Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985
LEIÐTOGAR
PILAGKIMAK
Mekka orðin
hið mesta ein-
okunarbæli
Fast er nú sótt að yfirráðum
hinna valdamiklu fjölskyldna
í Saudi-Arabíu yfir einni merk-
ustu stofnuninni í íslömskum sið,
Haj-pílagrímsferðunum til hinna
heigu borga Mekka og Medína,
sem á þessu ári verða í september.
Pílagrímarnir eru vanalega á
fjórðu milljón talsins og sem
gæslumenn borganna sjá Saudi-
Arabar um móttökurnar. Ef ekki
verður fundin lausn á ágreiningn-
um fyrir haustið er hætta á, að þá
geti komið til alvarlegra vand-
ræða.
Óánægjan og ágreiningurinn er
jafnt um trúmál sem fjármál.
Ráðandi stéttir í Saudi-Arabíu til-
heyra Wahabi-söfnuðinum, hrein-
trúarsöfnuði, sem um eitt prósent
múhameðstrúarmanna aðhyllist,
og mörgum pílagrímnum líkar
ekki að þurfa að beygja sig undir
siði þessa safnaðar. Óánægjan
með fjármálin stafar af verð-
hækkunum, sem Saudi-Arabar
Íuii TL_ _
iyi 11
Pílagrímar þyrpast að helgasta musterinu í Mekka.
ákváðu nýlega. Hótelkostnaður
hefur tvöfaldast, heimsóknargjöld
hækkað og flugstöðvarskatturinn
getur numið rúmlega 8000 kr. á
hvern pílagrím. Þeir eru hinsveg-
ar flestir bláfátækir menn, sem
skiljanlega eiga erfitt með að
standa undir þessum þungu álög-
um.
Róttækasta krafan er sú, að
Saudi-Arabar hætti alveg að hafa
umsjón með Haj-pílagrímsferðun-
um og að alþjóðlegri nefnd verði
falið að sjá um þær. Til að ræða
þetta mál fór sendinefnd skipuð
trúarleiðtogum, einkum pakist-
önskum, á fund Fahd konungs nú
Framverðirnir
hans De Gaulle
fóru f hundana
Fyrir nokkrum vikum voru sex
menn dæmdir til langrar
fangelsisvistar í Frakklandi fyrir
að hafa myrt heila fjölskyldu í
Marseille og þar á meðal átta ára
gamian dreng. Með dóminum var
jafnframt sungið síðasta versið í
sálminum um SAC-sveitirnar, úr-
valslið de Gaulle, hershöfðingja,
sem einu sinni voru í miklum met-
um en breyttust síðar í hreinrækt-
uð glæpamannasamtök.
Réttarhöldin í Aix-en-Provence
stóðu í þrjár vikur og lauk með
því, að sex foringjar í SAC-sveit-
unum voru dæmdir í lífstíðarfang-
elsi og þrír aðrir í 15—20 ára fang-
elsi fyrir að hafa myrt yfirboðara
sinn í lögreglunni og fimm menn
aðra, sem voru í húsi hans þegar
þeir brutust inn. Ekkert fór á milli
mála um sekt mannanna en þrátt
fyrir það er raunveruleg ástæða
fyrir morðunum enn heldur óljós.
Morðingjarnir voru að leita að
tösku með skjölum, sem yfirboðari
þeirra, lögregluforinginn Jacques
Massie, sem var 44 ára gamall,
hafði hótað að birta ef hann yrði
sviptur stöðu sinni sem yfirmaður
SAC á Marseille-svæðinu. Hallast
menn helst að því, að í skjölunum
hafi verið upplýst, að SAC-sveit-
irnar sjálfar hafi staðið að baki
ýmsum sprengingum, sem eignað-
ar höfðu verið hryðjuverka-
mönnum.
Jean-Joseph Maria, sköllóttur
maður, sem kallaður var „Kojak“
og ætlaði sjálfum sér embætti
Massie, þverneitaði því fyrir rétt-
inum að hafa skipað fyrir um
morðin en kviðdómurinn fann
hann samt sekan og dæmdi hann í
fangelsi ævilangt.
Hinir fimm sakborningarnir
undir forystu Lionels Collard,
fyrrum fallhlífahermanns í Út-
lendingahersveitinni, ruddust
vopnaðir skammbyssum og hand-
sprengjum inn á heimili Massies í
Auriol, einu úthverfi Marseille-
borgar, aðfaranótt 18. júlí árið
1981. 1 húsinu voru þá eiginkona
Massies, átta ára gamall sonur
þeirra, unnusti systur Massies og
foreldrar húsmóðurinnar. Byrjuðu
mennirnir á því að binda fólkið og
kefla og settust síðan niður til að
bíða eftir Massie. Þegar þeir urðu
þess hins vegar varir, að kona
hans þekkti einn þeirra, tóku þeir
til við morðin.
