Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 B 15 Brids Arnór Ragnarsson Minningarmótið um Einar Þorfinnsson Þættinum hefir borist eftirfar- andi pistill frá Selfossi um árlegt minningarmót um Einar Þor- finnsson: Hið árlega minningarmót um Einar Þorfinnsson var spilað á Selfossi laugardaginn 5. október :sl. Alls spiluðu 36 pör barómeter, tvö spil á milli para, eða 70 spil. Mótið gekk mjög vel undir ör- uggri stjórn þeirra bræðra Ólafs og Hermanns Lárussonar. Nokkrir aðilar á Selfossi höfðu styrkt mótið. Þeir sem styrktu mótið voru Landsbankinn, Sel- fosskaupstaður, Mjólkurbú Flóa- manna, Iðnaðarbankinn og Sam- vinnubankinn. Auk verðlauna- gripa voru veitt peningaverð- laun: 1. verðlaun 20.000,-, 2. verð- laun 16.000,-, 3. verðlaun 12.000,-, 4. verðlaun 8.000,- og 5. verðlaun 4.000,-. Hart var barist á mótinu og lengi framan af var óljóst hverjir hlytu verðlaunasæti. Að lokum stóðu uppi sem sigurvegarar þeir Kristján Blöndal og Kristján Már Gunnarsson. Þeir höfðu lengi verið í hópi efstu para en náðu ekki forystu fyrr en eftir 26. umferð og héldu henni úr því til loka og sigruðu með 249 stig- um. í öðrum sæti komu þeir bræður Hrólfur og Oddur Hjaltasynir með 205 stig. Þeir vou framan af ofarlega og náðu forystu í mótinu eftir 18. umferð og leiddu mótið þar til þeir Kristjánarnir komust fram úr þeim í 26. umferð. í þriðja sæti urðu þeir Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson með 176 stig eftir hetjulega baráttu. í fjórða sæti með 173 stig komu síðan þeir Þórður Sigurðsson og Þor- varður Hjaltason eftir jafna og góða skor í síðustu 10 umferðun- um. I fimmta sæti voru svo þeir Aðalsteinn Jörgensen og Valur Sigurðsson. Þeir leiddu mótið lengi framan af og voru efstir þar til í 8. umferð og síðan lengst af í öðru og þriðja sæti. Þeir enduðu með 171 stig svo munur- inn á 3.-5. sæti var ekki mikill. Næstu sæti skipuðu þeir: stig 6. Ragnar Magnússon — Valgarð Blöndal 137 7. Jakob Kristinsson — Júlíus Sigurjónsson 89 8. Hörður Blöndal — Grettir Frímannsson 87 9. Stefán Guðjohnsen — Þórir Sigurðsson 83 10. Georg Sverrisson — Svavar Björnsson 82 Það setti skemmtilegan svip á mótið nú sem endranær hvað margir af sterkustu spilurum landsins voru duglegir að koma og taka þátt. Fyrir það er stjórn bridsfélagsins á Selfossi þakklát því einmitt það gefur mótinu gildi og gerir það svo skemmti- legt og lærdómsríkt fyrir heima- menn. Sérlega var ánægjulegt að þrjú pör skyldu koma alla leið frá Akureyri. Stjórn bridsfélags Selfoss og nágrennis færir keppnisstjórum, keppendum og styrktaraðilum sínar bestu þakk- ir. Spilagleði á Húsavík Samvinnuferðir/Landsýn í samvinnu við Bridssamband ís- lands, hafa í hyggju að hrinda af stað keðjumótum í Brids á Húsavík, með samhangandi sniði (Philip Morris-fyrirkomulagi). Ætlunin er að halda þrjú Opin stórmót á Húsavík, með glæsileg- ustu verðlaunum sem veitt hafa verið í bridskeppnum hér á landi (og þótt víðar væri leitað). Fyrsta Opna mótið verður helgina 9.—10. nóvember. Annað Opna mótið verður helgina 7.-8. desember og þriðja mótið verður helgina 15.—16. febrúar ’86. Ætlunin er að öll þessi mót gefi ákveðin stig, þannig að keppt veröur um endanleg heildarverð- laun (samanlögð stig úr þremur mótunum) auk glæsilegra verð- launa fyrir hvert einstakt mót. Bridssamband íslands mun standa að öllum undirbúningi, í samvinnu við norðanmenn og Samvinnuferðir/Landsýn. Flug- leiðir mun koma til móts við allt keppnisfólk og bjóða helmingsaf- slátt af fargjöldum, auk þess sem boðinn verður út sérstakur hótel- pakki fyrir þátttakendur. Reynt verður að hafa allt sem ódýrast, þannig að allir eiga að geta verið með, kostnaðarlega séð. Væntanlegir keppendur geta látið skrá sig hjá Bridssambandi íslands og öllum spilafélögum norðan heiða. Skráningu lýkur miðvikudaginn 6. nóvember, en spilað verður eftir Mitchell-t- ölvufyrirkomulagi, þannig að í raun verða mótin opin fram á síðasta dag, því ekki skiptir máli í Mitchell-keppni, hvort 10 pör eða 100 pör keppa. Stjórnandi verður Olafur Lár- usson en Vigfús Pálsson mun annast tölvuútreikning í báðum mótunum fyrir áramót. Spilað verður um gullstig í þessum mót- um. Nánar síðar. Tafl- & Brids- klúbburinn Fimmtudaginn 10. okt. hófst fjögurra kvölda „hraðsveita- keppni“ klúbbsins með þátttöku 15 sveita. Eftir fyrstu umferð tók sveit Gests Jónssonar afger- andi forystu í keppninni, en ann- ars er staðan sem hér segir: stig 1. Sv. Gests Jónssonar 611 2. Sv. Guðna Sigurbj.sonar 577 3. Sv. Þórðar Sigfússonar 564 4. Sv. Jakobs Ragnarssonar 555 5. Sv. Sveins Sigurgeirssonar516 6. Sv. Þórðar Jónssonar 511 7. Sv. Ingólfs Böðvarssonar 510 Meðalskor fyrsta kvöldið var 504 stig. Keppnin heldur áfram í Domus Medica næstkomandi fimmtudag 17. okt. kl. 19.30. Frá Bridsfélagi Reykjavíkur Fyrsta umferð aðalsveita- keppni félagsins var spiluð síð- astliðinn miðvikudag. Til leiks mættu 20 sveitir og verða spilað- ar 9 umferðir eftir monradkerfi 32 spila leikir. Staðan eftir 1. umferð: Sveit Delta 25 Stefáns Pálssonar 24 ólafs Lárussonar 24 Úrvals 24 Páls Valdimarssonar 21 Hannesar R. Jónssonar 18 Sigurðar B. Þorsteinssonar 18 Bridsfélag Hveragerðis 3. og 4. umferð hraðsveitar- keppninnar var spiluð sl. þriðju- dag. Staðan eftir 4 umferðir: Hans Gústafsson 80 Gunnar óskarsson 79 Einar Sigurðsson 77 Ragnheiður Guðmundsd. 61 Jón Guðmundsson 57 5.-6. umferð verður spiluð nk. þriðjudag kl. 19.30. Eftir 3 umferðir er staðan þessi í tvímenningi: Thorvald í. — Helgi Straumfjörð Daniel Halldórsson — 732 Viktor Björnsson Sigurleifur Guðjónsson — 712 Þórhallur Þorsteinsson Stefán Gunnarsson — 701 Kristinn Sölvason Gunnar Guðmundsson — 681 Eyþór Bollason 670 Næsta umferð verður spiluð miðvikudag 16. október að Ár- múla 40.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.