Morgunblaðið - 10.07.1985, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLl 1985
ÚTVARP/SJÓNVARP
hringir
frostnálin
Tvær ágætar myndir voru á
dagskrá sjónvarpsins í fyrra-
kvöld. Sú fyrri nefndist Megrunar-
æði. Mynd þessi fjallaði um konu
nokkra er flyst úr sveit í borg.
Konan er fremur þéttholda en
slíkt hafði lítt komið að sök í
sveitinni. En þegar hún kemur til
stórborgarinnar þar sem maður
hennar klifrar með ógnarhraða
upp metorðastigann í virtu fyrir-
tæki er annað upp á teningnum.
Skyndilega er hún stödd í hópi
ríkra glæsikvenna, sem flestar
hverjar eyða miklum tíma í
heilsurækt og skreppa við og við á
rándýr heilsuhæli þar sem auka-
kílóin hverfa eins og dögg fyrir
sólu. Þessi heimur krefst þess að
konurnar séu flestar ætíð vel til
hafðar, huggulegar og grannar,
enda verða þær að passa við glæsi-
bíl og glæsihús eigandans, afsakið
eiginmannsins. Blessaðri konunni
líður eins og ljóta andarunganum í
þessari glæsiveröld. Og nú hefst
heiftúðug barátta við aukakílóin,
hlaup og hopp í leikfimitímum og
svo strangir megrunarkúrar að
konan brotnar loksins saman á sál
og líkama. Og það er fyrst þá er
hún liggur á spítalanum eins og
vængbrotinn fugl, að blessaður
eiginmaðurinn skilur hvílíkar
píslir hún hefir á sig lagt, í þeim
tilgangi að passa inn í glæsiheim-
inn.
Ofjitan
Ég tel inig hafa haft mikið gagn
af þessari kanadísku sjónvarps-
mynd.
f fyrsta lagi efldi myndin skiln-
ing minn á reginafli fegurðar-
ímyndarinnar er vill helst steypa
alla í sama mót, enda líður brátt
að því að annarhver maður verður
með nýtt og fallegra nef, sætari
eyru, kyssilegri varir og svo fram-
vegis. En hitt þótti mér öllu at-
hyglisverðara hversu óskaplegt
vandamál offitan er mörgu fólki.
Aðalpersónan i myndinni þjáðist
ekki beint af offitu, en í einum
megrunarhópnum kynntist hún
konu er átti við raunverulegt of-
fituvandamál að stríða. Kona
þessa hafði misst eiginmanninn
frá sér vegna þessa vandamáls og
má segja aö allt hennar líf snerist
í kringum baráttuna við aukakiló-
in. Ég held það væri heillaráö að
sýna þessa mynd aftur í sjónvarp-
inu og efna síðan til umræðna um
efni hennar. Ég er viss um að slík-
ar umræður gætu hjálpað mörg-
um að ræða þetta vandamál við
sína nánustu, enda verða allir
heimilismenn, vinir og venslafólk að
leggjast á eitt við að hjálpa þeim er á
við offitu að stríða.
New York
Siðari myndin á dagskrá sjón-
varpsins í fyrrakveld nefndist
New York, New York.
Myndin var reyndar dönsk að
ætt og var þar einkum leitast við
að greina tengslin milli aukinnar
tiðni glæpaverka (vel yfir 100.000
glæpamál skráð á síðasta ári) og
vaxandi fjölda eiturlyfjasjúklinga,
en 250.000 manns eru nú taldir
háðir eiturlyfjum í borginni.
Frændur vorir fóru nokkuð víða
um borgina og skoðuðu málið frá
ýmsum hliðum. Fannst mér fróð-
legt að sjá hversu borgarbúar
brugðust misjafnlega við fárinu.
Þannig gékk sálfræðingur einn
ætíð vopnaður hlaupvíðri skamm-
byssu en háhýsakona nokkur þorði
ekki fyrir sitt litla líf inní lyftuna
og varla niður stigann.
Ætli maður láti ekki nægja að
ferðast til N.Y. á vængjum ljóðs-
ins — í bili að minnsta kosti.
ólafur M.
Jóhannesson
„Eftir
tvö“
Á dagskrá rás-
1 4 00 ar 2 í dag
klukkan 14—15
er þátturinn „Eftir tvö“.
Umsjónarmaður þáttar-
ins er að vanda Jón Axel
Ólafsson.
Þegar Jón var inntur
frétta af efni þáttarins
kvað hann það ekki end-
anlega ákveðið. Þó væri
nokkuð víst að eldri lög,
einkum frá árunum 1975
til 1981, yrðu ráðandi í
þættinum, en einnig yrðu
kynnt glæný lög, sem eru
að koma út á plötum um
þessar mundir. „Það verð-
ur í öllu falli fullt af
skemmtilegri tónlist í
þættinum og vonandi
verður veðrið gott, því þá
verður tónlistin ennþá
skemmtilegri," sagði Jón
Axel Ólafsson.
