Morgunblaðið - 10.07.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.07.1985, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLl 1985 MorgunblaðiÖ/GBerg Mest bar á börnum við veiðúkapinn í tjörninni vió Drottningarbrautina rétt eftir að opnað hafði verið í upphafi hundadaga á Akureyri. Hundadagahátíð hafin á Akureyri Akureyri, 8. júlí. HUNDADAGAHÁTÍÐ hófst hér á Akureyri klukkan 16 í dag með því að opnað var fyrir veiði í tjörninni við Drottningarbrautina, en þar hefur verið sleppt siiungi og laxi í tjörnina að verðmæti alls um 40 þúsund krónur. Veiðileyfi eru seld á mjög vægu verði fyrir alla vikuna sem hátiðin stendur. í kvöld verður svo harmonikusveifla í Café Torginu frá kl. 20.30 og auk þess verður þar grímubúningasýning í kvöld, eins og alla aðra daga vikunnar á meðan hunda- dagar standa. Á morgun, þriðjudag, hefst síðan útimarkaður á göngugötu siðdegis, siglingaklúbb- urinn Nökkvi ætlar að láta mikið á sér bera á Pollinum og fólk fær tækifæri til að spreyta sig í siglingalistinni. Þá mun Kristján Hjartarson skemmta á Café Torgi kl. 21—22 um kvöldið. GBerg Laxadauði í Elliðaám: Blóðrisa laxar send- ir til rannsóknar TILRAUNASTÖÐ Háskólans í meinafræði að Keldum hefur nú til rannsókn- ar laxa, sem fundust dauðir í Elliðaám síðastliðinn sunnudag. Laxarnir voru blóðrisa um allan skrokkinn, en að sögn Sigurðar Helgasonar, fisksjúkdóm- afræðings, sem annast rannsókn á löxunum, er ekki hægt að segja neitt um á þessu stigi bvað valdið hefur dauða laxanna. Alls voru fimm laxar sendir tii rannsóknar að Keldum, en fleiri sjúkir laxar sáust á svipuðum slóðum í ánni. Friðrik Stefánsson, framkvæmdastjóri Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fréttir um laxadauða í Elliðaám hefði komið sér mjög á óvart. Ekkert hefði bent til að undanförnu, að sýktur lax væri í ánni og hefði sér í fyrstu dottið í hug, að hér væri um að ræða niðurgöngulax, sem hefði flækst í teljaragrindunum. Hann gæti þó ekkert sagt um mál- ið að svo stöddu. Það var össur Skarphéðinsson, fiskeldisfræðingur og ritstjóri Þjóðviljans, sem fann laxana. Oss- ur sagði í samtali við Morgunblað- ið I gær, að laxarnir hefðu fundist í andaslitrunum ofan við teljara- grindurnar, neðan við Rafveituna. Rétt aftan við stóra laxatorfu, sem hélt sig ofan við teljarakist- una, hefðu jafnframt verið þrír sjúkir laxar á sveimi og í strengn- um neðan við kistuna hefði enn- fremur verið dauðvona lax. Hefðu laxarnir verið blóðrisa um allan skrokkinn og þrír þeirra, sem kippt var á land, hefðu verið mjög illa útlítandi, roðlausir á kviðnum og sást beint inn í vöðva. össur kvaðst ekkert vilja fullyrða um að svo stöddu, hvað hér væri á ferð- inni, en sér virtist þó margt benda til að um sýkingu væri að ræða. Sárin væru því að líkindum ekki banamein laxanna heldur hefði blóðsýking innan frá veikt mót- stöðuafl þeirra og bakteríur { kjölfar hennar ráðist á laxana og valdið sárunum. Ólympíukeppnin í stærðfræði í Finnlandi: Ein lausn Ágústar tilnefnd til sérstakra verðlauna — Rúmeni og Ungverji sigruðu Joutsa, Finnlandi, g. júlí. Frá Benedikt Jóhannessyni. tSLENSKU þátttakendurnir í 26. olympíukeppninni í stærðfræði sem fram fór í Joutsa í Finnlandi fyrir helgina urðu í 137. og 170. sæti af 209 keppendum alis, Ágúst Sverrir Egilsson í 137. og Hákon Guðbjartsson í því 170. Vakti ein lausn Ágústar mikla athygli og var hún tilnefnd til sérstakra verðlauna. Rúmeni og Ungverji voru þeir einu sem leystu öll dæmin í keppninni rétt og sigruðu þeir. Rúmenar sigruðu í hinni óopinberu stigakeppni þátttökuþjóðanna, en íslensku strákarnir urðu í 31. sæti af þátttökuþjóðunum 38. 