Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNl 1985 ^ 06 tCAJlUH*/ ÓSKRM: TÍM6UR-. ■ á 'A&Þ TVo PÚSUKV OA S£)C. -0 kvA%j» tiX tjL+*yhj2+t‘t>+. 'ýra. * borgfirzkra ætta og stórbrotinn að allri gerð. Hann hafði frumteikn- að og smíðað stærsta straum- breytinn sem þá var til í heimi hér og var stolt og prýði Ameríkana á heimssýningunni miklu í St. Louis 1904, þar sem Hjörtur hlaut gull- medalíu fyrir afrekið. Auk þess hlaut Hjörtur annað gull á sýn- ingunni í San Francisco 1915. Hann fékk staðfest yfir eitt hundrað einkaleyfa á uppfinning- um sínum hjá einkaleyfastofnun- inni í Washington DC. Þá var Hjörtur, þessi mikli lærimeistari Eiríks, sæmdur heiðursnafnbótum við ótal marga ameríska háskóla. Doktorsnafnbót hlaut Hjörtur við Háskóla Sslands 1930. Þó að Hjörtur biði Eiríki eignaraðild að iðjuveri sínu í Chicago eftir nokk- urra ára farsæla samleið og vin- áttu héldu Eiríki engin bönd vegna yfirþyrmandi heimþrár. Ef Eiríkur beit eitthvað í sig varð honum ekki haggað, eins og títt er um marga með ólseigt og áberandi fslendingseðli. Slík þrjóska og þrákelkni er ríkjandi í fari fleiri eyjaskeggja en íslendinga á norð- lægum slóðum. Rétt fyrir fyrra stríð gekk Ei- ríkur að eiga vestur-íslenzka af- bragðskonu frá North-Dakota í Bandaríkjunum. Hún Tiét Valgerð- ur Halldórsdóttir Ármann af Ás- garðsætt í Árnessýslu. Hún var sú björkin er fegurst bar limið og laufkrónu, sem hann unni mest og bezt, sannkölluð „Lady of the wood“. Hún lézt um áttrætt. Þrjár elztu dæturnar eru fæddar vestan hafs. Eiríkur hélt glaður og ánægður heim til gamla Fróns eft- ir margra ára útivist með unga eiginkonu og ungar dætur í lok fyrri heimsstyrjaldar þremur ár- um fyrir vígslu Rafveitunnar í Reykjavík. Það var frostaveturinn mikla 1918 þegar menn léku sér að því að fara á skautum inn með sundum og upp á Skaga. Aðkoman var ekki beinlínis hlýleg og aðlað- andi. Þá herjaði Spánska veikin með sama miskunnarleysi og Svarti dauði forðum. Því var heimkoman ófögur og ófýsileg fyrir mæðgurnar, sem litu nú draumalandið í fyrsta skipti. Aldrei æðraðist Valgerður, sem komin var af bjargálna dugnaðar- fólki þar vestra, og því viðbrigðin ærin. Líf sitt helgaði hún börnun- um og dætrum prýddum eigin- manni. I nógu var að stússa og snúast. Brátt urðu börnin átta talsins, sjö dætur í röð og einn sonur. Öll einstakt mannkosta- fólk, þar sem enga vanmetakind er að finna. Þau systkini öll hafa numið nytsöm og lifandi störf, mestmegnis erlendis. Þau eru þessi í aldursröð: Margrét píanó- leikari og kennari við Tónlistar- skólann í Reykjavík, ekkja Þórar- ins Björnssonar, skólameistara. Hlín garðyrkjukona, gift Karli Brand fulltrúa. Bergljót vefkona og kennari, gift Eiði Hermunds- syni trésmið. Unnur kaupkona, gift hæstvirtum undirrituðum. Þá er Bergþóra, matreiðslu- og fram- reiðslukona, gift Níelsi Svane bif- vélavirkja. Valgerður, gift Michael Warrener tæknifræðingi í Kent á Englandi. Auður kennari, gift Andrési Gunnarssyni rafvéla- virkja. Loks er Hjörtur ullariðn- fræðingur, forstjóri Iðnaðardeild- ar