Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 Aðkoman Það var hinn 23. janúar síðast- liðinn sem lögreglan braust inn í íbúð þeirra skötuhjúa Nicholas Price og Rosemarie Koseda. Þá hafði um skeið þótt ljóst að ekki væri allt með felldu á bænum þeim. Engan hafði þó grunað hver aðkom- an yrði. J subbulegu og dimmu herbergi fannst lík stúlkunnar litlu, Heidi Koseda. Það var illa útleikið, enda að minnsta kosti tveir mánuð- ir liðnir síðan stúlkan hafði dáið úr hungri. Harðsnúnustu lögreglu- menn felldu tár, einn þeirra kastaði upp. Nicholas Price var handtekinn og Rosemarie Koseda sett undir strangt eftirlit. Hún hafði einum og hálfum mánuði áður orðið léttari, eignast barn á heimili sínu án þess að hafa látið nokkurn utan heimil- isins vita að hún væri þunguð. Þetta stúlkubarn hlaut nafnið Lisa. Hún hét Heidi Koseda, fjögurra ára gömul bresk stúlka, ljóshærö og bláeygð. Hún var myrt á hinn hryllilegasta hátt, svelt í hel. Morö- inginn, Nicholas Price, var fyrir skömmu dæmdur í lífstíöarfangelsi. Hann var nákominn Heidi, stjúpfaðir hennar. Móðirin fékk einnig sinn dóm. Hún þarf að gista á geðsjúkrahúsi um ótiltekinn tíma. Mál þetta hefur vakið geysilega athygli í Bret- landi að undanförnu. Breska þjóðin hefur stað- ið agndofa frammi fyrir fréttum af örlögum stúlkubarnsins litla, sem lokað var inni matar- laust í dimmu og röku herbergi. Heidi Koseda veslaðist upp án þess að móðir hennar og stjúp- faðir gerðu nokkuð til að bjarga henni. Hvernig gat slíkt gerst í landi sem kallast á siðmenntað? rjug uiia Heidi Koseda — telpan sem iæst var inni. Áður hafði Rosemarie eignast Heidi sem nú var látin, og James, nú á öðru ári. Faðir Heidi var Henryk Koseda en þau Rosemarie höfðu slitið samvistir árið 1982 eft- ir fjögurra ára hjúskap. Nicholas Price, sambýlismaður Rosemarie, var faðir þeirra James og Lisu. Rannsóknarlögreglumenn tóku þegar að kanna málavöxtu, grafast fyrir um dauða Heidi Koseda. Smám saman var hulunni svipt af hræðilegum harmleik. Framburðurinn Nicholas Price og Rosemarie Koseda voru ein til frásagnar um það hvernig dauða Heidi litlu hafði borið að. Hins vegar reyndist vart heiglum hent að yfirheyra Rosem- arie, sem er 27 ára gömul. Mann- eskjan var greinilega ekki alveg heil á geðsmunum auk þess sem meðfæddur greindarskortur kom í veg fyrir að unnt væri að ræða við hana á sæmilega vitrænum nótum. Andlegt ástand hennar var ekki upp á marga fiska fyrir en hefur síðan farið enn versnandi þá mán- uði sem liðnir eru frá láti dóttur- innar. Við yfirheyrslur var stundum engu líkara en að Rosemarie hefði ekki minnstu hugmynd um að Heidi væri dáin. Var því skiljanlega ekki ýkja auðvelt að fá rökrænt sam- hengi í lýsingu hennar á þeirri at- burðarás sem leiddi til dauða dótt- urinnar. Þó var hún sammála sam- býlismanni sínum, hinum 26 ára gamla atvinnuleysingja, Price, um að allt hefði þetta átt rætur að rekja til þess að Heidi litla laumað- ist einn daginn í eldhússkápinn og hafði þaðan með sér einhver sæt- indi. Heimilisfaðirinn lét sér ekki slíkt framferði lynda og ákvað að refsa Heidi með því að gefa henni ekki mat í tvo daga, eftir því sem hann segir sjálfur frá. Price sagði við yfirheyrslur að eftir að dagarnir tveir voru liðnir hefði tekið að syrta í álinn því þá hefði Heidi reynst ófús að láta yfir- leitt nokkuð inn fyrir sínar varir. Engu tauti hefði verið við telpuna komið og síðan hefði þetta allt „far- ið úr böndunum" eins og hann komst að orði. Heidi hreinlega neit- að að borða nokkurn skapaðan hlut. Price var skiljanlega spurður að því hvers vegna hann hefði ekki farið með barnið til læknis þegar svona var komið. Svaraði hann