Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JtlNÍ 1985 K 40 B 2-Z(c © 1985 Umversal Press Syndicate „t-j rö&IC99 ^cura- daemi annarra, sem skokJca. \>úsoar íviku, ýmist einir sér dba'\$mxrri hópum.1' a. ást er ... ... að vera stimamjúkur. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved ° 1985 Los Angeles Times Syndicate Naesti liður er útvarpsleikritið: Heimsóknin í örkina hans Noa. Leikendur ... HÖGNI HREKKVlSI V FÖK.UM TlL VlNSTRI VlE? UlSKKLESSUMA OQ ÖKOM £M0 l'NORPUI? 4P/VIJÓlKCJKSLETT- UNUM." Þakkir fyrir ánægju lega ferð R.E. skrifar: Ferðaskrifstofan Atlantik efndi til Mallorkaferðar þann 17. apríl sl. Sérstaklega var eldri borgurum boðin þátttaka og af því tilefni voru með í ferðinni Hermann Ragnar Stefánsson, sem var skemmtistjóri, og Arndís Finns- son, hjúkrunarkona. Fyrir var á Mallorka Rebekka Kristjánsdóttir Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvf ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér f dálkunum. fararstjóri, sem tók á móti hópn- um á flugvellinum. Við vorum sex vinkonur sem ákváðum að fara í þessa ferð og urðum sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Þarna var réttur maður á réttum stað. Rebekka var þarna bersýnilega mjög vel kynnt. Hún var þaulkunnug öllum að- stæðum og ávallt boðin og búin að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Hermann Ragnar er óþarft að kynna. Eftirmiðdagsfundirnir með honum blönduðu gestunum skemmtilega saman. Þótt ferðin væri sérstaklega ætluð eldri borgurum var þó nokk- ur hópur af ungu fólki með börn sín. Fór sérstaklega vel á með öll- um hópnum og yngstu farþegarnir tóku af lífi og sál þátt í leikjum og söng, sem Hermann Ragnar kenndi þeim sérstaklega. Þótt allir vonuðust til að hjúkr- unarkona hópsins hefði sem minnst að gera reyndist Arndís al- veg ómissandi. Engin alvarleg óhöpp komu fyrir, en á þetta löng- um tíma (fólk var ýmist 3 eða 6 vikur) fer ekki hjá því að ýmsir smákvillar geri vart við sig. Það stóð ekki á Arndísi að liðsinna. Ég hef farið margar hópferðir til útlanda og yfirleitt alltaf verið ánægð með dvölina úti, en þessi ferð var alveg sérstök. Fyrir hönd okkar vinkvennanna þakka ég fyrir ógleymanlegar ánægjustund- ir. Nokkrar lín- ur um sjón- varpið JX skrifar: Fyrst langar mig til að biðja sjónvarpið um að hætta að sýna lélega þætti eins og „Dallas" og „Verði laganna" en fá frekar meira af frábærum þáttum eins og „Hótel Tindastól" eða Dave Allen. Líka mætti endursýna „Löður“. Einnig langar mig til að spyrja sjónvarpið hvort það verði sýnt meira af sjónvarpsþáttunum „Dýrin mín stór og smá“ sem gerðir voru eftir sögum James Herriots en ég veit að til eru fleiri þættir af því, sem sjónvarpið hef- ur ekki sýnt. Góða hljómsveit á Listahátíð Ein, sem hatar Duran Duran skrifar: Á þriðjudaginn síðasta skrifaði einhver bandvitlaus Duran Duran aðdáandi í Velvakanda. Hann spyr hvernig það væri að fá einhverja almennilega hljómsveit á Lista- hátíð eins og Duran Duran. Það eru margar fleiri til. Einnig segir hann að enginn hlusti á þessar sígaulandi hljómsveitir eins og Wham, U2 og Frankie Goes to Hollywood. Þetta eru góðar hljómsveitir og ég veit um marga sem hlusta á þær. Ég er einnig sammála aðstand- endum rásar 2 að Duran Duran sé bara smábarnahljómsveit. Þið Duran Duran-aðdáendur, haldið þið virkilega að Duran Duran sé eina hljómsveitin i heiminum? Það er vitleysa. P.S. Það væri nær að fá „Frankie Goes to Hollywood" eða Nik Kershaw á Listahátíð. Þessir hringdu . . . Lítil umfjöllun Jón Jónsson, áhugamaður um útvarp á Selfossi, hringdi: Mér finnst allt of lítið gert úr svæðisútvarpi þeirra Norðan- manna á Akureyri í fjölmiðlum og það sama má segja um sjón- varpsstöð þeirra Olafsfirðinga. Þetta tvennt er mikið framtak og maður heyrir aldrei um þetta í fjölmiðlum. Nú er verið að ræða þessi mál einmitt á Alþingi og eflaust er barist hart. Símon svarti Duran Duran-aðdáandi hringdi: Þetta með hann Símon svarta í „Fólk í fréttum" í Mbl. er Símon svarti ábyggilega ekki satt, en það kom í blaðinu 29. maí sl. Hann myndi aldrei láta klippa hárið sitt stutt eða lita það svart. Stytta, blóm og bekkir Kirdís hringdi: Húsmóðir fædd árið 1904 í Reykjavík leggur til að ef hús Kristjáns Sveinssonar, augn- læknis og heiðursborgara Reykjavíkur, verði rifið, þá verði reist stytta af honum með blóm- um og bekkjum f kring á Póst- hússtræti 17. Haldið köttum inni Orðscnding frá Kattavinafélag- inu: Við viljum beina þeim tilmæl- um til kattaeigenda að þeir haldi köttum sínum inni uns þrastar- ungar eru fleygir og komnir burt frá hreiðrum sínum. i í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.