Mennirnir kyrktu allt fólkið,
eitt af öðru, og drengurinn, sem
var sofandi, var drepinn með
karate-höggi og síðan stunginn.
Massie var drepinn þegar hann
kom heim til sín klukkan þrjú um
nóttina og síðan var farið með lík-
in og þau falin í helli.
SAC var stofnað þegar de
Gaulle komst aftur til valda árið
1958. í fyrstu voru þeir nokkurs
konar lífverðir gaullista en í Als-
írstríðinu urðu sveitirnar að
20.000 manna þjóðvarðliði, vopn-
uðum armi Gaullistaflokksins og
leyniþjónustu.
Eftir afsögn de Gaulles árið
1969 urðu menn úr sveitunum við-
riðnir hvert hneykslismálið öðru
alvarlegra og þótti þá mörgum
gaullistanum sem þeir væru orðn-
ir sem fleinn í holdi flokksins. Ár-
ið 1974 sagði borgarstjórinn í
Marseille, að af hverjum fjórum
meiriháttar glæpum í borginni
kæmu SAC-menn við sögu í þrem-
ur.
Jean-Bruno Finochetti, sem
stakk litla drenginn, er skólastjóri
nýlega en nokkru áður hafði verið
haldin í London ráðstefna á veg-
um íslamska alheimsráðsins, sem
rúmlega 1200 manns sóttu.
Á ráðstefnunni, sem stjórnað
var af pakistönskum stjórnmála-
manni og trúarleiðtoga, Maulana
Nourani, kvörtuðu margir undan
yfirvöldum í Saudi-Arabíu og
sumir gáfu jafnvel í skyn, að píla-
grímar hefðu veriö pyntaðir. Var
samþykkt á ráðstefnunni ályktun
þar sem þess var krafist, að „aftur
yrðu virt grundvallarmannrétt-
indi og trúfrelsi milljóna múham-
eðstrúarmanna“.
- MUSHTAK PARKER
sem dásamar ekkert meira en ein-
kennis- og tignarmerki nasista.
Hann á son á sama aldri og barn-
ið, sem hann drap. Dómarinn var
augljóslega þeirrar skoðunar, að
þessi veikgeðja maður hefði verið
leiksoppur félaga sinna og dæmdi
hann í vægustu refsinguna, 15 ára
fangelsi.
Stjórnmálamenn úr flokki
gaullista, sem báru vitni í réttar-
höldunum, kváðust hafa slitið öllu
sambandi við SAC fyrir mörgum
árum en stjórn sósíalista leysti
samtökin upp eftir morðin.
Gorbachov
gefur tóninn
Fyrstu tvo mánuðina eftir að
Mikhail Gorbachev var kjörinn
leiðtogi Sovétmanna hafði hann hægt
um sig en að þeim tíma liðnum gekk
hann fram á sviðið með öryggi þess
manns, sem veit að áhorfendur bíða
hans.
í síðasta mánuði var Gorbachev
gestgjafi Rajivs Gandhi, forsætisráð-
herra Indlands, og þótt hann sé ekki
þjóðhöfðingi að nafninu til, ekki for-
seti enn a.m.k., fór ekki milli mála að
hann hefur alla þræði í hendi sér. Það
var því Gorbachev en ekki hinn átt-
ræði forsætisráðherra, Tikhonov, sem
undirritaði samninginn um efna-
hagssamvinnu
Indverja og Sov-
étmanna.
Á sjónvarps-
myndum af heim-
sókninni mátti
sjá það einu sinni
eða tvisvar, að
Gorbachev var
ekki alveg jafn
stífur og stirð-
busalegur og
venjan hefur ver-
ið með sovéska
leiðtoga. Raunar
höfðu sovéskir
sjónvarpsáhorf-
endur fengið
nokkra nasasjón
af því áður, eða
þegar Gorbachev
sótti Leningrad-
búa heim. Þegar
hann sást taka
fólk tali á stræti
borgarinnar,
námsmenn og
verkamenn, mátti
skilja, að kaflaskipti höfðu orðið í
sovéskum stjórnmálum.
RAISA: Engin leynd yfir nýju
leiðtogafrúnni.
