Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 „Meira — meira — meira“ Sé hlustað eftir óskum fólks og litið yfir land og borg verður yfirskrift þessarar greinar „við gluggann" eins og bergmál alls staðar. Kröfur eru gerðar allt frá hin- um lægst launuðu til hinna hæstu í þrepum eða turnum magns og mennta. Minnst er á neyð meðal margra, þótt vart finnist skort- ur, nema þar sem efnislegt og andlegt eitur hefur náð öllum völdum á vegi einstaklingsins. Við, þetta svonefnda eldra fólk, sem höfum lifað tíma tveggja heimsstyrjalda og til viðbótar bæði örbirgð og at- vinnuleysi, erum oft undrandi yfir öllum kröfum og engum þökkum hinnar háskólamennt- uðu kynslóðar nútímans á okkar ágæta landi. Satt að segja höfum við um áratugi bókstaflega lifað guð- spjallið um mettun þúsundanna í auðninni forðum. Það varð enn kveikjan að þessum hugleiðing- um mínum, þegar það kvaddi sér hljóðs í kirkjum á föstunni. Sannarlega er það orðum ofar, hve íslenzkt þjóð nýtur nú og hefur notið lengi mikillar hag- sældar. En aldrei skyldi samt gleymast áminning Meistarans að veizlunni lokinni: Takið saman leifarnar, sem afgangs eru, svo að ekkert fari til ónýtis." Það hefði nú líklega verið rök- rænna að hugsun þeirra, sem taka söguna bókstaflega um „mat af hirnni" handa fimm þús- undum, að Jesús hefði sagt og þeir hugsað á þessa leið: „Uss, verið ekki að hugsa um þessa mola og fisktætlur. Ég bý til nógan mat úr skýjum, grasi og grjóti næst þegar okkur van- hagar um veizluföng." Nei, mannvinurinn miklu frá Nazaret hélt sig alltaf við veru- leikann, að ekki sé sagt hvers- dagsleikann á lífsbraut sam- ferðafólks og mannkyns alls, þótt hann notaði táknrænar myndir til að greipa hugsjónir sínar í vitund og hjörtu vina sinna. Þess vegna eru kenningar hans kröftugar og lifandi um all- ar aldir, meðal allra þjóða, sem njóta þeirra. Væri því ekki full ástæða til að hyggja að þessari áminningu einmitt nú á þessum tímum alls- nægtadjúpsins og offramleiðsl- unnar i stað þess að hrópa „meira, meira, meira“, allt frá skipum úti á hafi til háskóla í landi? Svo mikils virði, sem verkföll gátu verið í neyð, geta þau orðið gagnslaus og ógeðsleg í verð- þensluvanda nútímasamfélags- ins, þar sem allir ættu að þakka allt, sem unnist hefur á þessari öld. Gleyminn hlýtur þessi gáfaða þjóð að vera á staðreyndir sinn- ar eigin lífsreynslu, þar eð ekki eru liðin fimm ár síðan allmarg- ir, já, flestir voru milljónamær- ingar í landinu. Allt var blekk- ing og skrípaleikur. Eyririnn gerður að krónu eða öfugt. Allt gull horfið og að engu gert og við gluggann eftirsr. Árelíus Nielsson núllin farin að ræna sálirnar sannleiksást og manngildi. Væri því ekki rétt að nema staðar og líta fyrst í eigin barm og hætta að hrópa „meira" I skugga öf- undar og græðgi? Gera fyrst og fremst kröfu á eigin hag og hönd og heimta sem minnst af öðrum. Þar er enn hægt að vitna í heilög fræði, sem minna á helgustu dyggð íslensku þjóðarinnar um aldir örbirgðar: „Gleymum ekki gestrisninni. Á hennar vegum hafa margir óafvitandi hýst engla." Og þó ekki síður: „Takið eftir hvernig fyrir yður fer. Þér sáið miklu, en safnið litlu. Etið en verðið aldrei sadd- ir, drekkið, en þyrstir sífellt meira, klæðist en er þó aldrei hlýtt og launin leggið þér í botnlausa pyngju." Það er vandi að vera ríkur, svo að gnægðin geri ekki góðan dreng að álfi eða apa. Sumir missa auð sinn bókstaflega í greipar þjófa og svikara. Það er vont. Annað getur verið enn verra. Þar má nefna veizlur með svign- andi borð handa söddu fólki, svo heilar þjóðir glata lífskrafti sín- um í offitu, sem skapar heilsu- leysi og feigð fyrir tímann. Það mætti meira að segja minna á bifreiðir með mjúkum, djúpum sætum, sem ræna eig- endur sína orku og æsku löngu fyrir tímann og gera þá að makráðum vesalingum á bezta blómaskeiði. Svipað geta jafnvel hús og hallir, sem miða allt við óhóf og þægindi, verkað eigendum sínum til handa. Samt mætti segja, að þetta væru smámunir einir í saman- burði við ofdrykkju og eitur- neyzlu, þar sem óhóf og græðgi rænir aurum út um