Morgunblaðið - 10.07.1985, Side 37

Morgunblaðið - 10.07.1985, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JtLÍ 1985 37 Hafnarbúðir og Reykjavíkurborg — eftir Gunnar Sigurðsson Aö undanförnu hafa orðið tals- verðar umræður í fjölmiðlum vegna hugsanlegrar sölu Hafnar- búða til rikisins. Ríkið hefur gert Reykjavíkur- borg tilboð í Hafnarbúðir sem Reykjavíkurborg kostaði á sínum tíma fyrir eigið fé til reksturs hjúkrunardeildar fyrir aldraða. Sú deild hefur verið hluti af Borg- arspítalanum, sem er eina sjúkra- húsið sem Reykjavíkurborg ann- ast rekstur á. Ríkið greiddi ekkert til byggingar þessarar deildar í Hafnarbúðum. Nú virðist ríkið hins vegar eiga fé til að kaupa Hafnarbúðir en ekki til að af- henda Reykjavíkurborg til rekst- urs, heldur fyrir Landakotsspítala að gjöf. Ekki er sama Jón og séra Jón! Davíð Oddsson borgarstjóri virðist telja þessa sölu eðlilega, þrátt fyrir mótmæli stjórnar Sjúkrastofnana Reykjavíkurborg- ar (þar með taldir Páll Gíslason og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins), iæknaráðs og starfsmanna- ráðs Borgarspítalans og síðast en síst starfsfólks Hafnarbúða, sjúkl- inga þar og ættingja þeirra. Þetta fólk veit best hvers konar þjón- ustu Hafnarbúðir hafa veitt öldr- uðum sjúklingum og ættingjum þeirra á liðnum árum. Borgarstjóri virðist einblína á þær 55 milljónir króna sem hann telur að ríkið skuldi Reykjavík- urborg í sambandi við uppbygg- ingu Hafnarbúða. Reykjavíkur- borg hefur vissulega haft frum- kvæði í ýmsu varðandi sjúkra- húsabyggingar á síðustu áratug- um. Má þar t.d. nefna að það var einungis fyrir frumkvæði Reykja- víkurborgar að núverandi húsnæði Slysadeildar Borgarspítalans var byggt. Byggingartillag ríkisins kom ekki fyrr en miklu síðar. Það væri vissulega spor aftur á bak ef Reykjavíkurborg ætlaði að afsala- sér öllu frumkvæði í þess- um efnum til ríkisins. Borgarbúar trúa ekki slíku á núverandi borg- arstjóra, einkanlega þar sem í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar var tekið fram að flokkurinn væri andvígur sölu Borgarspítal- ans. Sjálfsagt segja einhverjir eins og forsvarsmenn Landakotsspít- ala í grein í Morgunblaðinu 29. júní sl.,: „Það fjármagn sem fæst fyrir Hafnarbúðir kemur strax til nota fyrir B-álmu Borgarspítal- ans.“ Reykjavíkurborg hefur vissulega haft frumkvæðið að byggingu B-álmu Borgarspítalans og það hversu hægt hefur miðað byggingu hennar hefur aðallega orsakast af takmarkaðri fjárveit- ingu Alþingis. Sem kunnugt er ber Reykjavíkurborg aðeins að greiða 15% móti 85% ríkisins við bygg- ingu spítala. En lítum á hvernig fjárveitingu til B-álmunar er hátt- að fyrir árið 1985: Samkvæmt fjárlögum Alþingis 7.0 m. kr. Aukafjárveiting 8.0 m. kr. Frá Framkvæmdasjóði aldraðra 5.5 m. kr. Frá Reykjavíkurborg 2.6 m. kr. Samtals 23.1 m. kr. Hluti Reykjavíkurborgar er því aðeins um 11% þar sem Reykja- víkurborg er ekki skylt (og gerir ekki) að greiða á móti framlagi úr Framkvæmdasjóði Aldraðra. Ef um venjulega sjúkrahúsbyggingu væri að ræða bæri Borginni að greiða a.m.k. 3,5 milljónir króna. Samkvæmt tilboði ríkisins (fyr- ir Landakot) fengi Reykjavíkur- borg 5 milljónir króna á þessu ári og afganginn, 50 milljónir króna, á 15 árum. Þessar ársgreiðslur myndu því vart skipta sköpum við að hraða uppbyggingu B-álmunn- ar og alls óvíst að Reykjavíkur- borg myndi nota þetta fé til þess, Dr. Gunnar Sigurðsson „Sú ráðstöfun að af- henda Landakotsspítala Hafnarbúðir yrði þvi væntanlega til að fækka sjúkrarúmum fyrir aldr- aða.