Morgunblaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 48
— ■»
' TIL QAGIfGRA NOTA
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚU 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR.
Hólmavlk:
15 ára
stúlka
kærði tvo
menn fyrir
nauðgun
— báðir úrskurðað-
ir f allt að viku
gæsluvarðhald
TVEIR aókomumenn á Hólma-
vík hafa verið úrskurðaðir í allt
að einnar viku gæsluvarðhald
1 grunaðir um að hafa gefið fimm-
tán ára stúlku áfengi og tælt
hana til samræðis við sig aðfara-
nótt sl. mánudags.
Þegar er ljóst, að sögn Rík-
harðar Mássonar, sýslumanns á
Hólmavík, að annar maðurinn
hafði samræði við stúlkuna en
ekki var í gær upplýst að fullu
hvern þátt hinn maðurinn átti í
verknaðinum. Sá fyrrnefndi er
um þrítugt, hinn um fimmtugt.
__ Samkvæmt 2. málsgrein 200.
greinar almennra hegningarlaga
er refsivert að tæla stúlkubörn
undir 16 ára aldri til samræðis
og getur það varðað allt að fjög-
urra ára fangelsi.
Stúlkan kærði mennina fyrir
nauðgun til sýslumanns á mánu-
dagsmorgun og leitaði hann þá
eftir aðstoð Rannsóknarlögreglu
ríkisins við rannsókn málsins.
Hallvarður Einvarðsson, rann-
sóknarlögreglustjóri, sagði í gær
að tveir lögreglumenn hefðu
haldið norður til aðstoðar við
rannsóknina síðdegis á mánudag
og hefði fljótlega sýnst ljóst, að
a.m.k. annar maðurinn hefði
komið fram vilja sínum við
^ stúlkuna. Ekki væri þó ljóst,
hvort um fullframda nauðgun
hefði verið að ræða.
Ríkharður Másson sýslumaður
sagði síðdegis í gær, að yfir-
heyrslum í málinu miðaði vel
áfram og átti hann jafnvel von á
að þeim lyki þá um kvöldið eða
í dag. _____ ______
Tvítugur pilt-
ur fær í sig
34 þúsund
* volta straum
Aðaldal, 8. júlí.
SEINNIPARTINN í gær vildi það
slys til við Laxárvirkjun þegar
verið var að mála spennuvirki
stöðvarinnar, að tvítugur piltur úr
Aðaldal, sem þar var að vinnu
ásamt fleirum, fékk í sig 34 þús-
und volta háspenntan straum.
Slysið varð með þeim hætti að
félagi piltsins sló langri máln-
ingarstöng óvart í eina af flutn-
jt, ingslínum stöðvarinnar og um leið
snerti hún bak piltsins sem hafði
jarðsamband með annarri hend-
inni. Straumurinn hljóp eftir baki
og handlegg piltsins án þess að fé-
lagi hans yrði nokkurs var. Piltur-
inn hlaut 2. stigs brunasár á baki
og handlegg. Hann var fluttur
með flugvél til Reykjavíkur en er
ekki talinn í lífshættu og líðan
hans góð eftir atvikum. — Stefán
HEILSAÐ AÐ HERMANNASIÐ
íslendingar þekkja ekki mikið til hermennsku. Þó vita þessir krakkar I sem brugðu sér uppí Laxnes á hestbak í gær þrátt fyrir rigninguna.
hvernig heilsað er að hermannasið. Þessir ungu drengir heilsa félögum I Myndina tók Ijósmyndari Morgunblaðsins, Þorkell Þorkelsson.