Sambandsins, kvæntur Þor- gerði Árnadóttur. Eiríkur var fæddur á Uppsölum í Svarfaðardal 1. júní 1885, sonur Hjartar bónda Guðmundssonar hreppstjóra Jónssonar í Syðri- Grenivík í Grímsey. Séra Jón Norðmann á Barði í Fljótum, sem sagður var laundóttursonur séra Jóns á Bægisá segir í Grímseyjar- lýsingu sinni, að heimili Guð- mundar föðurafa Eiríks hafi verið eitt helzta menningarsetrið á eyj- unni. Synir hans þáðu fílabeins- töfl af prófessor Willard Fiske, þeim ameríska Grímseyjaraðdá- anda og íslandsvini, fyrir tilþrif í þeirri göfugu mennt, skáklistinni. Ingvar bróðir Hjartar þótti slyng- astur skákmaður þeirra eyjar- skeggja. Kona Guðmundar hrepp- stjóra og föðuramma Eiríks var Ingibjörg Jónsdóttir Gunnarsson- ar í Brennisteinshúsinu á Húsa- vík, þaðan sem áður fyrr var flutt- ur út brennisteinn úr Námaskarði við Mývatn í „Svolstykker" og „Krudt“. Hjörtur faðir Eiríks ólst upp frá ungum aldri við utanverðan Eyja- fjörð undir miklum og hrikalegum fjöllum og gekk að eiga Ijósa og lokkaprúða svarfdælska heima- sætu, Margréti Eiríksdóttur á Uppsölum, Pálssonar í Pottagerði (Pyttagerði) í Skagafirði, Þor- steinssonar skálds á Reykjavöll- um, bróður Sveins læknis Pálsson- ar, sem fyrstur manna í heimi hér uppgötvaði hreyfing skriðjökla og •-'■yggði sér þar með ódauðlegt nafn í sköpunarsögu heimsins. Móðurætt Eiríks tengdaföður míns einkenndist af óbugandi og ódrepandi langlífi. Því hefur aldr- ei hvarflað að mér að ég yrði nema einkvæntur. Espolín segir frá ein- um forföður Eiríks, sem varð rúmlega hundrað ára og gekk að slætti síðasta sumarið sitt og sló þá stundum á hnjákollunum. Það er mikil blessun og ómældur styrkur værukærum og metnaðar- lausum listamanni að vera kvænt- ur konu af slíku elju- og seiglu- kyni. Móðuramma Eiríks, Margrét Gunnlaugsdóttir á Skugga- björgum í Skagafirði, varð níutíu og tveggja ára. Heimilisvinurinn, Bólu-Hjálmar, orti blessunarvísur um hana og það heimili og alla niðja Skuggabjargahjóna. Þar var Hjálmar alltaf aufúsugestur. Kvæðið heitir: „Gisting á Skugga- björgum 1849“ á bls 158 í Ljóð- mælum Bólu-Hjálmars nr. 1 út- gefnum í Reykjavík 1915—1919 af dóttursyni skáldsins, Hjálmari Lárussyni myndskera, undir um- sjá Dr. Jóns forna. Meðal annarra perla kvæðisins til heimasætunn- ar eru þessar: „Dóttir bónda dá- væn mér í dyrum mætti,/ vel mér gisting vífið játti,/ vissi hún hverju lofa mátti ... Heilsan verði húsi því frá hæða stilli,/ enginn sjáist auðnu galli,/ arfur sá til niðja falli.“ Móður Eiríks, Margréti Eiríks- dóttur frá Uppsölum, skorti nokkrar vikur i nírætt er hún dó hér syðra á heimili Malínar dóttur sinnar á Hafrafelli við Múlaveg. Margrét var góð kona og greind, ættfróð, glaðsinna og feitlagin. Hún reykti kritarpípu svo lítið bar á til hinzta dags: Reykjarpípuna faldi sú gamla á dömulega vísu undir pilsfaldinum. Eiríkur Páls- son faðir hennar og afi Eiríks Hjartarsonar var skáldmæltur skemmtimaður eins og margir Skagfirðingar, sem orti þannig um sjálfan sig þegar granni hans og góðvinur, Arngrímur málari, fékk hann til að