“ þar sem borgin virðist halda stíft við að greiða ekki meira en 15% af byggingarkostnaði B-álmunnar. Davíð Oddsson borgarstjóri fullyrðir í viðtali við Morgunblað- ið 6. júlí sl. að „eina sem breytist við sölu Hafnarbúða er að Borgar- sjóður fái 55 milljónir króna í sinn hlut. Það fólk sem dveljast í Hafn- arbúðum fái auðvitað að vera þar áfram." í greinargerð frá Landa- kotsspítala í Morgunblaðinu 29. júní sl. segir: „Hugmyndin er sú að þeir sjúklingar sem hafa verið lengi (í Hafnarbúðum) verði þar áfram, en í stað þeirra verði smám saman fluttir jafn margir sjúkl- ingar af Landakoti í B-álmuna.“ Þessi ráðstöfun hefði einfald- lega í för með sér að á næstu 1—2 árum myndu nær einungis flytjast sjúklingar frá Landakoti í B-álm- una. Langflestir sjúklinganna sem vistast hafa á þær 2 öldrunar- lækningadeildir sem opnaðar hafa verið í B-álmu, hafa komið beint að heiman. Reynt hefur verið að láta þessa þjónustu hafa forgang. Slíka þjónustu yrði alls ekki unnt að veita í 1—2 ár ef allir nýir sjúklingar ættu að koma frá Landakotsspítala og þessi biðlisti myndi þá lengjast enn meir. Og hver yrði ávinningurinn með afhendingu Hafnarbúða til Landakots má spyrja? Hann yrði aðallega sá að Landakotsspítali gæti í auknum mæli stundað vald- ar skurðaðgerðir (til aðgreiningar frá bráðum skurðaðgerðum). í dag er Landakotsspítali eini spítalinn í Reykjavík sem getur stundað þessar aðgerðir í ríkum mæli, þar sem hlutur Landakots í bráða- þjónustu er verulega minni en Borgarspítala og Landspítala (5 vaktir á móti 8). Því má ætla að verið væri að rýma Landakotsspítala (af öldruð- um sjúklingum) til þess að auka slíkar aðgerðir fremur en að veita öldruðum þjónustu. Sú ráðstöfun að afhenda Landakotsspítala Hafnarbúðir yrði því væntanlega til að fækka sjúkrarúmum fyrir aldraða. Þörfin á því sviði er hins vegar svo mikil að ekki veitir af að fjölga þeim verulega á næstu ár- um Reykjavíkurborg ætti að hafa frumkvæðið í þeirri uppbyggingu, þess krefjast Reykvíkingar af sín- um borgarstjóra og borgarstjórn. Sala Hafnarbúða yrði andstæð slíkri uppbyggingu. Hiifundur er yfírlæknir lyflækn- ingadeildar Borgarspítalans. • HUSQVARNA UPPÞVOTTAVÉLAR • Sænska uppþvottavélaiínan Husqvarna-uppþvottavélarnar hafa fengið verðlaun hjá Skandi- navísku neytendasamtökunum fyrir frábæran uppþvott, að vera hljóölátar og þurrka vel. Þ»r standast kröfur nútímans, sænsku Husqvarna-uppþvotta- vélarnar. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sirm 9135200 nfiHjfliiEy SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 ■t Vinir hans álíta hann of alvarlegan, fjölskyldan heldur hann brjálaðan, óvinum hans finnst hann aumur og kjarklaus. Hún veit hins vegar að hann er síöasti drekinn. Hörkuspennandi, þrælgóð og fjörug, ný, bandarísk karatemynd með dúndurmúsik. Fram koma De Barge (Rhythm of the Night), Vanity og flutt er tónlist með Steve Wonder, Smokey Robinson, The Temptations, Syreeta, Rockwell, Charlene, Willie Hutch og Alfie. Aðalhlutverk leika Vanity og Taimak karatemeistari. Tónlistin í myndinni hefur náð geysilegum vinsældum og er verið að frumsýna myndina um heim allan. A-sal Sýnd kt. 5, 7, 9 og 11. Hækkaö verð. Bönnuö innan 12 ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.