Þessi herramaöur kemur við sögu í myndaflokknum um
Kyrrahafslönd, en hann hefst í sjónvarpinu kl. 20.40 í
kvöld.
Kyrrahafslönd
— nýr heimildamyndaflokkur —
■■■■ { kvöld klukkan
aA 40 20.40 hefur
— göngu sína í
sjónvarpinu nýr heimilda-
myndaflokkur í átta þátt-
um og nefnist hann
Kyrrahafslönd (The New
Pacific). Við Kyrrahaf eru
heimkynni þriðja hluta
mannkyns. Þar búa marg-
ir kynþættir með gjör-
ólíka menningu og
atvinnuhætti, enda á milli
þeirra mesta úthaf jarð-
arinnar.
í þáttunum er brugðið
upp myndum af ýmsum
sviðum; náttúru, þjóðlífi
og stjórnmálum í sautján
Kyrrahafslöndum. Þar
virðist nú framþróun vera
einna örust i heiminum,
en jafnframt er gömul
menningararfleifð víðast i
miklum heiðri höfð.
í þættinum i kvöld
verður meðal annars fjall-
að um hinn mikla hagvöxt
sem nú er i löndum í Asíu
sem að Kyrrahafinu
l'ggja, og hvernig hann
hefur breytt viðskiptum i
heiminum nú á seinni ár-
um. Til dæmis eiga
Bandaríkin nú meiri
viðskipti við Kyrrahafs-
lönd en við Evrópuríki.
Einnig er fjallað um
hvernig Japanir reyna nú
að efla viðskiptatengsl við
ríki þau, sem þeir reyndu
fyrr á öldinni að sölsa
undir sig með hervaldi.
Þátturinn um Kyrra-
hafslönd hefst eins og áð-
ur sagði kl. 20.40 og tekur
55 mínútur í sýningu.
Þýðandi hans og þulur er
Óskar Ingimarsson.
Maður er nefndur
Þórarinn Guðmundsson
tónskáld
sýndur í sjónvarpinu árið
1973. Það er Pétur Pét-
ursson sem ræðir við Þór-
arin.
Þórarinn var kunnur
fiðluleikari og ástsælt
tónskáld. Hann var einnig
þekktur fyrir að vera
stjórnandi Útvarpshljóm-
sveitarinnar.
■■■■ í kvöld klukkan
00 35 22.35 verður í
~~ sjónvarpinu
þáttur í flokknum „Úr
safni sjónvarpsins". Að
þessu sinni verður endur-
sýndur þátturinn „Maður
er nefndur Þórarinn Guð-
mundsson tónskáld".
Þessi þáttur var áður
íslensk tónlist
— flutt verða þrjú verk
■■■■ Á dagskrá rás-
1 A 30 ar 1 í dag kl.
A rt 14.30 er íslensk
tónlist. Leikin verða þrjú
verk: 1. „Sigurður Fáfnis-
bani“, forleikur eftir Sig-
urð Þórarinsson. Sinfón-
íuhljómsveit íslands leik-
ur undir stjórn Páls P.
Pálssonar.
2. „Völuspá" fyrir ein-
söngvara, kór og hljóm-
sveit eftir Jón Þórarins-
son. Guðmundur Jónsson
og Söngsveitin Fílharm-
ónía syngja og Sinfóníu-
hljómsveit tslands leikur.
Karsten Andersen stjórn-
ar.
3. „Sex vikivakar" eftir
Karl O. Runólfsson. Sin-
fóníuhljómsveit tslands
leikur undir stjórn Páls P.
Pálssonar.
Sinfóníuhljóm.sveit íslands
ÚTVARP
MIÐVIKUDAGUR
10. júll
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn. Morgunútvarpið. 7.20
Leikfimi. Tilkynningar.
7A5 Daglegt mál. Endurt.
páttur Sigurðar G. Tómas-
sonar frá kvöldinu áður.
A00 Fréttir. Tilkynningar.
Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð — Helga Sveins-
dOttlr, Bolungarvik, talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Litli bróöir og Kalli á pak-
inu“ eftir Astrid Lindgren.
Sigurður Benedikt Björnsson
les þýöingu Sigurðar Gunn-
arssonar (17).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. Þulur velur
og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbt.
(útdr.). Tónleikar.
10.45 fslenskar skáldkonur.
Unnur Eiríksdóttir.
Umsjón: Margrét Blöndal og
Sigrlöur Pétursdóttir.
RÚVAK
11.15 Morguntónleikar
Leikin verður tónlist eftir
Scarlatti, Bach og Hándel.
1200 Dagskrá. Tilkynningar
12J20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.30 Inn og út um gluggann
Umsjón: Emil Gunnar Guö-
mundsson.
13A0 Tónleikar.
14.00 „Uti I heimi“, endurminn-
ingar dr. Jóns Stefánssonar.
Jón Þ. Þór les (5).
