Morgunblaðið - 01.06.1985, Side 15

Morgunblaðið - 01.06.1985, Side 15
15 MORGUNBLAÐID, LAUGARDÁGUR 1. JÚNf 1985 Mirabellgörðunum — Mirabellhöllin er til vinstri á myndinni en í bak- grunn er það sem mi nefna aðaismerki Salzburgar — Hohensalzburg. fá m.a. kampavín í rúmið, skoðun- arferð um borgina, Salzburg- arkonsert og kertaljósakvöldverð. Allt stílað upp á rómantíkina og selst vel, samkvæmt því sem okk- ur var tjáð. Hver var svo að segja að rómantíkin væri á undanhaldi? Nú. Ferðamaðurinn, hvort sem hann er frá íslandi eða öðrum löndum, nærist að sjálfsögðu ekki eingöngu á fagurri byggingarlist, listilega hönnuðum görðum, stór- brotnum köstulum, eða landslagi eins og það gerist fegurst. Meira þarf til — bæði andans næringu í formi tónlistar, leiklistar og myndlistar, en eins og áður segir, getur hver og einn fundið eitthvað við sitt hæfi í þeim efnum, ég nenni ekki einu sinni að tíunda öll þau „Festivöl" sem á boðstólum eru; nefni þo Mozart Festival sér- staklega, og svo auðvitað hina jarðbundnu, lífrænu næringu, mat og drykk. Matsölustaðirnir er ótölulega margir og flestir góðir. Matur, vín og bjór er á viðráðan- legu verði á íslenskan mælikvarða, en engan veginn ódýr á austur- riskan mælikvarða. Sömu sögu er að segja af gistikostnaði, hann er viðráðanlegur, þegar um stutta dvöl er að ræða, en af praktískum ástæðum ráðlegg ég engum að staldra lengi við í Salzburg, enda svo margt annað að skoða í Aust- urríki, hvort sem um Salzburgar- hérað er að ræða, Týról, eða önnur héruð landsins. Eitt loka„tipps“ — að vísu frá því ég kynntist Salzburg sumarið 1980, en vonandi er það enn í fullu Strasse, samanber íslenskuna gata og stræti. Því geta menn gert sér í hugarlund litla og þrönga götu, þar sem húsin næstum skaga út yfir götuna — einstaklega róm- antískt. Ungum brúðhjónum boðnir sérstakir „Brúðkaupspakkar“ Höllin Mirabell, sem stendur í Mirabell-görðunum, er vissulega þess virði að þar sé eytt einhverj- um mínútum og ekki eru garðarn- ir síðri, þó að sumum kunni að þykja nóg um barrokkskipulagn- ingu blómabeðanna. í dag er höll- in frægust fyrir Marmorsaal (Marmarasal) sem nú er notaður til tónleikahalds auk þess sem hann er leigður út fyrir giftingar. Það skemmtilega við veru okkar í Mirabell-höllinni var það, að ein- mitt þá stundina stóð yfir hjóna- vígsla í Marmarasalnum. Salz- burgarmenn bjóða ungum brúð- hjónum upp á sérstaka „brúð- kaupspakka" þar sem hjónavígsl- an fer fram í Marmarahöllinni og síðan er sérstök brúðhjóna- þjónusta innifalin í þrjá sólar- hringa, þar sem brúðhjónin ungu ■vr .;iw ■■■ 11 - a.ii'illl ''M > Það mi segja ad þessi mynd sé drmigerð fyrir útiveitingaMsin í Salzburg, sem eru mýmörg. Flestir kjésa að skoða borgina fótgangandi. Hér eru nokkrir ferðalangar i leið yfir brúna yfir Salzach, sem hlykkjast eins og ormur f gegnum miðja Salzburg. gildi — Ef þið leitið að skemmti- legum stað í Salzburg sem hefur upp á austurrískt andrúmsloft að bjóða, sem og góðan mat, vín og bjór, skreppið þá í Gablerbráu við Linzer Gasse 9. Þeirra sérréttur er fylltar endur, sem bragðast hreint unaoslega, og auk þess leika þeir þjóðlega tónlist, sem fær ólíkleg- ustu menn til þess að Jóðla“ eða Jodeln", eins og það heitir á þýsku. Þetta er stór staður, rúmar um 700 manns. Þeir sem á hinn bóginn vilja vita af einhverjum litlum og hugguiegum stað gætu kynnt sér stað eins og Brasseria & Creperie, við Kaigasse 7. Þessi staður rúmar að vísu ekki nema um 50 manns og er á engan hátt Eins