sitja fyrir í portretgerð norður í Svarfaðardal: „Eiríkur á Uppsölum/ á sér fáa maka,/ mont er í þeim manninum/ mynd lét af sér taka“. Faðir Eiríks á Uppsöl- um, Páll í Pottagerði, þótti maður hraðkvæður. Eitt sinn kvaðst hann á við Sigurð Breiðfjörð. I lok þeirrar viðureignar kvað rímna- skáldið fræga: „Nú með list og gáfnagnótt/ að góðu kenndur/ þú hefir fyrstur sigur sótt/ í Sigga hendur." Bróðir Eiríks, Gamalíel, lézt fyrir nokkrum árum á Hrafnistu á tíræðisaldri, gamall og ástsæll bóndi og réttarkóngur, sem söng og hvein í svo heyra mátti um hálfan Svarfaðardal í röggsamri stjórn á réttardag. Eftirlifandi af Uppsalasystkinum, sem öllum lá lágt rómur nema Gamalíel, er Malín. Hún verður 95 ára 11. júní næstkomandi, nú vistkona á Hrafnistu, einhver dömulegasta og andlega sprækasta vistmann- eskjan þar í sveit, hæversk og prúð í framgöngu og ræktuð af lestri góðra bóka. Hún getur enn- þá brugðið fyrir sig bundnu máli og fer oft létt með. Hún er sú kon- an, sem mér hefir þótt hvað vænst um á langri samleið á lestargangi lífsins. Hin systkinin voru Una og Páll, sem bæði létust öldruð. Bróð- irinn ívar lézt ungur í umferðar- slysi í Kanada frá eiginkonu og börnum. Niðjar hans eru allir þar vestra. Auk framangreindra systkina gat Hjörtur bóndi dætur tvær við sömu kaupakonunni utan hjónabands. Slík hliðarspor skilja þeir bezt, sem hafa verið einir í heyskap á útengjum með þrýst- inni og þokkafullri kaupakonu um sumarfagra tíð. Helga hét önnur dóttirin, látin fyrir löngu, en hin er Sigrún, háöldruð ekkja, lengst af búsett í Glerárþorpi við Eyja- fjörð, nú vistkona á elliheimili fyrir norðan. Hjörtur gamli brá síðar búi og flutti með fjölskyldu sína til Akureyrar, þar sem hann vann lengst af hjá gömlum og góð- um vini sínum, Einari Pálssypi, spítalahaldara staðarins, en hann var faðir Matthíasar heitins Ein- arssonar yfirlæknis í Reykjavík. Einhver snjall amerískur öldr- unarsérfræðingur var eitt sinn beðinn um haldgott ráð til langlíf- is, sem vitaskuld er ekki alltaf að sama skapi eftirsóknarvert: „Vís- indin þekkja aðeins eitt ráð og það er að velja sér langlífa foreldra, formæður og áa,“ svaraði kaninn, sem vissi hvað hann söng. Eiríkur var svo heppinn, að hljóta ótal góða kosti ættkvísla sinna í vöggu- gjöf, en sleppa að mestu við brest- ina. Allt stuðlaði slíkt að gera hann að þeim gæfumanni, sem hann var. Þannig hafði hann líka meðfætt skyn til að velja sér góða konu að lífsförunaut. Ekki var hann gallalaus sjálfur frekar en við flestir mennskir menn. Margir kostir hans voru svo miklir, að þeir yfirgnæfðu og skyggðu á gall- ana, svo að þeir voru naumast eygðir í fljótu bragði í björtu og drengilegu fari hans. Við, sem við- urkennum og sjáum okkar ætt- lægu veilur og brotalamir, skiljum slíkt manna bezt. Hann var ráð- ríkur og einráður, en stjórnaði vel og mér er óhætt að fullyrða, að gömlum rafvirkjanemum hans og sveinum í iðninni var undantekn- ingalítið mjög hlýtt til hans. Sum- um þótti blátt áfram vænt um Ei- rík, þennan sérlundaða og sjarm- erandi dugnaðarfork, sem