Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JpNl 1985 r 1 EFLAUST hafa floatir þeir aam fylgjas* mei popptónliat og hljóm- plötuútgáfu heyrt minnat á gull- og platinuplötur, en ekki er eina víat aö allir viti hvaö um er aó ræöa. Plötur þessar eru í Bandaríkjun- um veittar af Recording Industry Association of America (RIAA), sem er aö því er mér skilst einskonar Samband hljómplötuútgefenda í Bandarikjunum. Þeir sem aó útgáfu þessara platna standa kjósa aó kalla þetta verölaun eða viöurkenn- ingar, en rétt er aö taka fram aö í þessum viöurkenningum felst ekk- ert listrænt mat, heldur er hér ein- ungis um aö ræöa viöurkenningu J fyrir góöa sölu viökomandi platna. Þá er og lika rétt aö þaö komi fram aö sum útgáfufyrirtæki hafa kosiö aö vera ekki meö í þessum verö- launaveitingum og má í því sam- í bandi benda á aö Motown stóö lengi vel þar fyrir utan, en fyrirtæki j þetta seldi plötur í milljónavis á sjöunda áratugnum. Fyrsta gullplatan sem veitt var, Ivar meö iaginu Catch a Falling Star, sem flutt var af Perry Como og mun | þaó hafa veriö áriö 1958 sem þaö Ivar. Þá voru reglurnar þannig aö annaó hvort litlar eöa stórar plötur i þurftu aö seljast fyrir andviröi millj- ón dollara á heildsöluveröi til aö .’ hljóta gull fyrir. En þar sem plötu- salan jókst svo mjög á sjöunda ára- tugnum, jafnframt því sem gengi dollara féll, var þetta allt oröin hálf- gerö hringavitleysa, þegar kom fram á áttunda áratuginn. Þann 1. janúar 1976 gengu því í gildi nýjar reglur varðandi þessa út- hlutun og þá var loks litlum og stór- um plötum skipt í tvo sjálfstæöa flokka. Til þess aö stór plata, sem gefin er út eftir 1975, fái gullplötu þarf hún aó seljast í aö minnsta kosti 500.000 eintökum og heild- söluveröiö veröur aö minnsta kosti aö ná einni milljón. Kassettur og tvöföld albúm teljast sem ein plata. Til þess aö lítil plata fái gull þarf hún aö seljast í aö minnsta kosti milljón eintökum en svokallaðar tólf- tommuplötur teljast sem tvær. Áriö 1976 var svo tekiö upp á því i fyrsta skipti aö veita platínuplötur. þungA MIÐJAN GUNNLAUGUR SIGFÚSSON ull og platína en til þess aö fá þær þurfa plötur aö seljast í aö minnsta kosti einni millj- ón eintaka og verömæti til framleiö- anda þarf aö ná tveimur milljónum. Platinusmáskífur þurfa aö seljast i tveimur milljónum eintaka. Fyrst allra hljómsveita til aö fá platínu- plötu varö Eagles og þá fyrir plötu sína, Their Greatest Hits, en fyrsta platínusmáskífan var Disco Lady meö Johnnie Taylor. í byrjun árs 1980 breyttust svo reglurnar smávægilega og þá á þann hátt aö RIAA bætti viö 60 daga biötíma eftir útgáfudag. Þetta var gert til þess aó útgefendur gætu ekki dreift plötu í milljóna upptagi, mót af réttum plötum. Eitt enn. Þaö má oft sjá þaö augl- ýst í erlendum tónlistarblööum aö þessi og þessi plata, sé tvöföld, þreföld, fjórföld eöa ég veit ekki hvaö-föld gull- eöa platínuplata. Slíkt er ekki til og einungis búiö til af þeim sem auglýsa vöruna. RIAA veitir aöeins eina gullplötu og eina platínuplötu á hvern þann plötutitil sem unniö hefur til þess. Hér aö framan hefur veriö getiö þeirra reglna sem í gildi eru í Bandaríkjunum hvaö varöar gull- og platínuplötur. j Bretlandi og raunar víöast hvar annars staöar eru plötur sem þessar veittar fyrir Tina Turner tekur viö gullplðtufn. sem svo kannski seldist ekki sem skyldi og væri skilaö inn aftur. Þá er þaó einnig í reglunum aö hljóm- plötufyrirtækin þurfa aö sækja um útnefningu fyrir hverja einustu plötu sem selst hefur yfir settum mörk- um. Gull- og platínuplöturnar sjálfar eru geróar úr málmmótum þeim sem notuö