Morgunblaðið - 13.10.1985, Síða 4

Morgunblaðið - 13.10.1985, Síða 4
 4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 Fuglaskoðari frá barnæsku segir Magnús Magnússon sem í dag er útnefndur forseti Hins konunglega fuglaverndarfélags í Bretlandi Magnús Magnússon, sjónvarpsmaður á Bretlandi, kemur víða við svo sem alkunnugt er. Hér kynnumst við nýrri hlið á honum. Tilefnið er að í gær, 12. október, er hann útnefndur forsetí hins virðulega breska fugla* verndarfélags „The Royal Society for the Protection of Birds" við hátíðlega athöfn á ársfundi félagsins í Lond- on og mun veita þessu félagi forustu næstu fimm árin. Þegar farið er að grennslast fyrir um þetta kemur í ljós að Magnús hefur verið mikill fuglaskoðari í áratugi og vakið athygli fyrir þekkingu sína á lífi fugla síðan hann var drengur að alast upp í Edinborg. Maður verður aldrei þreyttur á að gera það sem manni þykir skemmtilegt. Og fugla- skoðun er ægilega skemmtileg, segir Magnús Magnússon. Magnús var ekki nema 14 ára gamall þegar hann hiaut gullverðlaun fyrir ritgerð sem fjallaði um pörunarsiði svartþrasta. „Ég fór þá á fætur á hverjum morgni kl. 6 og hélt gangandi út í skóg, þar sem hóp- ur af svartþröstum voru með stórkostlegum tilburðum að gera hosur sínar grænar fyrir kven- fuglununum. Þessu hafði enginn fylgst með áður,“ segir Magnús þegar hann rifjar þetta upp. „Ég var mikill aðdáandi svartþrast- anna. Eitt par gerði sér hreiður í garðinum okkar og ég hafði í þrjú ár fylgst með fuglunum, mældi stærð eggjanna og skrif- aði nákvæma lýsingu á hegðun þeirra, m.a. hvernig þeir brugð- ust við hættum. Þekkti orðið „unglingana" sem þar voru að al- ast upp og sem svo settust að og gerðu sér hreiður í nánd við for- eldrana. Á þeim tíma voru menn ekki kunnugir þeim aðferðun sem þeir beita til að helga sér land og verja landareign sína. Þar hafa fuglarnir sína eigin helgisiði. Þeir fara ekki með eldi um landið heldur syngja til að verja það. Og þeir eru ekki bara að syngja fólki til ánægju, held- ur er þetta ögrandi söngur fugla í árásarham. Á stríðsárunum kom út bók um rauðbrystinginn eftir David Lack, sem fjallaði um þetta. Þá fyrst fór fólk að átta sig á þvi að fuglarnir væru ekki bara eins og rómantískir næturgalar, sem syngja okkur mannfólkinu til ánægju, heldur hefur söngur þeirra eigin merk- ingu. En rauðbrystingurinn er ákaflega mannelskur fugl og gott að fylgjast með honum." Magnús kveðst hafa fengið mikla ást á fuglum í barnæsku og alltaf síðan haft mikla ánægju af fuglaskoðun. Hann er búsettur utan við Glasgow og fjölskyldan fer mikið í göngu- ferðir með sjónauka til að horfa eftir fuglum. Ekki síst meðan börnin voru lítil. „Þetta verður svo miklu skemmtilegra þegar maður þekkir nafnið á hverjum fugli og eitthvað um lifnaðar- hætti hans,“ segir Magnús. „Það er eins með fuglana og allt ann- að í náttúrunni, eins og hann Tómas Guðmundsson orðar svo réttilega að landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt. Sl. sunnudag kom til dæmis hegri í garðinn til okkar. Hann stóð þar grafkyrr í klukkustund og yið mynduðum hann, flettum upp í bókum og veltum fyrir okkur hvers vegna hann hefði komið. Ægilega gaman! Svona stundir gera lífið svo miklu skemmti- legra." Fyrirlestrar um íslenska fugla „Þegar ég var með „Ferðir um söguslóðir Islendingasagna" tal- aði ég alltaf líka um fuglana. Svo lengi sem einhver í hópnum hafði áhuga á náttúrunni, blóm- um, jarðfræði eða fuglum, notaði ég tækifærið og fléttaði það inn í,“ bætir Magnús við. Víðar koma íslenskir fuglar við sögu hjá Magnúsi. í hinni árlegu helg- arferð Konunglega fuglavernd- arfélagsins í vor í Exeter var hann fenginn til að flytja fyrir- lestur um íslenska fugla. Sýndi