Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1985 Aldarminning: Eiríkur Hjartarson í tilhugalífinu, á vordögum 1945, geystist ég í hlað í Laugardal við Engjaveg á gljábrenndri, am- erískri skartbifreið til að ganga í fyrsta sinn á fund tilvonandi tengdaföður míns, Eiríks Hjart- arsonar. í þá gömlu og glöðu daga var Chevroletinn helzta stolt mitt og prýði sakir mjög svo brenglaðr- ar dómgreindar og vanþroska æskuáranna. Þá var farið geyst og glannalega eins og glysgjarn negrahöfðingi. Mér fannst að ég hefði lagt allan heiminn að fótum mér og sjálft sólkerfið líka er fyrsta málverkasýning mín í Reykjavík seldist upp í lok heims- styrjaldarinnar miklu. Af hunda- kætislegum hégóma, oflátungs- hætti og sundurgerð hins ást- fangna unga listamanns hugðist ég teikna elegant hringi með hjól- börðunum í hlaðvarpann, risa- stækkaða eftirmynd af nýfengn- um festarbaugum okkar dóttur hans, heimasætunnar björtu og fögru, sem stuttu síðar varð minn betri helmingur og hjálparhella í erfiðri og ótryggri lífsbaráttu list- arinnar. Tilvonandi tengdafólk mitt, sem beið í ofvæni í varpa við heimreið- ina umvafið trjágróðri og ilmandi litríkum vorblómum, skyldi fá að sjá á farkosti og ökulagi, að þar væri enginn meðal-jón á ferð, heldur há-akureyrskur höfðingi og fursti. Spennan óx og skartmennið bar skjótt að garði og brá hár- greiðu í gljáfunsað efrivarar- skeggið til að auka sjálfsöryggið, sem eitthvað virtist farið að dvína er á hólminn kom. Kappinn var glæsilega klæddur og skæddur eft- ir nýjustu tízku, nýkominn heim frá Ameríku eftir fjögurra ára forfrömun í því mikla umbrota- landi hraða og nýjunga, þar sem flest er til reiðu, allt frá því bezta til þess versta á öllum hugsanleg- um sviðum. Þetta voru frjálsustu og skemmtilegustu ár ævinnar. Þegar mest á reið hefir jafnan flaustur og fum og önnur tauga- veiklun helgripið undirritaðan og oftlega orðið honum að falli. Sem ég er í miðju hniti í trúlofunar- hringabeygjunni á sirkilstýrðum hjólbörðunum birtist mér óvænt ygglibrún alvörunnar framundan eða öllu heldur brúnaþung og íbyggin ásjóna tilvonandi tengda- pabba bak við rifsberjarunna. Hræðslan, uppnámið og sektar- kenndin greip mig heljartökum og mér fundust hvassir og einbeittir, mikilúðugir og ódysseifskir and- litsdrættir hans segja: Láttu dótt- ur mína í friði, þá saklausu, eng- ilbjörtu og góðu stúlku, þú svarti, skuggalegi og glannalegi glæfra- hundur! Mér varð svo mikið um þessa óvæntu sýn eða réttara sagt þessa íbyggnu og mögnuðu ásjónu húsbóndans, að ég lamaðist og missti gersamlega stjórn á far- kostinum, sem lenti með vélarhús- ið niðri í kjallaraopi slotsins. Það munaði ekki nema hársbreidd, að ég tæki með mér allan rifsberja- runnann, snúrustaurana, eldivið- arhlaðann og sjálfan húsbóndann beint niður í kjallara framan á krómslegnu grillinu, þar sem áður glömpuðu þúsund sólir á renni- vökrum góðakstri hins sólríka og ástríka vors tilhugalífsins, eftir hildarleik heimsstyrjaldarinnar. Það var framlágur og niðurbrot- inn ökugapi og vonbiðill, sem göf- ugmennið Eiríkur Hjartarson studdi upp úr bílflakinu og leiddi til stofu, þar sem veittir voru nokkrir hjartastyrkjandi genever- dropar um leið og hann bauö mig hjartanlega velkominn í fjölskyld- una ásamt eiginkonu og nokkrum dætrum þeirra. Hlýt.t og velviljað viðmót fjölskyldunnar stuggaði á brott allri ótímabærri hræðslu og rangskynjan í huga mér. Þannig getur oft einbeitt, svipmikil og