eru þegar plötur eru pressaöar og eru þær þá bara gyllt- ar eöa silfraöar, eftir þvi sem viö á. Plötur þessar eru því í raun einskis virði, peningalega séö, og þaö sem er kannski enn hjákátlegra er aö þaö eru ekki einu sinni alltaf notuö góöa sölu og ræöst þaö þá af stærö markaösins hversu margar plötur þurfa aö vera á bak vió hverja eö- almálmsplötu. Þá er og í sumum löndum einnig veittar silfurplötur. Hér á islandi hefur lítið veriö gert af því aö veita plötur sem þessar en þaö var þó reynt á tímabili en engar fastar reglur er mér kunnugt um aö settar hafi veriö. Þaö var Hljóma- útgáfan sem reið á vaöiö meö aö veita listamönnum sínum þessa viö- urkenningu, en þeir voru jafnframt flestir (þ.e. listamennirnir) eigendur útgáfunnar, þannig aö í raun voru þeir bara aó verölauna sjálfa sig. FRÉT71R AF LÖGGUM ÞAD hefur veriö mikið um þaö rætt og ritaö upp á síökastiö hvort aö hljómsvitin Police sé lífs eöa liöin. Bresku tónlistarblööin hafa þrá- stagast á því aö undanförnu aö hljómsveitin sé hætt og liösmenn hennar hafa ekki haft viö aö bera þær sögur til baka og reyna aö koma fólki í skilning um aó þeir séu aöeins í löngu, ótímasettu fríi. Þó svo aö ekki komi ný stúdíó- plata frá þeim þremeningum þá má alltaf búast viö aö þeir sendi frá sér hljómleikaplötu en slík plata ku hafa veriö lengi á döfinni. Þetta er þó fremur getgáta en hitt, þó er víst aö meölimir Police hafa ekki setiö auöum höndum upp á síö- kastiö. Sting mun t.d. þann 17. júní næstkomandi senda frá sér sína fyrstu sólóskífu og kemur hún til meö aö heita The Dream of the Blue Turtle. Sjálfur sér hann um söng á henni auk þess aö leika á gítar en í liö meö honum hafa sleg- ist nokkrir valinkunnir menn, sem einkum eru þekktir úr jazzheimin- um. Má þar nefna trommuleikar- ann Omar Hakim, sem leikiö hefur meö Weather Report, en auk þess spilar hann á „Tonight" sem Bowie sendi frá sér í fyrra og hann kemur víst líka eitthvaö viö sögu nýju Dire Straits-plötunnar. Nú þá er aö nefna bassaleikarann Darrell Jon- es, sem leikiö hefur meö Miles Davis, hljómborösleikarann Kenny Kirkland og saxófónleikarann Branford Marsalis, en hann hefur m.a. leikiö meö bróöur sínum Wynton Marsalis. Art Blakey og Miles Davis og rétt er aö taka þaö fram aö Branford er einn af efni- legri saxófónleikurum sem komiö hafa fram á sjónarsviöiö á undan- förnum árum. Stewart Copeland trommuleik- ari Police hefur nýlega sent frá sér plötu og myndband sem nefnast The Rhythmatist. Myndin er tekin í Zaire og Kongó og mun hann, aö minnsta kosti aö hluta til, njóta aö- stoóar afríkanskra tónlistarmanna. Ein sagan enn úr Police-herbúö- unum er sú aö Andy Summers gít- arleikari sé staddur í Japan, þar sem hann sé aö reyna aö koma saman rokkhljómsveit meö þar- lendum spilurum. Engin staöfest- ing hefur fengist á því og raunar þykir þaö heldur ótrúlegt en hins vegar má eiga von á öilu frá Summers og af hverju ekki aö | spila meö Japönum eins og hann gat spilaö meö Neil Sedaka, áöur en hann gekk til liös viö Police. AMERÍSK ENDURREISN ÞAÐ HEFUR nú ekki beint veriö hægt aö hrópa húrra fyrir banda- rískri popptónlist síóustu ára, aö minnsta kosti ekki þeirri sem hvaö mest hefur borið á á vinsældalist- um. Þaó var upp úr miöjum áttunda áratugnum sem fór fyrst aö bera verulega á einhverri deyfð í popp- tónlistinni vestan hafs. Þá hættu nokkrar af bestu hljómsveitunum, eins og t.d. The Band og Little Feat og ekki var nóg meö aó þeir síöarnefndu hættu heldur lést einnig aöalmaöur hljómsveitarinn- ar, gitarleikarinn, söngvarinn og lagasmiöurinn Lowell George. Byrds voru hættir og þaö