brauzt áfram úr fátækt og fásinni til að nema þau fræði, sem ollu hvað mestri tæknibyltingu á morgni þessarar aldar. Til að bóka fleiri áberandi bresti í ári þessa háttlofaða af- mælisbarns eða hundraðs-ærings þá var hann afleitur bílstjóri. Bitnaði það verst bæði á farþegum og þjóðvegum. Það fékk undirrit- aður heldur betur að reyna er hnn skrapp tvívegis með honum norð- ur. Þá ók sá jeppaglaöi tengda- pabbi í loftköstum eins og bandóð- ur „rallý“-kappi með sama fít- ónskrafti og ofsahraða, hvort sem brunað var yfir hyldýpis vegar- hvörf eða rennisléttan malarveg. Hugur hans fló ávallt langt á und- an hraðfleygum jeppanum, norður í svarfdælska skógarreitinn. Við þeyttumst eins og tveir tennisbolt- ar upp undir þak jeppans eða niður á gólf á víxl, og ekkert stoð- aði að kvarta eða kveina þegar gamla „brýnið" sat undir stýri. Ennþá skil ég ekkert í, að við 'skyldum hvorugur hálsbrotna eða rófubrotna í þeim svaðilförum. Fáir skiluðu jafn frjóu og fal- legu dagsverki, lifandi sköpun, sem heldur áfram að dafna og gróa í trjástofnum og lifandi lund- um norðan lands og sunnan. Von- andi öðlast sprotar og græölingar af ættstofni hans og meiði ein- hverja af mörgum kostum þess góða drengs og sáðmanns, sem minnst verður með einlægu þakk- læti i dag. Nú hefir sá aldni ættarhöfðingi öðlazt öruggan svefnfrið fyrir hvellum og háværum tengdasyni í himnesku skjóli bílheldra rifs- berjarunna. Hvíli hann áfram um eilífa nótt á beði í bjarkasal, bónd- inn í Laugardal! Örlygur Sigurðsson Ungt fólk með hlutverk á móti í Borgarfirði: Verður með sálnavinn- andi starf í sumar Borgarnrði, 28. maí. UM hvítasunnuhelgina var á Varmalandi haldið fjölskyldumót, sem samtökin „Ungt fólk með hlutverk" stóðu fyrir. Komu um 90 manns á mótið. Stóð mótið frá föstudegi og fram á mánudag. M.a. aðstoðaði fólkið við messu í Stafholti. Yfirskrift mótsins var „Þú breyttir grát mínum í gleði- dans“. Per E. Stig frá Noregi var ræðumaður mótsins. Hann starfar í Danmörk, þar sem haldið verður 6 þúsund manna mót í sumar, er nokkrir íslend- ingar fara á. Verður mótið nokk- urs konar undirbúningur fyrir menn til þess að fara til hinna ýmsu borga i Evrópu til sálna- vinnandi starfs. Koma m.a. 12 manns frá Nor- egi og Færeyjum til íslands í sumar og verður þessi hópur með starfsemi í Reykjavík og á einhverjum samkomustaðnum um verslunarmannahelgina. Ungt fólk með hlutverk hefur verið með hálfsmánaðarlegar samkomur á fimmtudagskvöld- um í Fríkirkjunni í vetur og verða þær eitthvað fram á sumarið. Fyrirhuguð eru tvö fjölskyldumót í ágúst. Verður annað þeirra á Austurlandi og hitt á Suðvesturlandi. Á þau mót kemur fyrirlesari frá Hollandi, sem hefur sérhæft sig í samtöl- um og fjölskylduráðgjöf. Sagði Ragnar Karlsson úr Keflavík að mótið hefði verið góð uppörvun eftir veturinn, því fólk þyrfti undirbúning fyrir sumar- ið, þegar það oft á tíðum færi hvert í sína áttina. Mótsgestir voru flestir frá Reykjavík. Keflavík og Ólafsvík. Á kvöldvökunum var mikið sungið. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.