Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 34
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 9. JUNÍ 1985 34 B fclk í fréttum BJÖRN ÁRNASON FAGOTTLEIKARI + KN ATTSP YRNUÞ J ÁLF ARI Gott ad vera í tveimur svona ólíkum störfumu Efri myndin er af Birni meft fagottinn, en Björn var 16 ára gamall er hann byrj- aði að læra á hann. Björn Árnason þekkja ef- laust margir sem fagott- leikara annaðhvort með íslensku hljómsveitinni, úr óperunni, Þjóðleikhúsinu eða sem kennara sinn en svo eru enn aðrir sem þekkja hann sem þjálfarann í knattspyrnu hjá Víkingi eða Þór. Hvernig skyldi það annars fara saman að hafa það að at- vinnu að vera fagottleikari og hinsvegar þjálfa knattspyrnu- menn? — Ég tel að það sé afskaplega gott að vera í tveimur svona ólíkum störfum. Hvort tveggja eru streituvaldandi, en það er samt ákveðin afslöppun fólgin i því að koma úr hljómsveitar- gryfjunni og fara út að æfa með hressum strákum og svo öfugt. Þetta gat þó verið dálftið tvf- sýnt þegar ég var að þjálfa Þór á Akureyri. Það gat komið fyrir að ég þurfti að fara norður og koma strax aftur til að spila en þá byrjaði að snjóa eða blása f öfuga átt. Ég varð þá að treysta á góða kunningja f hljómsveit- inni sem hlupu undir bagga með mér. — Byrjaðirðu strax sem strákur að leika á fagott? — Nei, ég var sextán ára þeg- ar ég byrjaði. Ég hafði eignast plötu með fagottleik nokkru áð- ur og vanist hljóðfaerinu. Að sjálfsögðu var poppið þó efst á tista á þessum tíma, en upp úr þessu fór ég meira að kaupa klassiska tónlist og á þessum ár- um tíðkaðist það aö vikukaupið færi í plötukaup. Ég fór f Tón- listarskólann og lauk þaðan ein- leikaraprófi ’76 og árið áður blásarakennaraprófi. Að því loknu lagði ég leið mína til Vfn- arborgar og nam þar við sam- nefndan háskóla fagottleik auk þess að vera á knattspyrnunám- skeiðum f frístundum á vegum austurríska knattspyrnusam- bandsins. Ég fylgdist einnig með æfingum hjá Austria Wien sem á þessum tima var á toppnum í Evrópu og það var afskaplega lærdómsríkt og gaman að geta fylgst með þeim. — Hvenær vaknaði áhuginn á knattspy rnunni ? — Eg bjó f vesturbænum, nánar tiltekið á Hringbrautinni á móti Framnesvellinum. Þarna var ég sem smápolli að fylgjast með mönnum eins og Þórólfi Beck, Ellert B. Schram og fleir- um sem ég fékk svo reyndar tækifæri til að leika með seinna, eða 1968 og var þá langyngstur. Sá tími var mjög eftirminni- legur og góður skóli að fá að kynnast og leika með þessum mönnum. — En hvernig er þá fyrir KR-ing að þjálfa fyrir Víking? — Mér finnst mjög gaman að þjálfa fyrir þá þó það sé mjög strembið verkefni. Liðið hefur að undanförnu misst marga góða menn en eftir sitja líka efnilegir strákar sem með tíð og tfma geta orðið verulega gott lið. Allt er nú til í henni veröld Hver maöur hefur sinn smekk. Þannig skreytir myndhöggvarinn Malin F. í París bílinn sinn. Anna Níssels, fréttaritari Mbl. í Parts, gekk fram hjé hon- um og smellti af þessari myndl Fyrir Wham!- aðdáendur Þessi mynd var tekin af David Cassidy og konu hans, Meryl Tanz, George Michael og vinkonu hans, Pat Fern- andes þar sem þau voru einhvers staðar á veitingastað að rabba um daginn og veginn. Við birtum þessa mynd sér- staklega, ef Wham-aðdáendur hefðu gaman af að líta George Michael og vinkonu hans. LITIÐ INN í UPPTÖKUSAL „Fastir liöir eins og venjulega“ essa dagana standa yfir tökur á sex þátta fram- haldsmyndaflokki sem sjónvarpið er að láta gera. Vinnuheitið á þáttaröðinni er „Fastir liðir eins og venjulega" og fjalla þeir um líf þrennra hjóna. Þetta á að vera léttur fjölskylduharmleikur og er handritið samið af þeim Eddu Björgvinsdóttur og Helgu Thorberg en leikstjórinn, Gísli Rúnar Jónsson, aðstoðaði einnig við handritsgerð. Viðar Eggertsson er aðstoðarleikstjóri, upptöku stjórnar Viðar Vík- ingsson, leikmynd gerir Gunnar Baldursson en með aðalhlutverk fara Arnar Jónsson, Hrönn Stein- grímsdóttir, Júlíus Brjánsson, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Jóhann Sigurðsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Bessi Bjarnason. Alls koma um 30 leikarar við sögu. Ætlunin er að þættirnir líti dagsins ljós þegar fer að vetra en þangað til er nánari skilgreining á inni- haldi þáttanna hernaðarleyndarmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.