þar á tjaldi myndir sem hann hafði safnað. „Kannski hefur það verið þess vegna sem mér var boðið að verða forseti þessa virðulega félags," bætir hann við kankvís. Fuglaverndarfélagið á Bret- landi er 96 ára gamalt og virt félag. Félagar eru nú 400 þúsund og Elísabet drottning er vernd- ari þess. Markmið þess er annars vegar að vernda fuglalífið á Bretlandi og hins vegar að fræð- ast eins mikið og mögulegt er um fuglana sem þar lifa. Magnús segir að forsetastarfið felist mest í því að koma fram fyrir þess hönd og bætir við: „Én það gefur góð tækifæri. Á næstu stóru vorsamkomu verð ég orð- inn forseti og ætli íslenskir fugl- ar fái þá ekki ríflegt rúm þar.“ Með daglegan sjónvarpsþátt Raunar þarf það ekki til, svo að Magnús kynni íslensk mál- efni. Um þessar mundir er hann að byrja nýjan þátt f breska sjónvarpinu, „Pebble Mill at One“. Þetta er daglegur 50 mín- útna þáttur um hádegisbilið, sendur út fimm daga vikunnar. Nær til um þriggja milljóna áhorfenda. Magnús hyggst sjálf- ur stjórna í beinni útsendingu mánudaga, þriðjudaga og mið- vikudaga og hafa þar viðtöl, kvikmyndir, tónlist o.fl. Verður hálfa vikuna í Birmingham, það- an sem sent er út. „Hlakka mikið til þess, því það er svo langt síð- an ég hefi verið í beinni útsend- ingu. Það er alveg ægilega gam- an,“ segir hann. En útsendingar á fimmtudögum og föstudögum verður hann búinn að útbúa fyrirfram, enda þá sjálfur bund- inn við annað. Hann heldur áfram með spurningaþáttinn sinn Mastermind, „auðvitað, flaggskipið", eins og hann nefnir sjálfur þennan þátt sem hefur borið hróður hans viða í 14 ár. Fyrstu sex vikurnar verða þættir frá íslandi einn dag og Morgunblaðið/Árni Sæberg var Magnús hér í júní í sumar til að taka upp efni í þá: „Nefni þá „My Iceland" eða mitt eigið Is- land. Ákaflega persónulegir þættir, ég er að kynna landið þar sem ég er upprunninn, fæddur á Laugaveginum. Þetta var alltof gott tækifæri til að sleppa því,“ segir Magnús. Þarna fjallar hann um ýmsa þætti mannlífs og náttúrulífs á Islandi, svo sem efnahagsmál, ferðamennsku, hestamennsku, íslendinga sögur, bókaútgáfu eða yfir leitt „allt sem ég hefi áhuga á sjálfur“, eins og Magnús orðar það. Éinn þátturinn er um náttúrulífið við Mývatn og tekinn upp þar. „Tek þennan þátt til að sýna hve mikinn áhuga almenningur á íslandi hefur á náttúrunni og verndun hennar. Þarna er fjall- að um vandann við að finna jafnvægi milli nauðsynlegrar friðunar og þróunar mannlífs. Það er að samræma mannlíf og fuglalíf. Hvorki hægt að segja að hér verði ekkert fólk né að hér verði ekkert fuglalíf. Þetta er mikill vandi og verður alltaf að fara með gát. Þýðir ekkert að beita aðferðum eins og Green- peace samtökin, sem ég hefi litl- ar mætur á. í fuglaverndarfélag- inu okkar á Bretlandi leggjum við okkur fram um að vinna með fólkinu, ekki á móti því. Við setj- um upp verndarsvæði í samráði við íbúana og vinnum þá á okkar band með fræðslu. Magnús tekur dæmi frá heimalandi sínu Skotlandi: „Gjóðurinn (eða fiskiörninn) í Skotlandi var þar nær alveg út- dauður. Félagið girti svæðið af svo að enginn kæmist nálægt fuglunum, en kom upp skoðun- arturnum þar sem fólk gat feng- ið að skoða þá með sjónaukum i öruggri fjarlægð og án þess að trufla þá. Þá fóru íbúarnir að segja „þetta er fuglinn okkar“ og nú mundu þeir ganga í skrokk á hverjum þeim sem reyndi að ræna þar hreiður. Alveg útilokað að nokkur heimamaður mundi aðstoða slíka ræningja. Áður var fuglinn skotinn miskunnarlaust. Fólk sagði að hann æti laxaseið- in og raunar var skotið á hvaða fugl sem var á 19. öldinni. En við friðunina er fiskiörninn nú smám saman að ná sér og festast i sessi.