Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 121. tbl. 72. árg.____________________________________LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1985_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Grísku þingkosningamar: Caramanlis varar við sósíalistum AP/Símamynd Hermadur úr liði shíta heldur á lítilli Palestínustúlku og nokkur börn Palestínumanna koma upp úr sprengjubyrgi eftir að shítar náðu Sabra-flóttamannabúðunum í Beirút á sitt vaid í gsr. Shítar hertóku Sabra-búðimar í Beirút: Sýrlendingar í viðbragðsstöðu Beirút, 31. maí. AP. Aþenu, 31. maí. AP. CONSTANTINE Caramanlis, fyrr- um forseti Grikklands, sagði í dag að úrslit þingkosninganna í landinu á sunnudag gætu leitt nýjar hættur yfir þjóðina. Hvatti hann kjósendur til að vera á varðbergi. Ljóst er að með þessum orðum er Caramanlis að vara menn við að greiða Sósíalistaflokki Pap- andreous forsætisráðherra at- kvæði og hafa ummæli hans vakið mikla athygli. Það var afsögn Caramanlisar í marsmánuði sem varð þess vald- andi að boðað var til kosninga. Caramanlis. sem er 78 ára að aldri, er einn reyndasti og virtasti stjórnmálaleiðtogi Grikkja. Sjá: „Umræða um heilsufar Papandreous", á bls. 24. Vítaspyrnan í Briissel: Fyrirfram ákveðin? BrtiHHpl, 31. maí. AP. BELGÍSKA ríkissjónvarpið kvaðst í dag hafa traustar heimildir fyrir því, að fámennur hópur embættismanna hafi ákveðið að láta dæma víti á Liv- erpool í hinum sögulega leik á móti Juventus í Bríissel á miðvikudag, til þess að koma í veg fyrir frekari óspektir á knattspyrnuvellinum. Vítaspyrnan, sem Juventus fékk, leiddi til þess að liðið sigraði í leiknum og vann í fyrsta sinn Evr- ópukeppni meistaraliða. Ákvörðun dómarans um að dæma vítið á Liverpool er afar um- deild óg kvikmyndir, sem teknar voru á vellinum, leiða ekki í ljós að fyrir því hafi verið nein ástæða. Andre Daina, svissneski dómar- inn sem dæmdi vítið á Liverpool, hefur vísað fréttinni á bug. Hann segir að þetta séu svívirðilegar að- dróttanir, sem eigi sér enga stoð í veruleikanum. EITT helsta vígi skæruliða Palestínumanna í Beirút, Sabra-flóttamannabúðirnar, féll í dag í hendur hermanna shíta. Bar- dagar höfðu staðið um búðirnar í tólf daga. Herma fregnir að shítar hyggist jafna búðirnar við jörðu og hafi þegar byrjað að sprengja þær upp. Frá Bekaa-dal, sem er í um 50 km fjarlægð frá Beirút, berast þær fréttir, að herlið Sýrlendinga þar sé í viðbragðsstöðu. Þykir þetta renna stoðum undir getsakir um að Sýrlendingar hafi fallist á að fara með her inn í Beirút og skakka leikinn þar. Amin Ge- mayel, forseti Líbanons, kom í dag frá Damaskus þar sem hann ræddi við Assad Sýrlandsforseta og er talið að hann farið fram á hernaðaraðstoð. Ekki er vitað hve margir féllu í átökum um Basra í dag, en út- varpsstöðvar í Beirút sögðu að 80 skæruliðar Palestínumanna hefðu verið skotnir til bana er þeir reyndu að flýja búðirnar í dögun. Þá er talið að shítar hafi handtek- ið 30 Palestínuskæruliða er búð- irnar féllu. Talsmenn Rauða krossins í Beirút sögðu að hjálpar- sveitir biðu fyrir utan Sabra eftir staðfestingu á því að bardögum væri hætt. Þegar hún fengist færu þær inn í búðirnar til að líkna særðum. Árás á þorp í Pakistan Islanubad, 31. maí. AP. HERÞOTIIR Afgana vörpuðu í dag sprengjum á þorpið Sweer í Pakistan og herma fregnir að a.m.k. tíu manns hafi látið lífið. Sweer er skammt frá landa- mærum Afganistan. Sovétmenn og hermenn leppstjórnar þeirra í Kabúl hafa undanfarna daga haldið uppi öflugri sókn gegn and- spyrnuhreyfingu Afgana í Kun- ar-héraði, sem liggur að landa- mærum Pakistan og er markmið þeirra að loka fyrir leynilega flutninga á vopnum og vistum til andspyrnumanna frá Pakistan. Englendingar verða ekki með í næstu Evrópukeppni BriÍKNe! og Lundúnum, 31. maí. AP. ENSKA knattspyrnusambandið hef- ur ákveðið að knattspyrnulið frá Englandi taki ekki þátt í Evrópu- keppninni í knattspyrnu á næsta keppnistímabili. Núverandi keppn- istímabili lauk á Heysel-velli í Briissel á miðvikudag, en þar urðu hinír hörmulegu atburðir, sem leitt hafa til þessarar ákvörðunar. „Þetta er hræðilegsta ákvörðun, sem ég hef orðið að taka,“ sagði Bert Millichip, formaður enska knattspyrnusambandsins, er hann hitti fréttamenn eftir að hafa átt fund með Margaret Thatcher, forsætisráðherra. Thatcher segir, að hún telji þessa ákvörðun rétta og sé sannfærð um, að breska þjóðin sé sömu skoðunar. Samþykkt knattspyrnusam- bandsins tekur til allra liða á Englandi, en ekki til knattspyrnu- liða annars staðar á Bretlandseyj- um og ekki heldur til landsliðsins, sem nú er að keppa í Mexíkó. Áður en tilkynnt var um ákvörðun enska knattspyrnusam- bandsins hafði John Smith, for- maður Liverpool, greint frá því að liðið tæki ekki þátt í Evrópu- keppninni á næsta keppnistíma- bili. Ríkisstjórn Belgíu ákvað í dag, að banna öllum breskum knatt- spyrnuliðum, jafnt atvinnu- mönnum sem áhugamönnum, að keppa á belgískri grund um óákveðinn tíma. Það var Wilfreid Martens, forsætisráðherra Belgíu, sem skýrði frá þessu eftir fund ríkisstjórnar landsins i morgun, þar sem atburðurinn á Heysel- velli var til umræðu. Rannsókn á kvikmyndum sem teknar voru á knattspyrnuvellin- um hefur nú leitt í ljós, að maður, sem talinn er vera ítalskur, hleypti af skammbyssu á lög- reglumenn, sem voru að kljást við óeirðaseggi á vellinum. Saksókn- arinn í Brussel hefur staðfest að ** v y. — watasg AP/Slmamynd Bert Millichip, formaður enska knattspyrnusambandsins (Lv.), og Ted Crok- er, ritari sambandsins, koma á fundinn þar sem ákveðið var aö Englend- ingar tækju ekki þátt í Evrópukeppni meistaraliða á næsta keppnistímabili. fundist. hafi notuð skothylki úr neyðarbyssu á sama stað á vellin- um og myndin sýnir manninn hleypa af skoti. Skothylki úr ann- arri tegund byssu hafa einnig fundist annars staðar á vellinum. Sjá: „Einnar minútu þögn ... “ á bls. 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.