Morgunblaðið - 10.07.1985, Side 45

Morgunblaðið - 10.07.1985, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1985 45 Leikmenn steypa gang- stéttir í fjáröf lunarskyni Selfosii, S. júlí. KNATTSPYRNULIÐ Selfoss var efst í sínum riöli 3. deildar ís- landsmótsins eftir fyrri umferð og hefur til þessa staöið undir þeim vonum sem við það eru bundnar. Knattspyrnumennirnir leggja míkiö á sig við œfingar og fjáröflun til aö halda starfinu gangandi. Þaö er Magnús Jónatansson sem þjálfar liðiö og veröur ekki annað séö en honum hafi vel tek- ist. Þaö er góöur hópur sem æfir og nokkrir eldri leikmenn hafa veriö virkjaöir. Liöiö hefur veriö vaxandi allt keppnistímabiliö og er nú mjög skeinuhætt þeim mótherjum sem þaö mætir. Föstudaginn 5. júlí sl. mættu Selfyssingar Reyni frá Sandgeröi hér á Selfossvelli. Sá leikur var skemmtilegur og leikmenn sýndu góö tilþrif. Þaö eina sem á skorti var aö reka endahnútinn á sókn- arleik Selfossliösins. Allar sókn- irnar nema ein enduöu viö markteig Reynismanna, þeim til hrellingar og nokkurrar skap- raunar. Reyndar tókst þeim aö skjóta heimamönnum skelk í bringu og gera eitt mark. Úrslitin uröu því eitt mark gegn einu í baráttuleik eins og þeir gerast oft þegar Suöurnesjamenn koma í heimsókn. Daginn eftir voru leikmenn Selfossliösins mættir í steypu- vinnu klukkan hálfníu og unnu viö þaö til 23.30 um kvöldiö aö steypa gangstéttir viö eina af götum bæjarins. Þeirri viöureign lauk meö því aö góöu verki var skilaö og álitlegri fjárhæö í kassa gjaldkerans, en þetta var eitt af fjáröflunarverkefnum knatt- spyrnudeildarinnar. Þess má geta aö þetta verkefni rétti deild- ina úr miklum fjárhagskröggum I fyrra. Þó svo ekki hafi unnist sigur í fyrsta leik annarrar umferöar hugsa flestir bæjarbúar á þann veg aö þetta komi allt í næsta leik og sú hugsun mun fylgja liö- inu í ferö þess þegar liðið mætir Víkingi frá Ólafsvík um næstu helgi, reyndar mun álitlegur stuöningsmannahópur fylgja liö- inu vestur. Sig. Jóns. • Daginn oftir mattu liðsmenn til vinnu við að stoypa gangstáttir og að tryggja fjárhaginn. • Konur stjórnarmanna fasrðu steypumönnum vöfflur og kleinur og góð stemmning ríkti í steypuvinn- unni. • Einar Jónsson, fyriríiði. VIKINGAHA TIÐIN Hefurðu andað að þér fersku sveitalofti með „Dixie-sveiflu" á VÍKINGAHÁ TÍÐ, - eða horft á fallhlífarstökk á víkingavísu - eða tekið þátt í utigrilli með víkingunum Jóni Páli og Halla.. Svo verdur leikritid „Hagbarður og Signý“ flutt útí guðsgrænni náttúrunni og þá er eins gott að allir séu á varðbergi, því aldrei er að vita hvar víkingum skýtur upp fyrirvaralaust. Nú svo er hægt að smella sér í gufu, leigja sér bát, eða ríða eins og víkingur á hesti eina bæjarleið eða svo. Miðasala er í fullum gangi / TUKMAUAi á Lokjartorqi Missið ekki af þrem frábærum dögum á VÍKINGAHÁTÍÐINNI, Laugarvatni 12. - 14. júlí n.k. „Það er eitthvað að gerast allan tímann“...... Upp með tjöldin - það eru allir velkomnir á hátíðarsvæði Víkingahátíðar, Laugarvatni. skbmhtum VIKINGATEITISF. t GÍfa SK0^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.