Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐID, LAUGARDÁGUR 1. JÚNf 1985 Mirabellgörðunum — Mirabellhöllin er til vinstri á myndinni en í bak- grunn er það sem mi nefna aðaismerki Salzburgar — Hohensalzburg. fá m.a. kampavín í rúmið, skoðun- arferð um borgina, Salzburg- arkonsert og kertaljósakvöldverð. Allt stílað upp á rómantíkina og selst vel, samkvæmt því sem okk- ur var tjáð. Hver var svo að segja að rómantíkin væri á undanhaldi? Nú. Ferðamaðurinn, hvort sem hann er frá íslandi eða öðrum löndum, nærist að sjálfsögðu ekki eingöngu á fagurri byggingarlist, listilega hönnuðum görðum, stór- brotnum köstulum, eða landslagi eins og það gerist fegurst. Meira þarf til — bæði andans næringu í formi tónlistar, leiklistar og myndlistar, en eins og áður segir, getur hver og einn fundið eitthvað við sitt hæfi í þeim efnum, ég nenni ekki einu sinni að tíunda öll þau „Festivöl" sem á boðstólum eru; nefni þo Mozart Festival sér- staklega, og svo auðvitað hina jarðbundnu, lífrænu næringu, mat og drykk. Matsölustaðirnir er ótölulega margir og flestir góðir. Matur, vín og bjór er á viðráðan- legu verði á íslenskan mælikvarða, en engan veginn ódýr á austur- riskan mælikvarða. Sömu sögu er að segja af gistikostnaði, hann er viðráðanlegur, þegar um stutta dvöl er að ræða, en af praktískum ástæðum ráðlegg ég engum að staldra lengi við í Salzburg, enda svo margt annað að skoða í Aust- urríki, hvort sem um Salzburgar- hérað er að ræða, Týról, eða önnur héruð landsins. Eitt loka„tipps“ — að vísu frá því ég kynntist Salzburg sumarið 1980, en vonandi er það enn í fullu Strasse, samanber íslenskuna gata og stræti. Því geta menn gert sér í hugarlund litla og þrönga götu, þar sem húsin næstum skaga út yfir götuna — einstaklega róm- antískt. Ungum brúðhjónum boðnir sérstakir „Brúðkaupspakkar“ Höllin Mirabell, sem stendur í Mirabell-görðunum, er vissulega þess virði að þar sé eytt einhverj- um mínútum og ekki eru garðarn- ir síðri, þó að sumum kunni að þykja nóg um barrokkskipulagn- ingu blómabeðanna. í dag er höll- in frægust fyrir Marmorsaal (Marmarasal) sem nú er notaður til tónleikahalds auk þess sem hann er leigður út fyrir giftingar. Það skemmtilega við veru okkar í Mirabell-höllinni var það, að ein- mitt þá stundina stóð yfir hjóna- vígsla í Marmarasalnum. Salz- burgarmenn bjóða ungum brúð- hjónum upp á sérstaka „brúð- kaupspakka" þar sem hjónavígsl- an fer fram í Marmarahöllinni og síðan er sérstök brúðhjóna- þjónusta innifalin í þrjá sólar- hringa, þar sem brúðhjónin ungu ■vr .;iw ■■■ 11 - a.ii'illl ''M > Það mi segja ad þessi mynd sé drmigerð fyrir útiveitingaMsin í Salzburg, sem eru mýmörg. Flestir kjésa að skoða borgina fótgangandi. Hér eru nokkrir ferðalangar i leið yfir brúna yfir Salzach, sem hlykkjast eins og ormur f gegnum miðja Salzburg. gildi — Ef þið leitið að skemmti- legum stað í Salzburg sem hefur upp á austurrískt andrúmsloft að bjóða, sem og góðan mat, vín og bjór, skreppið þá í Gablerbráu við Linzer Gasse 9. Þeirra sérréttur er fylltar endur, sem bragðast hreint unaoslega, og auk þess leika þeir þjóðlega tónlist, sem fær ólíkleg- ustu menn til þess að Jóðla“ eða Jodeln", eins og það heitir á þýsku. Þetta er stór staður, rúmar um 700 manns. Þeir sem á hinn bóginn vilja vita af einhverjum litlum og hugguiegum stað gætu kynnt sér stað eins og Brasseria & Creperie, við Kaigasse 7. Þessi staður rúmar að vísu ekki nema um 50 manns og er á engan hátt Eins og sést af þessari