26. ólympíukeppnin í stærðfræði fór fram í Joutsa í Finnlandi síð- astliðinn fimmtudag og föstudag. Hvorn dag um sig glímdu keppend- urnir 209 við þrjú dæmi og fengu til þess 4'/2 klukkustund. Á laugardag- inn gengu fulltrúar landanna fyrir finnska samræmingardómara sem fóru yfir allar lausnir. Niðurstöður voru síðan birtar á töflu jafnóðum og fór þá spennan heldur betur að aukast. Þótt keppnin sé einstakl- ingskeppni sendu flest lönd 6 manna lið og heildarstig hvers lands eru einnig reiknuð. Rúmeni og Ungverji reikn- uðu einir allt rétt Þessi óopinbera landakeppni var mjög spennandi og gekk á ýmsu. Stigin fyrir spurningarnar komu ekki upp á töfluna í sömu röð fyrir öll lönd og torveldaði það mjög all- an samanburð. Sovétríkin voru fyrirfram talin sigurstranglegust, ví þau hafa oftast unnið keppnina. liði þeirra voru að þessu sinni fimm drengir og ein stúlka. Eftir fyrri dag keppninnar báru þau sig líka mjög vel. En fljótlega sannað- ist hið fornkveðna að enginn er dómari í eigin sök og strax á fyrstu dæmum kom í ljós að Sovétmenn höfðu fengið mörg núll. Einnig kom á óvart að bandaríska liðið fékk að- eins 10 stig af 42 mögulegum fyrir fimmta dæmið í keppninni en það var reyndar talið einna þyngst. Svo framan af voru það minni þjóðir sem höfðu forystu: Ástralía, Ung- verjaland, Pólland, Víetnam, Rúm- enía, Vestur-Þýskaland og Austur- Þýskaland. Það varð fljótt ljóst að keppnin í ár var þyngri en oftast áður. Menn spurðu hver annan: Skyldi nokkrum takast að leysa öll dæmin rétt I ár? En þeim kandidötum fækkaði óð- um. Einn af öðrum duttu punktarn- ir af þeim bestu, þar til að lokum að aðeins voru tveir piltar eftir með fullkomnar lausnir. Annar var frá Rúmeníu en hinn frá Ungverja- landi. Urðu þeir því jafnir og efstir í keppninni. í þriðja sæti varð ann- ar Ungverji. Sá Vesturlandabúi sem náði lengst var frá Belgíu og varð hann í 5.-6. sæti ásamt stúlku frá Sovétríkjunum. Er það óneitanlega ótrúlegt afrek að geta leyst sex af þessum afar þungu dæmum af ólík- um sviðum stærðfræðinnar á svo skömmum tíma. Lengst af stóð landakeppnin um efsta sætið á milli Ungverja, Rúm- ena og Víetnama. En eftir slaka byrjun kom í ljós mikill og jafn styrkur bandarísku sveitarinnar. Þegar aðeins vantaði stig víet- nömsku sveitarinnar fyrir þriðju spurninguna voru Rúmenar efstir, Bandaríkjamenn aðrir og Ungverj- ar þriðju. Með góðri frammistöðu hefðu Víetnamar getað hrifsað ann- að sætið. En það varð ekki, þeir fengu aðeins 2 punkta af 42 fyrir þriðja dæmið og lentu í 5. sæti, en Búlgarar urðu í því 4. „Lærdómsrík keppni og skemmtileg reynsla En hvernig skyldi íslensku kepp- endunum, Ágústi Sverri Egilssyni og 'Hákoni Guðbjartssyni, hafa vegnað í þessum harða leik? Ágúst Sverrir varð í 137. sæti og Hákon í 170. sæti af alls 209 keppendum. Ef athuguð eru meðalstig hverrar þjóðar kemur í ljós að ísland varð í 31. sæti af 38. Svíar náðu einir Norðurlandaþjóða betri árangri. Lausn Ágústar á 5. dæminu vakti mikla athygli og var tilnefnd af finnsku dómurunum til sérstakra verðlauna en yfirdómnefnd ákvað að veita engin fegurðarverðlaun í ár til þess að gera ekki upp á milli nokkurra ágætra lausna. íslensku piltarnir segjast að sjálfsögðu hafa viljað standa sig betur, en eru þó alls ekki óhressir með árangurinn, enda ekki ástæða til. Þeir sögðu þó að meiri þjálfun væri nauðsynleg ef menn ættu að eiga möguleika á að hreppa verð- laun. Keppnin væri mjög lærdóms- rík og skemmtileg reynsla. Keppendur halda heim á leið að lokinni lokaathöfn { Helsingi mið- vikudaginn 10. júll. Endurskinsmerki stóðust ekki sænskt gæðamat „Gera engu að síður heilmikið gagn“ segir Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs Ekki alls fyrir löngu sendu Neytendasamtökin sýnishorn af nokkrum endurskinsmerkjum, sem eru á íslenskum markaði, til rannsóknar hjá Statens provningsanstalt í Svíþjóð. