Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÖ, LAUGARDAGUR 'l. JÚNÍ 1985 Jón Erlingur Guð- mundsson — Minning Faeddur I. ágúst 1899 Dáinn 27. maí 1985 Á skilnaðar- og saknaðarstund langar mig til að minnast tengda- föður míns með nokkrum þakkar- orðum. Erlingur fæddist þann 1. ágúst 1899 að Fjalli á Skeiðum. Foreldr- ar hans voru þau Guðmundur Ófeigsson, bóndi Fjalli og Guðríð- ur Erlingsdóttir frá Stóru-Mörk, kona hans. Erlingur var einn þriggja systkina. önnur systra hans var Sigríður, lengi húsfreyja í Núpstúni í Hrunamannahreppi, hún lést 1980. Hin systirin, Vil- borg, sem ein er eftir á lífi af þeim systkinum, býr að Sörlaskjóli 14 í Reykjavík. Erlingur ólst upp í foreldrahús- um, lengst af í Fjalli á Skeiðum, en einnig bæði í Laugarási og á Iðu í Biskupstungum. Árið 1924 flyst hann ásamt for- eldrum sínum að Galtastöðum í Flóa, en foreldrar hans bjuggu þar til ársins 1932, er þau létu af bú- skap. Þann 8. júlí 1928 giftist Erling- ur unnustu sinni af næsta bæ, Guðlaugu Jónsdóttur frá Syðra- Velli. Þau taka síðan að fullu við búskap á Galtastöðum árið 1932 og búa þar til ársins 1935. Þau eignuðust sex börn. Fyrsta barn þeirra dó í fæðingu, annað á 1. ári, en fjögur komust til fullorðinsára. Þau eru: Guðmundur, býr í Banda- ríkjunum, Arndís, húsfreyja að Galtastöðum, Sigurjón, búsettur á Selfossi og Árni, einnig búsettur á Selfossi. Eftir að þau Erlingur og Guð- laug hættu búskap voru þau áfram á Galtastöðum í skjóli dóttur og tengdasonar er þar tóku við búi. Síðustu árin dvaldi Erlingur um skeið að Ási í Hveragerði, síðan á Elliheimilinu Grund í Reykjavík, en nú síðast á langlegudeild Sjúkrahúss Suðurlands, Ljósheim- um á Selfossi, frá því sú stofnun tók til starfa í ársbyrjun 1984. Guðlaug kona hans lést 1981. Þannig er hinn ytri rammi um ævi tengdaföður míns. Hann elst upp við sveitastörf þeirrar tíðar, á yngri árum vann hann einnig um tíma við gerð Skeiðaáveitunnar, var auk þess sjómaður á Suður- nesjum, og um skeið verkamaður í Hafnarfirði. Byrjar síðan eigin búskap á mestu kreppuárum þess- arar aldar, og býr fram til þess tíma að farið er að rofa til í af- komu bænda með aukinni ræktun og betri húsa- og vélakosti. t Dóttir mín, JESA KARLSDÓTTIR ÁRDAL, andaöist í Stokkhólmi timmtudaginn 30. maí. Sigríöur Ögmundsdóttir. Móöir okkar, er látin. t HILDUR JÓNSDÓTTIR, hannyröakennari, Guöríöur Helgadóttir Hilmar S. Petersen. \ I 1 í I f í í h Ý f ) i ! ' -T* 1 t Móöir okkar og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR EINARSDÓTTIR, Hrafnistu 1 Hafnarfirói, áöur Brekkugötu 16, Hafnarfiröi, lóst 30. maí. V Börn og tengdabörn. t SIGRÚN BJARNADÓTTIR, Bergþórugötu 31, sem lést af slysförum þann 26. maí veröur jarösungin miövikudag- inn 5. júní kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Svala Pálsdóttir, Bjarni Matthíasson, Kristinn Bjarnason. t Faöir okkar, VALDIMAR LÚÐVÍKSSON frá Fáskrúósfiröi, sem andaöist 26. maí sl. veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni i Hafnarfiröi þriöjudaginn 4. júni nk. kl. 15.00. Börn hins látna. * v A É t Móöurbróöir okkar, GUDMUNDUR GUÐMUNDSSON, áöur bóndi á Kambi í Holtum, Giljalandi 30, Reykjavik, andaðist á öldrunardeild Landspítalans fimmtudaginn 30. maí. Þórgunnur Þorgrímsdóttir, Guömundur Óskarsson. á Fjalli á Skeiðum fyrsta dag ág- ústmánaðar árið 1899. Foreldrar Erlings voru Guð- mundur ófeigsson, bóndi í Fjalli og Guðríður Erlingsdóttir frá Stórumörk, systir Þorsteins Erl- ingssonar, skálds. Erlingur var því af merkum ættum kominn. Erlingur ólst upp í foreldrahús- um ásamt systrum sínum tveim, Sigríði, sem lengi bjó í Núpstúni í Hreppum, en er nú látin fyrir nokkrum árum, og