Morgunblaðið - 10.07.1985, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.07.1985, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1985 21 AP/Simamynd Fór í mótmælasvelti gegn Bandaríkjunum Miguel D’Escoto Brockman, utanríkisriðherra Nicaragua, sést hér um- kringdur af fréttamönnum eftir að hann hafði tilkynnt, að hann hefði byrjað „mótmdasvelti fyrir friði, til varnar lífí en gegn hryðjuverka- stefnu þeirri, sem stjórn Bandaríkjanna hefði tekið upp gegn Nicar- agua“. Bólivía: Forsetinn fer fram á frestun kosninga Bólivíu, 9. iúlí. AP. J Bólivfu, 9. júlí. AP. FORSETI Bólivíu, Hernan Siles Zuazo, fór í dag fram á það við þing landsins að forsetakosning- um, sem eiga að fara fram í landinu á sunnudag, verði frest- að. Forsetinn vill að haldinn verði aukafundur í þinginu á GENGI |- GJALDMIÐLA Dollarinn lækkar enn London, 9. júlí. AP. Bandaríkjadollar lækkaði í dag annan daginn í röð. Á peninga- mörkuðum í Evrópu var vaxandi svartsýni kennt um varðandi horf- ur í bandarísku efnahagslífí og því spáð, að dollarinn ætti enn eftir að hekka á næstunni. Síðdegis í dag kostaði sterl- ingspundið 1,36675 dollara (1,3393), en að öðru leyti var gengi dollarans þannig, að fyrir einn dollara fengust 2,9560 vestur-þýzk mörk (2,9860), 2,4745 svissneskir frankar (2,5232), 9,0350 franskir frankar (9,1650), 3,3320 hollenzk gyllini (3,3945), 1.889,50 ítalskar lírur (1.921,00), 1,3536 kanadískir dollarar (1,3587) og 245,05 jen (246,50). Gull hækkaði og var verð þess 315,25 dollarar hver únsa (315,00). fímmtudag til að greiða atkvæði um tilmæli sín. Stuðningsmenn Hugos Banzers, fyrrum einræðisherra í Bólivíu, sem spáð er sigri i kosningunum boðuðu i dag til mótmælaaðgerða gegn tilmælum forsetans. Skömmu áður en forsetinn til- kynnti ákvörðun sína, fóru tals- menn tvennra áhrifamikilla verkalýðssamtaka fram á það við frambjóðendur vinstri flokka að þeir drægju framboð sitt til baka og hundsuðu kosningarnar, þar sem flokksmenn Barzers hefðu brotið kosningalög. Banzer sagði í dag að sér hefði komið á óvart að forsetinn hefði gripið til „þvílíkra örþrifaráða”: „Okkur var fullljóst að vinstri stjórn landsins mundi reyna að trufla gang kosninganna, en nú kastaði tólfunum. Tilmæli forset- ans um frestun kosninganna ber ólýðræðislegum vinnubrögðum gott vitni, en kjósendur vita bet- ur.“ Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Banzer nú stuðnings 38% kjósenda, en helsti frambjóðandi vinstri manna, Victor Paz, um 18%. Thailand: Schultz ræðir við flóttamenn Thailandi, 9. júlí. AP. ÞÚSUNDIR fíóttamanna frá Kambódíu fógnuðu George Schultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, þegar hann kom til fíóttamannabúða á landmærum Thailands og Kambódíu í dag. Flóttamennirnir vonast til þess að Bandaríkjamenn styðji baráttu þeirra við víetnamska innrásarlið- ið með því að senda þeim vopn og vistir. Utanrikisráðherrann gaf þó í skyn á fréttamannafundi í dag að stjórnin hefði ekki í hyggju að senda vopri til skæruliða á næst- unni. Hann sagði að Bandaríkja- menn mundu samt sem áður halda áfram að veita flóttamönnunum efnahags- og mannúðaraðstoð. Talið er að um 53 þúsund flótta- menn, sem flúið hafa til Thailands vegna ofsókna Vétnama, hafi tekið á móti Schultz. Forsvarsmenn flóttamannanna sögðu Schultz frá því að Víetnam- ar, sem réðust inn í Kambódíu 1979, hefðu myrt og pyntað þús- undir Kambódíumanna. Hefðu Ví- etnamar einnig neytt hundruð þúsunda Kambódíumanna til að vinna fyrir sig. Vaxtalækkun á næsta leiti í Bandaríkjunum? Wa.shinglon, 9. júlí. AP. Cr Wa.shington, 9. júlí. AP. VEXTIR, sem verið hafa á niður- leið í Bandaríkjunum mestan hluta ársins, eiga sennilega eftir að fara enn lækkandi á næstu vikum. Er þetta byggt á þeim spám, að seðlabanki Bandaríkj- anna muni bráðlega þurfa að greiða enn frekar fyrir lánveit- ingum í því skyni að blása á ný lífí í iðnframleiðslu Bandaríkj- anna. Gert var ráð fyrir, að stefnan á þessu sviði fyrir næstu mánuði yrði mörkuð í dag eða á morgun. Bandaríski seðlabankinn reynir að efla efnahagslífið í landinu á ýms- an hátt svo sem með því að auka á eða draga úr peningaframboði. í þessu skyni eru vextir ýmist hækkaðir eða lækkaðir og reynt er að koma í veg fyrir, að verðbólgan vaxi með of mikilli þenslu. Seðlabankinn hefur þegar einu sinni á þessu ári dregið úr pen- ingahömlum til að glæða efna- hagslífið meira fjöri. Leiddi það til 2% lægri vaxta. Enda þótt nú þyki líklegt, að seðlabankinn muni komast að þeirri niðurstöðu, að frekari aðgerða sé þörf, þá gera fæstir ráð fyrir því, að komandi vaxtalækkun verði meira en 0,5—0,75%. 