14J0 Islensk tónlist
a. „Siguröur Fáfnisbani",
torleikur eftir Sigurð Þórð-
arson. Sinfónluhljómsveit Is-
lands leikur; Páll P. Pálsson
stj.
b. „Völuspá", tónverk fyrir
einsöngvara, kór og hljóm-
sveit eftir Jón Þórarinsson.
Guðmundur Jónsson og
söngsveitin Fllharmónla
syngja með Sinfónluhljóm-
sveit Islands: Karsten Ander-
sen stj.
c. „Sex vikivakar“ eftir Karl
O. Runólfsson. Sinfónlu-
hljómsveit Islands leikur; Páll
P. Pálsson stj.
15.15 Staður og stund
— Þórður Kárason. RUVAK
14.45 Tilkynningar. Tónleikar.
1000 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
1600 Popphólfiö
- Bryndls Jónsdóttir.
1700 Fréttir á ensku
1705 Barnaútvarpiö
Stjórnandi: Ragnheiður
Gyöa Jónsdóttir.
1705 Slödegisútvarp
— Sverrir Gauti Diego.
Tónleikar. Tilkynningar.
1005 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
kynningar.
Málræktarþáttur
Ólafur Oddsson flytur.
20.00 Sprotar
Þættir af unglingum fyrr og
nú. Umsjón; Slmon Jón Jó-
hannsson og Þórdls Mós-
esdóttir.
2000 Frá sumartónleikum I
Skálholti 1985
Lars Ulrik Mortensen og
Toke Lund Christiansen
leika á barokkflautu og
sembal.
a. Sónðtur eftir Domenico
Scarlatti.
b. Flautusónata I G-dúr eftir
Georg Friedrich Hándel.
c. Flautusónata I h-moll eftir
Georg Friedrich Hándel.
d. Flautusónata I h-moll eftir
Johann Sebastian Bach.
2100 Ebenezer Henderson á
ferð um Island sumariö 1814
Fyrsti þáttur: A leiö til Eyja-
fjaröar. Umsjón: Tómas Ein-
arsson. Lesari með honum:
Snorri Jónsson.
22.05 Tónleikar.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orö kvöldsins.
22.35 Þannig var þaö
Þáttur Ólafs Torfasonar.
RUVAK
2320 Tónleikar frá kanadlska
útvarpinu
Hljómsveit Þjóölistasafnsins I
Ontario leikur. Stjórnandi:
Claudio Scimone. Einleikar-
ar: Walter Prystawski, Row-
SJÓNVARP
1925 Aftanstund
Barnaþáttur með innlendu
og erlendu efni.
Söguhornið — Starrahreiör-
ið eftir löunni Steinsdóttur,
höfundur flytur. Kanfnan
með köflóttu eyrun, Dæmi-
sögur og Högnl Hinriks,
sögumaöur Helga Thorberg.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
2020 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Kyrrahafslönd
(The New Pacific)
Nýr flokkur — Fyrsti þáttur.
MIÐVIKUDAGUR
10. júll
Breskur heimildamynda-
flokkur i átta þáttum.
Viö Kyrrahaf eru heimkynni
þriöja hluta mannkynsins. I
Iðndum þar eru gjörólfkir
kynþættir, tungumál, menn-
ing og atvinnuhættir enda er
milli þeirra mesta úthaf jarö-
ar.
i þáttunum er brugöiö upp
myndum af ýmsum sviðum:
náttúru, þjóöllfi og stjórnmál-
um I sautján Kyrrahafslönd-
um. Þar virðist nú framþróun
vera einna örust I heiminum
þótt gömul menningararf-
leifð sé vlöast hvar I heiöri
höfö.
Þýöandi og þulur Oskar Ing-
imarsson.
2125 Dallas
Vaktaskipti
Bandarlskur framhalds-
myndaflokkur.
Þýöandi Björn Baldursson.
2225 Ur safni Sjónvarpsins
Maöur er nefndur Þórarinn
Guömundsson, tónskáld.
Viðtalsþáttur frá 1973. Pétur
Pétursson ræöir viö Þórarin.
2320 Fréttir I dagskrárlok.
land Floyd, Gerald Corey og
Donald Whitton.
a. Sinfónla consertante I B-
dúr op. 84 fyrir fiðlu, óbó,
fagott, selló og hljómsveit
eftir Joseph Haydn.
b. Sinfónfa nr. 1 I C-dúr op.
19 eftir Carl Maria von Web-
er.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
10. júll
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Kristján Sigur-
jónsson.
14.00—15.00 Eftir tvö
Stjórnandi: Jón Axel Ólafs-
son.
15.00—10.00 Nú er lag
Urvalslög aö hætti hússins.
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
16.00—17.00 Bræðingur
Stjórnandi: Arnar Hákonar-
son. og Eirlkur Ingólfsson.
17.00—18.00 Úr kvennabúrinu
Hljómlist flutt og/eða samin
af konum.
Stjórnandi: Andrea Jóns-
dóttir.
Þriggja mlnútna fréttir sagö-
ar klukkan: 11:00, 15:00,
16:00 og 17:00.