Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985 4 B rs---tt Steinólfur Lárusson „Datt inn í búskap af illum örlögum“ RÆTT VIÐ STEINÓLF LÁRUSSON BÓNDA í YTRI-FAGRADAL Á SKARÐSSTRÖND Breiðafjörður er hreinn og tær, í fjarska rjúfa eyjarnar glitrandi hafflötinn, það er fallegt á Skarðsströndinni þegar sólin skín. Hol- óttur og rykugur vegurinn er í hróplegu ósamræmi við náttúrufeg- urðina í kring og bíllinn sem þeytist eftir veginum er algerlega „úr takti“ við kyrrlátt kvak mófuglanna. Bæði ferðamenn og fuglar draga andann léttar þegar drepið er á bílnum á hlaðinu á Ytri- Fagradal. að eru gæsir á hljóðlátu vappi í hlaðvarpanum en senn dregur til tíðinda, fjórir hundar koma með miklum fyr- irgangi, stugga burt gæsunum og gera komu- mönnum örlítið órótt. Þeir reyn- ast meinlausir og slást fúslega í förina þegar gengið er niður tún í átt að fjárhúsunum til aö finna Steinólf bónda Lárusson að máli. Steinólfur í Fagradal er þekktur maður í Dölunum. Margar sagnir hafa gengið manna í millum um tiltæki hans. Það var t.d. hann sem fékk nágranna sinn til að hleypa loftinu úr öllum dekkjum á nýja rússajeppanum sínum, „þetta er rússneskt loft maður, þú verð- aur að hleypa því út og fá al- mennilegt íslenskt loft í staðinn ef dekkin eiga að endast." Hann ku líka hafa sagt vonbiðli systur sinnar rangt til um gluggann á herberginu hennar með þeim af- leiðingum að vonbiðillinn skreið inn um glugga hjá langömmu stúikunnar. Við hittum Steinólf í fjárhúsun- um þar sem hann var við fjórða mann að sprauta rollur við lamba- blóðsótt. Hann lítur upp, heilsar og spyr að bragði: „Komuð þið fótknúin?" Stórvaxinn, klæddur gæruúlpu og óhreinn af bjástrinu við rollurnar virðist hann líkari hálftrölli en manni í hálfrokknu fjárhúsinu. Grátt, mikið og úfið hárið og stórskornir andlitsdrætt- irnir ýta heldur undir þessa lík- ingu, en þegar út í sólarljósið er komið verður hann ímynd hins ís- lenska bónda, stór og þrekinn erf- iðismaður, veðurbitinn og glettinn á svip en örlítið óræður til augn- anna. Til bæjar ökum við í „kádiljáki“ Steinólfs, en svo nefnir hann rauð- an land-roverjeppa með hvítu blæjuþaki. Þegar við erum sest inn í bílinn gýtur Steinólfur aug- unum tortrygginn út undan sér og spyr hvort komumenn séu með pappír í farteskinu. Þegar gengist er við því segir hann: „Ég er dauðhræddur við fólk með pappír, ég tala nú ekki um ef það er líka með slúðurmaskínu." Gæsirnar eru enn á vappi á hlaðinu í Ytri-Fagradal. Þegar Steinólfur er spurður um þær læt- ur hann lítt yfir og segir: „Faðir vor gerir út á fugla,“ og á þar við föður sinn, Lárus Alexandersson, sem einnig býr í Ytri-Fagradal. Forfeðradýrkun Við göngum með Steinólfi í bæ- inn og setjumst öll við stórt borð í eldhúsinu. Hrefna Ólafsdóttir, kona Steinólfs, hefur lagt bolla á borð og rennir kaffi í þá meðan menn taka tal saman um þá fækk- un á fólki sem orðið hefur í Dala- sýslu síðari ár. „Þetta sáir sér lítið út,“ segir Steinólfur. „Menn lifa hér líka mest á forfeðradýrkun. Torfi í Ólafsdal vísaði vel veginn en Dalamenn hafa sjaldan náð því að fá nóg hey. Skarðshreppur var einn hreppa með nóg hey sl. ár. Bændur í Dölum hafa ekki frekar en aðrir aðlagast landinu. Menn urðu úti hér áður við túngarðinn meðan Grænlendingar drápust því aðeins að þeir dyttu í kaldavermsl. Við erum enda komin beint út af ræningjum sem ekkert kunnu í landbúnaði og hafa ekki lært neitt enn.