og sést af þessari mynd, eru það engar ýkjur að segja að Dóm- kirkjan sé stórkostleg bygging. Tak- ið einnig eftir skógi vaxinni hlíðinni í bakgrunni. austurrískur, heldur franskur Staðurinn er sérhæfður í frönsku eldhúsi og að mínu mati er það gert vel. Þetta eru aðeins vinsam- legar ábendingar til þeirra sem ekki vita hvar þeir ætla að eta eða kneyfa. Eindregið mæli ég þó með að menn rækti svolitið ævintýra- þrána í brjósti sér og reyni fyrir sér á eigin spýtur. „Guten Appe- tit“ eins og það heitir á ylhýru máli austurrískra og þýðverskra, „Und Prost“. Klukkan: 08:00 Fánar dregnir aö húni á skipum i Reykjavíkurhöfn. 11:00 Minningarguösþjónusta í Dómkirkjunni. Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sig- urgeirsson, minnist drukknaöra sjó- manna. Séra Hjalti Guömundsson þjón- ar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friörikssonar. Skemmtisigling unt sundin blá 12:15 Skemmtisiglingar meö hvalbátum um sundin viö Reykjavík, fyrir þá sem keypt hafa merki Sjómannadagsins. Börn yngri en 12 ára þurfa þó aö vera í fylgd meö fullorönum. Farið veröur frá Faxa- garöi í Reykjavíkurhöfn. Siglingar hefj- ast kl. 12:15 og síöasta ferö veröur farin kl. 16:00. Þrír bátar veröa í förum. ÚtHátíðarhöld við Reykjavfkurhofn 13:00 Milli 13:00 og 14:00 sigla félagar í sportbátaklúbbnum Snarfara bátum sínum innan Reykjavíkurhafnar. Enn- fremur verður sjóskíöaíþrótt á þeirra vegum. 13:30 Lúörasveit Reykjavíkur leikur létt sjó- mannalög, stjórnandi er Stefán Þ. Steph- ensen. 14:00 Samkoman sett. Þulur og kynnir dags- ins er Anton Nikulásson. Ávörp A: Fulltrúi ríkisstjórnarinnar, Steingrímur Hermannsson, forsætisráöherra, í fjar- veru sjávarútvegsráöherra. B: Fulltrúi útgeröarmanna, Einar K. Guö- finnsson, útgeröarmaöur í Bolungarvík. C: Fulltrúi sjómanna, Pétur Sigurösson, togaraskipstjóri. D: Pétur Sigurðsson, formaður Sjómanna- dagsráös, heiörar aldraöa sjómenn meö heiöursmerki Sjómannadagsins. Skemmtanir dagsins Milli kl. 14:00 og 15:00 sigla félagar í Brokey og Siglingafélagi Reykjavíkur inn í Reykjavíkurhöfn á seglskútum sínum. 14:45 Kappróöur í Reykjavíkurhöfn. Keppt er bæði í karla- og kvennasveítum á nýjum kappróörabátum. Björgunarsýningar Félagar í björgunarsveit SVFÍ Ingólfi í Reykjavík sýna meðferð öryggis- og björgunartækja. 15:30 Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, ásamt félögum í björgunarsveitinni Ing- ólfi, sýna björgunaræfingar úr sjó. Koddaslagur fer fram af ekjubrú Akra- borgar, ef næg þátttaka fæst. Kepp- endur gefi sig fram á staönum. Veitingar veröa til sölu á hafnarsvæöinu á vegum Kvenfélaga sjómannskvenna. Einnig fer fram sala á merki dagsins og Sjómannadagsblaöinu 1965. Hrafnista Reykjavík 14:30 Lúörasveit Reykjavíkur leikur viö Hrafn- istu í Reykjavík. 14:30—17:00 Kaffisala í kaffi- og samkomusal. Jafn- framt veröur sýning og sala á handa- vinnu vistmanna. Allur ágóöi rennur til velferöarmála heimilismanna Hrafnistu í Reykjavík. Hrafnista Hafnarfirði 10:30 Lúörasveit Hafnarfjaröar leikur viö Hrafnistu Hafnarfiröi. 11:00 Sjómannamessa í Kapellu Hrafnistu Hafnarfiröi, prestur séra Siguröur H. Guðmundsson. 14:30—17:00 Kaffisala í borö- og samkomusal. Jafn- framt veröur sýning og sala á handa- vinnu vistmanna. Allur ágóöi rennur til velferöarmála heimilismanna. 15:30 Sundlaug Hrafnistu Hafnarfirði vígö og tekin í notkun, séra Siguröur H. Guö- mundsson vígir sundlaugina. Athugiö Sjómenn STJSwí £3J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.