Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985 Bókin var gagnorð og ítarleg ákæra á þá ömurlegu fásinnu að þurfa að búa undir kommúnisma — og einnig á lífið yfirleitt við aðstæður þar sem svik og hatur fá að naga sálina. Handritið var sent til bóka- útgáfunnar Editions Gallimard í París — og hlaut fljótlega alþjóðlegt iof. Eftir inn- rás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu missti Kundera embætti sitt sem prófessor við kvikmyndagerðarstofnunina í Prag og bækur hans voru bannaðar. Smám saman urðu aðstæður hans honum óbærilegar og hann var hrakinn burt úr ættlandi sínu. Bækurnar sem streymdu út til vest- rænna lesenda næstu árin lystu tilfinning- um og sálarástandi hans. I „Life is Else- where", sem út kom í Bandaríkjunum 1974, kemur fram kaldhæðnisleg könnun á af- leiðingum byltingarkenndra og skáldlegra öfga. „Laughable Ones“ (1974) og „The Farewell Party" (1976) lofsyngja kynlífið, og tvinna saman bæði gáska og samúð. Og í „The Farewell Party" heyrist nýr tónn þegar ein aðalpersónan, Jakob, ákveður að yfirgefa ættjörðina sem hefur verið her- tekin, kemur hann til ókunns lands, lands útlegðarinnar. Þetta var að sjálfsögðu sama sjónarsviðið og blasti við Kundera sjálfum þegar hann yfirgaf Tékkóslóvakíu árið 1975, og þetta var það fyrsta sem ég spurði hann um í viðtali okkar. í nærri 10 ár, frá því þú varst 46 ára, hefur þú búið í Frakklandi. Finnst þér þú vera flóttamaður, Frakki, Tékki, eða að- eins Evrópubúi án sérstaks þjóðernis? „Þegar þýzku menntamennirnir yfirgáfu heimaland sitt og héldu til Ameríku á fjórða áratugnum voru þeir sannfærðir um að þeir gætu seinna snúið aftur heim til Þýzkalands. Þeim fannst þeir aðeins þurfa að vera búsettir erlendis um stund- arsakir. Ég ber hins vegar enga von í brjósti um að geta snúið aftur. Búseta mín í Frakklandi er til frambúðar, og ég er því ekki neinn flóttamaður. Frakkland er nú mitt eina ættland. Mér finnst heldur ekki að ég hafi verið flæmdur burt. Tékkóslóvakía var hluti hins vestræna heims. í dag er landið hluti heimsveldisins í austri. Mér fyndist ég vera mun rótiausari í Prag en í París." En þú skrifar enn á tékknesku? „Ég skrifa ritgerðir mínar á frönsku, en skáldsögurnar á tékknesku, því lífsreynsla mín og hugmyndaflug eru sprottin frá Bæ- heimi, frá Prag.“ Það var Milos Forman sem var jafnvel á undan þér til að kynna Tékkóslóvakíu fyrir almenningi á Vesturlöndum með kvik- myndum á borð við „The Fireman’s Ball“. „Vissulega, hann er ímynd þess sem ég nefni andann frá Prag — hann og hinir tékknesku kvikmyndagerðarmennirnir, Ivan Passer og Jan Nemec. Þegar Milos kemur til Parísar, kemur hann öllum á óvart. Hvernig getur svona frægur kvikmynda- gerðarmaður verið svona alþýðlegur? í París, þar sem jafnvel afgreiðslustúlka í Galeries Lafayette kann ekki að koma eðli- lega fram, getur látleysi Formans verkað ögrandi." Hvernig útskýrir þú „andann frá Prag“? „„Kastalinn" eftir Kafka og „Góði dát- inn Schweik" eftir Jaroslav Hasek eru uppfullar af þessum anda. Einstökum skilningi á raunveruleikanum. Sjónarmið- Hættan sem steðjar að okkur er alræðisheimsveldið um almennings. Sagan skoðuð neðan frá. Ögrandi einfaldleika. Kímni samfara endalausri svartsýni. Taka má sem dæmi Tékka sem sækir um leyfi til að flytjast úr landi. Opinberi starfsmaðurinn spyr hann: „Hvert viltu lae^l ÍM ér líkar mjög vel við Tol- stoy. Hann fellur mun ur inn í nútímann en Dostoyevsky. Tolstoy varð hugsanlega fyrstur til að skilja hið fárán- lega í hegðan mannsins. Hlutverk heimskunnar — en umfram allt það óskýranlega í ósjálfráð- um gjörðum mannsins sem hann ræður ekki við. fara?