kom aö þvi aö Roger McGuinn fyrrum for- sprakki þeirrar sveitar fór aö gera ósköp venjulega hluti og loks nauöa ómerkilega hluti. Gram Parsons og Jim Morrison voru látnir og John Fogerty hvarf af sjónarsviöinu um tíma. Þaö er nánast hægt aö tíma- setja hvenær þessi deyfö færöist yfir, en þaó var um svipaö leyti og Víetnam-stríöiö endaöi, en þá var sem einhver værö færóist yfir Bandaríkjamenn. Þeir kusu sér fremur liflausan forseta og þaó var sem allir væru sáttir viö allt og alla. Ekki var þó allt jafn ómerkilegt sem var aö gerast i bandarísku poppi. Bruce Springsteen kom fram á sjónarsviöiö og Neil Young hélt áfram aó senda frá sér góöar plötur og virtist þá gilda einu fyrir hann hvort skífur hans heföu ein- hverja sölumöguleika eöur ei. Þaö voru starfandi menn eins og Tom Waits, Alex Chilton o.fl., sem voru aö gera athyglisveróa hluti þrátt fyrir aö sjá mætti fyrir aó plötur þeirra myndu ekki seljast mikió. Á sama tíma komu upp hljómsveitir eins og Kiss, Aerosmith, Foreigner Toto, Journey o.fl. o.fl. Þessar hljómsveitir höföu vissuleqa á aö skipa góöum hljóöfæraleikurum en þaö vantaöi yfirleitt alla sál í leik þeirra. Sumir hafa raunar haldiö þvi fram aö tónlistin hafi ekki leng- ur komiö innan frá, þ.e.a.s. frá hljóöfæraleikurunum sjálfum, heldur hafi þeir einungis veriö aö leika eftir pöntunum skrifborös- kalla hjá hljómplötufyrirtækjunum stóru. Smábylgja hressilegrar tónlistar reis upp í Bandarikjunum í kring- um 1977 en þó var hún mjög staö- bundin og einkum bundín viö New York. Þaöan komu á þeim tíma at- hyglisveröir listamenn eins og Patti Smith, Television, Blondie, Ram- ones, Talking Heads o.fl. Einungis Talking Heads hafa náö aö haida velli fram á þennan dag. Aö visu eru Ramones enn aö en þrátt fyrir aö þeir séu allir hressilegir hefur tónlist þeirra ekki þróast neitt aö ráöi. Áriö 1980, eöa þar um bil, kom svo videóiö til sögunnar og þá var ekki lengur nóg aö gera tónlist sem engan særöi, eöa ég leyfi mér aö segja snerti, heldur uröu menn nú líka aö fara aö gera viö lög sin góöar myndir til þess aö ýta enn frekar undir sölu á plötum sínum. Vegna þess hefur þeirri spurningu einmitt oft veriö varpaö fram nú á siöari árum hvort sé oröiö mikil- vægara tónlistin eöa myndirnar sem henni fylgja. Hversu oft hefur maöur ekki heyrt sagt: „Mynd- bandiö meö þeim var ansi gott en ég man nú ekki almennilega hvern- ig lagiö var.“ Nú á síöustu tveimur árum hefur töluverö breyting oröiö á hvaö kemst á vinsæidarlista í Bandaríkj- unum og i staó þarlendra hljóm- sveita og söngvara, eru þaö nú út- lendingar og þá mest Bretar, sem nær einoka listana. Fyrir tveimur eöa þremur vikum voru til dæmis ekki nema tvö bandarísk lög meö- al tíu vinsælustu laganna. Þaö er nú ekki svo aö í jafn stóru landi og Bandaríkin eru, sé ekki framleidd önnur tónlist en sú sem kemst á vinsældarlista. Mikiö af efnilegum og góöum hljómsveit- um hafa veriö starfandi þar ailt þetta deyföartímabil. Þær hafa bara fengiö náö fyrir augum stóru hljómplötufyrirtækjanna. Þaö hafa veriö litiu sjálfstæöu fyrirtækin, sem hafa yfir litlu fjármagni aö ræða, auk þess sem dreifingarkerfi þeirra eru sum hver ófullkomin, sem hafa gefið út þessar plötur og þrátt fyrir allt hafa sumar þessar plötur selst í ótrúlega stórum upp- lögum miöaö viö þá auglýsingu sem þær hafa fengiö. Hljómsveitin X, sem gaf út plötur sínar hjá Slash, seldi t.d. svo mikiö af plöt- um aö Elektra, sem er hluti af WEA keöjunni, geröi viö þau samning. Síöan hefur fremur hallaö undan fæti en hitt hjá þessari hljómsveit,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.