mynd, eru það engar ýkjur að segja að Dóm- kirkjan sé stórkostleg bygging. Tak- ið einnig eftir skógi vaxinni hlíðinni í bakgrunni. austurrískur, heldur franskur Staðurinn er sérhæfður í frönsku eldhúsi og að mínu mati er það gert vel. Þetta eru aðeins vinsam- legar ábendingar til þeirra sem ekki vita hvar þeir ætla að eta eða kneyfa. Eindregið mæli ég þó með að menn rækti svolitið ævintýra- þrána í brjósti sér og reyni fyrir sér á eigin spýtur. „Guten Appe- tit“ eins og það heitir á ylhýru máli austurrískra og þýðverskra, „Und Prost“. Klukkan: 08:00 Fánar dregnir aö húni á skipum i Reykjavíkurhöfn. 11:00 Minningarguösþjónusta í Dómkirkjunni. Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sig- urgeirsson, minnist drukknaöra sjó- manna. Séra Hjalti Guömundsson þjón- ar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friörikssonar. Skemmtisigling unt sundin blá 12:15 Skemmtisiglingar meö hvalbátum um sundin viö Reykjavík, fyrir þá sem keypt hafa merki Sjómannadagsins. Börn yngri en 12 ára þurfa þó aö vera í fylgd meö fullorönum. Farið veröur frá Faxa- garöi í Reykjavíkurhöfn. Siglingar hefj- ast kl. 12:15 og síöasta ferö veröur farin kl. 16:00. Þrír bátar veröa í förum. ÚtHátíðarhöld við Reykjavfkurhofn 13:00 Milli 13:00 og 14:00 sigla félagar í sportbátaklúbbnum Snarfara bátum sínum innan Reykjavíkurhafnar. Enn- fremur verður sjóskíöaíþrótt á þeirra vegum. 13:30 Lúörasveit Reykjavíkur leikur létt sjó- mannalög, stjórnandi er Stefán Þ. Steph- ensen. 14:00 Samkoman sett. Þulur og kynnir dags- ins er Anton Nikulásson. Ávörp A: Fulltrúi ríkisstjórnarinnar, Steingrímur Hermannsson, forsætisráöherra, í fjar- veru sjávarútvegsráöherra. B: Fulltrúi útgeröarmanna, Einar K. Guö- finnsson, útgeröarmaöur í Bolungarvík. C: Fulltrúi sjómanna, Pétur Sigurösson, togaraskipstjóri. D: Pétur Sigurðsson, formaður Sjómanna- dagsráös, heiörar aldraöa sjómenn meö heiöursmerki Sjómannadagsins. Skemmtanir dagsins Milli kl. 14:00 og 15:00 sigla félagar í Brokey og Siglingafélagi Reykjavíkur inn í Reykjavíkurhöfn á seglskútum sínum. 14:45 Kappróöur í Reykjavíkurhöfn. Keppt er bæði í karla- og kvennasveítum á nýjum kappróörabátum. Björgunarsýningar Félagar í björgunarsveit SVFÍ Ingólfi í Reykjavík sýna meðferð öryggis- og björgunartækja. 15:30 Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, ásamt félögum í björgunarsveitinni Ing- ólfi, sýna björgunaræfingar úr sjó. Koddaslagur fer fram af ekjubrú Akra- borgar, ef næg þátttaka fæst. Kepp- endur gefi sig fram á staönum. Veitingar veröa til sölu á hafnarsvæöinu á vegum Kvenfélaga sjómannskvenna. Einnig fer fram sala á merki dagsins og Sjómannadagsblaöinu 1965. Hrafnista Reykjavík 14:30 Lúörasveit Reykjavíkur leikur viö Hrafn- istu í Reykjavík. 14:30—17:00 Kaffisala í kaffi- og samkomusal. Jafn- framt veröur sýning og sala á handa- vinnu vistmanna. Allur ágóöi rennur til velferöarmála heimilismanna Hrafnistu í Reykjavík. Hrafnista Hafnarfirði 10:30 Lúörasveit Hafnarfjaröar leikur viö Hrafnistu Hafnarfiröi. 11:00 Sjómannamessa í Kapellu Hrafnistu Hafnarfiröi, prestur séra Siguröur H. Guðmundsson. 14:30—17:00 Kaffisala í borö- og samkomusal. Jafn- framt veröur sýning og sala á handa- vinnu vistmanna. Allur ágóöi rennur til velferöarmála heimilismanna. 15:30 Sundlaug Hrafnistu Hafnarfirði vígö og tekin í notkun, séra Siguröur H. Guö- mundsson vígir sundlaugina. Athugiö Sjómenn STJSwí £3J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.