Morgunblaðið - 10.07.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLf 1985
5
Laxá í Mývatnssveit
„Gengur þrusuvel“
„Þetta gengur alveg hreint
þrusuvel, hér eru nú komnir á
land um 1.800 urriðar af leyfi-
legri staerð, en það er 150 fiskum
meira en veiddist hér allt síðasta
sumar, en þá var eigi að síður
næst besta veiðin síðan sumarið
1972. Það er alveg gífurlega mik-
ið af fiski í ánni og mergð af
silungi sem er undir lágmarks-
stærðinni, en hún er 35 senti-
metrar. Sú stærð af fiski hjá
okkur nú er um það bil eitt pund
að þyngd, en það er óvenjulega
mikill þungi, enda virðist vera
mikið af átu í ánni og fiskurinn
er í afar góðum holdum. Algeng-
asta stærðin er 1—5 pund, fisk-
urinn er jafnari en fyrr og það
virðist vanta stærstu fiskana. Sá
stærsti til þessa vó 6,5 pund en
neðra svæðinu í Laxá, í Laxár-
dalnum, en tala veiddra fiska er
þar ekki nærri eins há, enda hef-
ur nýtingin á veiðileyfum ekki
verið eins góð og svæðið er að
auki að mörgu leyti vandveidd-
ara.
Fjörbrot í Gljúfurá?
Veiðimenn við Gljúfurá í
Borgarfirði fengu um síðustu
helgi 6 laxa og rauk tala veiddra
laxa upp úr öllu valdi við það,
fyrir voru komnir 3 fiskar á land
frá því að veiðin hófst 20. júní,
en eftir helgina voru þeir orðnir
9 talsins. Laxana veiddu menn-
irnir neðarlega í ánni, aðallega í
ósi hennar skammt fyrir ofan
ármót Gljúfurár og Norðurár.
Það fylgdi sögunni að laxarnir
hafi ekki verið nýrunnir og kem-
ur það fáum á óvart sem Gljúf-
-3SS:;
Laxinn hefur gripið fluguna og þá er ekkert annað að gera en að tendra
vindling og hefja leikinn. Þess má geta, að þessi lax hristi sig af.
einn eða tveir 6 punda fiskar
hafa einnig komið á land," sagði
Hólmfríður á Arnarvatni í Mý-
vatnssveit í samtali við Morgun-
blaðið í gærdag.
Að sögn Hólmfríðar hefur
veiðin verið óvenjulega jöfn,
engar lægðir hafa komið sem
heitið getur og sárafáir ef nokkr-
ir fara fisklausir úr ánni. Margir
taka kvótann. Þess má geta, að
helmingi betri nýting hefur ver-
ið á veiðileyfum nú en nokkru
sinni fyrr og hefur það áreiðan-
lega sitt að segja um aflamagnið
sein komið er á land, en það er
ekki einhlýtt og veiðimönnum
ber saman um að gífurlegt magn
af fiski sé í ánni.
Þarna er einungis leyfð flugu-
veiði sem kunnugt er og æði mis-
jafnt hvað urriðanum grimma er
boðið upp á. Hólmfríður sagði
Norðurlandabúa vera að veiðum
um þessar mundir og notuðu
þeir mikið smáflugur og púpur.
Þá nata menn einnig venjulegar
laxaflugur, t.d. Blue Charm,
Black Sheep, Collie Dog og fleiri.
Þá eru kannski notaðar mest
svokallaðar straumflugur og eru
þar fremstar í flokki Black og
Gray Ghost, Þingeyingur og
sjálf Hólmfríður.
Þá ber mönnum saman um að
afar góð veiði hafi einnig verið á
urá þekkja, í vatnsleysisumrum
liggur laxinn oft í hópum í
ósnum og rennur ekki fram ána
fyrr en í rigningum síðsumars.
Þá æða oft miklar göngur upp
ána, allt eldrauður lax og leginn.
Lítið eða ekkert sáu umræddir
veiðimenn af laxi ofarlega í ánni.
Gengur vel í Grímsá
Það eru komnir vel á þriðja
hundrað laxar úr Grímsá eftir
því sem Morgunblaðið kemst
næst og útlendingar sem eru við
veiðar hafa veitt dável. Yfirleitt
eru laxarnir af smærri sortinni,
en vænir inn á milli og eingöngu
er veitt á flugu um þessar mund
ir.