“ Tíu þúsund ha hjáleiga Nú hlær Steinóifur tröllslega, tekur upp tóbaksdósir og býður Jóni Haukssyni tengdasyni sínum, sem sestur er við borðið hjá okkur, í nefið, sem hann þiggur. „Ég er að reyna að læra að taka í nefið til að verða betri bóndi," segir Steinólf- ur og otar dósunum að komu- mönnum, þeir afþakka og súpa pent á kaffibollum sínum. „Svo höfum við íslendingar tíu þúsund hektara hjáleigu í Ameríku þaðan sem við fáum fóðurbætinn, bændastéttin." Nú þagnar Stein- ólfur og er hugsi. „Ég er enginn bóndi,“ segir hann svo. „Ég tek undir með Jóni Hreggviðssyni, ég telst varla til manna, ég datt bara inn í búskap af illum örlögum. Ég nýt þess hvað ég er langur annars mundi drullan hafa farið upp í mig, slíkur jarðvöðull er ég í bú- skap. Ég var hér áður fyrri með farandviðgerðarfyrirtæki sem hét „Fikt og leti hf.“ Við gerðum við bíla og dráttarvélar ég og félagi minn Lárus Óskarsson sem er stórkostlega merkilegur iðnaðar- maður. Nú er ég með nokkrar rolluskjátur og svo á ég nokkrar eyjar hérna úti á firði og bátkollu sem ég eignaðist árið 1956. Við er- um tveir um eyjarnar og erum búnir að drepa niður allan svart- bak. Við skútum hann bara, feng- um heimsfrægan mann í það, Pál Leifsson frá Eskifirði. Það er rosalegt sport í eyjabúskapnum en að einhverju leyti hefur búskapur- inn setið á hakanum fyrir vikið." Hey í neytenda- pakkningum „Konan mín hefur vit á búskap, hún þekkir allt féð með nöfnum en ég þekki bara tvær rollur sem báð- ar eru með brotin horn.“ Nú kem- ur Hrefna í gættina og segir Steinólfi að umræddar kindur séu nú báðar dauðar. „Þar fór í verra," segir Steinólfur og hlær. „En mér líkar vel við féð þegar það er kom- ið í reikning. Ég er eins og allir bændur virkur þátttakandi í þjóð- félaginu sem hemill á hagvöxt- inn.“ Steinólfur fær sér aftur í nefið til áherslu orðum sínum. Meðan hann hefur talað hefur hann öðru hvoru tekið bakföll og hlegið hátt. Hrefna kona hans er að sýsla við að raða bakkelsi á föt og meira og meira hleðst á borðið af kökum og brauði. Steinólfur fer nú að segja nánar frá búskapnum í Ytri- Fagradal. „Ég byrjaði hér fyrstur manna að fóðra eingöngu á vot- heyi, svo fór ég að setja allt heyið í neytendapakkningar, rúllur sem settar eru inn í plast, ég gat ekki yfirstigið vandamálin i sambandi við votheyið þannig að það skemmdist ekki í heygarðinum ef langir rigningarkaflar komu. Mér tókst heldur aldrei að steikja hey í sólskini, var orðinn leiður á að velta því um túnið tuttugu til þrjátíu sinnum og þvo úr því öll næringarefni, en þá þykir mörg- um svo gott að fara með heyið, þá sé það orðið svo létt og gott. Eg kaupi ekki útlendan fóður- bæti nema í fylliríi, ef ég get ekki gert mér til skammar á annan hátt. Ég held að rúlluvélarnar séu það sem koma skal, slá í þurru og þurrka í þrjá tíma, en þetta er mikill stofnkostnaður. Bjarni Guðröðarson skrifaði um þetta í Frey, bestu grein sem skrifuð hef- ur verið um landbúnaðarvélar." Nú þagnar Steinólfur og fær sér jólakökusneið og verður eilítið dapurlegur til augnanna. „Ég hafði selahlunnindi,“ sagði hann, „en það eyöilagðist markaðurinn fyrir skinnin út af leikkonunni (Brigitte Bardot). Æ, það gerir ekkert til, veiðiaðferðin var ekki mönnum sæmandi. Kóparnir voru kæfðir, ekki var betra uppidrápið, þegar kóparnir voru rotaðir að foreldrunum ásjáandi. En maður er ættaður af manndrápurum, hugsaði ekki nema maður færi að leggja sig niður við það, en það gera nú flestir lítið af því.