Morgunblaðið - 10.07.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLl 1985
19
Lokastyrjöldin
Nýja brjóstaröntgentækiö í notkun.
Röntgendeild Krabbameins-
félagsins tekin í notkun
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ hefur tekið í notkun röntgentæki
til myndatöku af brjóstum kvenna. Alþingi hefur nýlega sam-
þykkt þingsályktunartillögu um skipulega leit að brjósta-
krabbameini með röntgenmyndatöku og Matthías Bjarnason
heilbrigðisráðherra hefur lýst því yfír að slík leit muni hefjast
eigi síðar en árið 1987. íslendingar ættu að geta orðið fyrstir
til að láta slíkar rannsóknir ná til heillar þjóðar.
Röntgenmyndataka af brjóst-
um kvenna, sem hafa einkenni
eða grun um sjúkdóm, hefur fyrir
löngu sannað gildi sitt. Einnig er
nú ljóst að mikils er að vænta af
aðferðinni, sé henni beitt við
skoðanir og eftirJit einkenna-
lausra kvenna. Flest krabba-
meina sem greinast við slika leit
eru mjög lítið og finnst ekki við
þreifingu. Þetta bætir lífshorfur
kvennanna.
Undanfarin ár hafa orðið mikl-
ar breytingar á tækni og þekk-
ingu á sviði röntgengreiningar
krabbameina í brjóstum. Á síð-
asta áratug hefur tekist að auka
næmi myndkerfis, svo að geisla-
skammturinn, sem nota þarf, er
nú aðeins 1—2% af því sem áður
tíðkaðist.
Eftir að jákvætt álit svo-
nefndrar mammógrafíunefndar
landlæknisembættisins lá fyrir, á
miðju ári 1984, barst Krabba-
meinsfélaginu að gjöf finnskt
röntgentæki af gerðinni Mamex
DC. Var þá hafist handa við loka-
hönnun húsnæðis, sem ætlað
hafði verið undir röntgendeild í
Skógarhlíð 8. Pöntuð voru jaðar-
tæki og innrétting húsnæðisins
hafin. Deildin var formlega tekin
í notkun 30. maí sl.
Hin nýja röntgendeild skiptist
í tvennt, annars vegar til frum-
myndatöku í skipulegri leit, hins
vegar til myndatöku við sérskoð-
un á þeim konun sem rannsaka
þarf nánar.
Fyrst um sinn mun finnska
tækið verða notað til að taka
myndir af brjóstum kvenna,
vegna grunsamlegra breytinga
eða aukinnar áhættu.
Innan tíðar verður tekið í notk-
un annað röntgentæki, sem Rauði
kross fslands gaf. Það er franskt,
af gerðinni Senographe 500 T,
mjög fullkomið og fyrst og fremst
ætlað til framhaldsrannsókna.
Tækið er búið geislasíu, sem nota
má til að auka andstæður í mynd-
inni, og hægt er að taka stækkaða
mynd af grunsamlegum breyting-
um. Þá mun fylgja fullkominn út-
búnaður til að taka nálarsýni úr
grunsamlegum svæðum sem sjást
á myndum, en finnast ekki við
þreifingu.
í framtíðinni er þörf fyrir
röntgentæki til að flytja á milli
heilsustöðva utan höfuðborgar-
svæðisins. Hafin hefur verið fjár-
söfnun til kaupa á slíku tæki.
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Mario Vargas Llosa: The War of
the End of the World. Faber and
Faber 1985.
Höfundurinn, Mario Vargas
Llosa, fæddist í Perú 1936. Hann
hlaut menntun í Perú og síðar í
Madrid og París. Eftir átján ára
dvöl og ritstörf í Evrópu og
Bandaríkjunum hélt hann til Perú
og settist að í Lima skömmu áður
en lýðræði var komið þar á aftur.
Hann var forseti PEN frá
1976—79. Kröfur hans um mál og
ritfrelsi hafa vakið reiði bæði til
hægri og vinstri.
Hann hefur stundað bók-
menntarannsóknir m.a. á verkum
Garcia Marquez, Flaubert, Sartre
og Camus. 1984 var honum boðið
forsætisráðherra embættið í Perú,
hann hafnaði því. Meðal skáld-
sagna hans eru: Conversation in
the Cathedral, Aunt Julia and the
Scriptwriter (1983). Skáldsögur
Llosa hafa hlotið mjög lofsamlega
dóma og margir telja hann meðal
snjöllustu suður-amerískra höf-
unda. Þessi bók, kom fyrst út á
ensku í Bandaríkjunum og Kan-
ada (1984).
Þetta er söguleg skáldsaga, sem
styðst við atburði, sem áttu sér
stað í Brasilíu á öldinni sem leið.
Dularfullur spámaður kemur
fram, sem talinn var frelsarinn
endurkominn, hann taldi að
heimsendir væri í nánd og stofnar
nýtt lýðveldi, Canudos, þar sem
frelsi og fögnuður ríkir. Allir út-
skúfaðir áttu þar hæli og fylgdu
honum, skækjur, betlarar, þjófar
og morðingjar. Spámaðurinn fer
um landið, áminnir klerkdóminn
og biðst fyrir í kirkjunum. Alþýða
manna trúir á hann og furðusögur
komast á kreik.
Á þessum árum var Brag-
ansa-ættin svipt völdum í Brasilíu
og stofnað lýðveldi. Kviksögur
koma upp um undirbúning kon-
ungssinna að valdaráni og það er
tengt spámanninum. Spámaður-
inn er talinn hættulegur lýðveld-
inu og eftir að hann hefur stimpl-
Mario Vargas Telosa
að „lýðveldið" sem Antikrist, þá er
þetta orðið pólitískt mál. Her-
flokkum er stefnt gegn spámann-
inum en þeir eru gjörsigraðir fyrst
í stað.
Sagan gerist í nokkrum hlutum,
landeigendur og fyrrverandi
þrælaeigendur koma til sögunnar,
frjálslyndir aðdáendur nýrra
hátta og tæknivæðingar, anarkisti
frá Evrópu o.fl. o.fl. Persónurnar
eru fjölmargar og mannlífið ákaf-
lega litauðugt, grimmt og safa-
mikið. Mannlífið er lítils virði og
trúin á kraftaverk sjálfsögð.
Höfundurinn vekur upp þetta
gamla samfélag og andrúmsloft
þess mettar lesandann, hann lifir í
þessum heimi, villtrar náttúru,
óskaplegra fjarlægða og hrika-
legra atburða. Andstæðurnar í
mannlífi og náttúru, lífsskoðunum
og stjórnmálum magnast eftir því
sem líður á sögutímann.
Lykilmynd af byltingum í
Suður-Ameríku fyrr og síðar. Trú-
arleg hýstería, heimsendavon,
kapítalismi, anarkismi, hugsjónir,
heift og ást. Lifandi og safamikil
saga.
BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 6212 40
# VIÐ ERUM í hjarta borgarinnar viö Brautarholt.
# VIÐ HÖFUM rúmgóöan sýningarsal og útisölusvæöi.
# VID BJÓÐUM mikið úrval notaðra bíla af öllum geröum.
# VID VEITUM góða og örugga þjónustu
Baldur F. Sigfússon yfirlæknir, Þuríður Halldórsdóttir og Sigríður Kristjáns-
dóttir röntgentæknar.