Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNl 1985 B 7 Hall«ytialMt|aman á Bayauxraflin- um 1066 Halaatjarnan 1910 1759. Halley var þá látinn. Nú gátu vísindamenn í fyrsta skipti verið vissir um að hala- stjarna kynni að nálgast jörðina með ákveðnu millibili. Upp frá þessu hefur umrædd halastjarna alltaf verið kennd við Halley. MÓÐURSÝKI Eftir uppgötvun Halleys hætti fólk að líta á halastjörnur sem guðlega viðvörun og hótun, en ótti af öðrum toga skaut þá upp kollin- um: hvað mundi gerast ef þetta dularfulla, risastóra himnafyrir- bæri rækist á jörðina? Móðursýki greip um sig 1835 þegar ny Halleyhalastjarna nálg- aðist. Aður en hún birtist átti þekktur franskur stjörnufræðing- ur, Lalande, að halda fyrirlestur um halastjörnur í Vísindaaka- demíunni í París, en af einhverj- um ástæðum var fyrirlestrinum aflýst. Sá orðrómur komst á kreik að lögreglan hefði bannað að fyrir- lesturinn yrði fluttur. Staðhæft var að Lalande hefði reiknað út að halastjarnan mundi rekast á jörð- ina. Því var haldið fram að hann hefði ætlað skýra frá þessu í fyrir- lestrinum og spá heimsendi. Halleyhalastjarnan birtist síð- aði stöðugt á himinhvolfinu. Framtakssamir lyfsalar aug- lýstu „halastjörnupillur“ og önnur lyf, sem mætti nota sem mótefni gegn eitri halastjörnunnar. Þetta voru aðeins sykurpillur og heima- tilbúin saft, en fólk stóð í biðröð- um til að verða sér úti um þessi undralyf og þau voru keypt fyrir hvaða verð sem upp var sett. Þennan dag, 18. maí 1910, hvarf hræðslan við halastjörnuna skyndilega. Almenningur læknað- ist að vísu ekki alveg af hræðsl- unni, en stjörnufræðingar öðluð- ust meiri þekkingu á raunverulegu eðli halastjörnunnar. NASA EKKI MEÐ Halastjörnur eru mikilvægar vegna þess að þær eru leifar fyrri sólkerfa. Þær hafa breytzt tiltölu- lega lítið síðan reikistjörnurnar mynduðust, því að þær eru í „frysti". Þær veita vísindamönnum vitn- eskju um eðli og samsetningu hinna fornu gasskýja, sem mynd- uðu sólina, um sjálfa myndun sól- arinnar og þróun þeirrar myndun- ar og fæðingu sólkerfis okkar. Halleyhalastjarnan nálgast nú jörðina óðfluga og fer rétt fram hjá sólinni 1986. Þegar það gerist fer floti geimskipa til móts við hana. Þetta er spennandi viðfangsefni, en þótt undarlegt megi virðast munu starfsmenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, sem tryggt hafa Banda- ríkjamönnum yfirburði í könnun geimsins í tæp 20 ár, ekki skjóta geimfari í átt til Halleyhala- stjörnunnar vegna niðurskurðar á fjárlögum. Hins vegar bendir allt til þess að Bandaríkjamenn verði fyrstir til að skjóta geimfari gegnum slóða halastjörnu, að vísu annarr- ar halastjörnu en Halleys. Því veldur heppni, því að upphaflega var þetta ekki ætlunin. í desember 1983 náðu hámarki flóknar tilraunir vísindamanna í Japanir akjóta Sakigaka. aða Frumherjanum sem tekur þétt í könnur Hallayhalastjörnunnai Hallayhalastjarnan yfir Jarúsamlam 66 a.Kr. ast 1910 í samræmi við útreikn- inga Halleys. Þá eimdi enn eftir af ótta manna við halastjörnur. Þá var raunveruleg ástæða til að óttast. Stjörnufræðingar höfðu reiknað út að jörðin færi í gegnum slóða halastjörnunnar. Allt byggðist þetta á misskiln- ingi og röngum útreikningum, en hinar röngu upplýsingar síuðust út. Brátt taldi fólk sig hafa vissu fyrir því að slóði halastjömu Hall- eys samanstæði af hreinni blá- sýru. Hætta var talin leika á því að þetta banvæna eiturský mundi umlykja jörðina. Halastjörnuóttinn var mestur í vesturríkjum Bandaríkjanna. Þar flýttu kaupahéðnar sér að græða á hræðslu fólks. Málningavöruverzl- anir auglýstu þéttiefni. Fólk þétti glugga og hurðir til að bægja burtu hinu banvæna eiturgasi um leið og Halleyhalastjarnan stækk- því skyni að stýra geimfari í geimnum, þegar ISEE-3 (Inter- national-Sun-Earth-Explorer) var beint í átt til halastjörnunnar. ISEE-3 var skotið 1978 í allt öðr- um tilgangi. Geimfarið var smíðað til að kanna áhrif sólarinnar á ytri lög gufuhvolfs jarðar og fylgjast með þeim. Þótt það sendi mikilvægar upplýsingar lögðu nokkrir vís- indamenn á ráðin um hvernig þeir gætu orðið á undan vísinda- mönnum annarra geimferðaþjóða í kapphlaupinu til Halleyhala- stjörnunnar. KAPPHLAUP Tvö geimfaranna, sem taka þátt í þessu kapphlaupi, kallast Vega og eru rússnesk. Þeim hefur þegar verið skotið í átt til Venusar, sem Stefnumótiö viö Halleyhala- stjörnuna. Giotto er næst ó teikn- ingunni, en halastjörnugeimför Rússa og Japana sjóst í fjarska, til vinstri ó teikningunni. Halley- halastjarnan fer rótt fram hjó Venusi, sem sést neöst til hægri. „Rekst stóra halastjarnan, sem nólgast óöum, ó jöröina?" Brezkt auglýsingaspjald fró 1910. Hallayhalastjaman þegar hún birtist 7. maí 1910. Halleyhala- stjarnan þegar pófi bannfæröi hana 111 sam- kvæmt teikn- ingu fró 1546.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.