persónurík ásjóna „kamóflerað" eða hulið og falið mildan og við- kvæman innri mann eins og Eirík- ur Hjartarson hafði að geyma. Frá þessum eftirminnilega stofn- fundi að kynnum okkar Eiríks fór alltaf með afbrigðum vel á með okkur. Það var blátt áfram ómögulegt annað en láta sér þykja vænt um þennan hreinskipta og hégómalausa tengdaföður og gæðagamm. í honum var góður málmur, ósvikinn og hreinn. Eitt umræðuefni, sem ég man frá þess- ari fyrstu heimsókn minni í Laugardal, var, að hann kvartaði sáran undan svefnleysi og kvaðst naumast hafa fest ærlegan blund í átján ár. Þá minnti ég hann á þann möguleika, að hann gæti eins vel átt von á að festa ekki svo mik- ið sem hænublund næstu átján ár- in eftir að hafa eignazt annan eins grallaraspóa og hrökkál fyrir tengdason og mig. Hvað um það, þá eru liðin rétt fjörutíu ár um þessar mundir síðan þetta var og sú Ijúfa og horfna tíð kemur aldrei til baka. Eiríkur sofnaði ekki svefninum langa fyrr en rúmum hálfum fjórða áratug síðar, tæpra níutíu og sex ára að aldri, og geri aðrir tengdafeður betur, jafnvel þeir sem átt hafa mun meira tengdasonarláni að fagna. Hann orti sinn fegursta óð í runnum og rafmagni. í slóðina hans vex enn- þá grænn gróður í öllum skilningi. Margt ber því fagurt og áþreifan- legt vitni, svo sem ótal vatns- og vindrafstöðvar víðsvegar um land, sem hann skóp og sumar hverjar veita ennþá birtu og yl. Þá dafnar og vex skrúðgarðurinn fagri í Laugardal, sem sumir kalla Ei- ríksgarð, sbr. Reykjavíkurbók þeirra Björns Th. Björnssonar og Leifs ljósmyndara Þorsteinssonar, þar sem báðir fara á kostum. Þar nefnir sá listræni smekkmaður Björn Th. garðinn Eiríksgarð í Laugardal. Skógræktina á eignarjörð sinni, Hánefsstöðum í Svarfaðardal, sem Eiríkur bar svo mjög fyrir brjósti, skenkti hann Skógræktarfélagi Eyfirðinga til eignar og varðveizlu af stakri rausn, þegar hann fyllti áttunda áratuginn. Öll jörðin fylgdi gjöfinni ásamt nýuppbyggð- um og endurnýjuðum húsakosti og rammgerðum girðingum með steyptum stólpum umhverfis skóginn, sem hann gróðursetti með jákvæðu hugarfari og trú á skógrækt og framtíð lands og þjóðar. Nú hefi ég heyrt, að þiggj- endur hafi selt mestan hluta jarð- arinnar. Smekklegri leið hefði ef- laust mátt finna til varðveizlu og viðhalds þessum einstæðu menn- ingarverðmætum og þessari un- aðslegu svarfdælsku paradís. Þar í Eiríksskógi getur að líta friðsama og fallega tjörn, sem Eiríkur lét grafa fyrir með stórvirkum mokstursvélum, þar sem fuglar himinsins eiga sér griðland og syngja um sumarfagra daga og bjartar nætur. í innsta eðli sínu var Eiríkur alltaf svarfdælskur bóndi, sem yrkir jörðina með sköpunargleði sáðmannsins. Hann var einskonar endurbor- inn Johnny Appleseed. En sá skemmtilegi og sjarmerandi sér- vitringur Jónsi eplafræ reið um Bandaríkin þver á hestbaki og reiddi fulla poka trjáfræs undir sér og sáldraði tvist og bast. Nú má rekja slóðina hans í faguriim- uðu trjábelti frá Atlantsálum til Kyrrahafs, í einskonar grænu magabelti um þessa digru, sællegu og vambmiklu vestrænu móður jörð. Þannig hefir líka alltaf gróið grænt í slóð hins bjartsýna sáð- manns Eiríks Hjartarsonar, sem minnst er í dag á hundrað ára fæðingardegi hans. Svarfaðardalur hefir löngum þótt mikil snjóakista. Það taldi Eiríkur einn af mörgum kostum dalsins til skógræktar, að mig minnir, að ógleymdu skíðafærinu, sem gamli maðurinn kunni vel að meta og notfæra sér lengi fram eftir ævi er hann