Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 22
22 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNl 1985
Ásgrímur Jónsson/ Kvöld í Reykjavík, 1916/227.
Jóhannes S. Kjarval/ Ung stúlka,
1927/281.
Listasan
1884-
Heildarskrá listavt
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Listasafn íslands telst 100 ára
um þessar mundir, svo sem kunn-
ugt er, og hafa í tilefni þess verið
haldnar margar og merkar sýn-
ingar í sölum þess.
Hin síðasta i röð þessara af-
mælissýninga var opnuð sl. laug-
ardag og nefnist hún „Pjórir
frumherjar": Þórarinn B. Þorláks-
son, Ásgrímur Jónsson, Jón Stef-
ánsson, Jóhannes S. Kjarval. Jafn-
framt telst þetta útgáfudagur
veglegrar bókar, sem er mynd-
skreytt heildarskrá yfir verk í
eigu safnsins frá upphafi ásamt
ágripi af sögu safnsins, er dr.
Selma Jónsdóttir, safnstjóri, hef-
ur tekið saman.
Bókin, sem er í stóru broti, hef-
ur að geyma eftirprentanir af 217
listaverkum og þar af hvorki
meira né minna en 169 i lit og af
þvl má ráða, að hér hefur verið
færst mikið í fang og af stórhug.
Þetta eru einmitt réttu vinnu-
brögðin, og væntanlega markar
þessi útgáfa kaflaskil í sögu safns-
ins um öll umsvif og skilning ráða-
manna og þjóðarinnar á mikilvægi
þess. Ekki þarf að fjölyrða um það
hér, hve mikil umbylting það verð-
ur, er safnið flytur svo í eigið hús-
næði á næsta ári. Þetta tvennt
verður ekki einasta til að auka
styrk íslenzkrar myndlistar í öll-
um skilningi inn og út á við, held-
ur treysta sjálfstæði þjóðarinnar
og auka virðingu hennar í samfé-
lagi þjóðanna.
Hundrað ár teljast langur tími í
uppbyggingu eins listasafns og þá
einkum, þegar tekið er tillit til
þess, að þjóðin hefur verið sjálf-
stæð í meira en fjóra áratugi og á
því tímabili lifað umbrotamikið
þroskaskeið. Skilningur stórhuga
einstaklinga hefur hér vegið öllu
þyngra en ráðamanna, og án
þeirra væri enn Iangt í land, að
safnbyggingin væri í næsta sjón-
máli. Einnig væri langt í land, að
rit það, er hér verður fjallað um,
sæi dagsins Ijós, ef ekki kæmi til
djörfung og víðsýni þeirra, er að
baki standa, sem hefur eflst bjart-
sýni við hinar mörgu óvæntu og
höfðinglegu gjafir.
Útgáfa bóka og heimildarrita,
er varða innri starfsemi, er einn
af veigamestu þáttum í uppbygg-
ingu listasafna, og er það i sjálfu
Jóhannes S. Kjarval/ Mosfellsheiöi, 1948/1229.
AADKt
Svavar Guónason/ Stuðlaberg, 1949/766.