Víða hefur glæðst upp á síð
kastið, sæmilega hefur aflast á
köflum í Þverá og Kjarrá, einnig
í Norðurá, talsvert er gengið af
laxi í allar þessar ár, en hefir
tekið illa nema þessi fáu skipti
sem ský hefur dregið fyrir sólu
og rignt eilítið. í Laxá í Kjós og
Leirársveit hefur verið góð veiði
síðustu daga, smálaxinn gengur
annað veifið í smátorfum og
mikið líf virðist vera í ánum á
Suðvestur- og Vesturlandi, flest-
um að minnsta kosti, einnig í
tveimur ám norðanlands, Laxá f
Aðaldal og á Ásum.
Biblíufélagið
170 ára í dag
EINS og áður hefur verið sagt frá í
fréttum á Hið íslenzka Biblíufélag,
elsta starfandi félag f landinu, 170
ára afmæli í dag, en það var stofnað
10. júlí 1815.
í tilefni þess verður sérstök
þakkar- og hátíðarguðsþjónusta í
Hallgrímskirkju í Reykjavík, þar
sem Biblíufélagið hefur haft að-
setur í 18 ár, og hefst hún kl. 5
síðdegis í dag. Öllum er boðið til
þessa fagnaðar.
í forkirkjunni verður sýning á
Biblíunni frá 1813, sem Ebeneser
Henderson færði íslendingum
fyrir 170 árum, en úr henni verður
lesið í guðsþjónustunni; Guð-
Forseti Islands
heimsækir
Múlasýslur
FORSETI íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, heimsækir Múlasýslur
13,—22. júlí nk. f för með forseta
verður Halldór Reynisson forseta-
ritari, kona hans, Guðrún Þ.
Björnsdóttir, og Herdís Þorsteins-
dóttir.
brandsbiblíu, frumútgáfa frá 1584,
en eintak þetta var meðal Vestur-
íslendinga í ein 100 ár og þeir gáfu
Sigurbirni biskupi á sínum tíma
og hann aftur bókasafni Biblíufé-
lagsins, og Guðbrandsbíblíu,
ljósprentun 1984, í forkunnar
fögru bandi, sem útgefandinn fær-
ir Biblíufélaginu í tilefni af 170
ára afmælinu.
Að lokinni guðsþjónustunni og
eftir að Biblíusýningin í forkirkj-
unni hefur verið skoðuð, þá mun
stjórn Biblíufélagsins koma sam-
an til sérstaks afmælisfundar í
fundarsal safnaðarheimilis kirkj-
unnar.
Á Skálholtshátíðinni 21. júlí nk.
verður dagskráin á síðdegis-
samkomu hátíðarinnar sérstak-
lega helguð Oddi Gottskálkssyni
og Ebeneser Henderson í tilefni
170 ára afmælis Hins íslenzka
Biblíufélags.
Daginn áður, laugardaginn 20.
júlí, verður framhaldsaðalfundur
Biblíufélagsins í Skálholtsskóla,
en aðalumræðuefni þess fundar
verður í tilefni af ári æskunnar
„unga kynslóðin og lestur Biblí-
unnar".
100 ára í gær
Akureyri.
I GÆR, þriðjudag, varð Rósa Jón-
asdóttir, Þórunnarstræti 104 á Akur-
eyri, hundrað ára.
Rósa fæddist 9. júlí 1885 að
Bringu í öngulsstaðahreppi og þar
ólst hún upp í stórum systkina-
hópi, en árið 1909 giftist hún Jóni
Þorleifssyni frá Grýtu í önguls-
staðahreppi og þar bjuggu þau
hjón allt til ársins 1946, að Jón
lést. Þau hjón eignuðust 6 börn og
eru 4 þeirra á lífi. Hin síðari ár
hefur Rósa búið hjá syni sínum,
Jóni A. Jónssyni á Akureyri. Hún
hefur alla tíð verið afar heilsu-
hraust en er þó að mestu orðin
rúmföst nú. GBerg
f~) Litur. Hvitt
i2J5Ðr u lfflOr
'MÉÉH ” yy utjrjjvíttjjrátt
Borðplata úr Borðplata Borðplata
hvltu gleri 60 x 60 cm 60 x 120 cm
60 x 60 cm Litir: Hvitt, svart Lrtir: Hvltt, svart
1.750.-
Litir: Svart, grátt,
Mikið úrval
húsgagna
og húsmuna.
Svefnsófar
frá kr. 6.900,-
Upphengitöflur
(kork) margar
stærðir. Verð
frákr. 199,-
/MIKLIG4RÐUR
mikiðfyrirUtið