“ „Það skiptir engu máli,“ svarar maðurinn. Honum er rétt hnattlíkan. „Vildir þú gjöra svo vel að velja." Maður- inn virðir hnattlíkanið fyrir sér, snýr því hægt og segir svo: „Eigið þér annað hnatt- líkan?““ Fyrir utan rætur þínar í Prag, hvaða önnur bókmenntaáhrif hafa mótað þig? „Fyrst af öllu rithöfundarnir Rabelais og Diderot. í mínum augum er upphafs- maðurinn, konungur franskra bókmennta, Rabelais. Og Diderot flytur anda Rabelais inn á átjándu öldina í bók sinni „Jacques le Fataliste". Það má ekki láta blekkjast af því að Diderot var heimspekingur. Það er ekki unnt að líta á bókina sem einhverja heimspekilega umfjöllun. Hún er leikur með hæðni. Frjálsasta skáldsaga sem skrifuð hefur verið. Frelsið gert að skáld- sögu. Ég hef nýlega fært söguna í leikbún- ing. Susan Sontak setti leikritið upp í Cambridge, Massachusetts undir heitinu „Jacques and His Master“.“ Aðrar rætur þínar? „Mið-Évrópu-skáldsagan frá þessari öld, Kafka, Robert Musil, Hermann Broch, Witold Gombrovicz. Þessir rithöfundar eru dásamlega tortryggnir á það sem André Malraux nefnir „lýrískar tálmynd- ir“. Tortryggnir á tálmyndir varðandi framfarir, tortryggnir á smjaður vonar- innar. Ég er sammála þeim um að harma hnignunina á Vesturlöndum. Það er ekki viðkvæmur tregi. Hann er kaldhæðnisleg- ur. Og þriðja rót mín: nútímaskáldskapur í Tékkóslóvakíu. Hann hafði mjög þrosk- andi áhrif á ímyndunarafl mitt.“ Var Jaroslav Seifert meðal þeirra nú- tímaskálda sem höfðu áhrif á þig. Átti hann skilin Nóbelsverðlaunin sem hann hlaut 1984? „Hann verðskuldaði þau sannarlega. Sagt er að hann hafi fyrst verið tilnefndur til Nóbelsverðlauna 1968, en dómnefndin var forsjál; hún óttaðist að ef hún veitti honum verðlaunin mætti líta á það sem samúðaryfirlýsingu í garð lands sem ný- lega hafði verið hernumið. Verðlaunin komu of seint. Of seint fyrir tékknesku þjóðina, sem hafði verið auð- mýkt. Of seint fyrir tékkneska ljóðlist, sem hafði staðið á hátindi löngu fyrr. Of seint fyrir Seifert, sem er 83 ára. Sagt er að þegar sænski sendiherrann kom að sjúkrarúmi hans til að segja honum frá verðlaunaveitingunni, hafi Seifert horft á hann lengi. Loks sagði hann dapur í bragði: „En hvað hef ég núna að gera við allt þetta fé?““ Hvað um rússneskar bókmenntir? Snerta þær þig enn, eða hafa pólitísku at- burðirnir frá 1968 vakið hjá þér andúð á þeim? „Mér líkar mjög vel við Tolstoy. Hann fellur mun betur inn í nútímann en Dosto- yevsky. Tolstoy varð hugsanlega fyrstur til að skilja hið fáránlega i hegðan mannsins. Hlutverk heimskunnar — en umfram allt það óskýranlega í ósjálfráðum gjörðum mannsins sem hann ræður ekki við. Lestu aftur kaflann næst á undan láti Önnu Karenínu. Hvers vegna fyrirfór hún sér án þess að vilja það í raun og veru? Til að finna ástæðurnar, sem eru fáránlegar og óljósar, bregður Tolstoy upp mynd af straumunum i vitund Önnu. Hún er í hestvagni; götumyndirnar blandast í huga hennar órökréttum og sundurleitum þankabrotum. Sá sem fyrstur kom fram með eintal sálarinnar var ekki Joyce, held- ur Tolstoy á þessum fáu blaðsíðum úr Önnu Karenínu. Það er sjaldan viður- kennt. Vegna þess að sögur Tolstoy eru illa þýddar. Eg las eitt sinn þennan kafla í franskri þýðingu. Ég varð undrandi. Það sem í upprunalega textanum er órökrétt og sundurleitt verður rökrétt og skynsam- legt í frönsku þýðingunni. Eins