Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 28
Mér virðist helgin hafa tekið mjog
i (augar rakarans okkar!
Við viljum nú koma sjónvarps-
ahorfcndum á óvart og sýna
fræðslumynd um gerð fræðslu-
mynda!
Lögreglan lagi til í sínum garði
Jóhann G. Guðjónsson skrifar:
Velvakandi!
Fagna ber því átaki sem gert er
í umferðarmálum í Reykjavík, með
því að efna til umferðarviku.
Finnst mér því, að umferðaryfir-
völd í Reykjavík og lögreglan í
Reykjvík ættu að laga til í sínum
Velvakanda hefur borist bréf
frá breskri stúlku.
Hún segist hafa reynt í fjölda
ára að eignast pennavin hér á
landi en það hafi ekki enn borið
árangur. Stúlkan er 25 ára gömul
og heitir Lorraine Smith og hefur
áhuga áýmsu, m.a. frímerkjasöfn-
un, eyrnalokkum, söfnun bóka-
merkja og póstkorta, að skrifa
eigin „garði" og gæta að því að
umferðarmerki og yfirborðsmerk-
ingar gatna samræmist reglugerð
um: Umferðarmerki og notkun
þeirra.
Víða er pottur brotinn í þeim
efnum bæði við gatnagerð og þar
bréf og hlusta á tónlist. Hún vill
gjarnan skrifast á við einhvern á
líkum aldri eða eldri sem hefur
svipuð áhugamál, hvort sem er
karl eða konu.
Heimilisfang stúlkunnar er:
Miss Lorraine Lesley Smith
260 Farley Bank, ORE
East Sussex
England.
sem varanlegar merkingar eru.
Rétt er að geta þess að ástandið
í þessum efnum er sízt betra í
Kópavogi, en þar eru notuð um-
ferðarmerki við gatnagerð á Ný-
býlavegi, sem hurfu úr merkja-
reglugerð 1. maí 1979.
Breskur pennavinur
HEILRÆÐI
Hin sívaxandi umferð er mikið áhyggjuetni og ekki að
ástæðulausu, svo stórra fórna, sem hún krefst ár hvert bæði
í þéttbýli og úti á þjóðvegum. Árlega látast yfir 20 manns í
umferðarsiysum og yfir helmingur þeirra á aldrinum 15—25
ára, auk þeirra hundruða vegfarenda, sem slasast og sumir
hverjir svo alvarlega að ekki verður um bætt. Þetta eru stað-
reyndir, sem alla varða og látum þær verða okkur hvatningu
að auknu umferðaröryggi. Hér þarf átak, samstöðu og samhug
fjöldans, hvers eins einasta vegfaranda.
Umferöarvikan 1985 — VERTU MEÐ.
Hjálpfús strætis-
vagnastjóri
Amman á Fálkagötunni hringdi:
Mig langar til að þakka stræt-
isvagnastjóranum sem ók leið 14
sl. laugardag eftir hádegið. Son-
ardóttir mín, átta ára kom ofan úr
Breiðholti með vagninum, en var
ekki viss hvar hún ætti að fara úr
honum. Hún gat þó sagt bílstjór-
anum að hún væri á leið til ömmu
sinar sem ætti heima á Fálkagöt-
unni. Bílstjórinn kvað þetta ekk-
ert mál og nam staðar við Stúd-
entagarðana og ekki nóg með það,
heldur fór hann út úr vagninum,
studdi á hnapp gönguljósanna og
beið eftir að telpan kæmist yfir.
Fyrir þessa hugulsemi þakka ég
bílstjóranum kærlega og bið hon-
um og féiaga hans allrar blessun-
ar í starfi þeirra.