Vilborgu sem búsett er í Sörlaskjóli 14 í Reykja- vík. Foreldrar Erlings fluttu um stund frá Fjalli að Iðu á Skeiðum og Laugarási í Biskupstungum. Árið 1924 flytja þau að Galtastöð- um í Gaulverjabæjarhreppi og búa þar til ársins 1932. Þau létust bæði tæpum áratug síðar. Árið 1928 kvæntist Erlingur Guðlaugu Jónsdóttur frá Syðra- Velli í sömu sveit. Þau tóku við búi á Galtastöðum þegar foreldrar Erlings brugðu búi og bjuggu þar til ársins 1955. Börn þeirra Erlings og Guðlaug- ar urðu 6 talsins. Tvö þeirra misstu þau í frumbernsku. Hin eru Guðmundur, búsettur í Banda- ríkjunum, kvæntur Wirginiu Erl- ingsson, Arndís, gift Brynjólfi Guðmundssyni og búa þau á Galtastöðum, Sigurjón, múrara- meistari á Selfossi, kvæntur Guð- laugu Sigurðardóttur, og Árni, kennari á Selfossi, giftur Sigríði Sæland, og afkomendahópurinn hefur vaxið því nú eru barna- barnabörnin orðin 11 talsins. Konu sína missti Erlingur árið 1981. Ég, sem þessar línur rita, varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera sendur, þá barn að aldri, til sumardvalar að Galtastöðum árið eftir að foreldrar Erlings fluttu þangað. En dvölin varð lengri en til stóð í fyrstu, því þarna ólst ég upp fram yfir fermingu og ætla ég, að vandfundnir séu betri fóst- urforeldrar, en þau Guðríður og Guðmundur voru. Heimilið á Galtastöðum var hollur dvalarstaður fyrir ungl- inga. Þar ríkti stöðugt prúð- mennska, hógværð og drenglyndi, að ógleymdri þeirri þrotlausu um- hyggju, sem mér var sýnd á þessu fyrirmyndarheimili. Fjölskyldan var samhent við bústörfin og fyrir kom að börnin unnu utan heimilis á vetrum, eins og þá tíðkaðist, til aðstoðar for- eldrum og víst veitti ekki af á þessum erfiðu árum. Á sínum yngri árum var Erling- ur harður af sér og enginn eftir- bátur annarra að þreki og þraut- seigju. Ég minnist vetrarferða hans með þeim landskunna ferða- garpi Sturlu á Fljótshólum suður til Reykjavíkur með búvörur á sleðum og jafnvel baki, ef létta þurfti sleða, þegar fannkyngi og hríðarbyljir herjuðu á Hellisheiði. Þá var Érlingur ekki að varpa sinni byrði á herðar annarra, enda venja hans í lífinu frekar að létta undir en íþyngja meðan kraftar leyfðu. Ég minnist líka atviks, eins af mörgum skemmtilegum með Ella, eins og hann var jafnan kallaður á Galtastöðum. Unnið var að gerð skurða víða um láglendið vegna Flóaáveitunnar. Þá var að mestu grafið með handverkfærum og því oft margt manna að verki á sama stað og legið við í tjöldum. f vikulok var venjan, að krakkar af bæjunum kæmu með hesta til heimferðar. Var þá oft glatt á hjalla og menn hressir. I einni heimferðinni ákváðu yngri menn- irnir að nú skyldi tekist á við aflraunasteininn í tröðunum á Hamri og ekki drógu þeir eldri úr. Fóru sumir mikinn í átökunum við steininn, sem var erfiður til taks og bifaðist lítt, var þó margur vaskur drengurinn þarna að verki. Elli, sem lítt hafði sig í frammi, eins og jafnan, lét tilleiðast um síðir að reyna við steininn og lauk þeirri viðureign með ótvíræðum sigri Erlings. Því var viðbrugðið hvað Erling- ur lét sér annt um að hirða og fóðra vel allan sinn búpening, v enda ekki öðru vanur úr foreldra- húsum. Erlingur var góðum gáfum gæddur, Ijóðelskur svo af bar og hvatti börn sín og fleiri til að lesa og læra ljóð góðskáldanna okkar. Hann kunni mikið af kvæðum og lausavísum, sem hann safnaði hin síðari ár. Hann hafði gott minni og hreinn hafsjór af þjóð- legum fróðleik. Kyrrð og ró samverustundanna með Erlingi, eftir að um hægðist hjá honum, og það sem hann hafði jafnan fram að færa var mann- bætandi. Fyrir það og annað þakka ég og votta, ásamt konu minni, aðstandendum samúð okkar. F. Hraundal Sigríður Guðmunds- dóttir — Minning Árið 1955 hófust kynni mín og þeirra hjóna Erlings og Guðlaug- ar. Kom ég þá ung að árum að Galtastöðum, sem unnusta Sigur- jóns, sonar þeirra. Mér var strax tekið sem þeirra dóttur og bar aldrei skugga á þau kynni. Erlingur tengdafaðir minn var einn þeirra manna, sem ekki bár- ust mikið á, hlýr en fáskiptinn. Hann var mikill Ijóðaunnandi og kunni góð skil á kvæðum gömlu þjóðskáldanna. Oft mælti hann fyrir munni sér ýmis erindi og hendingar, ekki síst úr kvæðum móðurbróður síns Þorsteins Erl- ingssonar, sem hann hafði sér- stakt dálæti á. „Það var fallegur maður,“ sagði hann eitt sinn, en hann mundi Þorstein vel. Erlingur sagði mér þá sögu eitt sinn er þau systkinin í Fjalli voru í foreldrahúsum, ung að árum, bar þar bóksala að garði. Var hann með nýútkomin ljóðmæli Hannes- ar Hafstein. Þau systkinin langaði mjög til að eignast bókina en fjár- ráð voru lítil. Með því að þau lögðu öll saman fram aleigu sína í pen- ingum tókst þeim að kaupa bók- ina. Þetta segir sína sögu um áhugamál þeirra systkina. Passíusálma Hallgríms Pét- urssonar hafði hann ætíð við hönd sér og fylgir sú bók honum í hinstu hvíluna, þar sem hann hafði sjálfur kosið sér stað, á bakka þess fljóts sem hann fædd- ist við — „í von um að ég heyri þunga sigursönginn hennar Hvít- ár, ég hefi lifað svo margar glaðar stundið á bökkum hennar" — eins og hann komst sjálfur að orði. Erlingur verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þann 1. júní og jarð- settur við hlið konu sinnar í Sel- fosskirkjugarði. Ég vil því að leiðarlokum þakka honum og þeim hjónum báðum fyrir mig og mín börn, sem mátu afa sinn og ömmu mikils. Blessuð sé minning þeirra sæmdarhjóna Erlings og Guðlaug- ar. Gulla „Þú ert hljóður þrðstur minn, þjér eru góðar horfnar bögur; fyrr jég óðinn þekkti þinn, þá voru ljóðin mörg og fögur." Þessar ljóðlínur góðskáldsins Þorsteins Erlingssonar komu upp í huga minn þegar mér barst and- látsfregn góðvinar míns og vel- gjörðarmanns Erlings Guðmunds- sonar, en hann lést að Sólheimum, langlegudeild Sjúkrahúss Suður- lands, þann 27. þ.m. Erlingur Guðmundsson fæddist Sigríður Guðmundsdóttir frá Dæli í Fnjóskadal, Einarsnesi 54, Reykjavík, var til moldar borin í gær. Hún er mér hugstæð kona í allri sinni hógværð og staðfestu. Ég kynntist Sigríði mest á Akur- eyri veturinn 1963—’64, þegar ég hóf mína fyrstu kennslu við Hús- mæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði, 18 ára að aldri. Á heim- ili Sigríðar á Mýrarvegi 124 var ég ætíð aufúsugestur, þegar ég átti helgarfrí. Naut ég þar jafnan góðra veitinga og einlægrar hlýju, sem var mér afar mikils virði, fjarri fjölskyldu minni í Reykja- vík. Ég minnist gönguferða með Sigríði um Akureyri, sem hún lagði á sig mín vegna, þótt hún ætti við vanheilsu að stríða. Það var ekki margt, sem okkur fór á milli, en samt stóðum við hvor annarri mjög nærri. Síðan finnst mér, að ósýnileg taug hafi mynd- azt okkar á milli. Þó að stundum liði langur tími milli þess að fund- um okkar bæri saman, fannst mér, að hlýtt handtak hennar og hreinn svipur gerðu þann tíma að engu. Víst er ég þakklát fyrir kynni mín af þessari hógværu konu. Guð fylgi henni. Fríða Ásbjörnsdóttir t Þökkum innilega sýndan hlýhug viö fráfall og útför HALLFRÍÐAR K. JÓNSDÓTTUR, Hóli, Bolungarvík. Sérstakar þakkir eru færöar starfsfólki SJúkrahúss isafjaröar fyrir yndislega umönnun og hjúkrun. Hélfdón Örnólfsson, Ragnar Ingi Hálfdánsson, Halldóra Hálfdánsdóttir, Örnólfur G. Hálfdánsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Einar D. Hálfdánsson, Lilja Hálfdánsdóttir, Jón Hálfdánsson, Sjöfn Hálfdánsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.