göt hinnar vönduðustu leðurpyngju. Og það sem vinnst er eyðing líkama og sálar, einkum hinna beztu, fallegustu og fíngerðustu, einkum kvenna, síðan þær fóru að apa eftir körlum alla helztu heimsku þeirra, ekki sízt reyk og drykk. Lungun, lifrin og hjartað, já, allt hið fíngerðasta, lífræn- asta og dýrmætasta í lífsmagni líkamans að heilanum, sjálfum bústað sálarinnar meðtöldum, allt fer þetta sömu leið og aur- arnir — týnist, glatast, óðar en varir. Hættum því hrópunum „meira, meira, meira", unz vel hefur tekizt að safna saman leif- um þeirra allsnægta, sem við höfum til að byggja fegri heim, heilsusamlegt mannlíf, án óhófs og græðgi. Hyggið að gjöfum til Eþíópíu. Þar er fyrirmyndin. Burt með eiturneyzluna og allt, sem af henni leiðir, svik, þjófnað, innbrot og árásir. Þar verður að „stemma á að ósi“. Þeir, sem hafa sýnt sig sem afbrotamenn á vegum eiturs verða að teljast sjúklingar undir ströngu eftirliti á þar til gerðum stofnunum. Þar þarf enga sérstaka refsi- dóma, heldur algjört eftirlit, auðvitað með prófum eða prófun á sjálfstjórn. Það verður að gæta þeirra sem óvita eða smitsjúklinga, unz þeir og þær — því þarna eru konur einnig á ferð — geta sannað manngildi sitt til starfs og lífs í samfélaginu að nýju. Fíknilyfin og þau áfbrot, sem þau hafa í för með sér, eru nú að verða ægilegasta bölið á vegum auðugra þjóða, næst sjálfri atómsprengjunni og vopnakapp- hlaupinu. Þar eru hrópin: „Meira, meira, meira" að verða hin óvissa dauð- ans leið. Þar verður að vernda íslenzka æsku. Hún er nú ennþá i allri sinni fæð hreinasta gull manngiidis og drengskapar í víðri veröld. Megi svo æ verða um ald- ir. Rvík, 28. febr. 1985. Axel Thorsteins- son — Minningarorð Fæddur 5. mars 1895 Dáinn 3. desember 1984 Nú í tilefni þess að 90 ár eru liðin frá fæðingu Axels Thor- steinssonar vil ég minnast hans t fáeinum orðum. Hann fæddist 5. mars 1895 í Reykjavík og var son- ur hjónanna Birgittu Guðríðar Eiríksdóttur og Steingríms Thorsteinssonar skálds. Þau áttu saman sex börn og var Axel yngst- ur þeirra. Var snemma ætlun Áx- els „að íslensk sveit skyldi verða vettvangur ævistarfsins“ eins og hann sjálfur komst að orði og um tvítugsaldur lauk hann búfræði- námi frá bændaskólanum á Hvar.neyri í Borgarfirði. En það fór á annan veg og starfaði hann lengstum við frétta- og blaða- Fædd 1. ágúst 1902 Dáin 25. febrúar 1985 Frænka mín, Ágústa Þórðar- dóttir frá Súgandafirði, er látin, hún lést á Hrafnistu þann 25. febrúar sl. Það eru svo ótal margar minn- ingar sem leita á hugann þegar ég minnist Gústu, eins og hún var alltaf kölluð. Hún fæddist í Súg- andafirði 1. ágúst 1902, var næst- elst sex barna sæmdarhjónanna Sigríðar Einarsdóttur og Þórðar Þórðarsonar hreppstjóra og sím- stjóra um árabil. Hún ólst upp í föðurhúsum og vann alla vinnu, sem til féll, var dugleg og hraust að hverju sem hún gekk. Hún gift- ist Gísla Maríassyni frá Súganda- firði þann 20. september 1924 og eignuðust þau fjögur börn. Hans- ínu, gifta Niels Guðmundssyni, búsett á ísafirði, Þórð Ástvin, lést ungur, Hrein, giftist Ásbjörgu fvarsdóttur, þau skildu, og Herdísi mennsku hjá Vísi, Morgunblaðinu og útvarpinu. Var hann einn af frumkvöðlum á því sviði hérlendis og vann það starf vel. Axel var eins og faðir hans skáld gott og samdi hann margar sögurnar og ljóðin, einnig fékkst hann mikið við þýðingar og gaf út tímaritið Rökkur sem innihélt Ijóð hans og sögur, bæði frumsamdar og þýdd- ar. En sérstaklega vil ég þó hér minnast Axels sem góðs vinar míns og minnar fjölskyldu, vinar sem hélt við okkur tryggð og reyndist okkur alltaf vel þau tæpu tuttugu ár sem við þekktumst. Sem eitt dæmi af mörgum um tryggð hans og hlýhug fannst mér vera það hversu annt hann lét sér um velferð mína þegar ég fyrir ári Guðrúnu. Hjónaband þeirra Gústu og Gísla var mjög gott, þau voru einstaklega samhent og mikl- ir vinir. Það var þung raun fyrir þau, þegar Þórður sonur þeirra lést, aðeins 18 ára gamall, mikill efnispiltur, hafði þá nýlokið prófi frá Núpsskóla. Ég held, að sú sorg hafi markað djúp spor í sálarlíf