“ Pólitíski munaðar- leysinginn Nú verður hlé á samtalinu með- an menn melta kökurnar og það sem sagt hefur verið. Þegar þögn- in er orðin nokkuð löng spyr blaðamaður varfærnislega hver sé afstaða Steinólfs í þjóðmálum. Steinólfur skýtur annarri auga- brúninni uppá ennið og segir: „Ég er munaðarlaus í pólitík. Ég var ellefu ára þegar Steinn Steinarr gerði mig að kommúnista. Hann var hér á næsta bæ og alinn upp í Saurbænum, það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað sá mað- ur var gáfaður. En svo álpaðist Steinn til Sovétríkjanna og tók af mér trúna helv ... karlinn. Núna hefur maður ekkert til að trúa á, búið að fletta ofan af Stalín. Steinn var fyrstur manna til að viðurkenna að í Sovétríkjunum væri ekki allt eins og það ætti að vera. Ég hélt lengi vel að æðsta ráðið væri varnagli fyrir einræði, en hvar er varnagli fyrir því að þetta geti ekki endurtekið sig? Ég er á móti einræði en nú stefnir hraðbyri í einræði hér á landi. Fyrsti vísirinn verður að það verða bönnuð verkföll. Ég við- urkenni að það er að nokkru leyti réttmætt. Verkalýðsforustan verður að taka tillit til þess að nokkrir menn mega ekki stöðva þjóðfélagið. Það situr hins vegar í mér eftir kommúnismann að ég vil að ríkið eigi allar jarðir. Það var saga margra bænda að það tók þá alla ævi að eignast kot og síðan kom til arfskipta og þá endurtók sama sagan sig.“ Nú beinir blaðamaður talinu að félagsmálum en Steinólfur tekur þunglega undir það tal: „Ég hef ekki tekið þátt í félagsmálum. Það hefur ekki verið hægt að nota mig þar til nokkurs gagns fyrir heimsku sakir, enda hef ég reynt að sneiða hjá því, ég komst ekki einu sinni í fyrstu tröppu mann- virðingastigans, að verða hunda- hreinsari, og nú er dýralæknirinn búinn að taka þetta embætti af okkur svo ég veit ekki hvernig ég ætti að fara að þegar fyrsta trapp- an er farin.“ Át ofan í sig viðurnefni Steinólfur færist í aukana í frásögn sinni og segir: „Skáld er ég ekki en ég er sagður ljúga betur en aðrir menn. Það er oft ef ein- hver lýgur einhverju þá er mér kennt um, ég skipti mér ekki af því ef það er vel gert. Það hefur oft verið hættulegt að ljúga hér á Skarðsströnd. Hér var einu sinni maður sem uppnefndi fólk. Hann var tekinn og nöfnin voru skrifuð á þykkt pappaspjald og hann lát- inn éta allt saman og fékk enga vökvun með. Það var röggsamt yf- irvald hér þá, líklega var þetta í tíð Kristjáns kammerráðs á Skarði." Flogist á við draug Nú tekur Steinólfur sér mál- hvíld og fær sér drjúgan kaffis- opa, svo lítur hann upp og verður einkennilegur á svipinn. „Ég hef flogist á við draug í glaðasólskini," segir hann. „Það hefur sennilega verið landvættur. Það var austur á fjörðum. Ég hafði hug á að setjast þar að en ég held að hann hafi verið að spyrna við því, hefur ekki litist á mig. Ég fór inn á eyðibýli og hundur með mér. Ég fór upp á loft og ætlaði að hita mér kaffi- sopa. Þá heyri ég einhver voðaleg læti í hundinum, ég hélt að hann væri í músum, þó opnaði ég lúguna og þá kom hundurinn í loftköstum upp, var hent upp, þá var tekið á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.