Morgunblaðið - 10.07.1985, Síða 43
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLl 1985
43
-z?
VELVAKANDI
SVARAR i SÍMA
10100 KL 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þakkir fyrir heiðarlega
og trausta viðskiptahætti
hórdís G. Stephensen Hverafold
96 í Reykjavík skrifar:
Kæri Velvakandi.
Ég vil byrja á að þakka þér fyrir
allt gamalt og gott. Ég er ein
þeirra er rita ekki oft i blöð. Nú
rita ég þér hinsvegar bréf í þeim
tilgangi að vekja athygli á smá
máli er ég lenti í á dögunum. Svo
er mál með vexti að við hjónin
erum að byggja, og festum við
fyrir ári síðan kaup á eldhúsinn-
réttingu og stiga frá fyrirtækinu
Benson. Fyrirtæki þetta naut svo
mikils trausts og álits manna á
meðal að við staðgreiddum inn-
réttinguna og stigann og fengum
ríflegan afslátt. Húsið reis af
grunni og dag einn mættu smiðir
með sín tól og hófu að setja upp
innréttinguna eins og um var sam-
ið. Hófst vinna þeirra um miðja
viku og á föstudegi var uppsetn-
ingu eldhúsinnréttingarinnar
næstum lokið. Á mánudegi lesum
við hjónin þá frétt í DV að fyrir-
tækið Benson hafi hætt starfsemi
sinni en staðið verði við allar
skuldbindingar. Við hröðuðum
okkur á staðinn en þar var þá allt
lokað og læst.
Nú var úr vöndu að ráða. Sumir
álitu að við ættum að leita til
lögfræðinga, en lögfræðilegir
ráðunautar okkar tjáðu okkur að
málsókn myndi sennilega ekki
svara kostnaði, neytendur' væru
nú einu sinni nánast réttlausir í
málum sem þessum, þó væri hér
ekki um hlutafélag að ræða og því
sjálfsábyrgð eigendans meiri.
Við sáum því ekki fram á annað
en að stiginn glæsilegi yrði aldrei
smíðaður og eldhúsinnréttingin
hálfgerð hrákasmíð, því nú var
húsið risið og buddan tóm. Einn
kunningi okkar úr viðskiptalífinu
hughreysti okkur jafnvel með
þeim orðum að best væri að
gleyma þessu máli, út úr svona
nokkru fengist aldrei neitt. En
þegar neyðin er stærst er hjálpin
næst. Smiðirnir sem höfðu starfað
hjá Benson-fyrirtækinu reyndust
heiðarlegir menn. Þeir neituðu að
gefast upp fyrr en í fulla hnefana,
héldu gömlu aðstöðunni hjá Ben-
son í Borgartúninu og nú er verið
að reisa stigann i húsinu okkar og
fullsmíða innréttinguna. Nýja
fyrirtækið heitir Fossás hf. og ég
veit ekki hvort menn trúa því en
við hjónin þurftum ekki að borga
krónu aukalega fyrir stigann og
það sem á vantaði í eldhúsinnrétt-
ingunni. Um leið og ég þakka
Þorsteini yfirsmið og Finni „stiga-
manni“ fyrir viðskiptin og óska
hinu nýja fyrirtæki alls góðs í
framtíðinni, þá vil ég taka skýrt
og greinilega fram að ég skrifa
ekki þessa grein í auglýsinga-
skyni. Ég er aðeins að benda á hve
miklu varðar að heiðarlegir og
trausti viðskiptahættir séu hafðir
í heiðri.
Lærdómsrík bók
Hættið að kvarta
yfir dagskrá
útvarpsins
Víðsýnn skrifar.