því þá til að hann hefði verið hræddur. Við hvað? „Ég veit það ekki,“ svar- aði Price en hélt síðan áfram: „Ég ára stúlkubarn svelt í hel Ilsa, amma telpunnar. Marcus Colquhoun — starfsmaður barnaverndar samtakanna. var hræddur við yfirvöldin, hrædd- ur við að lenda í vandræðum fyrir að hafa ekki leitað til læknis strax í upphafi." Price vísaði því á bug að hann hefði lokað Heidi inni; hún hefði farið frjáls ferða sinna en haldið mikið til í herberginu, sem hún fannst síðar látin í. Sagðist Price ekki hafa læst herberginu fyrr en hann komst að því að stúlkan væri Nicholas Price eftir að hann var ákærður. dáin drottni sínum. Öll er þessi frásögn með slíkum endemum að ýmsa hlýtur að reka í rogastans. Hvernig gat slíkt eigin- lega gerst? Var þetta fólk, sem hlut átti að máli, gersneytt allri mann- legri hugsun? Hvað um móðurina, Rosemarie Koseda? Af framburði fyrir rétti er helst að sjá að hún hafi haft ansi litla hugmynd um hvernig högum dótturinnar var háttað. Til dæmis sagðist Price ekki hafa skýrt henni frá láti Heidi fyrr en tveimur dögum áður en lögregl- an braust inn í íbúðina, 23. janúar síðastliðinn. Og hvað hugsaði Price eiginlega sjálfur allan þann tíma sem lík stúlkunnar lá í lokuðu her- berginu: „Ég hugsaði nú aöallega um bíla og peninga." Saksóknarinn spurði: „Og þú varst bara fyllilega sáttur við að hafa Heidi áfram í herberginu eftir að hún dó?“ „Ég gat svo sem ekki gert neitt í þessu úr því sem komið var,“ svaraði Price. Nú kynni einhver að spyrja hvort þennan harmleik megi ekki að ein- hverju leyti kenna lakri afkomu þessarar lánlausu fjölskyldu og bágbornum heimilishögum. Vissu- lega var Price atvinnulaus en hann hafði þó úr meira fé að spila en þeir sem urðu að gera sér að góðu at- vinnuleysisbæturnar einar. Til dæmis hafði hann nokkrar tekjur af bílaviðgerðum. Hins vegar virð- ist Price hafa haft mun meiri áhuga á að verja peningum sínum í allt annað en fæði handa sjúpdóttur sinni. Heidi veslaðist smám saman upp án þess að heimilisfaðirinn gerði nokkuð til að bæta þar úr. Talið er að stúlkan hafi dáið u.þ.b. þremur vikum eftir að byrjað var að svelta hana. Dómurinn I réttarhöldunum þvertók Nichol- as Price fyrir að hafa valdið dauða Heidi að yfirlögðu ráði. Hann sagði, sorgmæddur á svip: „Ég elskaði litlu stúlkuna sem væri hún mín eigin dóttir. Þetta var hamingjurík fjölskylda, Heidi þótti vænt um mig og mér um hana.“ Iðrun? Uppgerð? Kviðdómurinn, skipaður sjö körlum og fimm konum, var ekki í vafa. „Morð að. yfirlögðu ráði,“ var niður- staða dómsins eftir fjögurra klukkustunda vangaveltur. Price fékk lífstíðardóm, sem þýðir að hann situr að minnsta kosti 15 ár í fangelsi. Rosemarie Koseda var úr- skurðuð vanheil á geðsmunum og útveguð gisting á geðsjúkrahúsi. Eflaust finnst mörgum að lífs- tíðarfangelsi sé tiltölulega verð- skuldaður og sanngjarn dómur fyrir afbrotamann á borð við Nich- olas Price. Ýmsir hefðu þó viljað sjá strangari úrskurð og þeirra á meðal faðir Heidi litlu, Henryk Koseda, 32 ára gamall verslunarstjóri. Hann sagði eftir að dómurinn var kveðinn upp: „Þeir ættu að láta morðingja dóttur minnar svelta sjálfan til bana. Ég mundi njóta þess að heyra neyðarópin í honum. Ég hata Nich- olas Price og fyrirlít. Lífstíðardóm- ur, sem í raun þýðir kannski 15 ára fangelsi, er ekki nógu ströng refs- ing, nema þeir svipti hann mat og vatni. Henging væri of góð lausn fyrir þennan mann, þetta villidýr." Mál þetta hefur meðal annars gefið þeim byr undir báða vængi sem fylgjandi eru því að dauða- refsing verði tekin upp í Englandi á ÓHUGNANLEGT MORDMÁL VEKUR ÚLFAÞYT íBRETLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.