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa nú borist hingað til lands og eru þær í stuttu máli þessar: Starrsmenn Neytendasamtakanna með eina sýnishornið, sem Svíarnir samþykktu. Af þeim 14 merkjum, sem rannsökuð voru, uppfyllti aðeins eitt allar kröfur samkvæmt sænskri reglugerð. Merki þetta er hvítt, hringlaga, framleitt í Noregi en dreift af Sparisjóði Ólafsfjarðar. Öll þau merki, sem prófuð voru og framleidd eru hér á landi stóðust ekki mat þetta, þar með talin merki þau, sem dreift er af Umferðarráði. í fréttatilkynningu frá Neyt- endasamtökunum segir, að sýnin hafi verið valin af handahófi og niðurstöður könnunarinnar und- irstriki aðeins nauðsyn þess að settar verði reglur um endur- skinsmerki á íslandi. Samkvæmt sænsku reglugerð- inni eiga endurskinsmerki að varpa hvítu ljósi. Aðalástæða þess er sú, að hvit merki hafa besta endurskinið og mannsaug- að á auðveldast með að greina það. Meirihluti íslensku merkj- anna var hins vegar í öðrum lit- um, annað hvort báðum eða öðr- um megin. Kann þetta að vera hluti af skýringunni á lélegu endurskini þeirra. Lágmarksstærð samkvæmt sænska staðlinum er 15 senti- metrar1 og bandið, sem þau hanga í, skal minnst vera 30 sentimetrar á lengd. Sum ís- lensku merkjanna náðu ekki lág- marksstærðinni og ekkert þeirra hafði nógu langt band. í fréttatilkynningu Neytenda- samtakanna segir ennfremur, að hreyft sé við máli þessu nú, til að réttum aðilum gefist tími til þess að koma málunum { betra horf fyrir haustið. „Að sjálfsögðu urðum við fyrir miklum vonbrigðum með þessar niðurstöður," sagði óli H. Þórð- arson, framkvæmdastjóri Um- ferðarráðs, er hann var inntur eftir áliti á umsögn þessari. „Þess ber þó að geta að { öllum öryggismálum standa Svíar mjög framarlega," sagði óli „og efast ég ekki um að merkin, sem hér hafa verið i notkun, þyki engan veginn fullnægja ströng- um kröfum þeirra í þessum mál- um. Meira að segja myndu yfir- völd f Svíþjóð ekki samþykkja margar þeirra bifreiða, sem hér eru á götunum. Hitt er svo ann- að mál að við höfum margoft prófað þessi endurskinsmerki, og hingað til talið þau æði góð. Því höfum við selt þau á kostn- aðarverði í þeirri góiðu trú að við værum að þjóna almenningi. Að vísu hafa rannsóknir okkar ekki verið byggðar á neinum vísinda- legum athugunum heldur ein- ungis stuðst við heilbrigða skynsemi og dómgreind þeirra, sem að málum þessum vinna hér á landi. Því minna áberandi sem merkin eru því fúsara verður fólk til að bera þau. Því höfum við reynt að framleiða þau í mörgum litum, enda er það álit margra að íslendingar séu mun duglegri en aðrar þjóðir við að nota endurskinsmerki," sagði óli H. Þórðarson, er hann var spurð- ur út í lit merkjanna. „Þó svo merkin uppfylli ef til vill ekki strangasta gæðamat hjá frænd- um vorum Svíum, er þó ljóst að þau gera heilmikið gagn. En lengi er hægt að bæta og breyta áður en fullkomnun er náð. Um- ræður þær, sem koma í kjölfar þessarar rannsóknar munu von- andi vekja okkur öll til umhugs- unar um hvernig hægt verður að tryggj a öryggi almennings í framtíðinni," sagði Óli H. Þórð- arson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.