“ Talið berst að ránum á fálkaungum og eggjum á Islandi og Magnús segir: „Að koma til íslands í vor var eins og að lesa reyfara, Þjóðverjar að laumast í dularklæðum um sveitir.“ Fleiri dæmi nefnir Magnús Magnússon um aðgerðir þar sem nauðsynlegt hefur reynst að friða fugla sem voru í hættu. „Á Lindisfarne norðaustan við Eng- land finnst gæsategundin „Pale Bellied Brent Goose“. Eyjan er eini staðurinn fyrir utan einn í Danmörku, þar sem þessi gæs heldur sig á vetrum. Það byggist á því að hún lifir þá á mjög sér- hæfðu fæði, étur svonefnt „zost- era“ og marhálm. Þennan fugl þurfti því að vernda þarna. Fiskimennirnir höfðu í aldaraðir vanist því að skjóta sér í matinn. En eftir að sportveiðimenn tóku að leggja þangað leið sína varð álagið of mikið. Það varð því að semja við heimamenn um vernd- un á þessum fugli og það tókst. Nú mundi enginn þeirra snerta þessa gæs. Þetta er þeirra fugl. Oft er erfitt að vita nákvæmlega hvað ber að gera, en að minnsta kosti gefst aldrei vel að standa í stríði. Það gerir meira illt en gott. Mér finnst ég núna skynja vott af andstöðu við náttúru- vernd vegna þess að ofstækisfólk hefur verið að skipa heimafólki fyrir verkum í stað þess að finna lausn á málunum," segir Magnús ennfremur. „Tökum dæmi af skosku eyjunni Islay þar sem er ákveðin mosategund sem eyja- skeggjar nýta til þess að gefa viskiinu sem þeir framleiða þetta sérstaka bragð. Og viskí- framleiðsla er nánast þeirra eini atvinnuvegur. Gæsin kemur þarna á vetrum og lifir á mosan- um. Ekki dugar því að heimta bara algera friðun fyrir gæsirn- ar. Þegar svo náttúruverndar- menn komu vaðandi til eyjarinn- ar til að skipta sér af þessu. þá hrópuðu íbúarnir þá niður og allt fór í bál og brand. í slíkum tilfellum verður að fara með mikilli gát, láta fara fram rann- sóknir til að afla vitneskju um fuglana og ef rökin eru nægilega góð þá er hægt að sannfæra fólk- ið. Við vitum að til eru dýr sem laga sig að öllum aðstæðum, rottan þar skýrasta dæmið svo og refurinn og fiðrildin. Það er óþarfi að hjálpa þeim til þess að laga sig að nýjum aðstæöum. En svo eru aðrar tegundir sem ekki hafa þessa aðlögunarhæfni og þeim er hætta búin. Þá verður að fræða fólk um það í stað þess að banna. Útskýra af hverju þetta er svo. Og vinna að því að fólk læri að meta þetta dýr og njóta þess að hafa það. Það verður líka að gefa fólki tækifæri til að njóta. Ég er formaður í Ancient Monuments Board í Skotlandi, sem er opin- ber fornminjastofnun. Okkar starf er að að vernda, sýna og kynna fornminjar. Þar kemur við sögu Mouseyaborg á lítilli eyju við Hjaltland, sem nefnd er í Egilssögu. Þar er piktískur turn (piktar bjuggu á Bretlandi fram undir 900), sá besti sem varðveist hefur. En það er ekki nóg að friða þennan turn, fólk verður líka að fá tækifæri til að vita af honum og njóta þess að skoða hann. Til að komast þang- að þarf að hafa ferjusamgöngur. Og ef eytt er í þessa friðun af opinberu fé, þá verður almenn- ingur að fá að njóta þess sem gert er fyrir féð. Um leið fæst skilningur á því að bjarga slík- um minjum úr fortíðinni og eft- irleikurinn er auðveldari ef fólk- ið fæst með í það.“ Samtalið verður ekki lengra, enfla tékið þegar Magnús Magn- ússon hafði skroppið til íslands til að Udca við verðlaunum ferða- málaráðs fyrir góða Islands- kynningu og hafði aðeins tíma til að stansa einn dag. Raunar sést á þessu samtali að maður- inn hefur margt á sinni könnu og drífur hlutina af, hvern á fætur öðrum. Þegar haft er orð á því að það hljóti að bæta enn á verkefni hans að vera forseti Konunglega fuglaverndarfélagsins á Bret- landi segir hann aðeins: „Maður verður aldrei þreyttur af að gera það sem manni þykir gaman að. Og þetta er ægilega skemmti- legt!“ - E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.