Morgunblaðið - 10.07.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1985
3
Bygginganefnd Reykjavíkun
Fjallað um
hættu af völdum
útigangsmanna
í Fjalakettinum
BYGGINGANEFND Reykjavíkur
mun á fundi sínum á fimmtudag
fjalla um Fjalaköttinn vid Adal-
stræti í framhaldi af skýrslu lög-
reglunnar í Reykjavík um ágang
útigangsmanna f húsið og bruna-
hættu af völdum þeirra.
Bygginganefnd heimilaði
niðurrif Fjalakattarins í fyrra að
ósk eiganda hússins og var sú
samþykkt staðfest í borgarráði. í
framhaldi af því var hluti hússins
rifinn. Skýrsla lögreglunnar um
veru útigangsmanna í húsinu og
hættu af völdum þess var tekin
fyrir í bygginganefnd fyrir
nokkru og þá vísað til borgarráðs.
Borgarráð vísaði erindinu aftur
til bygginganefndar og fól henni
að leysa málið.
Hilmar Guðlaugsson formaður
bygginganefndar sagði í gær að
um tvo kosti væri að ræða. Að
láta ganga þannig frá húsinu að
ekki stafaði hætta af því, þ.e. að
gera það mannhelt eða þá að rífa
það.
„Glæsivilla á Spáni“ til
sölu fyrir íslenskar krónur
„Glæsivilla á Spáni“ er auglýst til sölu í fasteignaauglýsingum Morgunblaðs-
ins á sunnudag fyrir 2,5 milljónir króna. f lýsingu á eigninni segir að um sé
að ræða 160 fermetra, glæsilegt sjö herbergja einbýlishús á Costa del Sol, um
5 mínútna gang frá ströndinni.
Það er fasteignasalan Huginn
sem auglýsir húsið til sölu og hjá
Óskari Mikaelssyni, löggiltum fast-
eignasala, fengust þær upplýsingar
að eigendurnir væru íslenskir og
myndi verðið greiðast í íslenskum
krónum. Það þyrfti því ekki að fara
fram gjaldeyrisyfirfærsla vegna
kaupanna, en talsverðar hömlur
eru á því fyrir fslendinga sam-
kvæmt íslenskum lögum að flytja
fjármagn úr landi.
Óskar sagði að talsvert hefði ver-
ið spurt eftir þessari eign hjá fast-
eignasölunni, enda um sérlega
glæsilegt hús að ræða með falleg-
um garði. Húsið stæði á eignarlóð í
þriggja kílómetra fjarlægð frá
Torremolinos. Hann sagði að verð-
ið væri i samræmi við markaðsverð
á svona húsum á Spáni, en ekki
væri hægt að bjóða sambærileg
kjör og þar, enda þekktust senni-
lega ekki neins staðar f heiminum
sams konar kjör í fasteignavið-
skiptum og hér á landi. Verðið á
húsinu er sambærilegt við verð á
4ra herbergja íbúð hér á landi og
að sögn óskars koma skipti á eign
hér á landi einnig til greina.
V/€RZLUNRRBRNKINN
-(aúuícci tneð þér (
Ennþá meiri sveigjanleiki
Vaxtauppbót, þrátt fyrir úttekt.
Nú geturðu tekið út af KÁSKÓ-reikningi þínum einu sinni
á vaxtatímabili án þess að missa vaxtauppbótina fyrir það tímabil,
nema af úttekinni fjárhæð.
DÆMI: 1. júlí ’85 er höfuðstóll reiknings kr. 100.000,-,
1. ágúst ’85 eru teknar út kr. 10.000,-. Fjárhæðin sem tekin var út
kr. 10.000,- fær sparisjóðsvexti frá 1. júlí til 1. ágúst, en
kr. 90.000,- fá fulla vaxtauppbót í lok vaxtatímabilsins
30. sept. ’85.
Önnur lykilatriði KASKÓ-reikningsins:
1. Stöðugur samanburður á kjörum verð- og óverðtryggðra
reikninga tryggir raunvexti og verðtryggingu á KASKÓ-
reikningum.
2. KASKÓ-reikningurinn er óbundinn og því alltaf hægt að
losa fé án fyrirvara.
3. Vaxtauppbót leggst við KASKÓ-reikninginn eftir hvert
þriggja mánaða tímabil og reiknast því vaxtavextir fjórum
sinnum á ári.
Velkomin í KASKÓ-hópinn, - þar fá allir
örugga ávöxtun!
AUK hf 43 92