Hverslags nöldurlið er þetta
sem sífellt er að kvarta í Velvak-
anda yfir lélegri dagskrá útvarps-
ins. Hvað vill fólk eiginlega? Áður
en rás tvö kom til sögunnar var
allt of mikið af sinfóníutónlist og
óperugargi eins og sagt var. Núna
þegar rásin er komin nöldrar fólk
yfir einhæfri dagskrá. Veit fólk
ekki að það er hægt að skipta yfir
á milli rása? Ekkert er auðveld-
ara. í dá'lkum þínum hef ég séð
bréf þar sem fólk staðhæfir að öll
tónlist á rásinni sé sú sama. Það
vill svo til að á rás tvö eru þættir
sem nánast engin tónlist er í. Ég
ætla að leyfa mér að benda hátt-
virtum nöídrurum á þætti á borð
við Gestagang, sem er að mínu viti
einn besti þátturinn á rás tvö. Þar
er ekki bara spiluð ágæt tónlist
heldur einnig talað við fólk. Ég
veit um marga af eldri kynslóðinni
sem hlusta mikið á þennan þátt.
Svo má líka benda fólki á að þeir
sem stjórna bestu þáttunum á rás
tvö eru allir „aldir upp“ á rás eitt,
Ragnheiður Davíðs, Arnþrúður
Karls, Ásta Ragnheiður, Páll
Þorsteins, Ásgeir Tómasson og
margir fleiri. Síðan eru líka
skemmtilegir þættir á rás eitt svo
sem þættir sem koma frá Akur-
eyri, sem margir eru hreint af-
bragð. Ágætu nöldrarar, skoðið nú
málin og reynið að líta raunhæft á
dagskrána. Svo er til takki sem
má nota í neyðartilfellum.
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að
akrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga
til föstudaga, ef þeir koma þvf ekki
við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orða-
skipti, fyrirspurnir og frásagnir,
auk pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn,
nafnnúmer og heimilisföng verða
að fylgja öllu efni til þáttarins, þó
að höfundar óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina þvi til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér i
dálkunum.
Helgi Vigfússon skrifar:
Einn vandaðisti bókaútgefandi
landsins, Hafsteinn Guðmundsson
í Bókaútgáfunni Þjóðsögu, hefir
sent frá sér enn einu sinni vand-
aða bók. Þessi bók ber Hafsteini
gott og höfðinglegt vitni og sýnir
hlýju hans og virðingu fyrir bók-
um.
Hafsteinn er sérstakur sæmdar-
maður í orði og verki og aldrei
verður nógsamlega þökkuð sam-
viskusemi hans og vandvirkni.
„Orð eins og forðum" eftir
Bjama Vilhjálmsson, fyrrv. þjóð-
skjalavörð, er mikil bók er fjallar
um hugleiðingar um margvísleg
áhugamál höfundar sem vekur
umhugsun og er sannarlega lær-
dómsrik aflestrar. Ekki þarf að
efa, að þessi .bók verður öllum
kærkomin, sem hana hreppa.
Gullfalleg gjafabók sem unum
vekur að handfjatla.
+
♦
*
■*
*
*
•*
+
*
*
*
*
*
*
+
*
♦
* * __ __ _______ ____f * * *
bihtgo
í Œ ó n a b æ I :
I KVÖLD KL. 19.30 *
Aðalvinningur *
að verðmæti... .kr. 25.000 *
*
Heildarverðmœti *
vinninga.... .kr. 100.000 •
NEFNDIN.
KEROÍUN
STEINOLÍUOFNAR
Moonlighter: 2,11 kw. Brennir 6,4 Itr. á
26—36 klst. Hentar fyrir ca. 27 mJ.
Radiant 26: 1,81 kw. Brennir 3,4 Itr. á
19—27 klst. Hentar fyrir ca. 20 m2.
Radiant 36: 2,92 kw. Brennir 4,9 Itr. á
16—23 klst. Hentar fyrir ca. 34 ms.
Skeljungsbúðin
SíÖumúla33
simar81722 og 38125
/------------\
1 léttum dúp
Smekklegar gjafír,
léttar og hentugar, —
og hitta í mark.
Höföabakka 9 Reykjavík
S. 685411
fHttgtmMfifeife
Metsölubku) á hverjum degi!