sínum á hestbaki. Það voru börn af leikjanámskeiði í Mosfellssveitinni, I
Þorskaflinn jókst um 26 %
fyrstu sex mánuði ársins
1,2 milljarðar kr. töpuðust í verkföllum fiskimanna í ár
HEILDARFISKAFLI landsmanna var 684 þúsund tonn fyrstu sex mánuði
ársins, 11,2% eða 86 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra, þegar
heildarfískaflinn var 770 þúsund tonn. Þorskaflinn er 38 þúsund tonnum
(26%) meiri en í fyrra en annar botnfískafíi 31 þúsund tonnum (18%) minni
og loðnuaflinn 93 þúsund tonnum (21 %) minni. Fiskifélag íslands áætlar að
vegna þriggja meiriháttar verkfalla fiskimanna á þessu ári hafí tapast 140
þúsund tonn í afía, að verðmæti upp úr sjó um 600 milljónir og að útfíutn-
ingsverðmæti 1,2 milljarðar.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Fiskifélags íslands jókst þorskafli
togara úr 13 þúsund tonnum i 23
þúsund tonn i júní, eða um 72%,
en annar botnfiskafli togara
minnkaði úr 18 þúsund tonnum í 9
þúsund tonn, þ.e. um 49%. Þorsk-
afli bátanna jókst um 40%, úr
tæpum 6 þúsund tonnum i rúm 8
þúsund tonn. Heildarþorskaflinn
jókst því úr 19 þúsund tonnum í 31
þúsund tonn í júní, en annar
botnfiskafli minnkaði úr 25 þús-
und tonnum í 16 þúsund tonn. Afli
alls í júní jókst úr 48 þúsund tonn-
um í rúm 50 þúsund tonn.
Heildarþorskaflinn fyrstu sex
mánuði ársins jókst úr 146 þús-
undum tonna í 184 þúsund tonn,
eða um 38 þúsund tonn, sem er
26% aukning. Þar af jókst þorsk-
afli bátanna um 24 þúsund tonn
(27%) og þorskafli togaranna um
14 þúsund tonn (24%). Annar
botnfiskafli dróst hins vegar sam-
an, úr 168 þúsund tonnum í 137
þúsund tonn, eða um 31 þúsund
tonn, sem er 18% samdráttur.
Loðnuaflinn minnkaði úr 437 þús-
und tonnum í 344 þúsund tonn, eða
um 93 þúsund tonn, sem er 21%
samdráttur. Rækjuaflinn var tæp
10 þúsund tonn og minnkaði um 1
þúsund tonn, eða 10% frá fyrra
ári. Heildarafli landsmanna
fyrstu sex mánuði ársins minnk-
aði um 86 þúsund tonn, þ.e. úr 770
þúsund tonnum í 683 þúsund tonn.
í júní voru Vestmannaeyjar
aflahæsta verstöðin og komu
þangað 4.495 tonn. ísafjörður var í
öðru sæti með 3.382 tonn, þá Sand-
gerði, Keflavík og Akureyri. Er-
lendis var landað 2.077 tonnum, en
aðeins 58 tonnum i júní á síðasta
ári. Vestmannaeyjar voru einnig
aflahæsta verstöðin fyrstu sex
mánuði ársins og var landað þar
98 þúsund tonnum, á móti 111 þús-
und tonnum á sama tíma 1984.
Seyðisfjörður var í öðru sæti með
52 þúsund tonn (þar af 48 þúsund
tonn af loðnu). Næst komu Eski-
fjörður, Neskaupstaður Grindavík
og Keflavík.
Frá slysstað á Suðurlandsveginum.
MorRunblaðift/ Júlíus
Banaslys á
Sandskeiði
BANASLYS varð á Suðurlandsvegi skammt frá
Sandskeiði í gærkveldi er jeppabifreið, í togi
fólksbifreiðar, og amerísk fólksbifreið, sem kom
á móti, skullu saman. Farþegi í aftursæti amer-
ísku bifreiðarinnar, sem var á austurleið, lést og
ökumenn bifreiðanna stórslösuðust. Tveir aðrir
farþegar amerísku bifreiðarinnar eru einnig slas-
aðir.
Tilkynnt var um slysið klukkan 21.45 og
fóru tvær sjúkrabifreiðir á vettvang auk lög-
reglu. Jeppinn, sem var í togi annarrar bif-
reiðar, mun hafa slegist utan i amerísku
fólksbifreiðina með fyrrgreindum afleiðing-
um. Ökumaður og þrír farþegar voru í bílnum
á austurleið, en ökumaður var einn í jeppa-
bifreiðinni. Hinn látni var maður á þrítugs-
aldri. Slasaðir voru fluttir á slysadeild. Báðar
bifreiðirnar eru taldar gjörónýtar. Þegar slys-
ið varð var súld og vegurinn blautur.