skrapp norður að vetrarlagi. Þegar snjóa leysti á vorin kom nýgræðingur skógarins heill og ókalinn undan þykkum værðarvoðum vetrarins. Þessi sumarfagri og frjósami dalur gró- andans virðist ekki síður vera mikil mannræktarstöð ef dæma má af lífshlaupi Eiríks Hjartar- sonar og margra merkra Svarf- dæla. Nöfn eru hér óþörf. „Þröngt er setinn Svarfaðardal- ur“ er ekki sagt alveg út í bláinn. Til dæmis voru þrír föðurbræður Jónasar Hallgrímssonar prestar samtímis neðst í dalnum. Með dá- lítilli lagni mætti spræna á milli þessara gömlu svarfdælsku prest- setra sakir nálægðar. Þeir bræður séra Hallgríms á Hrauni Þor- steinssonar voru: séra Stefán (elzti) á Völlum, séra Kristján (eldri) á Tjörn, langalangafi Kristjáns forseta, og Baldvin á Upsum, forfaðir Krossaættar og langafi Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Séra Kristján (eldri) á Tjörn var og langafi Jóns listmál- ara Stefánssonar. Eftir áratugar brautryðjanda- starf með þátttöku í rafvæðingu Reykjavíkur festi Eiríkur kaup á mýrarfláka í námunda við gufu- strókana af þvottalaugum Ingólfs, sem Reykjavík er kennd við. Spild- una skírði Eiríkur Laugardal, sem allt landsvæðið þar í kring er nú nefnt eftir. Þá fóru þar um mýrina stinnir og stæltir álar með skvampandi sporðaköstum í vatnsósa og hálffljótandi jarðveg- inum, sem Eiríkur ræsti fram og þurrkaði. Þar hóf hann hænsna- rækt, kalkúna- og kúabúskap jafn- hliða trjáræktinni. í gróðurhúsum gat þá að líta bæði gullaldin og bjúgaldin. Truntur tvær voru einnig á bænum þeim þegar ég kom þangað fyrst og stóðu mér til boða þar sem þær voru farnar að stirðna og hökta af notkunarleysi. Þá var einstaka sinnum skokkað á klárunum upp eftir Elliðaárdaln- um, þangað sem Chevroletinn komst ekki. Með búskapnum sinnti Eiríkur umsvifamiklum raftækjarekstri niðri í Reykjavík. Nú stendur þessi fagri garður í miðri borg og er einn mesti un- aðsreitur gerður af mannahöndum hérlendis. Laugardalsgarðurinn og öll torfan er nú í eigu Reykja- víkurborgar, þar sem vel er að verki staðið og stuðlað að vexti og viðhaldi þessarar miklu paradísar borgarinnar í anda gamla manns- ins, undir smekklegri umsjá Haf- liða Jónssonar garðyrkjustjóra. í eftirmiðdag í dag verður afhjúp- aður minnisvarði í garðinum í til- efni hins fagra sköpunarstarfs og umhverfisfegrunar Eiríks. Varð- ann skóp Ragnar Kjartansson myndhöggvari, sem gerði gott verk. Upp úr aldamótum dokaði Ei- ríkur við í Akureyrarskóla. Síðan lá leiðin suður til Reykjavíkur, þar sem hann nam járnsmíði hjá Þor- steini Jónssyni, sem reyndist Ei- ríki tryggðatröll. Þá grófst Ei- ríkur lifandi í djúpum skurði, sem féll saman á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis þegar vatns- veitan úr margsigndum brunnum Guðmundar biskups góða var leidd í flest hús gömlu Reykjavík- ur. Bar hann þess lengi menjar, en náði sér síðar meir. Lítill blár blettur undir vinstra auga minnti alla tíð á þetta slys, þar sem Ei- ríkur var næstum horfinn inn í sjálfa eilífðina. Nokkru síðar hélt hann til fyrir- heitna landsins, Ameríku. Þar hóf hann nám í rafmagnsfræðum í tækniskóla og hjá Hirti Þórðar- syni uppfinningamanni og verk- smiðjueiganda í Chicago. Hjörtur átti eitt mesta safn íslenzkra bóka í Vesturheimi auk erlendra, sem vörðuðu ísland. Safnið geymdi hann á einkaeyju sinni úti í Mich- iganvatni. Hann var húnvetnsk- <yrjXlY\kqJ\. o^. ^njtiVt 4, Spo'nm^ . wr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.