Morgunblaðið - 10.07.1985, Síða 38

Morgunblaðið - 10.07.1985, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1985 fclk í fréttum Morgunblaðið/Þorkell Helena og Oddgeir Hjartarson hlýddu á leik félaga úr Lúðrasveit Reykjavíkur þegar þeir heiöruðu hjónin í blíðviðrinu um helgina. ODDGEIR HJARTARSON STOFNFÉLAGI LÚÐRASVEITAR REYKJAVÍKUR: „Við æfðum í tugthúsinu þvf þar gistu fáir á þeim árum“ Oddgeir Hjartarson er eini núlifandi stofnfélagi Lúðra- sveitar Reykjavíkur sem nú heldur upp á 63. starfsár sitt. Hún var stofnuð árið 1922. „Mitt tónlistarnám hófst þannig að mér og kunningja mínum Birni Jónssyni datt i hug að gaman væri að læra á hljóö- færi,“ sagði Oddgeir þegar blaðamaður spurði um tildrög þess að hann hóf flautuleik. „Mig íangaði helst að læra á flautu og við fórum á stúfana að leita að hljóðfærum. Það var ekki um auðugan garð að gresja því bæði léku fáir á flautu og enginn átti slík hljóðfæri. Loks frétti ég af bakara nokkrum sem einu sinni hafði ætlað sér að læra flautu- leik en það fórst fyrir og ég fékk hann til að selja mér forláta flautu sem hann átti. Hún var ekki eins og venjulegar flautur í dag heldur mjórri í annan end- ann og munnstykkið var breið- ara en nú tíðkast. Ég stundaði aðallega sjálfs- nám en þegar lúðrasveitirnar Gígjan og Harpan voru samein- aðar 1922 og stofnuð var Lúðra- sveit Reykjavíkur gekk ég i sveitina. Reynir Gíslason sem hafði verið í Danmörku var feng- inn til að stjórna hljómsveitinni og hann aðstoðaði mig við nám- ið. Þannig var að ekki var til nein gripatafla yfir nóturnar eins og nú er notuð við flautu- kennsluna heldur setti ég fing- urna einhvern veginn á götin og ef Reynir fann sama tón á píanó- inu fundum við út hver tónninn var. Lúðrasveitin æfði vel en átti í fá hús að venda og við æfðum víða við mismunandi aðstæður. Til að byrja með æfðum. við í vinnuskúr sem stóð á Hverfisg- ötu- 8 áður Alþýöuhúsið var reisé á þeirri Ióð og þegar skúrs- ins naut ekki lengur við fengum við inni í einum klefanum i tugthúsinu við Skólavörðustíg. Þar var ekki margt um manninn í þá daga og alltaf klefi laus sem við fengum til afnota. Ég hélt áfram að læra á flaut- una og lék við og við á dansleikj- um ásamt Þórarni Guðnasyni tónskáldi og fleirum. Einnig hafði lúðrasveitin þann sið að leika einu sinni í mánuði á Aust- urvelli. Árið 1926 kom Jón Leifs tón- skáld frá Hamborg ásamt félög- um úr sinfóníuhljómsveit Ha- mborgar. Sígild tónlist eins og sú sem hljómsveitin lék hafði mjög lítið heyrst opinberlega áð- ur og íslenskir áheyrendur hrif- ust mjög af leik þeirra. Ég og konan mín, sem er þýsk, höfðum þó nokkuð að gera með þessa gesti og við flöndruðum með þá um allar trissur til að sýna þeim landið okkar. Þannig kynntist ég öðrum af tveimur flautuleikur- um hljómsveitarinnar sem var kennari við tónlistarháskólann í Hamborg. Það var ákveðiö að hann kenndi mér á flautuna öll kvöld meðan hann dveldi á ís- landi og gerði hann það i næst- um hálfan mánuð. Einnig var ein varaflauta með í ferðinni og ég fékk þá til að selja mér hana, sem þó var nokkuð ólík þeirri fyrri. Ég lék með lúðrasveitinni fram til ársins 1958 en þá var sjónin heldur farin að daprast svo ég hætti. En ég lagði flaut- uleikinn ekki á hilluna því sama ár talaði Karl 0. Runólfsson við mig og fór þess á leit að ég kenndi börnum á flautu á kvöld- in, sem ég og gerði fram til árs- ins 1973.“ Oddgeir sagði að Það kæmi fyrir að hann gripi í flautuna, þó það væri sjaldan hin síðustu árin því sjónin væri farin. „En mér finnst alltaf jafngaman að hlýða á hljóðfæraleik og geri eins mik- ið af því og ég mögulega get.“ Blásarar úr LúðrasveU Reykjavík- ur leika fyrir utan heimHi Qddgeirs og Helenu. FRÁ VATIKANINU í BEINNI ÚTSENDINGU: Frumkvæðið átti Herbert von Karajan Eins og sjónvarpsáhorfendur fengu að líta fyrir skömmu voru það tveir kórar, einsöngvarar og Vínarfílharmóníuhljómsveitin undir stjórn Herberts von Karaj- an sem fluttu krýningarmessu Mozarts við guðsþjónustu Jóhann- es Páls páfa í St. Péturskirkju í Róm. Samkvæmt heimildum Vatikansins er þetta í fyrsta skipti í manna minnum sem svo þekkt tónlistarfólk kemur fram ásamt páfa í messugjörð í St. Péturskirkjunni. Herbert von Karajan átti frum- kvæðið að þessum viðburði er páfi var í heimsókn í Austurríki í sept- ember árið 1983. Með Vínarfílharmóníunni komu fram ameríski sópraninn Kath- leen Battle, vestur-þýska mezzo- sópransöngkonan Trude Liese Schmidt, sænski tenorinn Gosta Winberg, ítalski bassinn Ferrucio Furlanetto, hljómsveitarkórinn og Sistine-kapellukórinn. Meðal gesta er sóttu messuna voru Gianni Agnelli eigandi Fíat- bílaverksmiðjanna og fatahönnuð- urinn Valentinu og Aga Khan. Herbert von Karajan, sem átti frum- kvæðið að þessum atburði. Jóhannes Páll páfi II Pat sem 85 ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.