hennar. Gústa var einstaklega félags- lynd og glaðsinna kona, hafði gaman af að skarta íslenska bún- ingnum og vera vel klædd. Hún tók virkan þátt í starfi kirkjukórs- ins og var dugleg félagskona í kvenfélaginu Ársól, þar sem hún var í stjórn um árabil. Hún var ætíð reiðubúin að baka ef halda átti kaffisölu eða réttarkaffi, og voru vel þekktar „Gústukleinurn- ar“. Hún var ákaflega gjafmild og rausnarleg heim að sækja, hafði gaman af að hekla og prjóna og mörgum hosum og vettlingum var laumað í litla lófa. Ég á margar lá á fæðingardeild Landspítalans og var að fæða mitt fyrsta barn. Þá var honum farið að hraka heilsan, en ekki var hann þó að telja það eftir sér að líta inn til mín, huga að líðan minni og skoða litla strákinn minn, og svo aftur um vorið eftir að ég var komin heim, en það var þá í síðasta skiptið sem við hittumst. Axel var hæglátur maður og friðsamur, gætinn í orði og hallaði aldrei á nokkurn mann. Gott var að fara í heimsókn til hans á Flókagötuna, þar leið manni vel og var gaman að heyra hann segja frá, hvort sem það var úr sögunum hans eða frá liðnum atburðum. Sjaldan fór ég þaðan burt án þess að hann gæfi mér bók eða bækur að skilnaði, bækur sem mér þykir vænt um að eiga og lesa. Áxel sagði mjög skemmtilega frá og bera sögur hans og ljóð þess vitni hve næmt auga hann hafði fyrir því sem fagurt er og gott, hvort sem um var að ræða eitthvað sem góðar minningar um þessa frænku mína, frá því ég var að alast upp í næsta húsi. Faðir minn og Gísli áttu saman tún og kartöflugarð, svo það varð hlutskipti okkar systkinanna að vinna mikið með þeim hjónum og voru þau alltaf reiðubúin að leiðbeina okkur. Gústa var mjög árrisul kona. Ef hún þurfti að vinna einhver stærri verk var hún oftast langt komin þegar aðrir voru að vakna. Hún var mikil vinkona móður minnar, vildi allt fyrir hana gera, skulu henni færðar alúðarþakkir fyrir það sem hún var henni. snart menn og dýr eða náttúru landsins. Að lokum vil ég þakka Axel kærlega fyrir hlýhug hans og vin- áttu með óskum um velfarnað í nýjum heimkynnum. Þykir mér vel við hæfi að hér sé birt eitt af Þau Gústa og Gísli fluttu til Reykjavíkur árið 1966 og keyptu íbúð á Leifsgötu 27. Með þeim flutti þá móðir Gústu, Sigríður, þá háöldruð, var hún á heimili þeirra meðan hún lifði og naut mikillar umhyggju þeirra. Þau bjuggu með Herdísi og Gísla syni hennar á Leifsgötunni, var sú sambúð til mikillar fyrirmyndar, því Dísa hugsaði einstaklega vel um for- eldra sína. Fyrir þremur árum fluttu þau á Hrafnistu, þar sem Dísa fylgdist með þeim af ástúð og umhyggju. Ég veit að hún varði mestu af frí- tíma sínum til að vera með þeim og gleðja þau. Mig langar til að færa Gústu sérstakar þakkir frá Þórði, syni mínum, sem hún fylgdist svo vel með og gladdi á svo margan hátt. Góð kona er horfin yfir móðuna miklu, ég veit að heimkoman verð- ur góð. Við sendum Gísla og öllum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu góðrar konu. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Stína ljóðum hans sem hann orti ungur og ber nafnið „Bæn“. Finnst mér ljóðið sýna þá ósk hjá Axel að hann hafi viljað láta sem best af sér leiða í lífinu, ósk sem varð að veruleika. Lífsins faðir, lát mig finna Ijóss þíns magn í sál og hjarta, finna hita handa þinna, hingað gegnum skugga svarta. Lát mig finna lífsins gleði Ijúfa og sanna í trú og verki; auktu von í veiku geði, vertu hjá mér, þú, hinn sterki. Lífsins herra! Lát mig deyða lágar hvatir sálar minnar, láttu trú í sál mér seiða sólskin, blíðu ástar þinnar. Gef mér kraft að kremja ið lága kross þíns sonar helgan við; gef mér styrk að steypa og fága stoðir lífs míns. Veit mér lið. Veit mér lið og ljóss þíns bjarma láttu signa hverja þrá, svo ég fái huggað harma hvers og eins, er sorgir þjá; svo eg bræðum mínum megi miidi þinni segja frá. Faðir! Þeim að vera á vegi varða lítil er mín þrá. A.Th. 1921. Hrefna Sigríður Bjartmannsdóttir Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Ágústa Þórðardóttir frá Súgandafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.