1 maí sl. lækkaði seðlabankinn forvexti sína niður í 7,5% og hafa þeir ekki verið lægri í um sjö ár. Nú er gert ráð fyrir, að þeir fari að minnsta kosti niður í 7%. Það ætti svo að leiða til þess, að forvextir viðskiptabankanna lækkuðu úr 9,5% niður í 9%. Bent er á til stuðnings frekari vaxtalækkun, að bandarískur iðn- aður hafi staðið höllum fæti á þessu ári og það sé fyrst og fremst að kenna erlendri samkeppni, að 220.000 manns í þessari starfs- grein hafi misst atvinnuna. „Seðlabankinn hefur áhyggjur út af veikleikamerkjum í efnahags- lífinu og því, að atvinnuleysið hef- ur haldizt í 7,3% í fimm mánuði í röð,“ var í dag haft eftir Bernard M. Markstein, kunnum hagfræð- ingi í hópi þeirra, sem spá vaxta-. lækkun á næstunni. Búist við að mikill kvennaráðstefnurnar í fjöldi Nairobi, Kenya. 9. júlí. AP. TVÆR ALÞJÓÐLEGAR kvennaráðstefnur verða settar í Nairobi í Kenya á næstu dögum og er talið að um 10.000 konur muni taka þátt í ráðstefn- unum. Ríkisstjórn íslands sendir fímm fulltrúa á aðra ráðstefnuna og fara þeir utan í vikunni. Önnur ráðstefnan, Forum ’85, hefst nk. miðvikudag og stendur yfir í 10 daga. Þar munu konur frá öllum löndum fjalla um ýmis kvennamál, allt frá stofnun fjöl- skyldu til réttinda vændis- kvenna. Konur, sem ekki eru fulltrúar ríkisstjórna landa sinna, mega aðeins taka þátt í Forum ’85. Á mánudag í næstu viku hefst svo 11 daga ráðstefna um kvennamál á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem opinberar sendinefndir landanna koma saman og hlýða á ræður og skipa sér í umræðuhópa. Ráðstefnurn- ar tvær eru lokastórviðburðir á sérstökum áratugi kvenna. Umræðuhóparnir munu fjalla um málefni af margvíslegum toga. Sendinefnd Bandaríkjanna mun t.d. fjalla um „hina guð- dómlegu konu — jörðina, gyðj- una, tónlistina, hefðina, inn- blásturinn og ræðuna," en breska sendinefndin mun á hinn bóginn fjalla um málefni vænd- iskvenna. Sendinefndir frá van- þróuðu ríkjunum hafa þó önnur vandamál á sínum dagskrám og fjalla margar þeirra um hlut- verk konunnar í uppbyggingu landbúnaðarins í sínum löndum, eins og t.d. Kenya, þar sem kon- ur vinna um 75% af öllum störf- um í landbúnaði. Kvennaáratugurinn hófst í Mexíkó árið 1975, þegar þar var ákveðið á aiþjóðlegri kvenna- ráðstefnu að hefja skipulagða baráttu gegn misrétti í garð kvenna. Önnur ráðstefna var haldin í Kaupmannahöfn árið 1980 og nú í lok áratugarins er þriðja ráðstefnan haldin í Kenya. sæki Kenýa Skoðanir á baráttu kvenna eru jafn misjafnar og mennirnir eru margir og herma fréttir að sendinefnd Bandaríkjanna, und- ir forystu Maureen Reagan, for- setadóttur, hafi hótað að snúa aftur til síns heimalands ef ráðstefnan fær á sig of pólitísk- an blæ. Sigríður Snævarr, sendiráðu- nautur hjá utanríkisráðuneyt- inu, er formaður sendinefndar íslands sem fer utan í vikunni. AIls eru fimm konur í nefndinni og auk Sigríðar fara þær Ester Guðmundsdóttir, Gerður Stein- þórsdóttir, Guðríður Þorsteins- dóttir og María Pétursdóttir. Veður víða um heim Logit Akureyrí Amsterdam 14 Aþena 18 narcelona Berlín 13 Brússel 9 Chicago 21 Dublin 13 Feneyjar Frankfurt 9 Ganf 15 Helsinki 13 Hong Kong 23 Jerúsalem 15 Kaupmannah. 10 18 16 Los Angeles 21 Luxemborg Miami 29 Moskva 10 New Yorfc 19 Osló 14 Peking 22 Reykjavík Ríó de Janeiro 13 17 12 13 21 13 bórshöfn Stokkhólmur Sydney Tókýó Hæst 12 19 32 27 20 23 32 18 26 21 28 20 29 28 17 24 24 23 25 19 37 29 31 16 26 20 31 28 25 31 22 16 20 25 10 rigning skýjaö heióskírt mistur skýjaó heióskírt skýjaó skýjað þokumóða •kýíað haiöakírt rigning •kýjað haiðskirt •kýjað léttskýjað heiðskírt •kýjað haiðskírt skýjað haiöskírt heiðskírt haiöskírt akýjað haiðakirt akýjað rigning akúrir akýjað haíðakirt haiðakírt rigning hsiöskirt akýjað akýjað Sjálfsmorðs- árás shíta Tel Aviv, 9. júlí. AP. FIMMTÁN Líbanir, hermenn og óbreyttir borgarar, létu lífið og tveir ísraelskir hermenn særðust er öfgasinnaðir shítar óku bifreið- um með sprengiefni inn á eftir- litssvæði ísraela í Suður-Líbanon í dag og sprengdu þær upp í sjálfsmorðsárás.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.