og ef síð- asti kaflinn í „Ulysses" eftir James Joyce væri endursaminn — rökréttum greinar- merkjum bætt. inn í langt eintal Molly Bloom. Því miður, þýðendurnir okkar svíkja okkur. Þeir þora ekki að þýða það sem er frábrugðið í texta okkar — þetta óvenju- lega, frumlega. Þeir óttast að gagnrýnend- urnir saki þá um slæma þýðingu. Til að vernda sjálfa sig, gera þeir lítið úr okkur. Þú getur ekki ímyndað þér hve miklum tíma ég hef varið til að leiðrétta þýðingar á bókum mínum." Þú talar af hlýhug um föður þinn í „The Book of Laughter and Forgetting". Faðir minn var píanóleikari. Hann hafði mikið dálæti á nútímatónlist — á Strav- insky, Bartók, Schoenberg, Janacek. Hann barðist ákaft fyrir því að Leos Janacek hlyti viðurkenningu sem listamaður. Jan- acek er heillandi nútímatónskáld, óvið- jafnanlegur, og honum verður hvergi skip- að í flokk með öðrum. Ópera hans „From the House of the Dead“, sem er um þrælk- unarbúðir og byggð á skáldsögu Dosto- yevskys, er stórbrotin framtíðarsýn, eins og „The Trial" eftir Kafka eða „Guernica" eftir Picasso. Þessa erfiðu tónlist lék faðir minn í svo til mannlausum tónleikasölum. Sem drengur fyrirleit ég það fólk sem vildi ekki hlusta á Stravinsky, en klappaði Tchai- kovsky og Mozart lof í lófa. Ég er enn jafn heillaður af nútímalist; þetta er tryggð mín við föður minn. En ég neitaði að feta í fótspor hans sem tónlistarmaður. Ég kunni að meta tónlist, en mér líkaði ekki við tónlistarmenn. Mér varð flökurt við tilhugsunina um að eyða lífi mínu meðal tónlistarmanna. Þegar konan mín og ég yfirgáfum Tékkóslóvakíu, gátum við aðeins tekið ör- fáar bækur með okkur. Meðal þeirra var „The Centaur” eftir John Updike, bók sem snerti mig djúpt — þjáningarfull ást á föðurnum, sem hefur verið lítillækkaður og bugaður." í „The Book of Laughter and Forgett- ing“ tengir þú minninguna um föður þinn Flugleiðir hefja áætlunarflug til Bergen í Vestur-Noregi FLUGLEIÐIR hófu áætlunarflug til Bergen í Vestur-Noregi I. júní sl., en þangað hefur ekki verið flogið reglu- bundið frá fslandi um árabil. f sumar verður flogið til Bergen á hverjum laugardegi og hugsanlega verður flogið þangað allan ársins hring síðar meir, ef flugið gengur að óskum. Markaðsrannsóknir Flugleiða hafa leitt í ljós að grundvöllur hefur skapast fyrir því að taka upp beint áætlunarflug til Bergen. Bæði munu farþegaflutningar á flugleiðinni milli fslands og Nor- egs vera að síaukast og einnig munu Bandaríkjamenn hafa mik- inn áhuga á því að nota sér þann möguleika að fljúga með Flugleið- um til Bergen með viðkomu á ís- Svipmynd frá Bergen. MorgunblaðiS/Júlfus landi. Þá hafa fulltrúar ferðamála í Bergen sýnt fluginu mikinn áhuga og er fjöldi ferða til og frá Bergen þegar bókaður, að sögn Sæmundar Guðvinssonar, blaða- fulltrúa Flugleiða. Sumarhús í Harðangursfirði f tengslum við áætlunarflugið, bjóða Flugleiðir farþegum sínum upp á ýmisskonar ferðaþjónustu. Hægt er að leigja bíl í Bergen en skilja hann eftir I Osló og fljúga þaðan beint heim. Slíkur „ferða- pakki“, flug og bfll, kostar frá kr. 14.926 á mann og er þá miðað við vikutíma. Þá bjóða Flugleiðir upp á dvöl í sumarhúsum í Harðangursfirði sem liggur skammt fyrir sunnan Bergen, og er talinn eitt vinsæl- asta og þekktasta ferðamanna- svæðið í Vestur-Noregi. Flug og gisting í slíku húsi f viku kostar frá kr. 15.347. á mann. Flugleiðir hafa einnig gert sérsamninga við nokkur hótel í Bergen, fyrir far- þega félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.