Morgunblaðið - 10.07.1985, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLl 1985
ftefcAAfm
„HClnn cr 50.coo dra. gamail . pOut>t u
samSKScw&r jpj\ at> \j\Í> yrbum 3,5 milljon hfa.
ást er ...
... að koma í veg
fyrir að hann
verði vinnusjúkl-
ingur
„Þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir. —
Förum og gáum hvað er í kæliskápnum, ungfrú Elsa.“
HÖGNI HREKKVÍSI
Nokkur orð um einkaskóla
Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrif-
ar:
Heiðraði Velvakandi.
Mig langar að segja nokkur orð
um einkaskólann sem vinstri
menn hafa nú miklar áhyggjur af
og reka áróður gegn og finna allt
til foráttu. Hvers vegna? Gegnum
þau samtöl sem fram hafa komið í
útvarpi og sjónvarpi skín sú
imyndun, að þessi skóli verði
notaður til innrætingar hægri
stefnu. Margur heldur mig sig.
Ólafur M. Jóhannesson tekur
einkaskólann einnig fyrir i nokk-
urskonar leiðara sem hann fæst
við í Morgunblaðinu. Ólafur M.J.
heldur því fram að hann geti ekki
sent sín börn í þennan skóla fyrir
3.000 kr. á mánuði. Það gætu orðið
21.000 á ári.
Hvað er svo borgað til mennta-
mála í sköttum til rikisins? Ég efa
að það sé lægri upphæð en til
einkaskólans. Menntamálin eru
mest krefjandi í skattheimtu al-
mennings og komast menn varla
hjá þeim sköttum meðan ríkið
ræður í menntamálunum og mun
því verða um tvöfaldan náms-
kostnað að ræða fyrir þá sem
senda börn sín í einkaskóla vegna
þessa. Liklegt er þó að námskostn-
aður verði frádráttarbær til
skatts. Námskostnaður í einka-
skóla mun verða álíka og dagvist-
unargjald á barnaheimili.
Nauðsynlegt er að ríkið styrki
einkaskóla vegna þess að það
heimtar framlag til menntamála.
P.S. Þetta var skrifað 29. júní
nýliðinn en nú er 4. júlí. Ekkert
nýtt hefur komið fram í þessu
máli, nema ég taldi mig hafa heyrt
það rétt að ríkið borgaði 41.000
með hverjum nemenda. Sé það
rétt getur hver maður séð hvernig
það er að hlýta ríkisforsjá á þessu
sviði eins og öðrum.
Þessir hringdu . .
Ýmsu ábóta-
vant hjá
Gæslunni
Fyrrverandi sjómaður hringdi:
Um daginn var fyrirspurn í
Velvakanda um Sjólabrunann
sem varð í síðasta mánuði. Þar
sem ég sé að Landhelgisgæslan
hefur ekki treyst sér til að svara
þessari fyrirspurn hef ég ákveðið
að svara henni þar sem ég er
þaulvanur og búinn að vera lengi
hjá Landhelgisgæslunni.
Ég hef starfað hjá gæslunni
frá 1977 til 1982 og um borð í
skipum er öllu í sambandi við
slökkvistörf ábótavant. Þegar ég
var um borð var okkur sýnd
meðferð slökkvjjækja en aldrei
var farið út á haf, kveikt í ein-
hverju og okkur leyft að spreyta
okkur. Einnig voru ekki til nema
tveir eða þrír asbestgalla um
borð, en alls eru það um 20
manns sem taka þátt í slökkvi-
starfi ef upp kemur á hafi úti.
Slökkviliðsmenn hafa yfirleitt
sérstaka hjálma á höfði við störf
sín, en við vorum með mótor-
hjólahjálma þegar við vorum í
þyrluæfingum.
Er Norræna
húsið nógu
vel kynnt?
Húsmóðir í Kópavogi hringdi:
Mér hefur alltaf fundist gam-
an að koma í Norræna húsið.
Finnsk vinkona mín, sem hér var
á ferð í sumar, hafði hvorki
heyrt um húsið né komið þangað
svo að ég hugsaði með mér hvort
staðurinn væri nógu vel kynntur
út á við meðal erlendra gesta
sem t.d. búa á hótelum landsins.
Hi-Cá
ensku
Húsmóðir í Kópavogi hringdi:
í útvarpinu, rás 1, glymur nú í
auglýsingatímum auglýsing um
drykk, sem kallast Hi-C. f ís-
lenska ríkisútvarpinu er nafn
drykksins borið fram á ensku og
kann ég alls ekki við það. Þetta
verður til að rugla málkennd
barna og unglinga.
Fyrirspurn
til kvikmynda-
eftirlitsins
Kvikmyndaaðdáandi hringdi:
Ég vil spyrja Kvikmyndaeft-
irlitið hvernig standi á því að
kvikmyndin „Ævintýrasteinn-
inn“ sem sýnd er um þessar
mundir í einu bíóanna er ekki
bönnuð börnum þar, en á
myndbandaleigum er myndin
merkt miða frá Kvikmyndaeft-
irlitinu, þar sem segir að hún sé
bönnuð innan 16 ára.
Þá vil ég einnig taka undir
óskir þess efnis að sjónvarpið
sýni alla Band Aid-tónleikana.
Ekki minnst
á listakonuna
Húsmóðir í Kópavogi hringdi:
Ég sá póstkort hjá finnskri
kunningjakonu minni um dag-
inn. Hún hafði keypt kortið í
Skálholti á ferð sinni þar. Á því
var hin fagra mynd af frelsaran-
um eftir listakonuna Nínu
Tryggvadóttur.
Ég leit aftan á kortið og þar
stendur að myndin sýni altari
Brynjólfs Sveinssonar biskups,
en hvergi er minnst á listakon-
una sjálfa sem gerði verkið.