VIÐBRÖGÐ
Stalín, Krúsjeff og Brezhnev eru
saman í lest, sem er á leiö yfir
víðáttu Siberíu. Skyndilega stööv-
ast lestin. „Skjótiö lestarstjórann,"
segir Stalín en ekki hreyfist lestin
þrátt fyrir þaö. „Endurhæfiö lest-
arstjórann," segir Krúsjeff en allt
er sem áður, engin hreyfing. Þá
teygir Brezhnev sig í gluggatjöld-
in, dregur þau fyrir og lætur síðan
fara vel um sig í sætinu. „Látum
bara sem lestin sá á fleygiferö,"
segir hann.
Þannig var brandarinn áður fyrr
en nú hafa Moskvubúar gert á
honum bragarbót. Dugnaðarfork-
urinn Gorbachev stekkur á fætur
og hleypur eftir lestarganginum
hrópandi: „Allir út, allir út.“ Þegar
allir farþegarnir eru komnir út,
klifrar hann upp á eimreiðina og
hrópar þaöan: „Allir aö ýta og síö-
an fáiö þið kauphækkun seinna."
brögðunum, sem
hafa verið notuð
allt frá Stalíns-
tímanum.
Strax eftir að
hann var kjörinn
aðalritari flokks-
ins í mars lét
hann þau boð út
ganga til ritstjóra
dagblaðanna, að
óþarfi væri að
nefna nafn hans í
hvert sinn sem
þýðingarmikil
málefni væru til
umræðu á síðum
blaðanna. Gor-
bachev lét líka
undir höfuð leggj-
ast að senda öll-
um opinberum
skrifstofum mynd
af sér í stað
myndarinnar af
Chernenko og það
— ROBIN SMYTH
Þessi breyting á leiðtogaímynd-
inni hefur komið Sovétmönnum á
óvart og ekki síst vegna þess hve
skyndilega Gorbachev hefur varp-
að fyrir róða gömlu áróðurs-
hefur vakið at,-
hygli við móttökur erlendra gesta
og á blaðamannafundum, að þar
hefur hvergi verið að sjá neina
mynd af leiðtoganum. Erlendir
gestir þurfa heldur ekki að reikna
með því lengur að eiga fund með
leiðtoganum sjálfum, útlendir
utanríkisráðherrar verða nú æði
VESÖLD
Asíöustu öldum hafa litlar breytingar
orðið í Lhasa og í sveitum Tíbet.
Óhreinir pílagrímar ganga eftir forugum
götum þar sem eru engin holræsi, og úti á
landi erfiða konur með frumstæðum hand-
plógum við að erja hróstruga jörðina.
Lífsþægindi eru af skornum skammti í
þessu fornfræga fjallalandi. I húsum er
yfirleitt ekki rennandi vatn nema hjá ein-
staka embættismönnum og I híbýlum
ferðamanna. Samgöngutækni nútímans
hefur ekki teygt anga sína þangað upp í
fjöllin, því að menn ferðast aðeins um
gangandi eða ríðandi. í Tíbet telst sá mað-
ur lánsamur sem nær því að verða 45 ára.
Árið 1950 ákvað stjórn kommúnista í
Kína að gera innrás í Tíbet. Tilgangurinn
var sagður vera þríþættur. f fyrsta lagi
þóttust þeir vilja frelsa Tíbetbúa undan
lífstíðar þrældómi. Þá ætluðu þeir að
koma höndum yfir náttúruauðlindir lands-
ins, þar á meðal úrannámur sem jafnvel
eru ætlaðar þær mestu í heimi. Loks ætl-
uðu þeir að reka fleyg á milli Indverja og
Rússa, sem þeir töldu helztu fjandmenn
sína á þeim árum.
Breytt efnahagsstefna í Kína hefur fært
stórum hluta kínversku þjóðarinnar aukna
velmegun. En sú hagsæld hefur ekki náð
til Tíbet, heldur ríkir þar dæmigert ný-
lenduástand.
Þegar Kínverjar innlimuðu landið, leið
hin forna efnahagsstefna þjóðarinnar
undir lok. Enda þótt Tíbetbúar hafi fengið
drjúga fjárhagsaðstoð frá Peking, hefur
þeim ekki tekizt að koma þar upp iðnaði
svo að nokkru nemi. Tíbetbúar eru sára-
fátækir og hafa greinilega ennþá horn í
síðu herraþjóðarinnar.
Heppnir að halda lífi:
Munkar fyrir framan musteri í Lhasa.