Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 1. JÚNl 1985 Aldarafmælis Garðyrkjufélags íslands minnst GARÐYRKJUFÉLAG íslands á aldarafmæli nm þessar mundir en það var stofnað 26. maí árið 1885. Afmælisins var minnst með ýmsu móti á Hótel Sögu sl. laugardag af fjölmörgum félagsmönnum og velunnurum Garðyrkju- félagsins. Sigríðar Hjartar, varaformaður Garðyrkjufélags íslands, rakti þar sögu félagsins og Jón Pálsson, formaður félagsins, minntist Georgs Schierbeck, landlæknis og annars aðalstofnenda Garðyrkju- félagsins. Gunnar Eyjólfsson, leikari, sem var kynnir á afmælis- fundinum, las upp boðsbréf stofn- enda félagsins og eftirtaldir fluttu ávörp: Jónas Jónasson, búnaðar- málastjóri, Grétar Unnsteinsson, skólastjóri Garðyrkjuskólans, og Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykj avíkurborgar. Að því loknu voru tuttugu og sex félagsmenn heiðraðir fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og garðyrkjunnar almennt. Fimm hlutu gulllaufið, þrír silfurlaufið og átján hlutu heiðursskjal félags- ins. Þeir sem fengu gullaufið voru: Ágústa Björnsdóttir, Einar I. Sig- geirsson, Jón Pálsson, Kristinn Helgason og Ólafur B. Guðmunds- son. Silfurlaufið hlutu Guðrún Jó- hannsdóttir, Halldóra Haralds- dóttir og Lára Halla Jóhannes- dóttir. Þá var skýrt frá styrkjum sem Garðyrkjufélagið hefur veitt þeim Ólafi Njálssyni og Þórunni Valdi- marsdóttur. Félagið hlaut og styrki, annars vegar frá Reykja- víkurborg og hins vegar Búnaðar- félagi íslands. Þá bárust félaginu skeyti og gjafir, m.a. iágmynd af Schierbeck landlækni frá Rann- sóknastofnuninni Neðri-Ási. Að sögn Sigríðar Hjartar, vara- formanns Garðyrkjufélags ís- lands, fór afmælisfagnaðurinn fram eins og best varð á kosið. Á sunnudeginum var svo efnt til skoðunarferðar á vegum Garð- yrkjufélagsins þar sem menn gátu virt fyrir sér garða þriggja félags- manna, sem búsettir eru í Reykja- vík. Frá afmælisfagnaðinum sl. laugardag. Aldarafmælis Lista- safns íslands minnst UM ÞESSAR MUNDIR er þess minnst á tvennan hátt í Listasafni íslands að ein öld er liðin frá stofnun bess. í dag, laugardaginn 1. júní, verður opnuð í húsakynnum safnsins sýningin „Fjórir frumherjar“. Þá kemur út um þessar mumndir ritið „Listasafn iíslands 1884—1984“. Á sýningunni verða sýnd 111 verk brautryðjenda íslenskrar nútímamálaralistar, þeirra Þór- arins B. Þorlákssonar, Ásgríms Jónssonar, Jóns Stefánssonar og Jóhannesar S. Kjarvals. Allar myndirnar eru í eigu safnsins. Upphaflega var áformað að halda sýninguna á aldarafmæli safnsins 14. október 1984, en það reyndist ógerlegt vegna verk- falla. Þetta er stærsta sýning sinnar tegundar sem haldin hef- ur verið í listasafninu og fer vel á því þar sem nú eru liðin 100 ár frá því að fyrst var haldin opin- ber sýning á vegum safnsins í Barnaskólahúsinu. Við opnunina verður frumflutt tónverk fyrir strengjasveit og nefnist það „Aldamót". það er sérstaklega samið af Atla Heimi Sveinssyni að beiðni forráðamanna safns- ins. Þá hefur verið gefin út stór og vegleg sýningarskrá þar sem ýtarlega er fjallað um hvern listamann. Skráin er prýdd fjölda litmynda. Sýningin verður opin daglega frá kl. 13:30 til 16:00 til loka ágústmánaðar. í tilefni afmælisins er um þessar mundir að koma út bókin „Listasafn íslands 1884—1984“. Ritið geymir upplýsingar um öll verk íslenskra listamanna í safninu, en að auki sjást hér á einum stað flest öndvegisverk ís- lenskrar myndlistar. Bókinni er skipt í fjölda kafla. Auk skrár og mynda af listaverkunum má þar finna æviatriði höfunda þeirra, myndir frá starfseminni, nafna- skrá, skrá yfir sýningar frá 1950 og upplýsingar um gefendur ís- lenskra verka. Mikill fjöldi mynda er í bókinni, þar á meðal 167 litmyndir af verkum safns- ins, flestar teknar af Kristjáni P. Guðnasyni. Ritið er bannig neimildar- og uppsláttarrit og bætir úr brýnni þörf safna, skóla og annarra menningarstofnana fyrir aðgengilega bók um ís- lenska málaralist og myndlist- armenn. Einnig er hún sjálfsögð þeim sem kunna vilja skil á menningararfi tslendinga. Dr. Selma Jónsdóttir, for- stöðumaður Listasafns íslands, ritar ágrip af sögu safnsins í upphafi bókarinnar. Þar rekur hún meðal annars aðdragandann að stofnun þess og greinir frá miklu starfi brautryðjanda safnsins, Björns Bjarnasonar. Jóhannes Jóhannsson listmálari hannaði bókina en Halldór Jónsson hafði umsjón með verkinu. Prentun fór fram í Kassagerð Reykjavíkur, en hún ásamt Leifi Breiðfjörð myndlist- armanni og þjóðhátíðarsjóði styrktu útgáfu bókarinnar. Morgunbladid/Gmilía Aðstandendur bókarinnar (frá vinstri); Halldór lónsson, Karla Kristjánsdóttir deildarstjóri, Jóhannes Jó- hannsson listmálari, dr. Selma Jónsdóttir og Bera Nordal Iistfræóingur. Á milli þeirra er veggspjald sem iistasafnið hefur gefið út í tilefni sýningarinnar. 164 stúd- entar út- skrifaðir frá MS Menntaskólinn við Sund út- skrifaði 164 stúdenta á flmmtudaginn var. Állir sem reyndu við prófin í vor náðu tilskildum árangri, en slíkt mun vera fátítt í framhalds- skólum. Settu stúdentar upp húfurnar eftir athöfn í Há- skólabíói og hér sést hluti nýstúdentanna. OPIÐÍDAGlO-4 ^5^ Vijrumarkaðurinn hl. eidistorgi n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.