetta fyrir alla
þá sem lent hafa í einhverju sem
valdið hefur því að þeir hafa misst
útlimi. Ég vildi sýna heiminum að
við erum ekki óduglegri en næsti
maður," sagði Keith eftir að hafa
komið „í mark“ í Boston fyrir
fáum dögum. Einn hinna fyrstu til
að óska honum til hamingju með
árangurinn var Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti, sem sagðist
sjaldan hafa orðið vitni að öðru
eins hugrekki.
COSPER
>, aaa _
COSPER
Erfíngjar ykkar hafa sýnilega mikinn áhuga á úrslitunum.
n 15 80
Allir með Steindóri!
jeuqjpuds jjpjæjs jb||v
= HÉÐINN =
SEUAVEGI 2. SIMI »260
■mars 1985
Metsölubækur á ensku
OEat To Win
Signet Kr. 369
Dr. Robort Hsas
The Journeyer
Avon Kr. 406.
Gary Janninga
QWired
Pocket Kr.369
Bob Woodwsrd
Go For It
Dell Kr. 324
Dr. Irana Kaaaoria
Almost Paradise
Ballantine Kr. 406
Susan Isaacs
10
11
12
Descent From Xanadu
Pocket Kr. 369
Harold Robbina
13
Dream West
Signet Kr. 369
David Navin
14
The Berlin Game
Ballantine Kr. 369
Lon Deighton
15
Savage Conquest
Zebra Kr. 307
Janolla Taylor
Bloodstorm
Pinnacle Kr. 287
Matt Braun
Mayor
Warner Kr. 324
Mayor Ed Koch
Night Sky
Warner Kr. 369
Clare Francia
Dune
Berkley Kr. 324
Frank Herbert
Crewel Lye
Del Ray Kr. 287
Piera Anthony
Come Love A Stranger
Avon Kr. 734
Katharina Woodiwiaa
Einnig allar bækur á „New York Timea" metsölulistanum. Koma í flugi
beint úr prentun. Allar íalenakar bækur, (þar á meöal) handbækur, mat-
reiðslubækur, feröabækur, oröabækur o.fl. Yfir 100 titlar af amerískum
tímaritum, ásamt þýskum blööum aö ógleymdum dönsku blööunum á
hverjum mánudegi.
Aörir útsölustaóir:
Amerísk tímarit
mars og apríl
fiðftA
HUSIO
LAUGAVEGI 178, Slmi6M-7SO.
(NÆSTA HUS VID SJONVARPIÐ) I
Draifing: Þorsleinn Johnaon hf.
Penninn, Hallarmúla.
Penninn, Hatnaratraati.
Hagkaup, Skeifunni.
Mikligaröur viö Sund.
iaatold. Aualuratræti.
Bökabúö Keflavíkur.
Griffill, Síöumúla 36.
EmMa. Völvufelli.
Úlfaratall. Hagamel 67.
Flugbarinn, Raykjavikurflugvaili.
Bókabúö Jönaaar, Akureyri.
K.Á., bökabúö, Saltoaai.
Bökbaar, Hatnartiröi.
Bökhlaöan. GUesibee.
Snarra, Moatellaavait.
Grima, Garöabaa.
Bökabúö Breiöhoita, Arnarbakka 2.
Bókaakemman. Akraneai.
Br Kort — Pappírsvörur — Ritföng